Tíminn - 27.01.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.01.1963, Blaðsíða 5
Friðrik Ólafsson skrifar um „Örkin hans Nóa“ er efalaust eittíhvert frægasta dæmi skáksög- unnar um fallgryfju í byrjunum. andstæðingi sínum hlutverk fórn- ardýrsins! Slík dæmi um mannleg- an breyskleika eru að vísu ekki Nú mætti ætla, að menn gætu brynjað sig gagnvart slíkum slys- um í byrjunum með því að læra Hún hefur víða komið við sögu á undanförnum áratugum og gert mörgu fórnardýrinu gramt í geði, en nú í dag munu menn almennt kannast við hana og kunna að vara sig á henni. Annað var uppi á : teningunum fyrir u. þ. b. 30 árum. j Þá vissu menn lítið um tilveru ; íallgryfjunnar og jafnvel sjálfur j Alekhine, sem Var fremsti „teóríu- beslur" þeirra tíma, lét þess eitt sinn getið, að eftirfarandi afbrigði í Spánska leiknum: 1. e4, e5 2. Rf3, Rc6 3. Bb5, a6 4. Ba4, d6 5. d4, b5 6. Bb3, Rxd4 7. Rxd4, exd4 8. Dxd4, c5 9. Dd5, Be6 10. Dc6t, Bd7 11. Dd5, væri einungis þurrt jafn- teflisafbrigði. í dag vita menn hins vcgar, að 11. —, c4 losar biskup- inn á b3 við allar frekari þjáning- j ar og rétta leiðin er 8. c3 í stað: 8. Dxd4. 'Margar skemmtilegar fallgryfj- ur er að finna í öðrum byrjunum, og detta mér þá strax í hug ýmis dæmi úr drottningarbragði. Fine gamli, sem á sínum tíma þótti lít- ið lakari skákmaður en Alekhine, varð einu sinni fyrir þeirri ógæfu að þurfa að „pakka saman“ eftir tíu leiki, og lúnnu honum þessar ófarir svo mjög til rifja, að er hann löngu síðar birti skákina í einni bóka sinna, hliðraði hann nokkuð staðreyndum og eftirlét óalgeng meðal skákmeistara, en hefur sjaldan sannazt jafnáþreif- anlega hér. Fine hafði hvítt í skákinni, en andstæðingur hans var Rússi, Udovcic að' nafni: 1. d4, d5 2. c4i, e6 3. Rc3, Rf6 4. Bg5, c5 5. Rf3, cxd4 6. Rxd4, e5 allar byrjunargildiur, sem til eru, utan að, en þetta hefur enga raun- hæfa þýðingu (Sem betur fer, ligg- ur manni við að segja, því annars væri fjölbreytileika skákarinnar illa farið.) Skákbyrjanir eru nefni 7. Rdb5, a6 8. Rcxd5? (Fine álítur sig nú vera að vinna skiptamun.) 8. —, axb5 9. Rxf6ý (Hér reiknaði Fine einungis með framhaldinu 9. —, gxf6 10. Dxd8f, Kxd8 11. Bxf6f og varð bví heldur en ekki bylt við, er andstæðingur hans svaraði rólega með . .) 9. —, Dxf6! Nú er augljóst, að svartur mundi svara 10. Bxf6, með — Bb4t og eftir 11. Dd2, Bxd2 12. Kxd2, gxf6 hefur hann unnið mann. Fine gafst því upp. — Önnur gildra svipað's eðlis, í drottningarbragði, á sér stað eftir leikina: 1. d4, d5 2. c4, c6 3. Rc3, Rf6 4. Bg5, Rbd7 5. cxd5, exd5 (Hér virðist sem hvít- ur geti unnið peð með því að drepa með riddaranum á d5, þar eð svarti riddarinn á f6 er leppað- ur, en sú er ekki raunin.) 6. Rxd5, Rxd5! 7. Bxd8, Bb4f og svartur vinhur mann á sama hátt og í fyrra dæminu. — Hér mætti halda áfram að rekja íleiri dæmi, fen ég sé þess enga þörf, þar eð framanskráð dæmi sýna það ljóslega, hvað um er að ræða. lega sífelldum breytingum háðar og í kjölfar nýjunganna koma r.ýjar, áður óþekktar gildrur. Skemmtilegasta dæmi þessa er efa- laust skákin, sem Reshevsky tapaði fyrir Fischer í bandaríska meist- aramótinu 1957, og ég hefi marg- oft minnzt á hér í þáttum mínum. Fischer hafði hvítt, Reshevsky svart: 1. e4, c5 2. Rf3, Rc6 3. d4, cxd4 4. Rxd4, g6 5. Rc3, Bg7 6. Be3, Rf6 7. Bc4, 0—0 8. Bb3, a6 9. 