Tíminn - 18.01.1963, Qupperneq 5
I Hi __.
IÞRÚT
RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON
seyrir að enskum
knattspyrnuleikjum hækkar
S&nsku knatfspyrnufélögín hafa tapað gífurlega á tíðum frestunum leikja.
Enskir knattspyrnuáhorf-
endur hafa sannarlega fengiS
að kenna á óblíðri veðráttu
síðustu vikurnar, en hátt á
annað hundrað leikja hefur
orðið að fresta frá desember-
byrjun, vegna slæmra veður-
skilyrða — og hefur aldrei í
hinni aldargömlu sögu ensku
knattspyrnunnar þurft að
fresta jafn mörgum leikjum
af þeim sökum.
Ofan á allt, sem á undan er
gengið, hafa enskir knattspy-rnuá-
horfendur fengið slæm tíðindi,
6em sízt koma til með að mýkja
vont skap þeirra vegna heimasetu
um helgar — en í ráði er að
hækka verð aðgöngumiða ag kapp
leikjum á næsta keppnistímabili.
Gífurlegt tap vegna frestana
Flest ensku félaganna hafa orð-
ið fyrir gífurlegu tapi vegna hinna
tíðu frestana á leikjum undan-
farnar vikur og hefur þar af leið-
andi mikið ófremdarástand skap-
azt í fjármálum þeirra.
Það er almenn skoðun forráða-
manna ensku knattspyrnufélag-
anna, að vegna hins mikla taps á
þessu keppnistímabili, sé eina
raun'hæfa lausnin að hækka verð
aðgöngumiða að knattspyrnuleikj-
um á næsta keppnistímabili. —
Hvergi í heiminum :r verð að-
göngumiða að knattspyrnuleikjum
eins lágt og í Englandi — og þar
sem fyrirsjáanlegt er, að ekki er
hægt að vinna tapið upp á þessu
keppnistímabili, er þetta eina leið
in, sem kemur til greina.
Mörg félaganna eru mjög illa
stödd þessa dagana — sérstaklega
3. og 4. deildar liðin og til þess
að forða gjaldþroti þeirra, hefur
enska ,knattspyrnusambandið heit
ig að veita þeim lán án vaxta og
tryggja með því, að þau géti hald-
ið rekstrinum áfram.
Mun mæfa mikilli andúð
En þrátt fyrir, að verð aðgöngu
miða sé hvergi eins lágt að knatt-
spyrnuleikjum og á Englandi, má
búast við, að hækkunin mæti mik
illi andúð og reiði áhorfenda, sem
fremur hefðu kosið, að slí'k hækk
un hefði komið fyrr eftir stríðs-
lok, þegar velmegun var meiri á
Englandi en nú er.
Haékkunin verður mikil — og er
í sjálfu sér um mikið stökk að
ræða. Líklegt þykir, að ódýrustu
stæði hækki úr 3 shillingum upp
í 5 shillinga, en aðrir staðir á
vellinum hækki samsvarandi.
Það væri mikill misskilningur
að halda, að þess hækkun komi
tiltölulega niður á lftiinn hluta
ensku þjóðarinnar — það eru
ekki fáar þúsundir sem flykkjast
að knattspyrnuvöllunum um helg
ar á Englandi — það eru hundr-
uð þúsundir, fólk á öllum aldri.
Hækkunin kemur til fram-
kvæmda í vor
Enska knattspyrnusamhandið
hefur lagt drög að því, að fyrir-
hugug hækkun komi fyrst til fram
kvæmda í maímánuði n. k. er úr-
slitaleikir ensku bikarkeppninnar
fara fram á Wembley í London.
Með auknum tekjum félaganna
af aðgöngumiðasölu, hafa þau
frekar ráð á því, að halda góðum
lei'kmönnum og kynna jafnframt
fleiri stjörnur. — Óánægjuraddir
áhorfenda munu því fljótt lognast
út af og hækkunin gleymast, en
menn sjá í staðinn betri knatt-
spymu leikna á Englandi.
——
ÞRÁTT fyrir lelki á milli okkar beztu kvennaliSa, s. I. þriðjudagskvöld,
vakti enginn leikur eins mikla athygli og í 3. flokki karla milll FRAM og
VALS, sem var hörkuspennandi og jafn fram á siðustu mínútur. — Á
myndinni sést Jón Sigurjónsson, Fram, skora — en unglingalandsliðsmað-
urinn, Hermann Gunnarsson, VAL, fylglst með. (Ljósm.: Sv. Þ.).
AFAR LELEGIR
KVENNALEIKIR
— á íslandsmótinu í handknattleik.
Leikur í 3. fiokki vakti mesta athygli.
