Tíminn - 22.02.1963, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Prauikvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
mgastjóri: Sigurjón Davíðsson, Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu-
húsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka-
stræti 7. Simar: 18300—18305. — Auglýsingasimi: 19523. Af.
greiðslusimi 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan-
lands. I lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Aska og eldur
Morgunblaðið hefur lengi talið sig aðalsaksóknarann
i íslenzkum stjórnmálum gegn kommúnistum, þó að við
nánari aðgát sjáist að það er meira í orði en á borði.
Það hefur oft valið kommúnistum allhörð orð, og Bjarni
Benediktsson lýst þeim ókræsilega oft og einatt, milli
þess sem hann hælir Einari fyrir víðsýni.
Bjarni og Mbl. hafa t. d. hvað eftir annað sagt það full-
um fetum að íslenzkir kommúnistar ætluðu að taka völd-
in hér á landi í skjóli erlends hervalds og að koma hér
upp þrælabúðum. Þetta og annað því líkt hefur verið
aðalboðskapur Morgunblaðsins missirum saman, og margt
hefur Mbl. fundið að kommúnistum með réttu. Það hefur
meira að segja ærið oft verið á Mbl. að skilja, að það væri
mesta niðurlæging íslenzkra kjósenda að styðja og kjósa
þennan ofbeldisflokk.
Þess vegna hljóta menn að hrökkva ofurlítið við og vita
varla, hvaðan á þá stendur veSrið, þegar í ritstjórnar-
grein Mbl. getur allt í einu að lesa þessi orð:
„Það fólk, sem hyggst yfirgefa kommúnistaflokkinn
færi vissulega úr öskunni í eldinn, ef það hyrfi yfir til
stuðnings við Framsóknarflokkinn."
Hvað var þetta: Gaf Bjarni Benediktsson og Mbl. allt
i einu út dagskipan til fólks um að styðja um fram allt
kommúnista. Ráðlagði hann fólki beinlínis að kjósa
þá áfram? Var kommúnistaflokkurinn allt í einu orðinn
engiUireinn? Eða hafði einhver enn geigvænlegri hætta
gosið upp, svo að það var hreint og beint bjargræði að
vera áfram í kommúnistaflokknum?
Síðasta spurningin leiðir menn næst svarinu. Bjarm
iiafði allt í einu séð enn meiri hættu en kommúnista,
og sú hætta var efling Framsóknarflokksins. Sú hætta var
svo geigvænleg í augum Bjarna, að hann sá sér ekki
annað fært en söðla gersamlega um og snúa sér beint til
fólks, sem stutt hefur kommúnista, og skora á það að
halda áfram að vera kommúnistar — gott ef það var
e.kki eina ráðið til að bjarga föðurlandinu núnal!
Mikið leggja menn á sig. Skyldi annars nokkurn hafa
grunað að þetta ætti fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins
og málgagni hans að liggja, að einmitt þegar þess sjá'-.'
greinileg merki, að kommúnistum sé að hraka og f'
að hverfa frá þeim þá hefji hann upp rödd sína og ráð-
leggi fólki að halda áfram að kjósa kommúnista!!
En þeir, sem fylgzt hafa með grímuleiknum í sambi'
■haldsins og kommúnista, vita að þarna kom rétta and
litið í Ijós, og ef nokkuð er til þess fallið að mönnurr
hvað það er, sem íhaldið óttast og hvað það er r
getur knésett það þá er það þetta Það er sameinin'
íhaldsandstæðinga í eina flokknum sem getur veitt íhald
ints viðnám. Þá þróun mála óttast Bjarni svo, að þega'
það blasir við verða kommúnistar í hans augum mein
laus aska, en Framsóknarfl. eldurinn. sem hann óttast.
