Tíminn - 27.01.1963, Síða 14

Tíminn - 27.01.1963, Síða 14
ÞRIDJA RÍKIÐ WILLIAM L. SHIRER hann var niðursokkinn í hernaðar lega mikilvæga hluti, aðferðir og stjórn í Aðalherstöðvunum, gaf hann sér oft tíma til þess á kvöld- in í hópi gamalla flokksfclaga að rifja upp fyrir sér, hversu heimsk ir kennarar hans hefðu verið. Sumar af þessum minningum hins brjálaða sénís, sem nú var orðjnn æðsti yfirmaður hersins, og stjórn aði herjum sínum persónulega allt frá Volgu að Ermarsundi,! hafa geymzt. — Þegar ég minnist mannanna, sem kenndu mér, verður mér Ijóst, að flestir þeirra voru að ein- hverju leyti geðveikir. Menn, sem hægt var að telja góða kennara, voru sjaldgæfir. Það er sorglegt að hugsa til þess, að slíkt fólk hef ur mátt til þess að standa í vegi fyrir ungum manni. — 3. marz 1S42. Minningar mínar um kennarana, sem kenndu mér, eru hinar óþægi- legustu. Ytra útlit þeirra bar vott um sóðaskap. Kragar þeirra voru subbulegir . . . Þeir voru fram- leiðsla öreigastéttar, sviptir allri sjálfstæðri hugsun, einkenndir af dæmalausri fáfræði og ágætlega hæfir til þess að verða stoðir kraft lauss stjórnarkerfis, sem, guði sé lof, tilheyrir nú fortíðinni. — 12. apríl 1942. Kennarar okkar voru algerir harðstjórar. Þeir höfðu enga sam- úð með æskunni. Takmark þeirra yar að troða í okkur og gera okk- ur að hámenntuðum öpum, eins og þeir sjálfir voru. Sýndi nokkur nemandi hið minnsta merki um frumleika, létu þeir hann ekki í friði, og allir þeir fyrirmyndar- nemendur, sem ég hef komizt í kynni við, hafa orðið einskis nýtir, þegar út í lífið kom. — 7. septem- ber 1942. Það er greinilegt, að allt til dauðadags fyrirgaf Hitler ekki kennurum sínum hinar slæmu einkunnir, sem þeir gáfu honum, og hann gat heldur ekki gleymt þeim. En svo gat ha-nr rangfært hlutina, að þeir u'' . . cgilegir og af'káralegir. Dálítið hefur geymzt af því, hvernig Hitler kom kennurum sínum fyrir og hvernig þeir minnt ust hans, eftir að hann var orð- inn heimsfrægur. Einn af þeim fáu kennurum, sem Hitler virðist hafa geðjazt að, var prófessor Theodor Gissinger, sem gerði sitt ýtrasta til þess að kenna honum eðlis- og efnafræði. „Hvað mig snertir, voru áhrifin, sem Hitler skildi eftir frá árunum í Linz, hvorki hagstæð né óhagstæð. Hann var á engan hátt foringi bekkjar- ins. Hann var grannur og beinn, fölur í andliti og mjög grannleit- ur, næstum því eins og berkla- sjúklingur, hann var óvenjulega opineygur og augu hans voru skær“. Prófessor Eduar Hiimer, sem Hitler virðist hafa átt við, þegar hann kallaði kennara sína „líkasta fávitum" kom til Miinehen árið 1923 til þess að bera vitni fyrir hinn fyrrverandi nemanda sinn, sem þá var fyrir rétti sakaður um landráð f sambandi við Bjórhallar- samsærið. Enda þótt hann hrósaði markmiðum Hitlers og segðist ein læglega óska þess, að honum tæk- ist að hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd, gaf hann eftirfar- andi lýsingu á hinum unga gagn- fræðaskólanema: — Hitler var sannarlega hæfi- leikum gæddur, en þó aðeins í einstökum fögum, en hann vant- aði sjálfstjórn, og ekki er of mik- ið að segja, að hann hafi verið álitinn þrætugjarn, einræðislegur, hafi haft mikið sjálfsálit og verið skapvondur, og hafi átt ómögu- legt með að semja sig að skóla- aganum. Hann var heldur ekki ið- inn, annars hefði honum tekizt að ná betri árangri, eins góðum hæfi- leikum og hann var gæddur. Einn kennari í