Tíminn - 27.01.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.01.1963, Blaðsíða 1
TOTALIA t'eiknlvélarl _____01*6 A Mlchelsen mHTgm klapparslíg 25*7 srml 20560 23. tbl. — Sunnudagur 27. janúar 1963 — 47. árg. Faríð að draga úr frosthörkunum í Evrópu MB-Reykjavík, 26. jan. Eitthvað virðist nú loks vera ag draga úr hinum miklu frost- hörkum í Evrópu, samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar, a. m. k. norðan til í álfunni. Nú er kominn 3—7 stiga hiti á Bret Landseyjum, í París er 5 stiga frost og hitinn í Frakklandi er frá —7 stigum til +5 stig, í Dan mörku er 1 til 2 stiga hiti, í Nor- egi og Sviþjóð er hitinn frá —5 stig og upp í frostmark og rétt ofan við frostmark í Hollandi, Belgíu, Luxemburg og Norður- Þýzkalandi. í Mið-Evrópu og Suður-Frakklandi er ástandið enn svipað og það var. Blaðið spurðist fyrir um það hjá Jónasi Jakobssyni, veður- fræðingi, hverjar hefðu verið or- sakir hinnar miklu frosthörku í Evrópu undanfarið. Hann kvað mikið háþrýstisvæði að undan- förnu hafa verið hér við land og fyrir vesturströnd Evrópu, eins og flestir landsmenn mundu vita. Þetta hefði valdið þrálátri norðan- og norðaustanátt í Vest- ur-Evrópu. Væri norðaustanátt in sýnu verri, því að þeir vind ar kæmu alla leið austan af slétt um Síberíu og Norður-Rússlands. Þar eð vindar gengju sólarsinn- is um háþrýstisvæðin, hefði ein- mitt norðaustanáttin verið þrá- lát í Vestur-Evrópu nú að und- anförnu. Þá væri einnig kominn talsverður snjór í þessum lönd um og vegna einangrunar hans væri hitaleiðsla úr jarðveg- inum upp í andrúmsloftið mjög lítil, og því myndu hlýindin koma hægt. DREGIÐ A HVOLFI TIL HAFNAR Ar SÆNSKA strandferðaskipinu THUNTANK hvolfdi núna á fimmtudaginn I Norðursjónum af ókunnum or- sökum. Hollenzkir dráttarbátar komu til aðstoðar og drógu Thuntank á hvolfi til hafnar í Rotterdam. Það er dráttarbáturinn Gele Zee, sem dregur strandferðas klpið, en Walrus styður við valt skipið. Vonir standa til, að hægt verði að snúa Thuntank við í Rotterdam og grea við það án mikils kostnaðar, því skipið er ekk! mikið skemmt. — (UPI). 9 dauðaslys é janúarm. BÓ—Reykjavík, 26. jan. Á þeim fáu dögum, sem liðnir eru af þessu ári, hafa níu manns látizt af slysförum og er það óvenju mikið mann- fall á svo skömmum tíma. Fyrsta dauðaslysið varð á nýj- ársdag, er Hreinn Ágústsson, mað ur um þrítugt, drukknaði á Reyð- arfirði. Annað varð á Austurlandi, aðfaranótt 7. janúar, er sextug kona frá Egilsstöðum, Halldóra Einarsdóttir, lézt í bílslysi á Fagra dal og tveim dögum síðar lézt bróð ir hennar, Vigfús, af völdum sama atburðar. Hann var 62 ára gamall, búsettur á Neskaupstað. Aðfara- nótt tólfta dag mánaðarins lézt Kristján Valdimarsson í brunan- nm á Akranesi Hann var tæplega þrítugur. Þann sautjánda lézt Þorsteinn Ingimundarson, 18 ára piltur frá Siglufirði, á Landakots- spítalanum af völdum eiturs, sem hann hafði sopið í misgripum, og daginn eftir lézt Snæbjörn Aðils af völdum eitrunarinnar um borð i togaranum Röðli. Snæbjörn var 22 ára að aldri. Þriðjudaginn, þann 22., várð sex ára gömul telpa, Lára Ólafsdóttir, fyrir bifreið í Hafnar- firði og beið þegar bana. Tveim dögum síðar, eða í fyrradag gerð- ust s;vo slysin, er Magnús Einars- son óg Hildur Ólafsdóttir fórust hér í nágrenni Reykjávíkur. Meiri hluti þessa fólks dó í blóma lífsins. Meðalaldur þess er aðeins 29 ár. RONTGENSJONVARP í LANDSSPÍTALANN —Reykjavík, 26. jan. jg tekin til notkunar í þágu i ast hingað til lands í þeirri I Sjónvarpstæknin hefur ver- jlækninganna og er nú að ber-| mynd. ; Landspítalinn hefur fengið I sjónvarpstæki, tengt röngten ! myndatæki, þannig að myndavél in þráðsendir myndina í sjónvarps j ;ækið, er má staðsetja jafnt utan sem innan stofunnar, þar sem myndataka fer fram. Þetta kemur í stag venjulegrar myndatöku eða skyggningar, og er ætlunin að nota þennan búnað á skurðstofu við neglingar jog viðgerðir á beinbrot- um. Myndavélin er sett á svokallað- an skyggnimagnara, en það tæki sparar röntgennotkunina niður í 1/10 þess magns, sem til þarf án magnara. Magnaranum og mynda- vélinni er komið fyrir á velti- armi, sem hægt er að færa yfir uridir og kringum skurðarborðið Slikt veltitæki hefur verið í notk- un á sjúkrahúsinu á Akureyri og skyggnimagnarar hafa þegar verið teknir í notkun í nokkrum sjúkra- liúsum. Sjónvarpsbúnaður og myndatæki I andsspítalans er nýkomig til landsins og verður tekið í notkun Framhald á 15. síðu. KB-Reykjavík, 26. jan. ÞAÐ HEFUR komlS greini- lega i ljós, aS sú ákvörSun skattayflrvaldanna aS herSa eftirlit meS því, aS framtölum sé skilaS í tæka tíS, og vera sparari meS undanþágur en áSur, hefur í för meS sér erf iðleika fyrir marga, og hefur verlS vikiS aS því áSur hér I blaSinu. Einkum kemur þetta nið- ur á einstaklingum, sem þurfa að láta telja fram fyr- ir sig. Tíminn hefur átt tal við nokkra endurskoðendur um þetta, og ber þeim yfir- leitt saman um, að þeir geti annað fyrirtækjum nokkurn veginn, enda hafa skattayf- irvöldin komig nokkuð til móts við {lá með þau, en að margir hafi dregið við sig bein launaframtöl og jafn- vel hætt þeim með öllu Aðrir segjast halda sínum föstu viðskiptavinum áfram en bæta engu við sig. Anna þeir þessu með aukinni vinnu. jafnframt Iwí. sem t amhald á 15 siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.