Tíminn - 22.02.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.02.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RÍKIÐ WILLIAM L. SHIRER BJi^ð iþví einu að jafna fjárlögin, érfítt, en þó ekki ómögulegt verk. Nægilegar skattaálögur hefðu get að dugað, en 'hin nýja stjórn þorði alls ekki að leggja nægilega mikla skatta á þjóðina. Þegar allt kom til alls, hafði fjár til greiðslu á stríðskostnaðinum — 164 billjón- imi marka — ekki verið aflað með Seinum skattaálögum, ekki einu sinni að litlu leyti, heldur með 93 milljóna stríðslánum, 29 hilljónir fengust úr ríkisfjárhirzl- unni, en hins var aflað með því að auka útgáfu seðla. í stað þess að hækka skatta stórkostlega hjá Íeim, sem gátu greitt þá, hafði in lýðræðislega stjórn í raun og veru lækkað þá árið 1921. Þaðan í frá lét stjórnin af ásettu ráði, og hvött af iðjuhöldunum, sem græddu, enda þótt fjöldinn hefði tapað öllu, markið halda áfram að falla til þess að losa ríkið undan almennum skuldum, til þess að komast hjá því að greiða skaðabætur og til þess að eyðileggja fyrir Frökkum í Ruhr. Þessi eyðilegging á þýzka gjald- miðlinum gerði þýzkum þungaiðn aði það einnig fært, að strika hurtu skuldir sínar með því að greiða skuldbindingar með hinu algerlega verðlausa marki. Her- foringjaráðið, sem dulbúizt hafði sem „Truppenamt“, til þess að komast hjá því að fylgja ákvæðum friðarsamningsins, sem reyndar hafði bannað það, gerði sér ljóst, að hrun marksins þurrkaði út stríðsskuldirnar og skildi Þýzka- land eftir skuldlaust fyrir næstu styrjöld. Öllum fjöldanum var hins veg- ar ekki ljóst, hversu mikið iðn- jöfrarnir, herinn og ríkið græddu á gjaldhruninu. Fólkið vissi að- eins, að stóreflis innstæður í banka nægðu ekki lengur til þess að greiða fyrir smábúnt af gul- rótum, fáeinar kartöflur, örfá grömm af sykri eða pund af hveiti. Það vissi, að sem einstakl- ingar var það orðið gjaldþrota, og það þekkti hungur, þegar það nagaði það innan, og það var ein- mitt þetta, sem gerðist daglega. í volæði sínu og vonleysi sakaði fólkið lýðveldið um allt, sem gerzt hafði. Slíkir tímar komu til Adolfs Hitlers eins og af himnum sendir. UPPREISN f BAYERN „Stjórnin heldur róieg áfram að láta prenta þessa pappírssnepla, því að hætti hún við það, myndi það um leið þýða endalok hennar1 hrópaði hann. „Um leið og prent- vélarnar hættu að snúast — en það er frumskilyrðið fyrir því, að hægt 'sé að gera markið stöð- ugt aftur — myndu svikin koma í Ijós . . . Trúið mér, eymd okkar og volæði eiga enn eftir að auk- ast. Þorpararnir munu komast upp með þetta. Ástæðan: vegna þess, að ríkið sjálft er orðið mesti svindlarinn og mesti bragðarefur- inn. Þjófaríkið . . . Ef hið skelfda fólk kemst að raun um, að það getur soltið heilu hungri á billjón- um, þá hlýtur það að komast að þessari niðurstöðu': við sættum okkur ekki við ríki, sem byggt er á svikahugmynd um meirihlutann. Við viljum einræði ..." Hin erfiðu kjör og óvissan, sem fylgdu hinni gegndarlausu verð- bólgu ráku án efa milljónir Þjóð- verja til þess að komast að þessari niðurstöðu, og Hitler var reiðubú- inn til þess að ginna þá enn þá lengra, Hann var í raun og veru farinn að trúa því, að ringulreið- in 1923 hefði skapað rétta tæki- færið til þess að kollvarpa lýðveld inu, tækifæri, sem ætti ef.til vill ekki eftir að bjóðast aftur. En vissir erfiðleikar urðu á' vegi hans, ef hann átti sjálfur að stjórna gagnbyltingunni og gerði hann það ekki sjálfur, hafði hann ekki mikinn áhuga á