Linz-gagnfræða- skólanum hafði, eins og síðar átti eftir að koma í ljós, örlagarík áhrif á hinn unga Adolf Hitler. Þetta var sögukennarinn, dr. Leo- pold Pötsch, sem upprunninn var í landamærahéraði við suðurlanda mærin, þar sem töluð var þýzka, og þar sem runnu saman byggðir þýzkumælandi manna og Slava. Rieynsla hans af kynþáttastríðinu á þessum slóðum hafði gert hann að ofstækisfullum þýzkum þjóð- ernissinna. Áður en hann kom til Linz, hafði hann kennt I Mar- burg, sem varð að Maribor, eftir að þetta svæði var afhent Júgó- slavíu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Enda þótt dr. Pötsch hafi aðcins gefið nemanda sínum einkunnina „Sæmilegt“ í sögu, var hann sá eini af kennurum Hitlers, sem fékk góða dóma í Mein Kampf. Hitler viðurkenndi fúslega, hvað hann átti þessum manni að þakka. — Það átti sennilega eftir að hafa úrslitaþýðingu fyrir allt mitt líf, að forsjónin hagaði því þann- ig, að ég hafði sögukennara, sem skildi, eins og fáir aðrir gerðu, þessi undirstöðuatriði ... — að halda eftir hinu mikilvæga, en sleppa því einskisverða . . . Dr. Pötsch, kennari minn frá Linz, fullnægði þessu skilyrði vissulega á fyrirmyndarhátt. Hann var full- orðinn maður, vingjarnlegur, en þó um leið ákveðinn, sem gat ekki aðeins haldið athygli okkar vak- andi með glýjandi mælsku, held- ur einnig hrifið okkur með sér. Enn þann dag í dag lít ég til baka með ósvikinni aðdáun, til þessa gráhærða manns, sem með eldleg um orðum sínum lét okkur gleyma stund og stað, sem eins og með töfrum breytti þurrum sögulegum staðreyndum í lifandi raunveru- leika. Þarna sátum við, oft log- andi af áhuga, stundum jafnvel með tárin í augunum . . . Hann var vanur að notfæra sér þjóðern- isofstæki okkar, sem byrjað var að gera vart við sig, til þess að fræða okkur, og höfðaði oft til þjóðarstolts okkar. Þessi kennari gerði sögu að uppáhalds fagi mínu. Og sannarlega varð það þá, sem ég varð að ungum uppreisnarsegg, enda þótt hann ætlaðist vissulega ekki til slíks. Árið 1938, 35 árum síðar, þegar 5 Hitler sem kanslari ferðaðist sigri hrósandi um Austurríki, eftir að hafa neytt það til þess að sam- einast Þýzkalandi, kom hann við í Klagcnfurt til þess að hitta gamla kennarann sinn, sem þá hafði látið af störfum. Hann gladd ist yfir því, að komast að raun um, að gamli maðurinn hafði ver ið meðlimur í neðanjarðarhreyf- ingum nazista SS, sem gerðar höfðu víirið1 landrækar á meðan Austurríki var sjálfstætt. Hann ræddi við hann einslega stundar- langt og síðar sagði hann í trún- aði við flokksfélagana: „Þið getið ekki ímyndað ykkur, hversu mik- ið ég á þessum gamla manni að þakka“. Alois Hitler lézt af blóðspýtingi 3. janúar 1903, þá 65 ára að aldri. Hann hafði verið á gönguferð morgun nokkurn, þegar þetta gerð ist, og dó skömmu siðar í krá í nágrenninu, í örmum nábúa síns. Þegar þrettán ára gamalL sonur hans leit líkið, brast hann í grát. Móðir hans, þá 42 ára, fluttist í litla íbúð f Urfahr, eitt af út- hverfum Linz, og þar reyndi hún að halda lífinu í sér og börnum sínum tveimur, sem á lífi voru, Adolf og Paulu, en til þess hafði hún einungis smávegis sparifé og fátækleg eftirlaun. Hennj fannst, sem henni bæri skylda til þess að halda áfram menntun sonarins, að því er Hitler segir í Mein Kampf, í isamræmi við óskir föðurins „með öðrum orðum“, eins og hann seg ir, „að láta mig halda áfram að læra til þess að vcrða embðettis- maður“. En þrátt fyrir það, að ekkjan unga vajri eftirlát við son sinn, og hann virðist hafa elskað hana innilega, var hann „ákveðn- ari en nokkru sinni fyrr að leggja ekki þessi störf fyrir sig“. Og þess vegna, þrátt fyr:r viðkvæma ást móður og sonaj\ kom til B? 16 var farinn, að Gertrude sagði, að það væri leiðinlegt, að ungfrú Abby hefði ekki ráð .