Tíminn - 22.02.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.02.1963, Blaðsíða 6
Björn Pálsson, alþingismaður: KJARABÆTUR Á SILFURFATI ipDANFAEIN ár hcfur mlkU framleiðsluaukning orðið á landbúnaðarafurðum. 1954 var innvegin mjólk hjá mjólkurbúum 52.396 tonn en 1962 88.656 tonn. Aukning 69%. 1954 var innlagt kindakjöt í sláturhúsum 4645 tonn en 1962 var það 12.163 tonn. Aukn- ing 162%. Þrátt fyrir þessa miklu framleiðsluaukningu hefur þeim höndum fækkað, sem að fram- ieiðslunni hafa unnið. Á timabilinu 1954 til 1960 hefur keyptum vinnudögum við landbún aðarstörf fækkað um ca. 20%, en eru án efa færri 1962. Ástæða væri því til að ætla, að hlutur bænda hafi batnað á þessu ára- bfli en svo er ekki. Ég hef reynt að kynna mér afkomu bænda s. 1. ár og virðist mér, ag þrátt fyrir mikla sparnaðarviðleitni, sé hagur þeirra verri en oftast áður. Ár- ferðið 1962 var lakara en 1961, enda var það óvenjugott ár, en það eitt getur ekki ráðið úrslitum. — Nauðsyn ber til að gera sér ljósar þær ástæður sem því valda, að afkoma bænda er lakari nú þrátt fyrir aukna framleiðni, ef hægt væri úr að bæta. Að mínu áliti eru einkum þrjár ástæður, sem þessu valda: 1. Aukin framleiðni bænda hef- ur eingöngu bætt hag neytenda en að engu leyti orðið bændum til hagsbóta. Árig 1953 áttu bændur að fá kr. 13,80 pr. kg. af dilka- kjöti. Það svarar til 37,09 kr. nú miðað við breytt gengi. Lækkun ca. 25%, sem kemur öll fram á vinnu bóndans, því framleiðslu- kostnaður er sá sami, hvort sem kjötið er verðlagt krónu hærra eða lægra. Sé gert ráð fyrir, að 42% af kostnaði við að framleiða kíló af kjöti nú séu vinnulaun bóndans kemur í hans hlut 11,76 krónur, sé miðað við 28.00 krónur verð, en neytandinn fær 9,00 kr. iækkun á hverju kílói kjöts vegna aukinnar framleiðni síðustu 10 ár- in. 1953 áttu bændur að fá kr. 2,75 fyrir lítra af mjólk. Miðað við breytt gengi eiga þeir ag fá nú kr. 7,39, en fá 5,27, lækkun 2,12 kr.Vinnulaun bóndans við að fram leiða 100 lítra af mjólk. nú eru kr. 221,00 en neytandinn hefur fengið 212 kr. lækkun vegna auk- mnar framleiðni. Á 10 ára tíma- bili hefur kjötverð því raunveru- lega lækkað um ca. 25%, en mjólk urverg um ca. 29%, en bændur á engan hátt notið aukinnar fram- ieiðni nema síður sé. Vera má, að einhverjir haldi því fram að rang- látt sé að landbúnaðarafurðir hækki í réttu hlutfalli við breytt gengi. Ég vil í því sambandi benda á, að samkvæmt upplýsingum, sem Gylfi Þ. Gíslason gaf Alþingi, voru meðaltekjiur veirkam, sjóm., og iðnaðarm. 1952 kr. 36,636, en 1962 eru þær áætlaðar 98,120 (eru sennilega talsvert hærri). Á þessu árabili hefur krónan lækkað úr 16 í 43 kr. dollarinn Virðist því samræmi milli launatekna og geng- isbreytingar hjá þessum aðilum. Vera má að einhver hluti tekna fólks nú sé fenginn með lengri vinnudegi, en vinnudagar bænda hafa einnig lengzt vjð tvöföldun bústofnsins og minni aðkeyptri vinnu. 2. Kostnaður við byggingarfram kvæmdir og vélakaup hefur hækk- að um 50—70%, og vextir af föst- um lánum og lausum skuldum hafa hæk-kað um 50—60% og láns- tími styttur. Hluti þeirra skulda, sem framleiðendur þúrfa að greiða liáa vexti af fer vaxandi eftir því sem lengra líður frá því breyting varð á vaxtafætinum. ógerlegt er fyrir bændur, með óbreyttu af- urðaverði, að rísa undir afborg- unum og vaxtagreiðslum af bygg- ingarframkvæmdum og vélakaup- um. Endurteknar gengislækkanir hafa gert aðstöðu bænda mjög mis jafna og er erfitt eða jafnvel ó- gerlegt úr því að bæta til fulls. 