Tíminn - 06.01.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.01.1963, Blaðsíða 8
ALLT frá því er öld geim- vísindanna hófst, höfum við heyrt rætt um þörfina á .frelsi’ úti í geimnum. Það kom ber- lega í ljós, hversu miklu fylgi þessi hugmynd á að fagna, þeg- Geimfarl ar Aðalráð Sameinuðu þjóð- anna bar fram tillögur sínar um himingeiminn í desember árið 1961, án þess að nokkur mælti á móti. Úrskurður Aðalráðsins sagði skýrt og skorinort, að „öllum ríkjum væri frjálst að kanna himingeiminn og himinhnett- ina í samræmi við alþjóðarétt, og að ríkjum væri óheimilt-að slá eign sinni á geimflæmi eða hnetti". Ef okkur á að lánast að ná því marki, sem Sameinuðu þjóð irnar útlistuðu svo skilmerki- lega, verða alþjóðalög að við- urkenna þörfina á að ákvarða eitthvert visst „þak“ yfir yfir- ráðasvæðum ríkja um heim all an. Ef okkur er í rauninni alvara, er við tölum um frjálsa könnun úti í geimnum, megum við ekki gera of lítið úr þeim „frjálsu" geimflæmum, sem könnuð munu verða. Yfirráðasvæð'i ríkja nær einn ig upp í háloftin, þ. e. a. s. ríkin eiga sér ákveðna lofthelgi. Enn hefur ekki verið kveðið á um, hversu langt upp í háloftin lofthelgin skuli ná; engin laga skýring er til á víðáttu, eða öllu heldur „lengd“ lofthelg' innar. Alþjóðalög viðurkenna rétt sérhverrar þjóðar til að fjar- lægja af landi sínu og úr loft- helgi sinni sérhvern utanaðkom andi hlut og koma þar í veg fyrir hvers kyns aðgerðir, ef tilefni þykir til. Þjóðir um allan heim hafa gert með sér loftferðasamn- inga, sem byggjast á þessum alþjóðlega rétti, sem segir, að hvert ríki hafi ótakmörkuð yf- irráð yfir lofthelgi sinni, og þarf því sérstakt leyfi til þess að fara inn í lofthelgi ríkjanna eða nota hana á annan hátt. Því hærra upp í háloftin sem farið er, þeim mun lítilvæg- ari verður lofthelgi hvers lands. Ef um áreitni eða ógnun utan úr geimnum er að ræða, þá skiptir það sáralitlu, hvort sú áreitni eða ógnun kemur beint ofan frá, eða sem sagt ofan úr lofthelgi þess lands, sem í eldinum er. Öryggi hvers lands yrði á eng an hátt tryggt með því að teygja lofthelgina óraveg upp í háloftin. Miklu fremur er þörf á einhvers konar alþjóða- eftirliti til að sinna öllu því, sem fram fer úti í geimnum. hvar sem það kynni að vera. Síðan fyrsta sputniknum var skotið á loft í október 1957, hafa fjölmörg gervitungl Banda ríkjanna og Sovétríkjanna þrá- sinnis sveimað yfir löndum og landhelgi allra ríkja heims. — Ríkin, sem skutu þessum skeyt um á loft, báðust ekki leyfis hjá öðrum ríkjum, né heldur höfðu önnur ríki fyrir því að gefa samþykki sitt, og hvergi í heiminum var hreyft nokkr- um mótmælum gegn skotum þessum. v Geimfara'máð úr sjónum „Meðlimir þessarar nefndar munu reka sig á, að við höfum ekki reynt að skýrgreina, hvar geimurinn hefst. Að okkar viti er ótímabært að gera slíkt. Til- raun til þess að draga upp mörk milli lofthjúps og geims verð- ur að bíða aukinnar reynslu og mats þjóða. Til allrar hamingju eru meg- inreglur um frelsi úti í geimn um og frelsi himinhnatta ekki undir því komnar, að dregin verði nein markalína. Ef ég mætti taka úthöfin sem hliðstæðu, þá hefur okkur tekizt að fá staðfesta megin- regluna um frelsi úthafanna, jafnvel þótt engin almenn á- kemst á braut um