S.l. þriðjudagskvöld hófu
kvennaflokkar keppni á ís-
landsmótinu í handknattleik
og fóru fram þrír leikir í
raeistaraflokki. Það er langt
síðan að kvennaflokkarnir
hafa verið jafn lélegiv og nú
— það sannaðist hezt í leikj-
unum sem fram fóru í fyrra-
kvöld, sem vægast sagt voru
afar lélegir — og einkenndust
af óþarfa hörku.
FYRSTA lyftingamótið hérlendis, fór fram í fyrrakvöld á vegum ÍR. —
Þátttakendur voru margir og var keppt í þremur þyngdarflokkum. —
Sigurvegari í þyngsta flokknum, milliþungavigt, varð Svavar Karlsson,
og er myndin að ofan af honum, en hann lyfti 124 kg. Annar í þessum
þyngdarflokki, varð Þorsteinn Löve, hann lyftl 108,5 kg.
í léttþungavigt varð Gunnar Alfreðsson sigurvegari, hann lyfti 102 kg
í iéttvigt varð sigurvegari Guðmundur Sigurðsson, hann lyfti 94 kg og
er það mjög góður árangur, en Guðmundur er aðeins 16 ára gamall.
Mótstjóri var Óiafur Björgvinsson — þjálfarar lyftingamannanna eru
þeir Finnur Karisson og Ungverjinn, Gabor, sem nýkominn er til landsins.
Hins vegar fengu áhorfendur
að sjá skínandi vel leikinn hand-
knattleik hjá Fram og Val í 3.
flokki karla, en sá leikur var
mjög spennandi frá upphafi og
lyktaði með naumum sigri Fram,
11—10.
Ármann — Valur 10:6
í meistaraflokki kvenna mætt-
ust í fyrsta leik, Ármann. Reykja-
víkurTneistararnir. og Valur, ís-
landsmeistararnir — Ármann
hafði frá upphafi nokkra yfirburði
fyrir Ármann. Valur náði að
■minnka bilið strax í seinni hálf-
leiknum — en Ármenningar náðu
aftur yfirhöndinni og lauk leikn-
um með öruggum sigri þeirra,
10—6.
Þessi leikur bauð upp á lítinn
handkuattleik, þrátt fyrir að
þarna ættust við lið, sem eru hand
hafar Reykjavíkur og íslandsmeist
aratitils.
Lið Ármanns hefur það þó fram
yfir öll hin kvennaliðin, að geta
beitt hugsun í leik — og er það
mikill kostur.
f liði Ármanns bar mest á Lise-
lotte Oddsdóttur, en í liði Vals
Sigríði Sigurðardóttur, sem þó
var eitthvað miður sín. Lið Vals
mætti leggja meiri áherzlu á vand
virkni, en flest upphlaupin h'já
liðinu enduðu með ósköpum fyr-
ir fljótfærni.
Dómari í leiknum var Daníel
Benjamínsson og dæmdi hann vel
að vanda.
"••am—Breiðablik 9:8
Breiðablik náði snemma forustu
og hélt yfirhöndinni nær allan í leiknum og hafði yfir í hálfleik
tímann. í hálfleik var staðan 7—414—2. Gjörbreytj, lið Fram frá því
í fyrra, jafnaði bilið er tók ,að
líða á seinni hálfleikinn og náði
tveggja marka forskoti undir lok-
in. Breiðablik skorað síðasta mark
ið — en það dugði ekki, og lauk
leiknum því með sigri Fram, 9—8
Lið Breiðablik hefur oftast ver-
ið betra en nú og er skemmst að
minnast góðrar frammistöðu liðs-
ins á síðasta ári. Lið Fram er
hins vegar mikið breytt til hins
betra og hefur liðinu bætzt mik-
ill styrkur með tilkomu þeirra
Valgerðar Eiríksdóttur og Krist-
ínar Jóhannsdóttur úr Ármanni.
FH—Víkingur 11:8
í síðasta leiknum mættust FH
og Víkingur og var það ef tii vill
skásti leikurinn í kvennaflokki i
fyrrakvöld. Víkingar náðu for-
ustu í byrjun, en FH jafnaði fljót
lega og hélt forustu út allan leik
inn eftir það, þótt aldrei hafi
mörg mörk skilið á milli. í hálf-
leik hafði FH yfir 8—6. Það voru
mun færri mörk skoruð ( seinni
hálfleiknum, stúlkurnar kannski
daufar, en leiknum lauk kl rúm-
lega hálf tólf Loka ölur urðu
11—8, FH i vi) og voru það nokk
uð sanngjörn úrslit eftir gangi
leiksins.
FH-liðið var greinilega betra
(Framhald á 15. siðu).
: I N N, föstudagur 18. janúar 1963. —