Tíminn - 22.02.1963, Blaðsíða 8
AÐ er búið að skrifa mikið
af þvættingi um „heilaþvott-
inn“ í Kína, en pað er líka til
ágæt bók sem heitir: „Thought
Reform and the Pshychology of
Totalism". Hún kom út í Lund-
únum 1961 og höfundurinn
heitir Robert Lifton. Hann er
sálsýkifræðingur og tengdur
stofnun Austur-Asíumála í
Harward-háskóla. Hann hefur
dvalizt tvö ár í Hongkong við
sálfræðilegar rannsóknir á vest
urlandafólki og Kínverjum,
sem hafa hlotig hugarfarsíþjálf-
un. í bók sinni, sem er mjög
nákvæm og sneydd áróðri, ger-
ir hann skýra grein fyrir þess-
ari þjálfun stig af stigi á 25
vesturlandamönnum. Aðferðin
við hugarfarsmótunina er á
þessa leið:
Árás á
sjálfskenndina
Fyrsta skrefið er ag rugla
og þurrka út fyrri sjálfsvitund
fangans. Til dæmis er lækni
sagt það með sannfæringar-
krafti, að læknisstarf hans hafi
í „raunveruleikanum" verið
menningarleg árás og afbrot
gegn Kína. Honum er talin trú
um, að hann gangi meg ein-
hvern sjúkdóm, og síðan er
beitt við hann rafmagnslost-
um, þangað til hann þykist
finna sjúkdóminn sjálfur. Jafn-
vel handtakan ein og flutning-
ur úr venjulegu lífsumhverfi í
þrönga fangaklefa, þar sem
margir menn búa saman í
miklum þrengslum, ryður brott
mörgum vörnum, sem hver
maður þarfnast til þess að
halda sjálfsvirðingu sinni. —
10. grein
SVEN LINÐQVIST
Árásinni á sjálfsvirðinguna er
fylgt eftir með líkamlegum
harðræðum, sem stundum jaðra
við misþyrmingar. Nótt eftir
nótt er fanginn kallaður til yf-
irheyrslu. Hann er látinn
borða eins og hundur með
hendur bundnar á bak aftur
og verður því að fara með and-
litið niður í matarskálina. Þeg-
ar þessar aðgerðir hafa staðið
viku eða hálfan mánuð, eru
flestir komnir að því að gefast
upp. Þá eru hlekkir fangans
leystir, hann fær að hvíla sig,
og fyrri kvalarar hans hug-
hreysta hann. Svo segja þeir
gjarnan:
,,Þér hafið drýgt glæpi gegn
þjóðinni, og verðig að játa allt
hreinskilnislega“.
Með þessum formála er hver
yfirheyrsla hafin, og hún er
endurtekin, þangað til fanginn
lætur undan síga.
Fyrsta játning hans er venju
Jega „örvita“, og hann flækir
sig í neti ósanninda. Honum er
lagt ríkt á hjarta að segja sann-
leikann einan. Hvaða sann-
leika? Hann þylur allt, sem
hann minnist frá fyrra lífi sínu,
og þegar hann finnur. ag ein-
hver atriði vekja áhuga þeirra,
sem á hlýða, gerir hann frá-
sögn sína af þeim nákvæmari
og reynir jafnvel að láta þessi
atriði líta eins glæpsamlega út
og unnt er. Það, sem hann er
að segja, er í aðalatriðum satt,
en hann gefur því glæpasvip.
Þar sem þessi næsta játning er
tengd staðreyndum, verður
mynd hennar miklu skýrari og
raunverulegri í augum fangans,
og stundum að minnsta kosti,
trúir hann henni sjálfur. Hann
lifir sig inn í hlutverkið eins
og iðrandi syndari og fer þeg-
ar ag taka þátt í vigieitni tU
þess að endurnýja sjálfan sig.
Lokajátningin
Þegar fanginn hefur hlotið
þessa hugarfarsmótun, er hann
hvattur til þess að endurtaka
játningu sína. Eitt eða tvö atr-
iði eru valin til grundvallar
lokajátningunni. Hann ritar
þessa játningu nokkrum sinn-
um, unz yfirvöldin telja hana
góða og gilda, og þá er hún oft
á vissu stigi ag hans áliti líka
hæfíleg lýsing á lífi nans og
gerðum.
Sektarvitundin er mikilvæg-
ust hinna sálfræðilegu hvata,
sem efnt er tll í því skyni að fá
fangann til þess að láta sér
lynda þessa nýju útgáfu af sjálf
um sér. Meðan hann er að
vinna ag játningunni koma
margar faldar minningar upp á
yfirborðið, og þær stuðla að
því að auka sektarkenndina,
sem er eðlUeg flestum mönn-
um. Enn fremur er fanginn
hvattur til þe ■ ag koma upp
um kunningja sína, og rífa þá
um leið upp með rótum fyrri
hugmyndir sínar um heiðar-
leika. Hann getur aðeins losn-
að við sektarkenndina með því
að tileinka sér viðhorf fanga-
varða sinna.
Meginhluti tímans í fangels-
inu er varið til þess að láta
fangann lesa marxistísk fræði.
Föngunum er skipt í náms-
flokka, sem fást við þetta, á-
samt gagnrýni og sjálfsgagn-
rýni allt að tíu stundum á dag.
Frá játningaskeiðinu með öll-
um sínum vafamálum, er fang-
lnn nú leiddur á slóð fastra og
óhagganlegra kennisetninga,
sem í samanburði við aðrar al-
gengar heimsskoðanir er mjög
föst í sniðum. Honum gefst
ekkert færl á að efast um full-
yrðtagar kenningarinnar. All-
ar umræður verða að fara fram
innan hins hugsanabindandi
ramma kennisetningarinnar,
þar sem víðtækum og marg-
hliða málefum er þrýst saman
í stuttar og hiklausar staðhæf-
ingar, sem hafnar eru yfir alla
skilgreiningu.