jörðu, því að þá svífur hún næstum lárétt yfir jörðu. Þótt geimfararnir John Glenn, Scott Carpenter og Walt er Schirra hafi lent aðeins á yfirráðasvæðum Bandaríkjanna og á hafi úti, þarf ekki alltaf svo að fara. Augljóst er, að ótal möguleikar eru á því, hvert geimförunum er skotið og hvar þeir lenda. Nú bendir allt til þess, að mönnuð geimför, sem send verða á loft næstu tiu árin, muni snúa aftur inn í lofthjúp- inn allt að því lóðrétt, réttast síðan af og svífa í frá 40 upp í 96 kílómetra hæð til jarðar, en Greirt eftir J. A. Johnson forstöðumann bandarísku geimvísindastofnunarinnar Eina skynsamlega niðurstað- an, sem hægt er að draga af þessum viðbrögðum, er sú, að þjóðirnar hafa ekki litið svo á, að yfirráðasvæði þeirra næðu alla leið út í geiminn, þar sem gervitungUn hringsóluðu. Hins vegar var ekki reynt að skýrgreina í álitsgerð SÞ, hvað „geimurinn" væri í rauninni. Áður en þessi álitsgerð var borin fram, sagði ambassador Bandaríkjanna, Adlai Steven- son: L Eldflaug kvæði séu til um það, hvar út- höfunum sleppir". Meginspurningin er ekki, hvar geimurinn hefst, heldur hvar uppi í háloftunum yfir- ráðasvæði þjóða sleppir. í stuttu máli virðast lögin hníga að því, að hvert ríki ráði yfir loftsvæði yfir löndum sín- um óendanlega langt upp í há- loftin. Þar fyrir ofan, á ein- hverjum ótilteknum stað, ligg- ur svo hinn „frjálsi" geimur. Ef um væri að ræða einvörð- ungu hringferðir geimflauga um jörðu, mætti telja þetta vandamál lítilvægt, þar eð þá væri það ekki annað en háfræði legt. En vandamálið verður erfið- ara viðfangs en þetta, því að áður en geimflaugum er skotið út í geiminn, verða þær að fljúga í gegnum lofthjúpinn Enn fremur snúa sumar flaugar aftur til jarðar og lenda---- og þar ber mannaðar flaugar hæst------og því verða flaug- arnar eðlilega að fara i gegn um lofthjúpinn á nýjan leik. Bæði þegar skotið er flaugum ■d braut umhverfis jörðu og þegar flaugar snúa aftur til jarðar, þarf að beina þeim i lárétta stefnu, þannig að þær fara óhjákvæmilega i gegnum lofthelgi þjóða. Einkum ber á þessu skömmu áður en flaugin fara yfir frá 11.000 til 16.000 kílómetra svæði, áður en lend- ingin á sér stað. Það hlýtur því að reynast brýn nauðsyn að vita fyrirfram, áður en geimförum er skotið á loft, hvort þessi geimför fari um lofthelgi landa, og þarf því að skýrgreina lofthelgina nán- ar. Þetta vandamál er fyrst og fremst stjórnmálalegt. Þetta er ekki vandamál, sem leyst verður með vísindalegum stað- reyndum að baki, því að þann ig væri ógerningur að setja einhver ákveðin loftmörk, né heldur er hægt að miða loft- helgina við flughæfni og flug feril þeirra geimfara, sem geim vísindin kunna að skapa. Vísindamenn hafa lengi stefnt að þvi að, framleiða far- artæki, sem hefja sig á loft frá jörðunni eins og venjulegar flugvélar og komizt síðan á braut umhverfis jörðu, en geti loks nálgazt jörðu að nýju, — hvenær og hvar sem er. Þar sem líkur eru á, að tak- ast muni að framleiða slíkt far artæki, væri ákaflega öskynsam legt að láta „loftmörkin" mið- ast við fluggetu loftfara, þar eð stefnt er að því að fram- leiða þessi för. sem gædd verði Framhald á 13. síðu J T í M I N N, sunnudagurinn 6. janúar 1963. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.