Tíminn - 22.02.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.02.1963, Blaðsíða 3
Hún spilar ú kristal og syngur ú pressuballinu Svala Nielsen meS krystalvasann, sem hún vildi selja blaSamönn- unum. (Ljósm.: Tíminn—GE) GB-Reykjavík, 21. febrúar. Svala Nielsen söngkona er meðal hinna mörgu ágætu skemmtikrafla, sem „troöa upp“ á Pressuballinu fræga, er haldið verður með pomp og pragt í nýja salnum á Hótel Sögu annan laugardag. Við hittum Svölu í dag, þar sem hún var í óða önn að af- greiða kristalvasa og postulíns hunda í búð föður síns í Templ- arasundi 3. Hún kvaðst vera alveg gáttuð á öllu þessu húll- umhæi og myndatökum, þó svo hún ætti að taka lagið á þessu heljar balli, kvaðst vera orðin svo feimin, að 'hún hefði líklega ekki tekið þetta í mál, ef hún hefði vitað fyrir fram um allt tilstandið. Aftur á móti spurði hún, hvort ekki væri hægt að selja okkur kristalvasa eða máfastell. En bæði blaðamaður og Ijósmyndari voru svo blank- ir, að ekki gekk saman um við- skiptin, svo það varð að taka upp eitthvað léttara hjal. — Hvað á að syngja fyrir pressuna og hennar hyski? — Það er naumast það er gállinn á ykkur. Annars veit ég ekki enn, hvað verður fyrir val- inu. Eg held ég geri það í sam- ráffi við söngkennarann minn. — Og hver er sá? — Það er hún María Mark- an, hún er alveg stórkostleg, sk.al ég segja ykkur. Ef ykkur langar til að læra að syngja, þá skuluð þið fara til hennar. — Hefurðu lært hjá henni allan þann söng, sem þú kannt? — Nei, en ég hef lært ákaf- lega mikið af henni þann stutta tíiha, sem ég er búin að vera hjá henni. — En hver var kennari þinn áður? — Þeir eru orðnir nokkrir og hafa allir verið góðir hver á sinn hátt. Eg byrjaði á þessu að gamni mínu 15 eða 16 ára, gekk þá í tíma hjá Sigurði Birkis og Guðmundi Jónssyni. Seinna var ég hjá Demetz og svo einn vetur í Tónlistarskól- anum, þar sem ég fékk kennslu hjá hinni stórkostlegu Engel Lund. Þá eru víst taldir kenn- arar mínir hér heima. — En hefurðu svo forframazt í útlandinu líka? — Eg hef siglt tvisvar til Framhald á 15. síðu USA vill hjálpa Afríkustúdentum USIS, 21. febrúar. Bandaríkin eru fús til að veita stúdentum frá Afríku, sem horfið hafa frá námi í kommúnistarikjunum, aðstoð og hefur ráðfært sig við ríkis- stjórnir í heimalöndum stú- dentanna og öðrum löndum um, hvernig sú aðstoð skuli veitt. Bandaríkjastjórn telur að til þessa hafi 64 af nálægt 400 stúd- entum, sem nám hafa stundað í Búlgaríu, farið úr landi. Allir höfðu sömu sögu að segja um á- stæður brottfararinnar, þá, að þeir hafi mætt kynþáttafordóm- um, móðgunum, ofbeldi af hálfu ÖLILI STOLIÐ ISUNDERLAND NTB-Sunderland, 21. febrúar. Við skipasmíðastöð í Sunder- Jand í Englandi, sem norsk skip hafa iðulega leitað til, hefur bor- ið talsvert á þjófnuðum úr skipum. Nú standa yfir réttarhöld gegn einum starfsmanni skipasmíða-1 stöðvarinnar, sem játar að hafa j stolið talsverðu af kopar úr norsku ; ohuskipi, og úr fleiri norskum | skipum heiur kopar og annarr j málmur horfið. Er nú svo komið, I að norskir útgerðarmenn eru fam ir að veigra sér við að senda skip sín til Sunderland til viðgerðar, og haldi þeirri þróun áfram, má búazt við að mörg hundruðum verkamanna, sem hafa unnið við viðgerðir á norskum skipum, verði sagt upp störfum, og er viðbúið að það skapi vandræðaástand hjá fjölmörgum fjölskyldum í bænum. lögreglunnar og orðið að þola stöð ugan kommúnistaáróður í kennsl- unni og eftirlit með öllum gerðum sínum. Brottför stúdentanna frá Búlga- ríu í fyrri viku er enginn skyndi- legur eða einstæður atburður. Á síðustu árum hafa 228 stúdentar frá Afríku horfið frá námi austan tjalds og stunda nú nám sitt í Vestur-Evrópu, einkum í Þýzka- landi. Alls munu nú vera um 100 þúsund stúdentar frá þróunarlönd unum við nám í háskólum á Vest urlöndum. Nær fjögur þúsund stúdentar frá Afríkulöndum sunn an Sahara eru við nám í Banda- ríkjunum, þar af 300 á opinber- um styrkjum, en í Bandaríkjun- um eru í allt um 60 þúsund erlend ir stúdentar við nám. r Ræða um Berlín NTB-Washington, 21. febr. Bandaríkin hafa nú á- kveðið að hefja að nýju við- ræður við Sovétríkin um Kúbumálið og hefur til- kynnt Sovétstjórninni þessa ákvörðun. í Washington er talið að- Gromyko utanríkis- ráðherra hafi farið þess á leit að