Það datt út úr Ólafi
Morgunblaðið hefur ekki enn birt f-æðu þá, sem Ólafur
Thors flutti a fundi Norðurlandaráðs og ekki heldur yf-
iriýsingu stjórnarinnar er hann tas bar um EBE-málið
Verður slíkt að teliast allkynlegt. Skilja menn, að þetta er
vandræðafeimm Það er sem sé lýðum ljóst og játað
af Ólafi sjálfum, að hann hafi í upohafi þessarar ræðu
sagt, að hann vildi helzt ekkert um málið segja vegn?
væntanlegra kosninga á Íslandi! Raunar var það opinberl
leyndarmál. að það var fvrirsláttur einn. sem stjórnir
hafði uppi fyrir þvi að vilja ekki -æða þetta mál, er
ástæðan var engin önnur en sú. að hun óttaðist það serr
kosningamál Skemmtileg staðfestine a hesn> datt út út
Óiafi svo að um þetta þarf ekki að karpa meira.
Kosningasigurinn í Berlín
veldur Brandt erfiðleikum
L
Berlín, 18. febrúar.
WILLY BRANDT, sigurveg-
ari í kosningunum í Berlín, er
hylltur í dag. Öll blöð Vestur-
Þýzkalands hylla hann sem sig-
ursælan útvörð lýðræðisins við
múr Ulbrichts. Atkvæðaaukn-
ing Sósíaldemokrata nam 9,3%
en fulltrúatalan hækkaði um
11 upp í 89 af 140 fulltrúum.
Flokkurinn er því gersamlega
óháður öðrum flokkum.
Willy Brandt hefur sjálfur
lagt á það áherzlu í dag, að
þrátt fyrir þennan mikla meiri
hluta muni hann ganga til sam-
starfs á ný. Svo bætti hann
við: „Þetta verður að vera
þannig stjórn, að ég geti neytt
réttar míns og gætt skyldu
minnar út á við sem borgar-
s'tjóri í Berlín, án þess að eiga
á hættu árásir á bak af hálfu
samstarfsmanna minna“. Þessi
ummæli skýra nokkuð þaö
ástand, sem nú ríkir í Berlín.
AF ÞESSARI yfirlýsingu má
ráða, að sigurvegarinn líti á
úrslit kosninganna sem umboð
af hálfu borgarbúa til þess að
halda áfram með þær tilraun-
ir, sem hann hóf í janúar. Þá
reyndi hann, — þó að ekki sé
enn alveg ljóst með hvaða
hætti — að ná sambandi við
austur-þýzka fulltrúa og ræða
við þá möguleika á að hitta
Krustjoff.
Það er sagt, að tilgangurinn
með þessum fundi hafi verið
að reyna að fá fram tilhliðran-
ir af Rússa hálfu til þess að
auðvelda íbúum Vestur-Berlín-
ar samband við íbúana austan
múrsins. fbúar Vestur-Berlín-
ar hafa ekki getað haft tal af
ættingjum sínum, sem búa
handan við múr Ulbrichts, sfð-
an sú hindrun var reist.
554 sólarhringa lokun hefur
verið þungbær þeim fjölskyld-
um í Vestur-Berlín, sem eiga
ættingja handan múrsins. í
ljósi þessa ber að skoða traust
það, sem íbúar Vestur-Berlín-
ar hafa sýnt stefnu Brandts.
ÞRÁTT fyrir hinn mikla
kosningasigur eru vandamál
Willy Brandts alls ekki auð-
veld viðfangs.
„Við höfðum að vísu reikn
að með því að halda vel { horf-
inu, en atkvæðaaukning, sem
nemur nálega 10%, er allt að
því of mikið af því góða“, seg-
ir einn af talsmönnum Sósíal-
demokrala. Sigurinn er svo mik
ill, að honum fylgir nokkur
vandi.
Lausn þessa vanda er ekki
að finna í Berlín, heldur >
Bonn, svo furðulegt sem það
kann að virðast.
Með hinu inikla fylgi hat>.
ibúar Vestur-Berlinar veitt
Willy Brandt vald tii þess að
ráða stjórn borgarinnar eftir
eigin höfði. Sósíaldemokratai
geta haldið áfram samvinnunn'
við CDU. sem tapaði i kosnin?
unum, ef þeir óska þess. Þei)
geta einnig reynt að fá Frjáls*
demokraia til að ganga til sam
starfs um stjórr.
