Tíminn - 27.01.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.01.1963, Blaðsíða 15
ísfirzka vélbáta- ábyrgðin 60 ára JÁJ—ísafirði, 24. jan. Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga cr sextíu ára í dag. Stofnfundur félagsins var haldinn á ísafirði 24. janúar 1903. Stofnendur voru 17 útvegsmenn og var gefin út skuld- binding um að tryggja þá strax 22 fiskiskip. Fyrstu stjórn félags- ins skipuðu Jón Laxdal, formaður, S. J. Nielsen, féhirðir, og Árni Sveinsson, ritari. S.l. ár voru 170 skip á trygginga skrá félagsins og nam virð'ingar- verð þeirra 225,7 milljónum króna, en vátryggingarverð þeirra er 90% af virðingarverði eða um 203,3 inilljónir. Brúttóiðgjöld félagsins árið 1962 námu um 11 milljónum króna. Síð'ustu fimm ár hefur fé- lagið greitt tjónabœtur 15,1 millj. króna, en á þeim tíma hafa orðið 393 tjón. Núverandi stjórn skipa Einar Guðfinnsson formaður, Jón Grímsson og Matthías Bjarnason meðstjórnendur, en Matthías er jafnframt framkvæmdastjóri fé- lagsins. Hann tók við því starfi af Hannesi Halldórssyni, sem áður var stjórnarmeðlimur og fram- kvæmdarstjóri í 35 ár. Gríma Framhald 3f 16 síðu aðferð að nota „leik innan leiks- ins“. Þrjú hlulverk eru í leiknum og leikendur eru Sigríð'ur Hagalín, Fríet Héðinsdóttir og Hugrún Gunnarsdóttir, en þær síðast- nefndu leika vinnukonurnar. Leik- tiöld eru eftir Þorgrím Einarsson. hans fyr'stu leiktjÖld hér á landi, en hann er annars starfandi leik- sviðsstjóri í Þjóðleikhúsinu. Á undan leikritinu flytja þeir kynn- ingu á höfundinum, Þorvarður Helgason og Erlingur Gíslason, en það er sami háttur og hafður var. þegar Gríma flutti Læstar dyr eft ir Sartrc, sem var fyrsta íeikrit Grímu, en annað var Biedermann og brennuvargarnir eftir Frisch, eg siðan var lesið á sviði leikrit eftir Halldór Þorsteinsson. Þau Vigdis og Þorvarður sögðu frá því, að Gríma hefði frá upp- hafi haft mestan áhuga á þvi að fá ný leikrit eftir íslenzka höfunda. Því hefði félagið sent bréf til allra félaga í bá^um rithöfundafélögun- um íslenzku og skorað á þá að senda leikrit til athugunar og kvrningar Enn sem komið væri hefðu nðeins borizt t.vö svör frá iivoru félag og tvö leikrit eftir unga menn. sem ekki væru f fé- Ibgunum. Skoruðu þau enn á rit- böfunda að senda leikrit til athug- itna-. bví vist væri. að fiölmar-’ír frttn slík verk í skrifborðsskúff- unni. FÍLAGSFUMöJJR Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík heldur almennan fé- lagsfund miðvikudaginn 30. janú- ar kl. 8,30 í Tjarnargötu 26. Fram- söguerindi flytja Kristján Friðriks son og ’séra Guðmundur Sveins- son um grundvallarstefnu Fram- sóknarflokksins. — Stjórnin. „AKRAR Á AUÐNUhT ÍSLANDS" Kvenfélag Hallgrímskirkju held ur fund á miðvikudagskvöldið 30, janúar kl. 8,30 í samkomusal Iðn skólans (Vitastígsmegin). Dr Björn Sigurbjörnsson flytur er indi með myndum: Akrar á auðn um íslands. Skemmtiatriði verða Félagskonur fjölmennið. Halldóra Einarsdóttir og Vigfús Einarsson Skálholt Framhald it '6 síðu ályktun samþykkt þar að lútandi: „Fundurinn telur að endurreisn j Skálholtsslaðar sé ekki lokið, fyrr en biskupsstóll er þar end- urreistur, og ályktar að kjósa 7 manna nefnd til að vinna að framgangi þessa máls.