Tíminn - 03.02.1963, Page 1
29. tbl. —Sunnudagur 3. febrúar 1963 — 47. ár.
LUMA
ER LJÓSGJáFI t
Nú er verið aS ganga frá um-
ferSarljósum á þeim gatnamót-
um, þar sem slysahætta hefur
veriS talin hvaS mest í Reykja-
vík, LangahlíS-Miklabraut —
Ljósastaurarnir eru komnir upp
og veriS er aS ganga frá
unum. Má búast viS aS Ijósin
fari aS stjórna þar umferSinni
innan skamms og leysi þá um-
ferSarstjórn lögregiunnar af
hólmi, aS talsverSu leyti —
Myndin sýnir leiösluendana, sem
standa upp úr einum staurnum
og lögregluþjón viS umferSar-
stjórn i baksýn. — (Ljósmynd:
TÍMINN).
mr upp
á leiðsl- ■’
5 liósin
Fékk
hlera
sekt
SK—Vestmannaeyjum, 2. febr.
Dómur var kveðin upp hér í
dag í máli skipstjórans á véllbátn
um Unni frá Eyrarbakka, en eins
og sagt er frá' í Tímanum í dag,
neitaði hann einn skipstjóranna
á bátunum fimm, er Óðinn tók í
landhelgi við Ingólfshöfða, að
hafa verið að veiðum í landlhelgi.
Dómur féll þannig, að skipstjór
inn var dæmdur í 4000 króna sekt
Framhald á 15. síðu.
DÁGÓÐ VEIÐI
KB-Reykjavík, 2. febrúar
Sildveiði var enn dágóð í nótt
austur á Skeiðarárdjúpi og veiði-
veður ágætt. Samtals fengu 26 skip
18.250 tunnur.
Eftirtalin skip fengu þúsund
tunnur og þar yfir: Víðir II. 1000,
Kristbjörg 1100, Höfrungur II.
1100, Kópur 1100, Gunnólfur 1200,
Sigurkarfi 1400 og Haraldur 1100
tunnur. Skipin landa öll í Vest-
Framhald á 15. síðu.
Lungnapest
í fé á 2 bæj-
um í HoEtum
PE—Hvolsvelli, 2. febr.
Bráðdrepandi lungnapest
hefur stungið sér niður í sauð-
fé í grenndinni og hafa níu
kindur drepizt á Efri-Hömr-
um í Ásahreppi og einnig hafa
nokkrar kindur drepizt í Sum-
arliðabæ.
Samkvæmt uplýsingum Karls
Kortssonar, héraðsdýralæknis á
Hellu er hér um að ræða bráð-
drepandi og smitandi lungnapest.
Getur smit bæði borizt í lofti með
öndun og svo með fóðri, þar með
talinni beit. Kvaðst læknirinn hafa
beðið um, að skrokkar kindanna
yrðu grafnir djúpt niður og kind
ur á næstu bæjum yrðu bólusett-
ar gegn veikinni. Bóluefni gegn
veikinni er fáanlegt hér og er
þag framleitt á Keldum.
Eins og fyrr segir, hefur veik-
innar orðið vart á tveimur bæjum
í Ásahreppi, Efri-Hömrum og
Sumarliðabæ. Hafa þegar drepizt
9 kindur á Efri-Hömrum og nokkr
ar kindur munu einnig hafa drep-
izt á Sumarliðabæ.
Veiki þessi er þekkt bæði hér
og erlendis, en það mun vera próf
essor Dungal, sem fyrstur manna
gerði tilraimir með smit vegn
veikinnar og var þag* árið 1931
HEFUR
HÆGT
UM SIG
BÓ-Reybjavík, 2. febr.
Enn hefur ekki tekizt
að finna þann dólg, sem
réðist á konur í austur-
bænum og sýndi sig í
leiðu hátterni hvað eftir
annað frá því í haust og
fram yfir áramót.
Raunar hefur ekki spurzt,
að miaðurinn hafi haft sig í
frammi síðustu vikurnar,
og getur hugsazt, að blaða-
skrif og eftirgrennslan lög-
Framhald á 15. síðu.
Slapp naumlega mel barn
sitt úr brennandi húsi
PE-Hvolsvelli, 2. febrúar. I naumlega út úr eldinum. —
T morgun kom upp eldur í Slökkvistarfi var lokið rétt fyr-
íbúðarhúsinu í Gunnarsholti | ir hádegið og tókst að verja
og slapp kona með ungbarn! önnur hús á staðnum.
Vestfjarðabátarnir
snéru við vegna íss
GS-ísafirði
Allmigið ísrek er nú liér út af
Kvað svo rammt að því í gærkvöldi
að bátarnir héðan sneru við, að-
eins 15 mOur út af Deild og lögðu
innar. ísspangir þokast nær landi
og í dag tilkynnti einn bátanna,
að ísspöng væri að reka inn í
Djúp-kjaftinn.
Allmiki® ísrek hefur undanfarið
| verið á miðum bátanna héðan og
! síðast í fyrradag lentu 25 bjóð frá
Gunnvöru undir ísspöng. Bátsverj
ar náðu samt megninu af línunni
aftur, þar eð hinir nýju plastbeig-
ir þola mjög vel ís.
í gær, þegar bátarir fóru í róður
sneru þeir svo við vegna ísreks,
er þeir voru aðeins komnir 15 míl
ur út af Deild, og lögðu innar. í
dag tilkynnti skipstjórinn á Guð-
nýju svo, að ísspöng væri að reka
inn í Djúpið.
Is sá, er hér um ræðir, er ein-
göngu rekís, ísspangir og jakar.
í íbúðarhúsinu í Gunnarsholti
búa Páll sandgræffslustjóri Sveins
son, ráðsmaður staðarins með eig-
inkonu og Darn, og svo vinnumað-
ur. Húsið í Gunnarsholti er byggt
í burstastíl, kjallari, hæð og bursta
ris.
Eldsins varð vart klukkan hálf
niu í morgun. Ráðsmaffurinn
var þá kominn í vistheimilið á Ak-
urhóli til að sækja menn í vinnu.
Er hann var staddur þar, hringdi
kona hans í hann og sagði hon-
um, að eldur værj kominn upp í
risinu.
Konan var sofandi, er eldurinn
kom upp. Er hún vaknaði var
svefnherbergið alelda. Félltist hún
skelfingu, sem eðlilegt er, og í
fátinu hljóp hún út úr herberginu,
tn sneri svo strax við til að bjarga
barni sínu. Vig það brenndist hún
eitthvaff og fékk taugaáfall og ligg-
ur nú undir læknishendi.
Menn brugðu skjótt viff og
reyndu að slökkva eldinn og bjarga
innanstokksmunum. Einnig var
kallað á slökkviliðin á Hvolsvelli
og Selfossi. Slökkviliðið á Hvols-
velli var komið á staðinn eftir
ólrúlega skamman tíma, mun hafa
liðiff innan við tuttugu mín. frá
því að hringt var frá Gunnarsholti
og þar til slökkviliðið var komið
á staðinn, þótt um 20 km. sbilji á
millí. Slökkviliðig hér á Hvolsvelli
Framhald á 15. síðu.
SJA BLS. B