Tíminn - 22.02.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.02.1963, Blaðsíða 15
Ræða ijörns Framhald af 6. síðu. laust oft dregið úr kröfum þeirra, sem með þessi mál hafa farið, að kaupgeta fólks hefur verig tak- mörkuð. Breyting hefur orðið á iþessu nú. Ekki vegna viðreisnar- ráðstafana heldur af því, að meira aflamagn hefur borizt á land en dæmi eru til áður og atvinna því stóraukizt. Bændur hafa algerlega farði á mis við þessar auknu tekj- ur. Það er óeðlilegt, ósanngjarnt og óviturlegt, að sú atvinnustétt, sem fæðir þjóðina að mestu leyti, búi við miklu lakari atvinnutekjur en aðrir. Afleiðing af slíku getur aðeins orðið sú, að menn hætta að vinna við þá atvinnugrein. Vitan- lega getur þetta breytzt. Síldin horfið frá landinu og atvinnutekj- ur minnkað. Þá er eðlilegt að bændur taki sinn þátt í erfiðleik- um sem af því leiða. Ég geri ekki ráð fyrir, þó einihver leiðrétting fáist á verðlagsgrundvellinum, að bændur fái fulla vexti af því fé sem bundig er í búunum, cða fulla greiðslu fyrir vinnu barna og konu við framleiðsluna. Vera má, að það sé heldur eigi það versta. Bóndinn hefur atvinnuöryggi, ef hann á bú og jörð og faann nýtur þess frelsis sem þag veitir. Fyrir börnin er sú umhugsun og á- reynsla, sem sveitastörfin veita mikils virði. Hitt er neikvæðara og lakara, ef bændur hafa það á tilfinningunni, að allt sem þeir gera til að auka tækni og vinnu- afköst verði þeim til engra nytja. Vð slfk skilyrði getur engin at- vinnugrein tekið eðblegum fram- förum. Það er á valdi stjórnarflokk- anna, þvort umbætur verða gerð- ar á afurðasölulögunum á þessu þingi. Ég dreg eigi í efa, að ýms- ir þeirra faafi vilja til að svo megi verða. Er vel að það hugar- far komi í Ijós áður en kosið er í sumar. Verði faitt ofan á, að gera engar breytingar til bóta á nefnd- um lögum, ber nauðsyn til að breyta þeim þannig, að þau séu ekki brotin. Til þess þarf að setja ákvæði í þau um að bændur skuli hafa 20—30% lægri atvinnutekj- ur en aðrir þjóðfélagsþegnar og þær megi eigi aukast, hversu mik- ið sem þeir strita og afkasta. Það kæmi sér vel fyrir stjórn Stéttar- sambandsins að hafa slík lagafyr- irmæli með sér á næsta aðalfund og mjög hentugt fyrir viðskipta- málaráðfaerrann að láta þau fylgja með í silfurfatinu, næst þegar hann réttir það að bændum kúfað af kjarabótum. Frægur fiðlari Framhald af 16. sfðu. geyma, og fleiri gjafir hefði faann haft heim með sér héðan. Hann kvaðst hafa horft með eftirvænt- ingu út um gluggana, þegar Gull- faxi lækkaði flugið yfir Reykja- vík, og mikið hefði hann furðað sig á þeim breytta svip, sem borgin hefði fengið síðan hann dvaldist hér í tvær vikur fyrir 36 árum. Það mundi áreiðlanlega taka hann tíma að rata í Reykja- vík á ný. Frúin, Irmgard Seefried, sagði, að þau hjónin brynnu í skinninu eftir að eyða hér nokkrum dögum fyrir tónleikana og skoða sjálft landið utan við borgina. Gjarnan hefðu þau viljað, að dæturnar þeirra tvær hefðu getað verið með þeim £ þessari ferð. En þær yrðu að stunda skólann sinn í Vín afi kappi, vonandi ættu þær eftir að heimsækja ísland einhvern tíma. Listi í Iðju Framhald af 16. síðu. aðra vinstri manna er skipaður þessum mönnum: Formaður Einar Eysteinsson, Stálumbúðir Varaformaður Alda Þórðardóttii, Gefjun Ritari Jóhann P. Einarsson, Öl- gerðin. Gjaldkeri Þórður Guðmundsson, Skögerðin h.f. Meðstjórnendur Einar Eiiíksson, Ofnasmiðjan, Tómas Sigurjónsson, Framtíðin, Ingibjörg Tryggvadótt- ir, Últíma. Varastjórn Vilhjálmur Hjálmars son, Vefarinn, Ingibjörg Jónsdótt- ir, Eygló, Hannes H. Jónsson, Ála- fossi. Endurskoðandi Sveinn Vigfús- son O'g Jón Loftsson. Varaendurskoðandi Karl J. Eiðs- son, Ölgerðin. Skothríð her-þotna Framhald al I siðu vildi hvorki ræða orðsendinguna né atburðinn neitt