henni. í fyrsta lagi vr.r Nazistaflokk- urinn langt frá því að vera áhrifa- mesti stjórnmálaflokkur Bayern, enda þótt meðlimum fjölgaði stöð ugt, og utan Bayern var flokkur- inn óþekktur. Hvernig átti slíkur smáflokkur að geta steypt lýðveld- inu? Hitler, sem lét ekki ofurefl- ið auðveldlega draga úr sér kjark, hélt, að hann hefði fundið leið. Hann gæti sameinað undir for- ystu sinni öll hin and-lýðveldis- sinnuðu, þjóðernissinnuðu öfl í 27 Bayern. Síðan gæti hann stjórnað göngunni til Berlínar með stuðn ingi stjórnarinnar í Bayern, her- flokka og þess hluta þýzka hers- ins, sem aðsetur hafði í Bayern — eins og Mussólíni hafði haldið til Rómar árið áður — og í Berlín myndi hann steypa Weimarlýð- veldinu af stóli. Hinn auðfengni sigur Mussólínis hafði auðsjáan- lega orðið þess vaidandi, að hann fór að hugsa. Hernám Frakka í Ruhr gerði málið dálítið flóknara fyrir Hitl- er, enda þótt það um leið endur- nýjaði hatur Þjóðverja á hinum aldagamla óvini, og vekti þannig upp þjóðernistilfinninguna. Her- námið var byrjað að sameina Þjóðverja að baki lýðveldisstjórn- arinnar í Berlín, sem hafði valið þann kostinn að bjóða Frökkum byrginn. Þetta var það síðasta, sem Hitler hafði ósk-að eftir að gerðist. Markmið hans var að koma lýðveldinu fyrir kattarnef. Það var hægt að hugsa um Frakk- land, þegar gerð hafði verið þjóð- ernissinnabylting í Þýzkalandi, og þar hafði verið komið á einræði. Hitler hafði kjark til þess að taka upp nýja og óvinsæla línu, gagn- stæða almenningsálitinu: „Nei, ekki niður með Frakkland, heldur niður með föðurlandssvikarana, niður með nóvember-glæpamenn- ina! Það verður að vera heróp okkar“. Fyrstu mánuði ársins 1923 helg- aði Hitler allan tíma sinn því að gera herópið áhrifamikið. í febrú- ar sameinuðust fjögur „sambönd föðurlandsvina“ í Bayern Nazista- flokknum, og var þetta aðallega að þakka skipulagshæfileikum Röhm. Myndað var svokallað Ar- beitsgemeinschaft der Vaterland- ischen Kampfverbande (Samband baráttusveita föðurlandsins), og var Hitler foringinn. í september var stofnað enn sterkara samband undir nafninu Deutscher Kampf- bund (Þýzka baráttusambandið), ' og þar var Hitler einn af þremur stjórnendunum. Þessi samtök voru mynduð á fjöldafundi, sem haldinn var 2. september í Nurem berg í tilefni þess, að þann sama dag árið 1870 höfðu Frakkar beðið ósigur fyrir Þjóðverjum við Sed- an. Flest fa'sistasamtök Suður- j Þýzkalands höfðu sent fulltrúa á ! fundinn, og eftir að Hitler hafði flutt ofsafengna ræðu gegn stjórn landsins, var honum fagnað ákaf- . lega. Skýrt var opinberlega frá stefnuskráratriðum hins nýja ■ Kampfbund: að kollvarpa lýðveld- inu og rífa Versalasamninginn. Hitler hafði fylgzt með hóp- göngunum, sem fram fóru í sam- bandi við fundinn, frá áhorfenda palli, en þar stóð hann við hliðina á Ludendorff hershöfðingja, og það. var ekki af neinni tilviljun, sem hann stóð þarna. Hinn ungi nazistaforingi hafði um tíma ver- ið að vinna að stríðshetjunni, ef svo mætti segja, sem hafði lánað hið fræga nafn sitt þeim, sem stóðu að Kappsamsærinu í Berlín, og þar eð hann studdi enn and- byltingu hægri manna, gat vel komið til greina, að hægt væri að freista hans til þess að styðja aðgérðir þær, sem byrjaðar voru að þróast í huga Hitlers. Hers- höfðinginn gamli hafði ekkert vit á stjórnmálum. Hann bjó nú utan við Múnchen, en samt hafði hann ekki gert neitt til þess að leyna fyrirlitningu sinni á íbúum Bay- ern, á Rupprecht krónprinsi og á kaþólsku