Hann þarf að verða við trausti Berlínarbúa, en
má þó ekki spilla fyrir sér sem kanslaraefni
Socialdemókrata í næstu kosningum.
Ollenhauer flokksforingi v-þýzk ra jafnaðarmanna óskar Willy
Brandt til hamingju meS sigurinn í Berlín, en hin norska kona
hans stendur brosandi aS baki.
NOKKUR óvissa ríkir um
CDU. í lok kosningabaráttunn-
ar kom til allharðvítugra per-
sónulegra átaka milli Willy
Brandt og Amrehn, borgar-
stjóra CDU. Þessi átök ein
hlytu að leiða til nokkurra sól-
arhringa „friðarsamninga“ og
tilhliðrana. Sagt er, að CDU
séu reiðubúnir að fórna Am-
rehn og benda á annan í hans
stað, ef það geti leitt til áfram-
haldandi samvinnu.
Flokksforingjarnir í Berlín
vörðu öllum mánudeginum í
umræður um, hvernig koma
megi á tveggja-flokka stjórn
að minnsta kosti, án þess að til
beinnar niðurlægingar komi
fyrir nokkurn. Þetta á jafnt
við um sigurvegarana og hina
sigruðu. Umráðasvið Brandts
til tilhliðrana við CDU minnk-
aði verulega við, að stjórn
Sósíaldemokrataflokksins
Vestur-Þýzkalandi, með Ollen
hauer formann flokksins >
broddi fylkingar, kom með flug
vél til Vestur-Berlínar, til þess
að ræða „ástandið í Berlín“
„ÁSTANDIÐ í Berlín“ er
þessu sambandi eins konar dul
málsorð í stjórnmálunum. Rík
isstjórnin í Bonn, höfuðborj:
sambandslýðveldisins, er það
sem allir hugsa um. Sagt er
að hinn mikli sigur Sósíaldenic
krata í Berlín hafi orðið Aden
auer kanslara ærið umhugsun
arefni. Ráðgjafi hans í flokks
málum hefur aftur borið fran
óskina um víðtæka samvinnu
í Bonn milli CDU, flokks Ad
’nauers kanslara, og Sósíai
temokrata
Meðan á ráðningu þessarai
myndgátu stendur er hætt við.
að flokksforustan líði Brandt
ekki að vera í neinu snatti.
Sjálfur hefur hann þó sagt í
blaðaviðtali í dag, að hann
hafi ekki hugsað sér að láta
pólitískar skipanir frá Bonn
spilla kosningasigrinum.
„Meginviðfangsefni okkar
er“, bætti Brandt við, „að
reyna að draga úr áhrifunum
af múr Ulbrichts á íbúa Vestur
Berlínar“.
WILLY BRANDT gleymir
því þó ekki, að hann verður
kanslaraefni Sósíaldemokrata í
næstu kosningum. Að unnum
sigri í Berlín ríður á því fyrir
hann að halda svo vel á spilun-
um, að honum takist hvort
tveggja, að verða við trausti
Berlínarbúa og halda þó óskerl
um möguleikum sínum sem
kanslaraefni Sósíaldemokrata.
í Bonn er stöðugt á sveimi
orðrómur um, aS til standi að
koma aftur af stað þeim um-
ræðum milli Krustjoffs og
Kennedys Bandaríkjaforseta,
sem fórust fyrir, þegar Kúbu-
málið kom til sögunnar. Þetta
torveldar enn lausn mála í Ber-
lín. Smirnov, ambassador
Rússa. kom aftur til Bonn i
dag, en hann hefur verið í
Moskvu að undanförnu Þess
er nú beðið með nokkurri eft-
irvæntingu. hvort hann hafi
meðferðis nýjan boðskap til
Adenauers um Berlínarvanda
málið.
Hinn aldni kanslari tekur
ástandi stjórnmálanna með still
ingu. í kvöld lét hann tilkynna.
að 18. marz ætli hann að fara
í vorleyfi til Ccioo-vatnsins og
'veljast þar í fjórar vikur.
(Þýlt úr Politíken).
T1MIN N , föstuðaginn 22. febrúar 1963 —
r