nánar. Um leið og tilkynnt var um þetta mál, gaf forsetinn opinber- lega til kynna, að Sovétríkin hygð- ust kalla heim mörg þúsund manns úr herliði sinu á Kúbu, en fréttir um það bárust fyrr í vikunni. — Áætla Bandaríkin, að liðsafli Rússa á Kúbu sé yfir 17 þúsund manns, og var tekið fram, að stjórn Banda ríkjanna teldi þessa ákvörðun Sovétríkjanna, að kalla herliðið heim, vera skref í áttina að spennu létti í alþjóðamálum. Safna til talsföðva Framhald af 1. síðu. ins mun nú faafa ritað öllum deildum félagsins bréf, þar sem óskað er eftir því, að afmælisins verði minnzt á þann hát að fé verði safn- að til þess að kaupa tal- stöðvar í allar björgunar- stöðvar félagsins, en slíkt gæti orðið að ómetanlegu liði, eins og allir sjá. Kvennadeildin hér í Reykja vík mun verja því fé, sem inn kemur á sunudaginn til þessara kaupa og ætti það ekki að draga úr sölu merkjanna, né fæla menn frá kökunum, nema síður væri. 10 millj. króna Framhald aí 1. síðu. hér eru timburbryggjur, sem eru aðeins miðaðar við síldarmóttökuna. Aðal- bryggjan hefur verið sama sem ónýt, síðan Reykjafoss lagðist á hana í fárviðrinu í fyrrahaust Minni ir en BORGFIRÐINGAR Framsóknarfélag- Borgarfjarðar og F.U.F. í Borgarfjarðarsýslu halda almennan fund að Brún í Bæjarsveit n.k. sunnudag, og hefst liann kl. 3. Dagskrá: 1. Kosnir fulltrúar á flokksþing, 2. Rætt um stjórnmálaviðhorfið. Frummæl- endur verða alþingismennirnir Halldór E. Sigubðsson og Skúli Guðmundsson. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins i Borgar- fjarðarhéraði er hvatt til að fjöl- menna á fundinn. AKRANES Framsóknarfélag Akraness heldur fund í félagsheimili sínu n.k. sunnudagskvöld og hefst liann kl. 8,30. DAGSKRÁ: 1 Kosning fulltrúa á flokksþing 2 Rætt um stjórnmálaviðliorfið. Frummælendur verða alþingis | mennirnir Halldór E. Sigurðsson og Skúli Guð'mundsson. Stuðningsmenn Framsóknar- flokksins er livatt til að mæta á fuiidinum. Spilað á kristal (Framhald aí 3. síðu) nokkurra mánaða náms í hvort sinn, en bara alltof stutt í senn, ég kostaði mig sjálf í bæði skiptin, en námið var dýrt og ég var að þangað til ég var orðin blönk, eins og t. d. þið eruð núna! — Hvar varstu í útlöndum? — Fyrrá sinnið hélt ég til Ítalíu og gekk í tíma hjá Callo söngkennara í Milano, sem nokkrir íslendingar hafa lært hjá. Og í annað sinn sem ég hélt út fyrir pollinn fór ég til Miinchen. Þar komst ég að hjá stórsnjölium kennara, sem Sig- urður Björnsson var þá að Ijúka námi hjá, hann er ungur Pól- verji og heitir Bleszke, líka snjall söngvari sjálfur. Sigurð- ur benti mér á hann, hafði val ið sér faann, þegar fyrri kenn- ari Sigurðar, sjálfur Gerhard Hiisch, var farinn til Japans. Mér líkaði svo vel við Bleszke, ag ég læt mig helzt dreyma um að fá að verða einhvern tíma svo fjáð, að ég geti farið aftur til Miinchen til dvalar þar. Þó kæri ég mig ekki að sinni að fara frá Maríu Mark- an, hún er slíkur afbragðs kenn ari. En það er bara hitt, að máske helmingur söngnáms er í því fólginn að sækja óperur og tónleika. Og þótt ég hafi svo gaman af léttri músík, hef ég fullan hug á að læra óperu söng. — Er skemmtilegt að standa í kristalbúð? — Já, já. Það er meira að segja hægt ag spila á krystal- inn. Ef mig vantar tón, slæ ég í þennan vasa, þá er tónninn kominn, sagði Svala, danglaði í kristalvasann, og sá rétti tónn kom. 12 millj. verömæfi. Framhald af 16. síðu. lestir af freðfiski, að verðmæti 400 þúsund krónur. Á næstunni er -svo von á Stapafelli, sem sækir hingað 2000 lestir síldarlýsis fyrir 7 milljónir króna f tveimur ferð- um. Þegar Jökulfellið var að fara út lír höfninni i dag, tók það niðri á sandeyri í miðri höfninni. Þar sat það, þangað til á flóðinu I TK-Reykjavík, 21. febrúar. Mánafoss, hið nýja skip Eim- skipafélags