kirkjunni í þessu ka- þólskasta ríki Þýzkalands. Hitler vissi þetta allt, en það hæfði ein- mitt tilgangi hans. Hann vildi ekki fá Ludendorff sem stjórn- málalegan leiðtoga í andbyltingu þjóðernissinna, en allir vissu, að 38 unni, að hún héldi í mig báðum höndum og ætlaði að halda mér fastri. Monica var viss um að mér reyndist auðvelt að komast héð- an, en Monica þekkti ekki Ger- trude! Monica hafði verið hjá okkur í tiu daga, þegar Gertrude minnt- ist á, að hana langaði ef til vill heim aftur. Eg fékk voðalegt sam- vizkubit, því að ég vissi hvað hún saknaði mannsins síns og hversu háður hann var henni. Samt kveið ég því að vera ein með Gertrude. Kannski leið Gertnide eitthvað svipað, því hún sagði mér hrifin, að Frances ætlaði að koma til okk ar dálítinn tíma — Guy er fjar- verandi í viðskiptaerindum, svo að Nicholas ekur henni hingað. Eg spurði, hvort hann langaði kannski til að koma iíka og vera og hann þá boðið. Hann er svo elskulegur mað ur, sagði Gertrude og hló glað- ífega, en við Monica horfðumst hissa í augu, en sögðum ekkert. Þessa nótt var ég að lesa lengi frameftir áður en ég slökkti ljós- ið og horfð'i út í myrkrið. Solak lá við hliðma á mér. Hann var sjálfsagt að dreyma, því að hann urraði lágt : svefninum og teygði frá sér lappirnar. Mér fannst gott að hafa hann hjá mér, þá var ekki eins tómlegt. Eg var alveg að sofna, þegar Solak fór að urra. Eg glaðvaknaði og fékk ákafan hjartslátt. Solak urraði aftur, lágt og ógnandi. Hann reis upp þegar dyrnar opnuðust hægt. — Láltu ekki eins og flón, Solak. Eg róaðist. Það var Gertrude. Hún kom inn með lampa í hendi. Það lýsti á hvíta sloppinn hennar j og hvítt hár'ið. Hún var hálfdrauga leg. — Eg ætlaði ekki að vekja þig, Elisabeth, en ég hafði ekkert að lesa. Eg- stóð upp úr rúminu og rétti ANDLIT KONUNNAR Clare Breton Smith henni nokkur amerísk vikublöð. — Þetta er það bezta, sem ég get boðið þér, sagði ég. En ég vissi, að hún hataði þessi vikublöð. — Stórfínt. Hún tók við þeim og leit á Solak. — Eg skil ekki hvernig þú þolir að hafa hundinn hcrna inni. Hugsaðu þér ef hann er lúsugur. En hann er að minnsta lrosti ákjósanlegur varðhundur. Þegar hún lokað'i dyrunum að baki sér, kom Solak til mín og :ak trýnið að mér. Við vissum bæði, að Gertrude hafði aldrei verið hrifin af honum. — Þetta er allt í lagi, vofsi minn, ■sagði ég lágt. — Þér gekk gott cilt til. Það var uppásunga Gertrude, að Frances svæfi í kofanum mínum. — Mér skilst, að hún sé ákaflega slæm á taugum — en ekki veit ég hvað hún ætti að óttast — hérna. Eg hafði á tilfinningunni, að ég gengi í sælli eftirvæntingarleiðslu, meðan ég beið komu þeirra. Það' yrði gaman að sjá Frances aftur. 0g enn þá skemmtilegra að sjá Nicholas aftur, viðurkenndi ég fyr :r sjálfri mér. Eg fékk mér útreiðartúr til að stytta bið'ina Eg hugleiddi hvern- ig stæði á því, að ég hugsaði sjald- an um Sylvester. Eg ætti að skamm ast mín fyrir að mynd hans var þngar farin að dofna. En hefði ekki Sylvester viljað það sjálfur . . Það var ekki aðeins hughreysting- artilraun mm. Eg man að einu sinni töluðum við um lífið og dauð i ann. Þá sagð'i hann að það væri | raunar ekki rétt að syrgja, þótt 1 nákominn ættingi dæi. Maður | skyldi heldur fagna þeirri vissu, j að hann væri kominn í annan og ! betri heim. Maður getur harmað ! sinn eigin eínmanaleika, en ekkert ; annað. Liz, ef ég skyldi deyja á í undan þér, mundu þá, að þú mátt \ ekki gráta mig. Og ef þig langar 1 til að gifta þig