á að koma og heimsækja okkur, svo að hún gæti sannfærzt um, að mér liði vel. Og þá fékk ég hugmyndina. — Mér finnst hún stórkostleg, sagði ég hlýLega. — Eg er viss um, að hr. Twindleham hafði orð- ið mjög glaður, ef þú hefðir sagt honum frá því. Hann var víst hálf áhyggj ufullur út af þér. — Ó — hann! Hann var svo voðalega hrifinn af afa mínum. Andartak virtist mér Elisabeth hreint og beint ellileg. Svo flýtti hún sér að kveðja. Eg veit ekki almennilega, hvern- ig það byrjaði, en skyndilega var mér ljóst, að ekki var allt sem skyldi með vini mína og kunningja í Mbabane. Þeir létu undarleg orð falla. Eg varð þese einnig vör, að þegar ég kom inn einhvers staðar, varð allt í einu dáuðaþögn, og svo var farið að tala og tala. Þetta gerðist æ oftar og ég braut heil- ann um, hvað þeir gætu eiginlega verið að tala um mig. Og svo var farið að tala um Elisabeth. Þau vissu, að við vor- um góðar vinkonur og þvi voru þau aldrei beinlínis ósvífin. Að- eins gefið í skyn — ekkert, sem hægt var að móðgast af. Kona ein sagði við mig: — Eg geri ráð fyrir, að þú skiljir núna, hvers vegna Elisabeth er ekki vinsæl meðal okkár. — Hvað er það, sem ég skil? spurði ég hraðmælt, en hún skipti um samtalsefni. Dag nokkurn var ég stödd í kokkteilboði, og kom þá til mín kvenmaður, sem ég rétt kannaðist við í sjón. Hún lagði höndina á arm minn og sagði: — Kæra Frances, við dáumst virkilega að þér. Það er miklu betra að taka svona nokkru með bros á vör, heldur en gera upp- ANDLIT KONUNNAR Clare Breton Smith steit. Og til að kóróna alít saman, hvíslaði digur eldri kona eitt sinn að mér: — Öll okkar samúð er með þér — við skiljum þetta svo vel. Eg starði á hana, svo greip ég fast um hönd hennar. — Og hvað skiljið þið? Hún leit óttaslegin í kringum sig og vætti varirnar. — Hvers vegna hafið þið sam- úð með mér? spurði ég kuldalega. — Og hvað er það, sem þið skilj- ið? — Eg vil vita það, sagði ég á- kveðin. — Eg krefst þess að fá að vita það! Ef þér viljið ekki segja mér það, sný ég mér til lög- fræðings. Kannski hann geti feng- ið yður til þess að tala. Gabb mitt hafði sin áhrif. Hún leit allt í einu illgirnislega á mig. — Látið ekki sem þér vitið ekk- ert, hvæsti hún. — Allir tala um yður, manninn yðar og Elisabeth. Eg glápti á eftir henni, þegar hún hraðaði sér burtu. Auðvitað var þetta þvættingur. Lygi og róg- ur. Elisabeth var svo fögur, að konurnar voru gular af öfund- sýki og vildu reyna að gera lítið úr henni. Guy og Elisabeth höfðu varla sézt. Hvað höfðu þau sézt oft? Kannski svona fimm — sex sinrlum? Eg flýtti mér heim. Bíllinn stóð í bílskúrnum. Guy hafði farið til Stegi með öðrum og skilið bílinn eftir. Eg skrifaði nokkur orð á miða til hans og sagði honum, að ég kæmi fljótlega. Svo athugaði ég, hvort benzín væri nóg á bíln- um, því að ég vildi ógjarna þurfa að stanza á miðri leið. Eg hafði ekki áður ekig ein út á búbarð- inn, en ég efaðist ekki um, að ég myndi rata. Það eina, sem ég vildi, var að tala við Elisabethu. Mér gekk ágætlega að aka yfir árnar og naut raunar ökuferðar- innar. Það hafði ekki rignt í marga