3. Nefnd sex manna, verðlags- ráð, og í vissum tilfellum hag- stofustjóri, hafa ákveðið verðlag a landbúnaðarvörum. Lögum sam- kvæmt átti verðlagningin að vera miðuð við, að bændur hefðu svip- aðar tekjur og verkam., iðnaðarm. og sjóm. Flestir munu hafa gert Björn Pálsson ráð fyrir, að þessi lög tryggðu bændum svipaðar tekjur og öðrum stéttum, en því fer fjarri að svo hafi verið. Hagstofan hefur gert ýtarlegt yfirlit yfir nettótekjur bænda árin 1954, 1957 og 1960. Ég mun því eingöngu miða við þau ár, þó því fari fjarri að þau hafi verið óhagstæðari en önnur ár hvað verðlag snertir. CS tí 8 sfi P* S cð 40 03 8 1954 39858 1957 59760 1960 69324 s-a ^ bí) ■a m || s 3 i a 3 g If -*•» CTJ fc s 2° ö «*-» 03 U ♦S O) ,s s cs T5 S 8 cu 3 CS to o o 1 03 es 03 40 1 H 03 t I > S o “ 3 © 5 Jö k, s s (3 27977 33944 42369 50042 55840 06104 engir 33944 45521 11577 34% 4800 45242 59647 14405 32% 6896 59208 78997 19789 33% Heimildir, búnaðarskýrslur hag- stofunnar, verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara og skýrsla frá hagstofunni, sem viðskiptamála- ráðherra birti á Alþingi um at- vinnutekjur verkam., sjóm. og iðn- aðarm. Skýrsla þessi er birt í Al- þýðublaðinu 12. des. 1962. Vera má, að einhverjir haldi því fram, að ekki sé hægt að miða við atvinnutekjur annarra stétta það ár, sem verð á landbúnaðar- vörum var ákveðið, svo miða beri við tekjur þeirra árið áður. Sam- kvæmt því hefði kaup bænda þurft að hækka um 19,3% árið 1954, 30,2% árið 1957 og 26,6% árið 960 til þess að þeir hefðu hlið- stæðar tekjur og aðrar vinnandi stéttir. Bændur hafa þvi verið hlunnfærðir og brotln á þeim lög. Árig 1954 fengu bændur enga vexti af eigin fé og aðeins 900 kr. í skuldavexti, sem er a. m. k. 5— 10 hundruð kr. of lítið. Það ár hefði þvf orðið óhagstætt fyrir bændur, ef eðlilegt tilHt er tekið til vaxta. Ýmsar ástæður valda bví, að Á ÞINGPALLI ick Fundlr voru stuttir í báðum deildum Alþingls í gær. Var fátt markverðra tíðlnda. ★★ Ingólfur Jónsson hefur beðið um að geta þess, a® mlsskilningur væri, að þær 500 þúsund krónur, sem ákveðí® er að verja tll borana á Selfossl í ár, muni eingöngu renna til jarðhitaleltar vestan Ölfusár, eins og sagt var hér í blaðinu í gær. Sagði ráð- herrann það framkvæmdaatriði hvernlg borununum yrði hag- að á Selfossi. Fjárveltingin væri til borana á Selfossi, án þess frekar væri ákveðið, hversu mikið væri borað austan ár eðá vestan. tekjur bænda eru lægri en ann- arra. Afurðamagnið áætlað of mik ið, verð til bænda lægra en gert var rág fyrir, kostnaðarliðirnir ó- íaunhæfir og bændum áætlað lægra kaup en aðrar stéttir fengu. Þess ber einnig að gæta, að fram- leiðslumagn sauðfjárafurða var lítíð um árabd vegna sauðfjársjúk- dóma og því nokkrum vandkvæð- um bundið að haga verðlagningu þannig, að hlutur sauðfjárbænda yrði viðunandi. Ekki er ástæða til að ætla, að bændur telj verr ifram tekjur sínar en aðrir, nema síður sé. Freistingin til að vantelja tekj- ur er meiri, ef þær eru miklar Ef eftirspurn er mikil eftir vinnu, er auðveldara ag semía um, að ekki sé allt upp gefið. Samanburð- ur á innlögðum afurðum og fram- tölum bendir einnig til þess, að ekki sé um