aftur mánuð'i j seinna, myndi ég taka það sem ! hrós á hæfni mína sem eiginmanns, : hafði hann sagt. | Hlýi, góði, skilningsríki Sylvest- 1 er. Hversu djúpt hafði ég sært i hann? Hafði hann verið óhamingju i samur, meðan ég sólaði mig í stolti j yfir fullkomnun minni sem eigin- ! kona. I Nicholas og Frances voru kom- in, þegar ég reið heim að húsinu. Nicholas brosti við mér, sólin skein og fuglar sungu og ég flýtti mér að líta undan, svo að hann sæi ekki gleði mína. Eg beindi allri athygli minni að Frances. ílún var föl og veikluleg að sjá. Eg fylgdi henni út í kofann, en Gert- rude og Nicholas fóiu inn í húsið. — Hvað cr að, Frances? Hún skalt og tók báðum hönd- um um vanga sér. —■ Eg vildi ekki koma hingað. Eg reyndi að láta orð hennar ekki særa mig. — Hvers vegna 'okstu boði Gertrude? Hún reyndi að harka af sér og brosa. — Eg ætlaði ekki að særa þig, Liz. Það er svo gaman að sjá þig, en ég .. ég er svo hrædd hérna. Það er þessi staður .... Hún leit hvikul í kringum sig, eins og hún héldi að maður lægi i felum undir rúminu. — Eg er hrædd. — Þú hefðir ekki átt að koma, Frances mín, sagði ég. — Ég hefði skilið . . . — Fyrirgefðu, Liz. Það var ber- sýnilegt, að hún beitti ýtrasta viljakrafti til að harka af sér. — En þú veizt, hvað er erfitt að standa á móti Gertrude, þegar hún hefur ákveðið eitthvað. Og Nic- holas langaði til að koma. Svo gekk hún út að glugganum og sneri baki við mér. — Ég skil ekki, hvernig þú þolir þennan fossnið. — Monica heldur að ég þurfi ekki að þola hann öllu lengur. — Heldurðu í raun og veru að hún sleppi þér? kallaði hún upp yfir sig. — Ég veit það ekki, sagði ég. —- En, ó, hvað ég vona það inni- lega. Svo gengum við aftur inn í hús- ið, hvar Gertrude blómstraði upp í návist Nicholas. Augu hennar glömpuðu kynlega. — Ég settist án þess aö segja nokkuð. Ég var ánægð með að horfa á andlit hans og mæta augum hans, þegar hann leit einstöku sinnum til mín. Frances var eirðarlaus, hún flutti sig stól úr stól, gekk um gólf. Ef einhver yrti á hana, hrökk hún við og virtist eiga í erfiðieikum með að svara. — Ég tók eftir að hún forðaðist að horfa á Nicholas og hann á hana. Já, það leit einna helzt út fyrir, að sú, sem hann hafði mestan áhuga á, væri . . . Gertrude. 8. KAFLI. Morguninn eftir fórum við Nic- holas í útreiðartúr. Ég blístraði á Solak, en hann var hvergi að sjá. — Ég skil ekki, hvar Solak get- ur verið, hrópaði ég upp yfir mig. j Honum finnst svo gaman að koma með í útreiðartúr. j Gertrude kom út í sömu mund. i — Ef þú ert að skyggnast um eftir Solak, þá sá ég hann laum- ast í átt' til árinnar. Hann hefur sjálfsagt ætlað á veiðar aftur. Solak hafði það fyrir venju stöku sinnum. Þá var hann stund um burtu í allt að þrjá, fjóra , daga. Þess vegna hugsaði ég ekki ; meira út i það, en reið af stað með Nieholas. Við þögðum í fyrstu. Við kom- um upp á sléttlendi en þaðan sá i yfir dalinn umhverfis okkur. Við bundum hestana og settumst á , trjábol. Ég sagði Nicholas frá ráða I gerðum Gertrude að fara til , Rhodesiu Hann spurði mig, hvort ég hygðist setjast að í Englandi. i Ég sagðist hafa hugsað mér að - fara til Ameríku og skildi ekki sjálf, hvers vegna sú tilhugsun hreif mig ekki lengur. Var það vegna þess að ég hafði heyrt, að hann ætlaði að kaupa hér land og setjast að í nágrenni Mbabanes? — Þú hefur gott af því að kom 1 ast frá þessum eyðilega stað, þú u* TÍMINN, föstudaginn 22. febrúar 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.