Tíminn - 01.03.1963, Qupperneq 3

Tíminn - 01.03.1963, Qupperneq 3
FYRIRMENN KONGO hafa að undanförmi verið í heimsókn í þeim ríkjum, sem þeir hafa sem mest átt í brösum við' áður. Cynille Adoula forsætisráffherra var nýlega á ferð í Elizabethville, höfuðborg Katangafylkis og var þar fagnað geysilega, og þaðan brá hann sér í opinbera hcimsókn til Belgíu. Hér sést hann í konungshöllinni í Bruxelles, ásamt þeim Baldvin konungii og után- ríkisráðherra Kongos, Justin Bomkoko. Adoula er sá til hægri. 1BANDARÍKIN MED NfJAR TILLðeUR NTB-Washington, 28. febrúar Bandaríkin vinna nú aS nýj um tillögum um samkomulag varðandi bann á kjarnorkutil raunum og munu leggja þær fram á ráðstefnunni í Geneve innan tíSar. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna skýrði frá þessu í dag, en vildi ekkert gefa uppi um efni tillaganna, en blög telja að í þeim felist, að Bandaríkin dragi nokkuð úr kröfum sínum um eft- irlit. Kvöldblaðið Washington Star segir að tillöguinar styðjist við r.ýjar vísindaaðferðir við að mæla kjarnorkusprengingar. Blaðið seg ir, að í tillögpnum séu engin á- kvæði um að alþjóðlegir eftirlits- menn skuli vera á mælistöðvum einstakra ríkja, en hins ‘ vegar haldi tillögurnar fast við, að minnst 7 árlegar eftirlitsferðir séu nauðsynlegar. Þá segir blaðið, að Fleiri OAS-menn gripnir -Samsæri gegn Pompidou NTB-París, 28. fébrúar Franska lögréglan hefur komið upp um samsæri til að ráða Pompidou af dögum og hafa níu ofstækismenn verið handteknir í því sambandi. Meðal hinna handteknu er sjó- liðsforinginn Georges Buscia, sem var tekinn ásamt bróður sínum og fleiri mönnum, síðastliðinn föstu- dag. Við handtöku þeirra bræðra gerði lögreglan upptækar allmikl- ar birgðir af skotfærum og fann auk þess skjöl, sem koma upp um sekt þeirra. Buscia er sagður hafa játað að Brennivínið skammtað NTB-Stokkhólmi, 28. febrúar Smakkarar og verkstjórar við áiengis- og tóbakseinkasölu Sví- þjóðar hafa nú verið í verkfalli í tvo daga og hefur verig tekin upp skömmtun a vínföngum í áfengis- utsölunum og á fjölmörgum veit- ingahúsum. Þetta hefur haft í för með sér aukna eftirspurn eftir víni í áfengisútsölunum og geysilang- ai biðraðir þar, og einnig hefur atvinna aukizt til muna hjá leyni- vínsölum og verðlag á áfengi á svörtum markaði stigið til muna. Hætta er talin á að þetta verk- fall muni einnig skerða tekjur rík isins af áfengissölunni. Framleiðsla og dreifing tóbaks- vara hefur getað haldið áfram ó- skert þrótt fyrir verkfallið, en átengisbirgðimar minnka óðum og má búast við enn þrengri skömmt- un, ef verkfallið leysist ekki i bráð og á því eru ekki taldar neinar horfur. hafa ráðgert ag myrða bæði Pom- pidou forsætisráðherra og innan- ríkisráðherrann. Hafi hann haft skipun um þetta frá Sergent höf- uðsmanni og Argoud ofursta, yf- irmönnum OAS-hreyfingarinnar. Samkvæmt áætluninni á morðið að fara fram sunnudag einn í sumar þegar Pompidou kemur úr kirkju í Oivillies utan við Paris. Ser- gan't, sem cnn leikur lausum kili, var staddur í Belgiu, þegar hann ’gaf fyrirmælin um morðið á Pom- pidou. Buscia og íélagar hans voru hand teknir eftir að lögreglan hafði fengið upphringingu í .síma frá óþekktum manni, sem lét vita, hvar þá væri að finna, en á sama hátt náði lögreglan Argoud í fyrra dag. Lögreglan í Munchen hóf í dag formlega rannsókn á handtöku Ar gouds en hann ber að hann hafi verið tekinn fastur þar í borg og fiuttur nauðugur til Parísar. Hef- ur komig í Ijós, að á einu hóteli í Munchen bjó maður, sem sóttur var þangað á skrýtilegan hátt. — Komu tveir menn inn á hótelið og sýndu þeim handtekna einhvers konar skilríki og fór hann þá fús- lega með þeim. Hóteleigandinn kveðst ekki vita, hvort þarna hafi \ erið um Argoud að ræða, hann hafi þá búig undir öðru nafni á hótelinu, en handtakan fór frið- samlega fram og án þess að aðr- ir hótelgestir yrðu neins varir. Argoud var í dag yfirheyrður í sambandi við rcttarhöldin yfir þeim fimmtán, sem ákærðir eru fyrir banatilræðig við de Gaulle í ágúst, og kvað hann framburð sakborninganna réttan, er þeir tullyrða að ekki hafa átt að svipta forsetann lífi við þetta tækifæri, heldur einurigis taka hann til íanga. Argoud er ekki ákærður fyrir þátttöku í þvi samsæii, en hann hefur verið dæmdur til Framh. á bls. 15. Gegn aðild