0—0, Ra5? 10. Bxf7t, Kxf7 11. Re6! og nú neyddist Reshevsky til að drepa riddarann með drottn- ingarpeðinu, þar sem hann sá fram á, að hann yiði mát eftir 11. —, Kxc6. Fischer fékk því drottning- una fyrir tvo létta menn og vann örugglega. — f Olympíumótinu í Varna í fyrra varð öðrum góðum skákmanni, Padevsky frá Búlgaríu héldur en ekki á í messunni og tapaði manni snemma tafls. Þetta átti sér stað í einu nýjasta afbrigði Frönsku varnarinnar og Padevsky hefur sennilega aldrei áður leitt hugann að þeirri stöðu, sem þar kom upp. Hv: Padevsky, Sv: Port- isch, Ungverjalandi. 1. e4, e6 2. 2. d4, d5 3. Rc3, Bb4 4. e5, b6 5. Dg4, Bf8 6. 0—0—0, h6 (Þetta er sakleysislegur leikur, en hann hef- ur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir hvít.) 7. Bh4?, g5 8. Bg3, h5! Nú tapar hvítur manni, hvern- j ig, sem að er farið. — Til gamans má geta að rússneski stórmeist- arinn Keres féll skömmu sið'ar í sömu gröf, og má af því álykta, að enginn er öruggur, þegar byijun- argildrumar eru annars vegar. •fc KÓPAVOGSBÍÓ sýnlr nú hina stórmerku mynd „AFRÍKA 1961". — Mynd þessi var gerS í algjörri óþökk hvítra stjórnenda SuSur-Afríku, — og var smyglað úr landi. — ROGOSIN, sem gerSi myndina, er frægur kvikmyndatökumaSur, og þykir þessi mynd bera snilld hans vitni, einkum þegar hafðir eru i huga þeir erfiðleikar aS taka svona mynd fyrir augun- um á stjórnendum landsins. — Myndin sýnir í fáum en skýrum dráttum hið hörmulega ástand í réttarmálum og lífi blökkumanna. Myndin er af aðalleikaranum. r ........- Þáttur kirkjunnar Trú Um fátt er meiri ágrein- ingur en þann þátt mann- legrar vitundar, sem hefur verið nefndur trú og eru menn lítt á einu máli um, hvað trú sé, eða hvort nokk- uð sé raunverulega til, sem nefna beri því nafni. Samt munu flestir nokkurn veginn á sömu skoðun við- víkjandi skoðun Hebreabréfs- ins í Biblíunni, en þar segir: „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um það sem eigi er auðið að sjá_“. Án slíkrar trúartilfinning- ar er ekki unnt að lifa sem heilbrigður maður nokkurn dag. Tapi maðurinn eða manneskjan slíku trausti úr hugsun eða vilja, þá er hún ekki lengur hæf til starfa og viðfangsefna hin,s daglega lífs. Það má því með sanni segja, að engin heilbrigð manneskja er trúlaus. Við verðum alltaf að trúa á eitt- hvað, annars svífum við and lega talað í lausu lofti. Að því leyti gætum við því öll tekið undir bæn postulanna til meistara síns, er þeir segja: „Auk oss trú“. Trúin er þannig innri kraftur, sterk og heit kennd eða tilfinning, sem ekki verö ur á móti mælt. Og þannig veröur hún burðarás og grunnur mannlegrar viðleitni og framkvæmdaþreks, lista og vísinda í einu orði sagt, frumþáttur alls, sem nefnt er menning, listir og lífsham- ingja, en þar er ástin annar meginþáttur. Báðar þessar tilfinningar í göfguðu formi lyfta okkur upp yfir dýrin, gera okkur að mönnum og geta gert okkur guðdómleg. En samt verða þær ef svo mætti segja að lúta vissum skilyröum, beinast í rétta átt eða stefnu, annars gætu þær líkt og straumhart fljót eða fjallalækur í leysingu rif ið og