íslands kom til Reykja víkur í morgun. Hafði félagið boð inni fyrir blaðamenn í því til- efni. Skýrði framkvæmdastjórinn, Óttar Möller svo frá, að skemmdir þær, sem urðu á skipinu í höfninni á Akureyri væru mun minni, en áætlað hefði verig og myndu tafir af þessum sökum engar eða litlar verða. Héðan fer skipið vestur og norður um !and og síðan til Hull. Mánafoss er smíðað í Hollandi 1959 og er 1400 tonn. Tvær lestar eru í skipinu búnar hlífðarlúgum af svonefndri „Von Tell“-gerð. 6 rafmagnsvindur eru í skipinu. Aðalvél skipsins er Klöckner Humboldt-Deutz og er 9 strokka, 1000 hestöfl Fullhlaðið fer skipið 12 mílur Hiálparvélar eru 3. Skipshöfn er 11 manns og vist- arverur skipsmanna hinar vist- kgustu. Skipið er búið fullkomn ustu siglingatækjum og öryggis- tækjum. Sktpstjóri á Mánafossi er Eiríkur Ólafsson. 1 stýrimaður Bernódus Kristjánsson og yfirvél- stjóri Haukur Lárusson. Athugasemdir vegna pressuballs Blaðinu hafa borizt tvær athuga- semdir vegna væntanlegs pressu- balls í nýja salnum á Hótel Sögu. Er önnur frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur en hin frá Blaðamanna félagi íslands. Athugasemd Stangaveiðifélags- ins er þannig: „Vegna frásagnar dagblaðanna um væntanlegt „pressuball“, skal það tekið fram og til þess að forðast misskilning, að fyrsta samkvæmið í hinum nýju salarkynnum Hótel Sögu, opnunarkvöld, verður árshátlð Stangaveiðifélags Reykjavfkur, föstudaginn 1. marz n.k. — Stjórn SVFR.“ Athugasemd Blaðamannafélags- ins er þannig: „f tilefni af þesS- ari athugasemd S.V.F.R. vill Blagamannafélag íslands taka fram, að fyrir hokkru tjáði for- stjóri Hótels Sögu, Þorvaldur Guð mundsson, Blaðamannafélaginu, að pressuballið 2. marz yrði fyrsti opinberi fagnaðurinn í hinum nýja sal hótelsins. Hins vegar muni verða þar tvö lokuð félags- hóf áður, hóf Búnaðarfélags fs- lands til heiðurs Steingrími Stein- þórssyni, fyrrverandi búnaðar- málastjóra, og árshátíð S.V.F.R. — Stjórn B.í." skemmd- ætlað var KAUPFÉLAGSSTJÓRASTARF KaupfélagsstjórastarfiS við Kaupfélag Hellissands, Hellissandi, er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt meðmælum, upplýsingum um fyrri störf og kaupkröfum sendist fyrir 15. marz n.k. til formanns kaupfélagsins, Ársæls Jónssonar, Hellissandi, eða til Jóns Arnþórssonar, starfs- mannastjóra Sambands ísl. samvinnufélaga, sem gefa allar nánari upplýsingar. Stjórn Kaupfélags Hellissands. Tilkynníng frá byggingarfulltrúanum í Raykjavík Að gefnu tilefni skal tekið fram, að samkvæmt 18. gr. 3. lið Byggingarsamþykktar fyrir Reykja- vík er bannað að nota járn í steypu með lausu ryði á, og verða þeir byggingarmeistarar er hugsa sér að nota slíkt járn, að sjá svo um að allt laust ryð verði fjarlægt af járninu. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík Skátaskemmtunin 1963 verður haldin í Skátaheimilinu: Laugardag 23/2 kl. 15 e.h. fyrir 16 ára og eldri. Sunnudag 24/2 kl. 3 e.h. fyrir ylfinga og ljósálfa. Sunnudag 24/2 kl. 8,30 e.h, fyrir yngri skáta. Aðgöngumiðar verða seldir í Skátaheimilinu föstu- daginn 23. febr. kl. 6—8 e.h NEFNDIN Utför mannsins míns og föður Ásgeirs Jónssonar frá Hjarðarholti, verður gerð frá Hjarðarholtl laugardaginn 23. febr. n.k. og hefst kl. 2. — Kveðjuathöfn verður í Akranesklrkju föstudaglnn 22. febr. kl. 6. — Bílferð verður utfarardaginn að Hjarðarholtl frá Þórðl Þórðarsyni, Akranesi, og lagt af stað kl. 11,30. Marta Oddsdóttir Sigrfður Ásgeirsdóttlr Björn Guðmundsson fyrrverandl skólastjóri, Núpi, verður jarðsunglnn frá Mýrum í Dýraflrði laugardaglnn 23 þ.m Kveðjuathöfn fer fram frá Núpl sama dag kl. 1 s.d. — Fyrli hönd aðstandenda Guðbjörg Guðmundsdóttir Björn Guðmundsson TÍMINN, föstudaginn 22. febrúar 1963 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.