Austurríkis NTB-Moskva, 28. febrúar. RÚSSNESKA fréttastofan TASS sagði í dag, að aukaaðild Austur- ríkis að EBE, bryti í bága við þær skyldur, sem landið hafi gengizt und SVARTIR STUDENTAR REKNIR FRA MOSKVU NTB-Moskva, 28. febr. Fjölmörgum stúdentum frá Afríkulðndunum hefur nýlega verið vikiS úr háskóla þeim, sem kenndur er við Patrice Lumumba og kallaður „Há- skóli alþjóðlegrar vináttu". Vararektoi háskólans, P. Jer- zin prófessor skýrði frá þessu í dag. Hann sagði fulltrúum frá rík- isstjórn Ghana, sem staddir eru í heimsókn í Moskvu, að sumir stúdentanna hefðu góða námshæfi ieika, aðrir heldur lélega, og suma lcvað hann 'ekki hægt að kalla ann að eri slæpmgja. Kennarar hefðu veitt þeim aðstoð sem hefðu ekki haft nægilega undirbúningsmennt i.n, og tekig þá í aukatíma, 'en þegar þessar leiðii hefðu verið reyndar án árangurs, hefði há- skólaráðið. sem stúdentar ættu fulltiúa í. tekið þá ákvörðun, að v íkja brott stúdentum, sem stæðu öðrum langt að baki í námi. ir vi3 frlðarsamningana. Þátttaka Austurríkis í EBE, þýddl að það færi í slagtog við ríkl Atlantshafs- bandalagsins, sem væru óvinveitt Sovétríkjunum og öðrum sósialisk- um löndum. Tass sagði að það væri misskiln ingur, ef menn héldu, að hægt væri að takmarka samvinnu sína við EBE við efnahagsleg sam- skipti og losna við ’stjórnmálaleg- ar og hernaðarlegar kvaðir. Hjá þvi myndi ekki fara, að löndin sex myndu gera allt til að draga Austurríki inn í hernaðarkerfi NATOs, ef Austurríki tengdist EBE. Þessi yfirlýsing Sovétríkjanna slafar trúlega af því, að ríkis- stjórn Austurríkis lýsti því nýlega yfir að landið óskaði áfram eftir aukaaðild að EBE, þrátt fyrir slit- in i Bruxelles. Austurríki er með- Iimur í sjöríkjabandalaginu EFTA — en hefur aðeins sótt um auka- aðild að EBE eins og Sviss og Svíþjóð, en hins vegar hafa Portú gal, Bretland, Noregur og Dan- mörk sótt um fulla aðild. í tillögunum scu ákvæði um að siálfvirk mælitæki skuli setja upp í kjarnorkulöndunum sjálfum. Oddvitar stórveldanna á ráðstefn unni í Geneve, Bandaríkjamaður- inn William Foster og Rússinn Semjon Tsarapkin ræddu i dag um fundarsköp í meira en tvo tíma í aðalstöðvum bandarísku sendi- nefndarinnar, og munu þeir halda viðræðum síðan áfram á föstudag. I'oster fer á laugardaginn vest- ur um haf til Washington, og hef- ur enn ekki verið ákveðið, hvenær hann hverfur aftur til Geneve. í fjarveru hans . verður Charles Stelle oddviti bandarísku sendi- nefndarinnar Kuznetsof, aðal- fulltrúi Sovétríkjanna á ráðstefn- unni fór til Moskvu fyrir síðustu helgi og er enn óknminn til G»ne- ve, en staðgengill hans er áður nefndur Tsarapkin. Læknir ákærður um fötSurlandssvik NTB—Karlsruhe, 28. febr. — Vestur-þýzki augasér- fræðingurinn dr. Elmar Herterich, hefur verið á- kærður fyrir föðurlands- svik. Dr. Hertcrich er kunn astur fyrir ákærur sínar gegn mörgum þekktum lög fræðingum, sem hann hef- ur sakað um að háfa verið nazista og unnið hryðju- verk í styrjöldinni. Fyrir skörnmu var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir meinsæri, og hefur ný lega skýrt frá því, að hann hygðist flytja úr landi og setjast að í Svíþjóð. Fyrsti forseti Ind- Iands látin NTB—Nýju Dehli, 28. febr. — Dr. Prasad, fyrsti for- seti Indlands andaðist í kvöld á heimili sínu, 78 ára gamall. Ilann átti þátt í frelsisbaráttu Indlands við hlið Gandhis og var einhver síðasti félagi hans að hverfa. Dr. Prasád var for- seti Indlands, þar til í maí í fyrra að hann lét af störf um eftir 12 ára þjónustu. Frumvarp til atS bæta stöðu blökku manna NTB—Washington 28. febr. — Kennedy forseti lagði í dag fyrir fulltrúadeild þingsins lagafrumvarp sem miðar að því að bæta að stöðu blökkumanna í Banda ríkjunum og tryggja þeim jafnrétti við hvíta menn. í greinargerð sinni með frum varpinu segir forsetinn, að kynþáttamisrétti komi enn fyrir á öllum sviðum, þótt mikið hafi áunnizt síðan blökkumenn fengu frelsi. Telstar svarar ekki NTB—New York—28. febr — Bandaríski sjónvarps- hnötturinn Telstar hefur ekki svarað merkjum frá jörðu síðustu vikuna. Ilugs anlegt er,- að um sé að ræða stundargalla, en svipaðir örðugleikar komu fyrir 1 nóvember. Telstar hefur ný Lega verið í mjög geisla- virku belti. T f M I N N, föstudagur 1. marz 19G3.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.