Tíminn - 01.03.1963, Page 7
Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
FramKvæmdastjórr Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þárarinsson lábi. Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indrið)
G Þorsteinsson Fulllrúi, ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs
ingastjóri: Sigurjón Daviðsson Ritstjórnarskrifstofui I Eddu
núsinu Afgreiðsla. auglýsingat og aðrar skrifstofur i Banka
stræti 7 Simar 18300— 18305 - Auglýsingasími: 19523 Af.
greiðslusími 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan-
lands f lausasölu kr 4.00 eint - Prentsmiðjan Edda h.f. —
Þetta er „viðreisnin“
Stjórnarblöðin segja. að það eigi að kjósa um „við-
reisnina“ í þingkosningunum á komandi sumri. Þau eru
hins vegar fáorð um, hvað „viðreisnin" er í raun og veru.
Hér í blaðinu hafa hins vegar verið dregin upp nokkrum
sinnum aðaleinkenni „viðreisnarinnar“, án þess að stjórn-
arblöðin hafi treyst sér til að mótmæla. Þessi aðaleinkenni
„viðreisnarinnar“ eru:
ÓÐAVERÐBÓLGA. Alþjóðlegar skýrslur sýna, að
dýrtíð hefur hvergi vaxið hraðar í Evrópu undan-
farin misseri en á íslandi.
+ VINNUÞRÆLKUN. Vegna hinnar miklu dýrtíðar
og óðaverðbólgu, lifa vinnustéttirnar ekki lengur
sæmilegu lífi á því kaupi sem fæst fyrir venju-
legan vinnudag, heldur þurfa að vinna eftirvinnu
og helgidagavinnu í um 1000 klst. á ári, ef launin
eiga að hrökkva fyrir nauðþurftum.
if VAXTAOKUR. Alþjóðlegar skýrslur sýna, að
vextir eru nú hvergi hærri í Evrópu en á íslandi.
í flesfum löndum Evrópu eru forvextir nær þrisv-
ar sinnum lægri en hér.
+ LÁNSFJÁRHÖFT. Sparifé landsmanna er fryst í
stórum stíl i Seðlabankanum, en á sama tíma eru
bankarnir látnir neita mönnum um lán til nauð-
synlegustu framkvæmda.
* KJARASKERÐINGAR. Komið hefur verið í veg
fyrir, að hóflegar kauphækkanir, er hafa byggzf
á aukinni þjóðarframleiðslu, kæmu launþegum
að notum, með því að ógilda þær jafnóðum me?
gengisfellingum eða öðrum sfíkum ráðstöfunum
* VERÐRÝRNUN KRÓNUNNAR. Gengi krónunnar
hefur verið fellt um nær helming, þótt tekið s<-'
tillit til þeirra yfirfærslugjalda sem áður voru.
Með þessu hafa sparifiáreigendúr óbeint
verið svíptir miklum eignum Enn er þó ógnað
með rneiri gengisfellingu
* MARGFÖLDUN NEYZL USKATTA. Skattar, sem
leggjast á nauðþurftir manna, eins og innflutn-
ingsfollar og söluskattar hafa verið margfaldaðir,
en óheinir skattar á lágtekjufólki þó ekki lækkað
skv. vísitöluútreikningi Hagstofunnar.
* RANGLÁTARI EIGNA- OG TEKJUSKIPTING
Hinar miklu gengisfellingar. auknu skattaálögur
og aðrar hliðstæðar ráðstaf.anir hafa stórbreytt
allrí eigna- og tekjuskiptingu í landinu — gert
þá ríku ríkari og fátæku fétækari. Alveg sér-
stakleaa hitnar betta á ungu kynslóðinni.
4r SAMDRÁTTUR FRAMKVÆMDA. Margar nauð-
synlequstu framkvæmdir hafa dregizt saman sein-
ustu árin. eins og t. d. ræktunarframkvæmdir og
íbúðabyggingar Veqna hins siðarnefnda fer hús-
næðisskortur nú mjöq vaxandi og í kjölfar hans
fer óeðlileg verðhækkun á húsaleigu og húsnæði.
Hér hafa þá verið dregin fram nokkur helztu ein-
kenni „viðreisnarinnar“ Það er hins vegar fjarri lagi
að telja það árangur hennar, að hér sé nú sæmileg at-
vmna og gjaldeyrisafkoma. Þetta er að þakka góðærinu
við sjávarsíðuna. sem ekki rekur á neinn hátt rætur til
,viðreisnarinnar“.
Það, sem þióðin á að velja um er það. hvort hún vill
framleng.ja ,.viðreisnarstefnuna“ sem lýst er hér að
traman. eða að reynt verði að sporna gegn verðbólgu.
draga úr vaxtaokri og koma á réttlátari tekjuskiptingu
ásamt markvissar' uppbyggingu til sjávar og sveita. Það
er sú stefnubrevting sem Framsóknnrmenn herjast fvr
ir og komið verður fram, ef þeir fá meiri áhrifastöðu á
Alþingi.