“ í nefndina voru þessir kjörnir: Síra Sigurður Pálsson, Jóhann Hannesson skólameistari, séra Sveinbjörn Högnason, Björn Fr. Björnsson sýslumaður, séra Gísli Brynjólfsson. séra Þorsteinn L. Jónsson og Úlfur Ragnarsson læknir. Tíminn átti i dag tal við Ágúst Þorvaldsson alþingismann, en hann var einn þeirra. sem fund- inn sátu. Sagði han fundinn hafa verið fjöisóttan, og væri hugur mikill í Sunnlendingum að koma máli þessu í höfn. Hefði fund- urinn verið haldinn fil þess að kanna undirtektir, safna saman áhugaliði um málið og þjappa mönnum saman um þá kröfu, að biskupsstóll yi'ði endurreistur í Skálholti Síðan gætu þar kom- ið upp skólar. sagði Ágúst enn íremur. og gæti þetta þróazt bvað með hvnrt öðrn stoð, ,eins bg áður vár. ' Ekki talið fram Fra"’r^lri rf 1 síSu þeir hafa ýtt við fólki, að vera fvrr á ferðinni en áður En það athuga margir ekki, enda varla von, þar sem eyðublöð undir frámtalið eru ekki send út fyrr en talsvert er komið fram í janúar. /EsknlýSsmessa Framhald sf tb síðu þessu forrni voru flutlar s.l. vet- ur og var kirkjusókn mjög góð. Féll unga fólkinu vel hin aukna þátttaka í messuflutningnum, sem því var ætluð. Svrþuð er reynslan annars staðar af landinu, eins og t.d. á Akureyri, þar sem slíkar guðsþjónustur eru haldnar mán- aðarlega yfir veturinn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, við andlát on útför móður okkar og tengdamóður, VALGERÐAR HELGU BJARNADÓTTUR, Snorrabraut 81. Jófríður Jónsdóttir Valgerður Gunnarsdóttir Guðmundur Lárusson Arnkell Ingimundarson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar okkar GUÐJÓNS FRIÐGEIRSSONAR. Ólöf Sigurbjörnsdóttir Friðgeir Guðjónsson Dauðinn er lækur, en lífið er strá. Skjálfandi starir það straum- fallið á. Matth. Joehs. Eitt af snilldarkvæðum Matthí- csar Jochumssonar nefnist Börnin frá Hvammkoti. Það fjallar um at- burð, sem gerðist nálægt Reykja- vík árið 1874. Þrjú börn eru á heimleið frá kirkju. Á leið þeirra var lækur, sem reyndist uppbólg- inn af krapi. Börnin voru heim- fús og lögðu í ófæran lækinn með þeim afleiðingum, að tvö þeirra drukknuðu, en eitt komst lifs af og gat sagt frá tíðindum. — Eitt sá tómt helstríð — og hjálpaðist af, — hin sáu guðs dýrð — og bár- ust í kaf.“ zegir Matthías í hinu fagra kvæði sínu. Sagan endurtekur sig.------Tæp um 90 árum síðar, eða nánar til- tekið 6. janúar árið 1963 eru enn þtjú systkini á ferð. Að þessu sinpi upp Fagradal á Austurlandi, en hann liggur á milli Reyðarfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Enn er vetur og frostharka. Systkinin, sem nú eru á ferð eru Einar Einarsson frá Egilsstaða- kauptúni, Halldóra Einarsdóttir sama stað og Vigfús Einarsson frá Neskaupstað, Norðfirði. Þau Ein- ar og Halldóra höfðu farið um morguninn á nýlegri jeppabifreið r.iður í Neskaupstað, en þegar þau hverfa heim aftur, slæst Vigfús bróðir þeirra i för með þeim. «.UgSur..qg færi. .er. hið ákjósan- legásta. Hér er ekki sjáanleg nein hætta á ferðum. Þau systkinin eru glöð og reif eins og æjlð og hlakka til heimkomunnar. Þar bíður fjöl- rnennur frænda og vinahópur. Þetta á að vera síðasti