Tíminn - 18.01.1963, Qupperneq 1

Tíminn - 18.01.1963, Qupperneq 1
BUÐEVGAR H EILDSÖLUB IRGÐl R SKIPHOIT HF SÍMI23737 ER UÓSGJAFlt 14. tbl. — Föstudagur 18. janúar 1963 — 47. áfff. HARMLEIKUR Á HAFINU Er slitnað upp úr samningaviðræðum? TÍMINN fréttl í gær að horfur væru á því að slitnaö væri upp úr samningaviSræðum milli DAGSBRÚNAR og VINNUVEITENDA. Ber mikiS á mllli, en vinnuveitendur hafa haldið sig fast við það, að bjóða ekki meira en það, sem þetr tetja mlsmun á launum verkamanna og Iðnaðar- manna, og yrði þá um sáralitla hækkun að ræða. Þessar viðræður milli kaupaðila hafa átt sér stað af og til síðan í nóvember. Veiða við ísröndina Örin bendir á skipstjórainn á þýzka vöruflutningaskipinu Lohengrin, þar sem hann heid- ur sér í brúargrind á skipi sínu, er fórst í Kielar-flóa þann 14. þ.m. Hann stóð þarna á með- an hann stjórnaði björgun skipshafnaránnar, sem komst heilu og höldnu í land j tveim bjöngunarbátum. Skipstjóran- um skolaði síðan útbyrðís, og var hann látinn, þegar til hans náðist. (UPI) FISKIGONGUR HER VID LAND ÓVENJULEGAR JK-Reykjavík, 17. janóar Helztu íslenzku nytjafiskarn ir hafa nú upp úr áramótunum tekið upp á því að hegða sér talsvert öðruvísi en búizt var við. Síld æðir austur með landi, án þess að eiga neitt erindi þangað, þegar bátar hefja þorskvertíð, veiða þeir mest ýsu; og loks eru okkar ágætu togarar komnir í góða þorskveiði nálægt ísröndinni fyrir Vestf jör^um. Jakob Jakobsson síldarfræðing- ur sagði blaðinu í dag, að aust- urferð vetrarsíldarinnar núna eft- ir áramótin hefði verið talsvert með öðrum hætti en hin fyrri tvö ár vetrarvertíðarinnar. Áður var það nærri eingöngu vorgotssíld, sem fór suður með landi, en nú fór sumargotsíldin þangað líka í jafn ríkum mæli. Á hún þó ekkert erindi þangað strax, því að hún hrygnir ekki fyrr en í jálí, en vorgotssíldin hrygnir í marz, og er nú á leið til hrygningastöðvanna. Jakob sagði, að engin reynsla væri enn komin í rannsóknum á vetrar- síldinni eftir tvær vertíðir, en greinilegt væri, að hér væri rofin 'alleg regla um hegðun vetrar- Udarinnar. Jakob fer í xannsókn- íleiðangur á Ægi eftir næstu helgi til að athuga síldina vestan og sunnan lands, einmitt með til- liti til þessarar breytingar. Nú er vetrarvertíðin nýhafin. Af fréttum hefur komið fram, að (Framhald á 15. siðu). JK-Reykjavík, 17. janúar. í dag er norðvestan versta rok norður af Horni, þar sem togararnir hafa undanfarið verið að fá ágætan þorskafla. Þeir hafa ekkert fiskað í tvo til þrjá daga, að því er útgerð- armaður tjáði blaðinu í dag. Togararnir eru þarna á veið- um svo að segja alveg við ísrönd- ina, og gerir ísinn þeim ekki létt- ara fyrir. Upp úr áramótunum fór afli togaranna að glæðast verulega á þessum slóðum og úti á Hala, um 25—40 mílur frá landi. Fyrstu togararnir, sem fengu góðan afla 'eftir nýárið, eru búnir að selja úti og hafa fengið góðar sölur. Það eru togararnir Ingólfur ,Arn- arson, Sigurður og Marz. Fleiri munu á útleið eða j þann veginn að leggja af stað, svo sem Karls- efni, Geir og Hafliði. Níu kýr köf nu5u í stér bruna í Fnjóskadalnum ED-Akureyri, 17. janúar. STÓRBRUNI varð í gær- kvöldi á bænuni Meluin í Fnjóskadal, er þar brann íbúð- arhús og fiós. Fólk bjargaðist naumlega, en níu kýr köfnuðú í fjósi. Slökkvistarf allt var á- kaflega erfitt, þar eð ekkert vatn var að hafa á bænum, nema úr einni lítilli vatns- ieiðslu. Eldsins varð vart um fimm- leytið í gærdag. Hjónin Þórir Albertsson og lömuð kona hans, Kristrún Guðmundsdótt- ir, voru inni í bænum er eids- ins varð vart, en sonur þeirra var úti við að huga að fé. — íbúðarhúsið var asbestklætt timburhús og magnaðist eldur inn mjög skjótt og varð' við ekkert ráðið. Þóri tókst að bjarga konu sinni út, og að því loknu reyndu þeir feðgar að bjarga nautgripum úr fjósi, sem var áfast íbúðarhúsinu. — Tókst þeim að bjarga kvígu og tveimur kálfum, en vegna reyks urðu þeir þá að gefast upp og köfnuðu eða brunnu níu kýr inni í fjósinu. Sími var á Meium og var fólki á næstu bæjum gert að- vart um eldinn og dreif þegar að fólk úr sveitinni. Eins og fyrr segir var vatnsskortur. — Skammt frá ibúðarhúsinu voru hlaða og fjárhús og þar eð sýnt var, að hvorki nfyndi tak- ast að bjarga íbúðarhúsi né f jósi, var lagt kapp á að bjarga þeim. Var snjór borinn á eld- inn og tókst að bjarga lilöS- unni og fjósinu. Var slökkvi- starfi að mestu lokið um níu- leytið í gærkvöldi, en þar eð eldsglæður leyndust í rústun- um vöktu menn yfir þeim. Þau liiónin Þórir Albertsson og Kristrún Guðmuudsdóttir (Framhald á 3. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.