Hótunin um tortímingu vof-
ir ætíð yfir höfði fangans, með-
an á þessu stendur, og dauði
hins innra, gamla sjálfs er það
verð, sem hann verður að
kaupa við líkamlegt líf. En því
betri sem framfarirnar eru í
hugarfarsmótuninni, því álit-
legri eru lífshorfur hans. Þar
kemur, ag hann er tekinn i
þann hóp, sem hefur kvalið
hann. Hann fær að lifa og
reyna á ný þá gleði, sem er því
samfara að vera starfandi mað-
ur í samfélagl við aðra, og það
afl, sem áður knúði hann td
undanláts og niðurlægingar, er
nú reiðubúið ag veita honum
styrk til reisnar undir merki
sínu og hlutdeild í valdi sínu.
— Hann öðlast aftur vott af
sjálfsvirðmgu og hann fær að
væðast hinu gamla sjálfi aftur
að nokkru leyti. Læknirinn
verður aftur læknir, en þó í
annarri og dýpri merkingu.
Fangavistin léttist og verður
forsmekkur þess, sem fangans
bíður, þegar hann gengur
aftur endurfæddur út í samfé-
lagið.
Þeir verða aldrei
samir
En hvernig fór um vestur-
landamenn, sem urðu með þess
um hætti vígvöllur síríðandi
hugmynda á vorum tímum?
Nokkrir sterkir menn og heil-
steyptir að gerg sneru aftur, án
þess að teljandi hugarfarsbreyt-
ing hefði á þeim orðið. Við nán
ari rannsókn kom þó í ljós, að
einstakur maður, sem í deigl-
unni hatöi verið, birtist síðar
sem ákafur talsmaður andmarx
istiskra raka og hatramur and-
kommúnisti. Nokkrir virtust
algerlega hafa látið sannfærast.
Það voru einkum menn, sem
höfðu sterka tilhneigingu til
sektarmeðvitundar og fólk af
sundurleitri persónugerð.
Meirihiuti þeirra, sem aftur
komu, virtust þó hvorki hafa
sannfærzt né orðið fyrir telj-
andi áhrifum, en þeir voru
flestir mjög ráðvilltir. Einn
þeirra lenti í umferðarslysi
Meðan hann lá í sjúkrahúsinu
tókst honum að endurheimta
vinsamlegt viðhorf. Annar
reyndi að vinna bug á áhrifum
með kímni og hógværð. Þeir
áttu allir bágt með að festa
áhuga á hinu nýja umhverfi
sínu. Það varð vart hjá þeim
löngunar eftir hinum á'hrifa-
mikla innileik, sem réð í mót-
unarhópum. Ýmsir hófu sögu-
nám af ákafa, einkum um sam-
band Kína og vesturlanda fyrr
og síðar, til þess að reyna að
öðlast rétt mat á því, sem
haldig hafði verið að þeim í
viðhorfsmótuninni.
Fjórum árum síðar þjáðust
margir þessara manna af sjúk-
legum ótta við lögregluna. En -
viðhorfsmótunin hafði einnig
haft nokkur heilsusamleg áhrif.
Þeim leið betur, og þeir höfðu
betri skilning á tilfinningum
og annarra. Viðbrögð þeirra
voru fjölþættari og tilfinningar
þeirra sterkari. Þeir töldu og
sjálfstraust sitt meira.
Hvermg stóð á því, að Kín-
verjar settu vesturlandamenn-
ina á slíkt „námskeið" viðhorfs-
mótunar, áður en þeir létu þá
lausa? Eg held, að mikilvæg-
asta ástæðan sé nærri trúarleg
krafa þeirra um það, ag „kenn-
ingin nái fram að ganga“. Sam-
kvæmt kenningu hins kínverska
kommúnisma er saga vestur-
landa eins konar fantshlutverk
á leiksviði heimsins. Það hefur
orðið Kínverjum ástríða að
reyna að sannfæra að minnsta
kosti nokkra vesturlandamenn
um þetta og láta þá viðurkenna
sjálfa sig sem fulltrúa hinna
vesturlenzku heimsvaldasinna
og afbrota þeirra í Austur-Asíu.
Þess vegna hafa aðferðirnar við
hugmyndaskipti vesturlandanna
verið sérlega harkalegar og ýt-
arlegar. Við það bætist og, að
þessir menn hafa orðið að
ganga gegnum þennan hreins-
unareld í fangavist í ókunnu
iandi við aðbúnað. sem er marg
falt verri og víðs fjarri þvi, sem
þeir eiga að venjast, og allar
yfirheyrslur fara fram á
ókunnu máli. Hugmyndaskipti
Kínverja sjálfra fara oftast
fram í skólum eða á vinnustað,
og oftast koma þeir ekki til
leiksins með þá föstu fyrirætl-
un ag láta ekki snúa sér og að
sýna andspyrnu, eins og vestur-
landamennirnir. Afstaða þeirra
er jákvæðari í upphafi, og þeir
eru að minnsta kosti forvitnir.
í þeirra augum eru hugmynda-
skiptin ekki annar tveggja
kosta, þar sem hinn kosturinn
er aftaka, heldur hlið að fram-
tíðinni í hinu nýja Kína með
ótakmarkaða möguleika. í
þeirra augum hafa hugmynda-
skiptin allt aðra þýðingu, sem
ég mun aera nánari grein fyrir
í næstu grein.
(Copyright Dagens Nyheter
og ríminn).
Frá tortímingaróttanum
til samræmiskenndar
T f MIN N , föstudaginn 22. febrúar 1963 —