þátturinnj jólahaldinu. Heilög jól eru a'ð kveðja. Ep dagslátta dauðarís nær víða. — Bifreið þeirra systkina iendir á svelli og tekur að renna. Eftir örskamma stund hefur hún hrapað fram af hengiflugi. Halldóra mun hafa látizt strax, Vigfús lifir rúman sólarhring, en Einar kemst af, en þó mikið meidd ur. Hann eínn getur sagt frá tíð- indum. — Eitt sá tómt helstríð — og hjálpaðist af, — hin sáu guðs dýrð — og bár- ust í kaf. — Stutt harmsaga — ein af mörgum, sem alltaf er að gerast í þessum heimi hverfleikans. — Þau systkin voru af rnerk- um og ágætum bændaættum á Fljótsdalshéraði. Foreldrar þeirra voru þau hjónin Einar Sölvason, bjó síðast í Fjarðarseli í Seyðis- firði, en faðir hans var þjóðhaga- smiðurinn Sölvi Jónsson á Vík- ingsstöðum á Völlum, og Bergljót Finarsdóttir GuttormsSonar á Am tieiðarstöðum i Fljótsdal. Einar í Fjarðarseli faðir þeirra dó árið 1907, þá tiltölulega ungur að aldri, voru þá börn þeirra hjóna, sex að tölu, flest í ómegð. Eftir lát Einars munu börnin hafa tvístrazt eitthvað. Vigfús mun liafa dvalig lengst af í Fljótsdal, er. Halldóra var fyrst lengi með Margréti systur sinni að Þingmúla í Skriðdal, en litlu fyrir þrítugs- eldur verður hún bústýra hjá Ein- ar bróður sinum, fyrst að Hátún- um 1 Skriðdal, þar sem þau fjuggu snotru búi um nokkurra ára skeið, en síðar 1 Egilsstaðakauptúni, þar sem þau byggðu sér hús og áttu fallegt heimili. Halldóra var um sextugt þegar hún lézt, en Vigfús 62 ára. Eg þekkti Vigfús mjög litið persónu- lega, sá hann aðeins tvisvar eða þrisvar. En mér kom hann þannig íyrir sjónir,, að hann hafi verið einn af þessum hljóðlátu þegnum hversdagslífsins, sem vinna öll sín verk í kyrrþey af alúð og trú- mennsku, hvort sem þeir vinna fyr ir sjálfan sig eða aðra. Halldóru þekkti ég aftur vel. I Hún var úrvalskona. Allt líf henn ! ar var þjónusta, sem hún lét í | té af hljóðlátri góðvild, hlýju og I óþvingaðri glaðværð. Á heimili þeirra systkina ríkti tildurlaus menning — gömul austfirzk sveita og heimilismenning. Halldóru var i brjóst lagin sú gáfa, að umgang- | ast samferðamenn sína þannig, að hún skildi alls staðar eftir sig virð- ingu, birtu og hlýju. Það þýðir ekki að sakast við dauðann. Hann skilar aldrei neinu aftur, sem hann hefur eitt sinn lekið. Systkinin horfnu hafa nú séð guðs dýrð. Eg hygg því að rarnúð frænda og vina snúist nú einkum að þeim bróðuraum, sem af komst. Litla, skemmtilega heim- ilið þeirra, sem oftast var fullt af gestum, verður nú tómlegt og hljótt. Bótin er, að Einar á þarna inikinn og góðan frændgarð, sem mun eftir getu reyna að fylla það skarð, sem ófullt og opið stendur nú um'sinn. Og „Eilífur guð, en el.ki Hcl á andanum ræður svör- um: Hannes J. Magnússon. Fjár- söfnun Eins og kunnugt er af fréttum og orösendingum frá Rauða Krossi íslands, í dagblöðunum, urðu tvær fjölskyldur á Hólmavík fyrir tilfinnanlegu tjóni í hús- bruna fyrir nokkru. Stjórn Átthagafélags Stranda- manna vill hér með beina þeim tilmælum til Strandamanna bú- settra í Reykjavík og nágrenni, svo og annarra góðra borgara, að hlaupa undir bagga hjá hinu bág- stadda fólki með einhverjum fjár- framlögum. Fjársöfnunarlistar liggja