Tíminn - 27.01.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.01.1963, Blaðsíða 6
„Vinda þarf að því bráðan bug“ Það hefur verið talsvert spaugilegt að lesa skrif Morg- unblaðsins og Alþýðublaðsins undanfarna daga í tilefni af því, að de Gaulle virðist ætla að tefja eða hindra inngöngu Breta í EBE. Mbl. og Alþýðu- blaðið láta nú eins og stjórn- in hafi fundið á sér, að de Gaulle hefði þetta í hyggju, og það hafi verið sprottið af þessari framsýni hennar, að hún lýsti yfir þvi á þingi í haust, að réttast væri að bíða átekta um þessi mál og óska ekki samninga Við EBE fyrr en, eftir kosningar. í tilefni af þessu er ekki úr vegi að rifja upp, að ríkis- stjómin hefur ekki alltaf verið svona framsýn. Strax sumarið 1961 hafði hún áhuga fyrir öðru meira en að bíða átekta. Mbl bar þá dag- lega merki um allt annað. Þá var það talin brýn nauð- syn að sækja um fulla aðild að EBE sem allra fyrst. Þannig sagði á þessa leið í forustugrein Mbl. 11. ágúst 1961: , „Þess vegna verðum við íslendingar að vinda að því bráðan bug að sækja um upptöku í Sameiginlega markaðinn, svo að við get- um frá upphafi gætt þar sér hagsmuna okkar“. „Ekki má lengi draga” Hinn 19. ágúst 1961 sagði enn fremur á þessa leið i for- ustugrein Mbl., þar sem rætt var um afstöðu íslands til EBE: „Ástæðan til þess að kunn áttumenn telja, að ekki megi lengi draga að leggja inn ínntökubeiðni, er fyrst og fremst sú, að framtíðar- skipan Efnahagsbandalags- ins er nú I mótun. Með því að sækja nú um inngöngu, geta íslendingar haft áhrif á það, hvernig einstökum málum verður háttað, en ef við leggjum ekki fram inn- tökubeiðni, erum við frá upphafi einangraðir“. Það var í tilefni af þessum skrifum Mbl., að Framsókn- arflokkurinn óskaði eftir sam tölum við ríkisstjómina um mál EBE til þess að gera henni grein fyrir því, að hann væri mótfallinn því, að sótt yrði um aðild að EBE. Eftir það varð hlé á þessum skrif^ um í Mbl. „Aukaaðild hentar íslendingum bezt” Það kom aftur í ljós eftir áramótin 1961—62, að ríkis- stjórnin var enn ekki komin á þá skoðun að biða bæri átekta i þessu máli. Hinn 4. febrúar 1962 birti Alþýðubl. grein undir svohljóðandi fyr- irsögn: • „Aukaaðild hentar íslandi bezt“- Greinin hófst á þessa leið: „Samband íslands og Vest ur-Evrópu má ekki rofna. Tengsli við Efnahagsbanda- lag Evrópu eru okkur nauð- synleg og aukaaðild virðist henta íslendingum bezt, sagði Gylfi Þ. Gíslason við- skiptamálaráðherra á fundi Alþýðuflokks Reykjavíkur í fyrradag". Greininni lýkur á þennan veg: „Sagðist Gylfi vera þeirr- ar skoðunar/að ísland ætti einmitt að sækja um slíka aðild. Það væri hins vegar enn vafamál hvenær ísland ætti að senda umsókn sína. Það væri enn of snemmt, en sennilega yrðu íslendingar að taka ákvörðun sina í þess um efnum, þegar Norðmenn hefðu lagt fram umsókn sína, en búast mætti við að þeir gerðu það í næsta mán- uði. Gylfi sagði, að íslend- ingar mættu ekki draga það lengi að sækja um aukaað- ild eftir að Norðmenn hefðu sent umsókn sína“. f framhaldi af þessu, sam þykkti flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins, er haldinn var