óeðlilegan mun að ræða. Af framangreindum stað- reyndum má öllum vera ljóst. A) Bændur hafa aukið fram- leiðslu sína um ca. 100%. Sú fram leiðsluaukning hefur öll orðið neytendum til hagsbóta. Lækkað mjólkurverð raunverulega um 29% og kjötverð um 25%. B) Kaup bænda hefði þurit að vera a. m. k. 30% hærra til þess ag vinnutekjur þeirra .væru í sam- ræmi við vinnutekjur annarra stétta. C) Hækkun vaxta og aukinn stofnkostnaður veldur því að nær ógerlegt er að hefja búskap miðað við óbreytt verð afurða. Það er því setið lengur en sætt er og engu hægt að tapa þó eitthvað sé reynt að gera. Það sem gera þarf er einkum þetta: VEXTIR ÞURFA AÐ LÆKKA. Mikil þörf er að lækka vexti og lengja lánstíma af lánum hjáStofn lánadeild Búnaðarbankans til að draga úr þeim mun, sem er á að- stöðu bænda. Slík ráðstöfun mundi einnig takmarka þá hækkun, sem bændur þurfa að fá á afurðaverði. SAMRÆMA ÞARF OG VINNA BETUR ÚR BÚNAÐAR- SKÝRSLUM. Nauðsynlegt er ag samræma búnaðarskýrslur, vinna úr þeim á réttan hátt og í tíma, þannig að iiægt sé að bera fram raunhæf rök vig ákvörðun afurðarverðs, en ekki byggja á ágizkunum. Við út- reikning á kjöt- og mjólkurverði má aðeins taka þá bændur, sem vinna nær eingöngu við ag fram- leiða þá vöru. Þeir, sem lifa að miklu leyti á tekjum af hlunnindum eða vinnu utan heimilis eiga ekki að vera með. Kartöfluframleiðendur þurfa að vera sér í flokki. Bændur þurfa að vanda framtöl sín og mega ekki láta það hafa áhrif á sig, þó að- stöðugjöld séu lögð á útgjöldin. Það ætti engu að breyta, ef allir telja rétt fram. Yfirsjón Stéttar- sambands bænda er, ag hafa ekki lagt meiri áherzlu S þessi atriði. Eðlilegast væri, að unnið sé úr búnaðiarskýrslum í samráði eða samstarfi vig hagstofuna. Ábyrgir menn vUja yfirleitt ekki dæma ranga dóma. Komi slíkt fyrir er oftar um að kenna skorti á gögn- um, til þess að hægt sé að kynna sér málin til hlítar. Sýni reynslan hins vegar, að hlutur bænda sé fyrir borð borinn, þó þeir hafi skýrslugerðir og aðra hluti í lagi, ber ag vinna að því að fá þeim reglum breytt, sem i gildi eru um vetrðlagningu landbúnaðarvara, en fyrr ekki. ÞEIR, SEM VEL VINNA EIGA AÐ NJÓTA ÞESS AÐ EIN- HVERJU LEYTI. Miklar breytingar og framfarir hafa orðið á þessari öla. Sú orka, sem knýr mennina áfram ti] auk- innar tækni og framfara er von eða vissa um bætt lif.skjöi fyrir sig og aðra. í íslenzkum iandbún- aði hefur orðið bylting í ræktun, húsabótum og vélvæðingu. Þegar athugað er, hve litlar tekjur bænd ur hafa haft gengur kraftaverki næst, hve miklu þeir hafa afkast- að á skömmum tíma. Ástæður fyr- lr því, að þetta hefur tekizt eru hagstæð lán, óvenjuleg sparsemi og trúin á það, að umbæturnar yrðu þeim að einhverju ieyti til I hagsbóta. Það hefur raunar ekki orðið enn eins og áður er fram tekið, og bændum er orðið það Ijóst. Ég flutti því breytingartil- lögu við afurðasölulögin þess efn- is. að sá hagnaður, sem verða kann af framleiðsluaukningu bænda á komandi árum skiptist milli framleiðenda og neytenda. Önnur atriði varðandi verðlagið á að vera hægt að laga án lagabreyt inga. Hér er ekki um að ræða, að landbúnaðarvörur hækki þó frum varpið verði samþykkt, heidur að það lækki ekki eins ört ug mikið og verig hefur. Framleiðni bænda mun aukast meir, ef þeir hagnast á því að einhverju ieyti, þannig, að báðir aðilar munu græðaábreyt