sundurtætt, brotið nið- ur og drepið. En eitt er víst til allra stórra framkvæmda, uppgötv ana og átaka þarf trú, óbug- andi trú. Framkvæmdamað- urinn trúir á hagnað eða gagnsemi starfseminnar, verzlunarmaðurinn á gróö- ann, vísindamaðurinn á not uppfinninganna og læknirinn á þá heill og blessun, sem vísindaleg leit hans gæti veitt. Og svo leggja þeir allir á sjötugt djúpið eða meira til að finna það, sem sann- færing þeirra, trú þeirra, hvíslar að þeim að unnt sé að finna. Sagt er, að lyf eitt mjög þýðingarmikið hafi ver ið nefnt 666 til að byrja með, þar eö læknirinn var búinn aö gera 665 árangurslausar tilraunir áður en hann fann þá samsetningu, sem dugði. Til slíkra hluta þarf óendan- legt trúarþol og trúarkraft. En þá kemur spurningin: Er slíkur kraftur nokkuð skyldur því, sem átt er við, þegar talað er um guðstrú og guðstraust? En það er oftast eitthva'ö þess háttar, sém átt er við, þegar fólk talar almennt um trú. Já, auðvitað er það sami krafturinn. Læknirinn sem telur sig „trúlausan“. en fórn ar samt öllum tíma og kröft um til að finna upp ráð gegn og lyf við þjáningum og mein um manna, hann lifir samt og starfar í trú og meira að segja guðstrú. Samkvæmt kenningum Krists er Guð andi kærleik- ans og sannleikans. Allt, sem unnið er í trú og trausti til sigurs frá þeim anda, er unn ið í guðstrú, vitandi eða óvit- andi. Allt, sem gert er til að efla heilindi, heilsu og ham- ingju hvort sem það er gert með bæn, lyfi eða læknisað- gerð, það er fórn á altari kær leikans, framkvæmd í anda Guðs. Og traustið til þess krafts heitir Guðstrú. Og það er einmitt slík tilfinning. slíkt traust, sem Kristur spurði alltaf fyrst og fremst um í sínu starfi og kenning um. Traustið á almætti kær- leikans var honum mikils- verðast og hinn mikli vaxtar- máttur kærleikans. Hann spurði aldrei um trúarjátn- ingu fólksins, heiðinn hundr- aöshöfðingi, kanverskgrísk kona, fákænir alþýðumenn, ríkir tollheimtumenn, fyrir- litnir Samverjar og fátækar ekkjur gátu verið honum eins mikils og meira virði í trú eins og þeir, sem kunnu öll möguleg trúarfræði og játn ingar Gyðinga, sem einir þóttust heilagir og réttlátir. Hið svokallaöa trúleysi nú á dögum er því oft ekki trú- leysi og ekki hættulegast, heldur hitt, að trúartilfinn- ingu hjartans sé beint í skakka stefnu, t. d. að ein- hverjum ,guði“ eða guðshug- mynd haturs og hefnda, en þannig hefur guðstrúnni stundum verið beint að grimmum eyðingarguðum, sem vilji láta mannkyn og mannssálir farast i eldi hefnda og refsingar. Og þar er þá einnig stutt í aðra stefnu, sem nefnd er mann- dýrkun, og birtist í því að einhver maður er gerður að meira eða minna leyti full- trúi slíks „guðs“. Slík trú, sem skortir kærleiksþel, er trú á villigötum oft ekkert annað en blind sjálfsdýrkun og hroki. Samt er hún sterkt afl og getur átt sínar hug- sjónir, sem birtast i tillits- leysi og mannfyrirlitningu. . En kristnum manni er Kristur einn fulltrúi þess Guðs, sem trú hans beinist að. Og hánn sagði: Elskið óvini yðar og bið’ið fyrir beim sem ofsækia yður. svo að þér verðið börn föður yð- ar í himnunum. Árelíus Níelsson. TÍMINN. sunnudaginn 27. ianúar 1963 — I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.