nokkrum dögum síðar, að sækja bæri um aukaað- ild. Ótti við kjósendur Þrátt fyrir þá yfirlýsingu Gylfa, sem birt er hér að framan og vafálaust túlkaði viðhorf allrar ríkisstjórnar- innar, varð ekki úr því, að ríkisstjórnin sækti um auka- aðild í fyrravetur, eins og ráðgert hafði verið, og réði þar mestu mótstaða Fram- sóknarflokksins og bæjar- og sveitarstj órnarkosningarnar, sem voru þá rétt framundan. Eftir því, sem nær dró kosningunum, þótti ríkis- stjórninni ekki hyggilegt að láta það koma fram, að hún væri staðráðin í að biðja um aukaaðild að EBE. Því var sú yfirlýsing birt á þinginu í haust, að stjórnin vildi bíða átekta og teldi bæði aukaað- ild eða sérstakán tolla- og viðskiptasamning við EBE geta komið til greina. í um- ræðum á þinginu hefur hins vegar komið glöggt í Ijós, að þótt ríkisstjórnin haldi þess- um tveimur leiðum opnum að nafninu til fram yfir kosn- ingar, er það eingöngu auka- aðildin, sem hún hefur í huga. Ráðherrarnir hafa keppzt um að fordæma tolla- og viðskiptasamningsleiðina og hefur forsætisráðherrann einkum gengið þar hraust- lega til verks. Af þessu er augljóst, að það er eingöngu ótti við kjósend- ur, er veldur því, að ríkis- stjórnin hefur frestað að sækja um aukaaðild fyrir kt»sningarnar, en ekki sú framsýni, að hún hafi séð fyrir viðbrögð de Gaulle! Eftir kosningar mun hún sækja um aukaaðild, ef hún heldur meirihluta á Alþingi. Norðanmenn ryðja enn brautina Um seinustu helgi náðist samkomulag milli verkalýðs- félaganna á Akureyri annars vegar og samvinnusamtak- anna og annarra atvinnurek- enda þar hins vegar um 5% kauphækkun. í kjölfar þess hafa svo atvinnurekendur í Reykjavík veitt Dagsbrúnar- mönnum hliðstæða kaup- hækkun, en höfðu hins veg- ar þráazt gegn þessu, unz samkomulag hafði náðst nyrðra. Þetta er þannig í þriðja sinn á „viðreisnar“-tímanum, sem verkalýðsfélögin og sam- vinnufélögin á Norðurlandi hafa forustu um að veita verkafólki hóflega kaup- hækkun. Án þessa samkomu- lags norðanmanna, myndu þessar kjarabætur hafa kost- að miklu harðari og langvinn ari átök en ella. Það er einkenni allra þeirra kauphækkana, sem norðanmenn hafa samið um, að þær hafa verið mjög hóf- legar og miðaðar við það, að atvinnuvegirnir gætu vel ris- ið undir þeim. Þess vegna hefðu þær líka reynzt raun- hæfar kjarabætur, ef ríkis- stjórnin hefði ekki eyðilagt þær með heimskulegum og tuddalegum aðgerðum, sbr- gengislækkunina 1961. Að sinni mun ríkisstjórnin ekki þora að beita slíkum að- gerðum nú. Því veldur óttinn við kosningarnar. En augljóst er af fenginni reynslu, hvað hún muni gera, ef hún held- ur meirihluta eftir kosning- arnar. Raunhæfar kjarabæt- ur verða því aðeins tryggðar, að stjórnarflokkarnir verði sviptir starfhæfum meiri- hluta. Iðja og V.R. Athygli vekur það, að iðn- verkafólk og verzlunarfólk á Akureyri hafa tryggt sér hlið stæðar kjarabætur og verka- menn þar hafa fengið. Félög þessara aðila sömdu við at- vinnurekendur jafnhliða verkamannafélögunum. Hér hefur iðnverkafólk og verzlun arfólk ekki fengið neinar hlið stæðar bætur. Stjórnendur þessara félaga hafa haldið að sér höndum meðan