ingunm. Það er bæði ranglátt og iieimskulegt ag ætla einni stétt að búa við lakari launakjör en aðr u hafa, o.g segja þar að auki við hana: Það er sama hvort þið fram leiðið mikið eða lítið, slæma vöru eða góða, tekjur ykkar breytast ekkert við það í heild. Sá sterki getur aðeins tekið brauðig frá þeim sem minna má sín. Við um- ræður um þetta mál komst við- skiptamálaráðherra þannig að orði, að bændum væru færðar kjarabætur á silfurfati og engin stétt byggi við jafngóð kjör. Sýna þessi ummæli gjörhygli ráðherr- ans á málefnum bænda og góðvilja t þeirra garð. Er undarlegt, að ráðherrann skuli ekki láta nokkra af sínum liðsmönnum flytja í sveit til að njóta þessara góðu kjara. Ráðherrann skýrði enn fremur frá því, að mjólkurduft væri flutt út til svínafóðurs fyrir kr. 4,50 pr. kíló. Er hér um sérstæða fjár- málavizku að ræða. Þurrmjólk er bezta fóður, sem hægt er að gefa mjólkurkúm og borgar sig að greiða miklu hærra verð fyrir hana en fóðurblöndu, sem í er margra ára gamall amerískur maís og bændur verða að kaupa á 5—6 kr. kg. Væri því hagkvæmara að nota þurrmjólkina til fóðurs inn- anlands en flytja hana út fyrir hálfvirði. í yfirliti því, sem hagstofan hef- ur gert yfir hreinar tékjur bænda 1954—1957 og 1960, kemur í ljós, að mikill muntir er á tekjum þeirra í einstökum sýslum. Vafa- laust kemur þar margt tíl greina, svo sem misgóð búskaparskilyrði, misjöfn aðstaða til að afsetja af- urðir o. fl. Við athugun á skýrslun um kemur í Ijós að ósamræmi er á milli nettotekna og bruttotekna i einstökum héruðum, Bendir það til þess, að búmennipg sé misjöfn. Ég héld ag í þvi efni þurfum við að læra hver af öðrum og eigum mikið eftir að læra. Ég er sann- færður um, að íslenzkur landbún- aður á eftir að taka miklum fram- törum, en þó með þeim fyrirvara, að bændur njótí þess að einhverju leyti, ef þeir yrkja sinn akur vel og þeir losni við þá fjárhagslegu spennitreyju, sem þeir eru í nú. Litlar líkur eru til, að það svari kostnaði að framleiða mjólkurvör ur tíl útflutnings í næstu fram- tíð. Sú framleiðslá yrði því að mestu bundin við innanlandsmark- að. Vera má, að svínakjötsfram- íeiðsla geti svarað kostnaði að vissu marki. eða ið svo miklu leyti, sem við getum fóðrað þau á afgangs mjólkurafurðum og öðr- um fóðurvörum, sem framleiddar væru innanlands. Skilyrði fyrir sauðfjárbúskap eru að ýmsu leyti góð hér. Hægt er að framleiða mikið magn af sauðfjárafurðum og lækka framleiðslukostnað að mun frá því sem nú er. Þar sem beitiskilyrði eru góð, má oft komast af með litla heygjöf, ef hentugur fóðurbætir er notaður. Nokkrar líkur eru tíl að síldveiði verði árvissari en verið hefur. Skapar það skilyrði fyrir bændur í mörgúm héruðum að fá hentugan og ódýrar. fðður- bæti. Góð peningshús og aukin ræktun gera það að verkum. að hver einstaklingur getur haft fleira fé en verið hefur. Margt mælir með því að við verðum sam keppnisfærir með sölu sauðfjár- afurða á erlendum markaði áður en mörg ár líða. Ef bændur hefðu fengið 80 aurum meira fyrir hvern litra af mjólk og 5 kr. meira fyrr hvert kg. af kjöti 1960 myndu tekjur þeirra hafa orðið svipaðar og ann arra. Að nokkru leyti erj þessi mistök okkar eigin sök. eins og ég hef áður bent á. Það hefui vafa- Framhald á 15. síðu. 6 TÍMINN, föstudaginn 22. febrúar 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.