viðræðurnar hæfust að nýju, og hafi Bandaríkin ekki séð ástæðu til að svara neitandi. Rænda skipinu skilað NTB-Belem, 21. febr. Brazilísk yfirvöld afhentu flutningaskipið Anzoategui í dag og tóku fulltrúar út- gerðarinnar og starfsmenn frá sendiráði Venezuelu á móti því. Ræningjar skips- ins munu fyrst í stað verða fluttir á sjúkrahús í ná- grenni Rio de Janeiro, og munu síðar fá hæli f land- inu sem pólitískir flótta- menn. NU B0TNFRYS ALLT A N0RDURL0NDUM NTB—Stokkhólmur 21. febrúar. Sklpaferðir á Norðurlöndum verða nú sföðugt örðugari vegna íssins. KuTdakastið síðustu dagana hefur haft í för með sér hraðversnandi ástand við strendur landanna. — Sænska veðursflbfan spáir áfram- haldandi kuldum næstu vikurnar, og hætta er á, að Eyrarsund loklst alveg og verði eins konar stöðu- vatn. Skip geta nú komizt inn í Eystrasalt aðeins um Eyrarsund, síðan bæði Stórabelti og Kílar- kurðurinn hafa lokazt. Eyrarsund hélt áfram að leggja í dag, en enn ganga þó ferjur milli Svíþjóðar og Danmerkur. Ekki komast þó nema stærstu ferjurnar gegnum ísinn á sundinu. Sérlega slæmt var ástandið út af Falsterbo í Suður-Svíþjóð, en þar lágu í dag nálægt fimmtíu skip föst í ísn- um. Bæði Stokhólmur og Kaup- mannahöfn geta átt á hættu að lokast fyrir skipaferðum. Þrjá ís- brjóta þarf til að halda höfninni í Kaupmannahöfn opinni og sami fjöldi vinnur að því, að halda færum rennunum inn til Stokk- hólms. Nyrzti hluti Eystrasalts og Á- landshaf er nú með öllu lagt. Þó ganga enn bátar milli Svíþjóðar og Finnlands og milli Gotlands og meginlands Svíþjóðar, en þær ferðir gerast þó stöðugt örðugari. Menn eru farnir að óttast svipað ástand og var veturinn 1946—7, en þá var hægt að fara fótgang- andi milli Svíþjóðar og Danmerk- ur og Eystrasalt var lokað. Stærri skip geta enn þá komizt leiðar sinnar við vesturströnd Sví þjóðar, en ísinn þéttist þar stöð- ugt. Dýpra á Kattegat og Skage- rak er ís á reki og veldur litlum skipum erfiðleikum á mörgum stöðum. Einungis vesturströnd Jótlands er nokkurn veginn íslaus, eini hluti Skandinavíu sem svo er j 20 mínusgráður, og víða í Dan- ástatt um. mörku var frostið 26 stig. í París Sunnar í álfunni hefur einnig | var í dag meiri snjókoma en hefur verið kalt. í Norður-Þýzkalandi j komið þar í tíu ár, og víða um var í dag kaldasti dagur ársins, i borgina mátti sjá fólk á skíðum. Krefja Chile um stríðsglæpamann NTB—Santiago, 21. febr. Vestur-Þjóðverjar hafa farið fram á það við stjórn Ohile að stríðsglæpamaður- inn Walter Rauf verði fram seldur, svo hægt verði að draga hann fyrir dóm í V- Þýzkalandi, vegna þátttöku í morði 90 þúsund Gyðinga í grennd við Kiev á stríðsár- unum. Hæstiréttur Chile mun nú fjalla um kröfu Þjóðverja. FRÉTTIR Í FÁUM ORÐUM BÓ-Reykjavík, 21. febr — Klukkan 8 i morgun var bifreiðinni R-7501 ekið að slökkvistöðinni þeirra er- mda að láta slökkva i hennl, en bakið á framsætinu (ogaði. Bifreið <n hafði verið á ferðinni f nótt, en ökumaður varð eldsins var, þcgar hann tók til hennar í morgun. Talið er, að kviknað hafi i út frá vindl- ingi. Reykjavik, 21 febrúar — Klukkan 10,25 í morgun var slökkviliðið kvatt að Þvervegi 36 Skerjafirði, en þar var eldur í geymsluskúr og hafði borizt um gat á skúrveggnum yfir mjótt sund í gaflinn á íbúðar- hsúinu og náði að læsast þar \ gegn. Eldurinn var fljótt slökktur, en skemmdir urðu töluverðar. MB—Reykjavík, 21. febrúar. — Síld araflinn í nótt varð rúmlega sex þúsund tunnur hjá 9 skipum. Eln- hver bræla mun hafa verlð á mið- unum og síldin smá eins og í fyrri nótt. Þessi skip höfðu tilkynnt um afla í morgun: Margrét 1000; Hring ver 850; Víðlr II 650; Jónas Jónas- son 600; Kári 600; Kópur 600; Halki. on 400; Reynir 400 og Gullfaxi 200 tunnur. — Eitthvað mun hafa kom iö fyrir nætur þelrra báta, sem minnstan afla höfðu, a.m.k. mun Gullfaxl hafa rifið nótina. Veiðin fékkst á sama svaeðinu og fyrr, þ.e. í Skeiðarárdýpi og uppi á Síðu- grunni, Nú mun komiff gott veður á miðunum. Frá skrifstofu forseta íslands. — Hlnn nýi ambassador Kóreu, herra Hankon Leo afhenti i dag forseta Islands trúnaðarbréf sitt við hátíð- lega athöfn á Bessastöðum, aS við stöddum utanríkisráðherra. — Rvik, 19. febr. 1963. TÍMINN, föstudacinn 22. febrúar 1963 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.