norðan- félögin og Dagsbrún voru að semja við atvinnurekendur. Þannig hefur þetta jafnan gengið til á undanförnum ár- um. Stjórnendur þessara fé- laga hafa ekkert aðhafzt fyrr en aðrir voru búnir að ryðja ísinn. Ef aðrir hefðu verið jafn sinnulausir og áhuga- lausir, hefðu launþegar ekki fengið neinar bætur til að vega gegn drápsklyfjum „við- reisnarinnar“. Skýringin er sú, að Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokks- menn hafa farið með stjórn þessara félaga. Þeim hefur verið fyrirskipað af viðkom- andi flokksstjómum að æskja ekki neinna kjarabóta. Þeir ættu að hugsa meira um hag atvinnurekenda en hag laun- þega. Þessu hafa þeir hlýtt dyggilega. Af þessu má vel marka, hvernig kjarabaráttu verkalýðshreyfingarinnar yrði UM MENN OG MÁLEFNI háttað, ef ríkisstjórnarliðið fengi þar aukin völd. Hvað er „viðreisnin?” Hér í blaðinu var það ný- lega rifjað upp, hvað „við- reisnin" svonefnda væri í raun og veru. Stjórnarblöðin hafa ekki reynt að bera á móti því, að þessi lýsing væri rétt. Því er ekki úr vegi að rifja það upp, hvað „viðreisn in“ er í raun og veru- 1. Meiri óðaverðbólga og dýrtíðaraukning en í nokkru öðru landi Evrópu. Jafnvel ráðherrarnir sjálfir þora ekki annað en að viðurkenna þetta. 2. Lengri vinnutími og meiri vinnuþrælkun en í nokkru öðru landi Vestur- Evrópu. 3. Hærri okurvextir en í nokkru öðru landi Vestur- Evrópu. 4. Stórfelld sparifjárfryst- ing og lánsfjárhöft, er skerða framtak einstaklinga og fyr- irtækja. 5. Meiri verðfelling gjald- miðilsins en í nokkru öðru vestrænu landi um áratuga- skeið. 6. Stórfelldari hækkun neyzluskatta, þ. e. tolla- og íöluskatta, en hægt er að finna dæmi um annars stað- ar. 7. Stórkostlega aukið rang- læti í eigna- og tekjuskipt- ingu, enda aðaláhrif allra gengisfellinga að gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari. Alveg sérstaklega bitna þess- ar tilfærslur harkalega á unga fólkinu. Þetta er einkenni og afleið- ingar „viðreisnarinnar", sem stjórnarblöðin hafa ekkl treyst sér til að bera á móti. Góðærið og „viðreisnin” Stjórnarblöðiji kunna hins vegar að segja, að þótt finna megi hinar dökku hliðar á „viðreisninni“, hafi hún sín- ar björtu hliðar, eins og næga atvinnu, aukna sparifjár- söfnun og bætta gjaldeyris- stöðu- Hið rétta er, að það er ekki á neinn hátt „viðreisninni" að þakka, þótt hér sé næg at- vinria, heldur er það þrátt fyrir hana. Það er hið óvenju lega góðæri, sem veldur því, að hér er nú næg atvinna. Það er einnig góðænð, sem á meginþátt í þeirri sparifjár- aukningu og gjaldeyrissöfn- un, sem stjórnarflokkarnir eru að státa af. Sennilega er það einmitt þyngsti áfellis- dómurinn um „viðreisnina“, að þrátt fyrir allt góðærið, skuli heildargjaldeyrisstaðan nú út á við vera ekkert betri en í árslok 1958, og sparifjár- inneignin ekkert meiri en I febrúar 1960. þegar miðað er við raunverulegt verðgildi. Góðærið hefur m. ö. o. ekkert bætt aðstöðu þjóðarinnar til uppbyggingar í framtíðinni, vegna þess að efnahagsmála- stefnan hefur verið röng. T f M I N N, sunnudaginn 27. janúar 1963 — 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.