daga, en nú sá ég dökk skýin hrannast upp á himninum. Þegar ég kom á leiðarenda, var allt undarlega kyrrt. Það var skrýtið, að enginn skyldi koma út til að bjóða mig velkomna. Eg fór inn í eldhúsið og hitti þar inn- fæddan „boy“, og glápti hann steinhiissa og forvitinn á mig. — Er Nkosikas inni? spurði ég. Hann hristi höfuðið og svaraði einhverju á swazi. Svo benti hann í áttina að kofa Elisabethar. Eg gekk þangað, dokaði við og kallaði: — Það er Frances. — Kom inn — ó, komdu inn, heyrði ég ^ Elisabethu svara. Ég gekk inn. Gluggatjöldin voru dregin fyrir, en jafnvel þarna í hálfrökkrinu sá ég, hversu föl Elisabeth var, þar sem hún lá í hnipri í rúminu. Það stóð þvotta skál við rúmið og blautt hand- klæði á stólbaki. Eg fann daufa uppsölulykt í herberginu. — Ertu veik? spurði ég. Hún reyndi að brosa. — Fyrirgefðu þessa móttöku. Það er bara magakast. — En hvar eru Sylvester og Gertrude? — Þau þurftu að ’fara til Mak- aiana-. Eg fæ oft þesst köst og enginn getur hjálpað mér. En hvað mér þykir vænt um að sjá þig. Hefurðu borðað hádegisverð? — Ég er ekki svöng. Ég var sannarlega hálfkvíðin vegna henn- ar. Kinnarnar innfallnar og ann- arlegur gulleitur blær yfir and- liti hennar. — Vitleysa, sagði Elisabeth og reyndi að harka af sér. Svo hringdi hún lítilli bjöllu. Eg horfði á hana, meðan hún gaf stúlkunni, sem kom, fyrirmæli um ag bera fram hádegisverð. Eg hafði alveg gleymt ástæðunni fyr- ir för minni hingað. Eftir að stúlk anl var farin, spurði ég hana um þessi magaköst. Eg komst að því, að hún fékk þau með sex til sjö vikna millibili og hafði fengið þau í nokkur ár. Eg spurði hana, hvað Gertrude hefði um þetta að segja, og hún hló að mér. — Hún segir, að það séu taug- arnar — að mörgum líði eins og mér. Það er ekkert hættulegt —' bara alveg voðalega sárt, meðan þau standa yfir. Andartak afmynd aðist andlit hennar af kvölum, og ég sá, hvernig hún engdist sundur og saman i rúminu. — Krampi, hvíslaði hún og reyndi að brosa. — Hvernig líður Rudi? Hún fálmaði eftir hand- klæðinu og strauk svitann af enni I sér. — Ágætlega. — Og Guy? Eg leit á hana. Hún hafði bortð spurninguna svo blátt áfram,, án nokkurs snefils af feimni eða sak- bitni. Ef eitthvað hefði verið til í því, sem konan hafði sagt, fannst mér, að hún mundi hafa forðazt að minnast á Guy. Svo fékk hún enn eitt krampa- kast. Eg vatt vasaklút í fatinu og þurrkaði gætilega svitann af and- liti hennar. Eg var reglulega smeyk. Þetta virtist hreint ekki venjuleg magakveisa. Stúlkan Evangeline kom og sagði, að maturinn væri tilbúinn. Eg borðaði ein úti á svölunum og svo flýtti ég mér til Elisabethar aftur. Hún virtist aðeins hressari, en mér var enn ekki rótt. Meðan við drukkum teið, fór hún að tala aftur eðlilega. Hún nefndi feimnislaust — sjálfsagt í þeirri trú, að ég vissi um öll þau skipti, sem Guy hafði komið þarna út á búgarðinn. Eg varð undrandi — og reið — að heyra, hve oft hann hafði komið. Hvers vegna hafði hann ekki beðið mig að koma með' — Guy gezt ekki að Gertrude, sagði Elisabeth við mig. — Eg veit ekki, hvers vegna — skilur þú það? Ég hristi höfuðið. Elisabeth var að fá lit í kinnarnar aftur, en hún var enn mjög tekin og veikluleg. Á náttborðinu hennar stóð stór konfektaskja og ég velti fyrir mér, hvort hún hefði fengið þetta kast vegna þess að hún hefði borð TÍMINN, sunnudaginn 27. janúar 1963 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.