Tíminn - 21.02.1963, Qupperneq 9

Tíminn - 21.02.1963, Qupperneq 9
Yfirlitsmynd frá Álafossi Nú eru Alafoss-teppin límd saman í gömlu sundlauginni Frá þjóðveginum láta verksmiðju- og íbúðarhús á Álafossi ekki mikið yfir sér, því aðalbyggingarnar eru í lægð upp undir foss- inum, sem staðurinn dreg- ur nafn af. Nú er þó byggð- in tekin að teygja sig upp um hólana umhverfis lægð- ina og er vítt og fagurt út- sýni úr nýju húsunum, sem hæst ber. Þarna er eigin- lega búið að mynda smá sveitaborp og er að heyra, að fólk uni sér þar vel og hafi að ýmsu leyti óvenju- lega góða aðstöðu. Að Álafossi hefur verið starf andi ullarverksmiðja síðan ár- ið 1896, er Björn Þorláksson bóndi að Varmá, reisti þar hús og keypti ullarvinnsluvélar frá Noregi, auk þess, sem þang að voru fluttar einhverjar vél- ar frá verksmiðju þeirri. sem þá hafði áður starfað austur í Ölfusi. í fyrstu vann innan við tíu manns við verksmiðj- una, en þegar stundir liðu efld ist starfsemin, ekki sízt eftir að hinn kunni athafna- og íþróttamaður Sigurjón Péturs- son varð eigandi verksmiðjunn ar árið 1919. Sigurjón rak einnig lengi iþróttaskóla að Álafo-ssi, kenndi sund, fyrst í útilaug, sem myndaðist af raf- stíflunni í ánni og síðar í yfir- byggðri laug, sem reist var 1934. Nú er það sonur Sigur- Litið inn i ullarverksmiðjurnar að Álafossi jóns, Ásbjörn, sem veitir verk- smiðjunni forstöðu. Fyrir skömmu bauð frú Guð- laug Narfadóttir mér að koma með sér upp að Álafossi, en sonur hennar, Guðjón Hjartar- son, er þar verkstjóri. Tók hann okkur hið bezta og sýndi okkur alla verksmiðjuna og skýrði fyrir okkur gang starf- seminnar, allt frá því að óhrein ullarreyfin eru tekin til flokkunar og þar til skilað er fullunninni vöru, svo sem lopa, bandi. sokkum. dúkum, trefl- um, ábreiðum og gólfábreið- um. Á leið okkar um verksmiðj- una benti Guðjón mér á gamla vegghleðslu, sem nú er að verða inni í miðju húsi, þar sem verið'er að reisa hús fyr- ir nýjar ullarþvottavélar Sagði hann, að þessi veggur væri það síðasta, sem eftir s'æði af elzta verksmiðjuhús- inu. Gangur ullarvinnslunnar er í stórum dráttum sá, að fyrst er ullin flokkuð í þrjá gæða- flokka. Eru um 200 tonn af ull tekin árlega til vinnslu. Úr flokkuninni fer ullin í tætara, sem greiðir sundur flókana, svo að þeir þvoist betur. Þaðan fer hún í þvottakerin og við þvottinn léttist hún að jafnaði um helming. Eftir þvottinn er ullin lögð í skúffur og þurrk- uð í skápum, hituðum með hveravatni, en sú þurrkunarað- ferð breytist þegar nýju þvotta Sigurjón Pétursson — eignaðist verksmiðjuna 1919 Hesputréð — til þess að þvo ullarolíuna úr bandinu þarf að hespa það. vélarnar koma. Eftir þurrkun- ina fer ullin í gegnum vél. sem blandar í hana spunaolíu til að hún greiðist betur. Næsta hlutverki gegnir kembivélin, sem fyrst greiðir ullina á breið um völsum, kembir hana í heldur rausnarlegri kembur en maður gerði j höndunum i gamla daga, skilur svo þá kembu í sundur í lopa og vind- ur í hankir og er þá lokið vinnslu þeirrar ullar, sem seld er sem lopi. Næst tekur spunavélin við hlutverki rokksins og er bæði háværari og afkastameiri en hann var, því að ein stúlka stjórnar vél, sem spinnur á 120 spólur í senn. Svona tekur hver véíi n við af annarri, blandar bandinu á spólur, tvinnar og hespar, því að ekki er hægt að þvo spunaolíuna úr bandinu nema að hespa það. Sumt af ullinni er litað áður en hún er unnin, en mikið af band inu er líka litað. Sem dæmi um afköst vélanna má nefna. að úr kembingarvélunum koma um 300 kíló á hverrj vakt. Ef við fylgjum áfram band- inu, sem búið er að þvo og þerra í sínum sérstöku skápum, sjáum við það spólað á skyttu- spólur eða rakið í uppistöður dúka. Átta rafmagnsvefstólar vefa dúka og götuð munstur- spjöld raða þráðunum í munst- ur. Skytturnar þjóta með ör- skotshraða um vefina, nú þarf ekki mannshönd til annars en bæta þar sem slitnar. Fullunn- in er voðin þó ekki fyrr en búið er að þvo hana og pressa, lóskera eða ýfa. allt eftir hver áferðin á að verða. f einum sal eru miklar rak- grindur. sem reka jurta- og baðmullargarn í uppistöður í gólfábreiður og geta rakið. alit að 600 metra langar slöngur. Fimm vefstólar vefa gólfábreið ur frá 78—365 cm breiðar. í vefstólunum eru hnífar. sem skera jafnótt upp úr floslykkj- unum og vefurinn þokast áfram. Á eftir er hverjum dúk rennt í gegnum eins konar gegnlýsingarvél og gert við hverja misfel.lu, sem finnst í vefnaðinum. áður en teppin eru lóskorin, gufublásin og burstuð. Nú er búið að breyta yfir- byggðu sundlauginni í vinnu- sal og eru gólfábreiður sniðn- ar þar og límdar saman. enda er nú verið að byggja nýja sundlaug við skólahúsið norðan við gamla Brúarlandsskólann. Stjórn Álafossverksmiðjunn- ar hefur þá skynsamlegu af- stöðu, að hyggilegt sé að búa svo að starfsliðinu, að fjöl- skyldur ílendist þar og því á verksmiðjan æði mörg íbúðar- hús og leigir starfsmönnum við vægri leigu. Sumir eiga þó sín eigin hús og enn aðrir búa fjær, þó að nær allir, sem í verksmiðjunni starfa, séu bú- settir í Mosfellssveitinni, en starfsliðið er milli 80 og 90 manns. Sameiginlegt mötu- Framh. á bls. 15. Teiknimynd af spunavél eins og er að Áiafossi TIMIN N, fimmtudaginn 21. febrúar 1963

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.