frammi hjá Magnúsi Sigurjónssyni, Lauga vegi 45 og á auglýsingaafgreiðsl- um Morgunblaðsins, Tímans og Þjóðviljans. Tekið verður á móti framlöum til 9. febrúar n.k. Sinfóníuhljómleikar Röntgensjónvarp Framhald af 1 síðu innan skamms, sennilega i næsta mánuði. Búnaðurinn er ekki hváð sízt merkilegur sem kennslutæki, því hægt er að tengja allt að 20 sjónvarpsskerma við myndavélina og kom&^ þeim fyrir utan skurð- stofunnarl Læknanemar geta því fylgzt í kennslustofu með því sem gerizt í skurðstofu. Landsspítalinn mun nota einn eða tvo sjónvarps- skerma fyrst um sinn. — Búnaður- inn allur cr af Philipsgcrð. Áttundu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands voru haldn- ir í samkomusal Háskólans 24. jan. s. 1. Nokkur eftirvænting var tengd þessum tónleikum, þar eð nýr hljómsveitarstjóri frá fram- | andi landi stóð á konsertpallinum. i Shalom Ronly-Riklis frá ísrael brást þar ekki vonum manna held ur, þvert á móti lyfti hánn hljóm- sveitinni skör hærra en við hefði mátt búast, og fékk sameinað það bezta úr þeim kröftum, sem fyrir hendi voru, og lá þar enginn á j liði sínu. i Efnisskráin hófst á Finlandia op. 26 eftir Sibelius, sem er svo inargspilað og sungið, að eyrun greina naumast orðið, þetta þrótt- mikla verk. Leikur og túlkun hljómsveitarinnar var þarna með sterkum svip, spenna og stígandi allt verkið út í gegn, og hvergi slakag á í hraða. Sinfónísk svíta op. 60 eftir Prokofiev er kannske bað. sem kalla mætti tækifærisverk, en engu að síður hefur það skemmti- legar og áheyrilegar hliðar, þótt flutningur þess væri ekki upp á það bezta. Var þar sumt heldur losaralegt á köflum. Guðmundur Jónsson fór með tvö einsöngsat- riði úr þessu verki, og þrátt fyrir hina ágætu rödd hans, sem að jafnaði er bæði jöfn og áferðar- falleg, urðu heildaráhrifin í dauf ara lagi, og á köflum virtist hljóm sveitin yfirgnæfa söngvarann. Svíta fyrir hljómsveit eftir landa hljómsveitarstjórans, Paul Ben Haim frá ísrael, er litskrúðugt verk í austurlenzkum anda og „rytma“. Höfundur fer að vísu ekki neinar óruddar götur í þeim efnum en heldur vel og skemmti- lega á þvj efni, og þeirri mynd sem hann dregur þar upp. Hljóm- sveitinni tókst að leika þetta verk á lifandi og eðlilegan hátt og var verkið og kynning þess mjög ánægjuleg. Lokaverkið var svo Sinfonia no. 4 i f moll eftir Tscha-i- kowsky. Sinfónía þessi er stór- gerð, löng að formi til og nokkuð yfirborðskennd á köflum. Höfund- ur leggur víða mikla áherzlu á málmblásarana, og hafa þeir þar stóru hlutverki að gegna. Heild- arsvipur verksins var yfirleilt góður og sums staðar prýðilegur, t d. „pizzicato“-þáttur strengj- anna hljómaði mjög vel og einnig komust blásaramir furðu vel frá sínum hluta. Stjórnandanum, Shalom Ronly-Riklis ber að þakka ágæta frammistöðu og góðan ár- angur á þessum tónleikum. Það eitt að standa frammi fyrir blá- ókunnugri hljómsveit, blaðalaus eins og stjórnandinn gerði, er ekki á allra færi. Enda hafði hann greinilega miklu að miðla hljómsveitinni af írá sjálfum sér, og uppskar sín laun eftir því. Unnur Arnórsdóttir. TÍMINN, sunnudaginn 27. janúar 1963 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.