T f M I N N, fðstiulr.gur 1 nis-7 1963 —
ÉÉÉÉÉÉi -
Hví hefur Skotlandi vegnað
stórum verr en Norðurlöndum?
Sjálfsforræöi Norðurlanda hefur gert gæfumuninn.
FRÁ EDINBORGARKASTALA
ÞEIR, sem koma lil höfuð-
borga Norðurlanda, eins og
Kaupmannahafnar og Stokk-
hólms, verða þess fljótt varir,
að þessar borgir eru að breyta
um svip vegna stórbygginga,
sem eru að rísa þar upp. Hið
sama gildir um borg eins og
London. Sé aftur á móti komið
til aðalborga Skotlands, Glas-
gow og Edinborgar, verður
þess fljótt vart, að þróunin hef
ur farið fram hjá þessum borg-
um, hvað þetta snertir. Þær
bera í höfuðdráttum enn sama
svipinn og fyrir síðari heims-
styrjöldina. í Glasgow, sem er
borg á stærð við Kaupmanna-
höfn, er furðulega lítið um stór
ar nýbyggingar. Það er eins og
athafnalífið þar hafi staðið í
stað seinustu áratugina.
EF LITIÐ er á íbúatölu Skot
lands seinustu áratugina, verð-
ur sama uppi á teningnum. —
Fólki hefur fjölgað þar hlut-
fallslega minna en víðast ann-
ars staðar. Síðan 1921 hefur
íbúatala Skotlands aukizt úr
4.9 miljónum í 5.2 millj. árið
1961. íbúum hefur aðeins fjölg
að þar um 300 þús. seinustu
fjörutíu árin. í Englandi hefur
íbúafjöldinn hins vegar aukizt
úr 35.2 millj. í 43.8 milij. á
þessum sama tíma eða aukn-
ingin þar orðið um 8.6 millj.
Ef samanburður er gerður
við Norðurlöndin, kemur í ljós,
að fólksfjölgun hefur orðið svo
miklu meiri þar á þessum ára-
tugum en á Skotlandi. Þó verð
ur munurinn mestur, ef gerður
er samanburður í Skotlandi og
ísiandi. Hér hefur fólksfjöld-
inn nær tvöfaldazt á þessum
tíma.
ÞAÐ MÆTTI ætla, að at-
vinna væri nóg í Skotlandi.
þar sem ekki hefur þurft að
auka hana að ráði vegna auk-
ins fólksfjölda. Þessu er þó
ekki að heilsa. Þvert á móti er
þar nú víða verulegt atvinnu-
leysi. Fólk fiytur því þaðan
í stórum stíl. Nýlega var upp
lýst í brezka þinginu, að á
tímabilinu 30. júní 1961 til 1.
júlí 1962, hefðu um 30 þúsund
manns flutt frá Skotlandi, þar
af um 20 þús. til Englands. —
Alls hafa yfir 250 þús. manns
flutt frá Skotlandi síðan stjórn
Macmillans kom til valda fyrir
rúmum sex árum.
ÞAÐ, sem veldur mestu um
þá stöðnun, er átt hefur sér
stað í Skotlandi seinustu ára-
tugina, er tvímælalaust hið
nána sambýli við England. —
England og Skotland mynda
sama ríkið, Stóra-Bretland.
England er stóri bróðirinn í
ríkinu. Hann hefur sterkari og
betri aðstöðu og dregur þvi
bæði til sín fólk og fjármagn.
Iðjuhöldum þykir betra að stað
setja fyrirtæki sín í Englandi
en í Skotlandi. einkum þó f
Suður-Englandi. því að þar er
mannfjöldi mestur. Því hefur
Skotland orðið mjög útundan í
sambandi við staðsetningu þess
iðnaðar er hefur risið upp í
Stóra-Bretlandi seinustu ára-
tugina.
SKOTLAND er á margan
hátt lærdómsríkt dæmi þess,
hvernig litlu ríki eða lítilli þjóQ
vegnar í nánu sambýli við
stærra ríki eða stærri þjóð.
Hvað dugnað, framtak og hygg
indi snertir, standa Skotar
Bretum sízt að baki, heldur
jafnvel framar. Skotar eru tví-
mælalaust ein merkasta og dug
legasta þjóð Evrópu. Þeir
halda samt ekki hlut sínum í
nánu sambýli við stóra þjóð
Sambýlið við hana dregur í
burtu marga dugmestu einstaki
inganna og þannig tapast þýð
ingarmikið framtak. Jafnframt
leitar svo fjármagn og fólk
þangað, þvi að þar virðast
möguleikarnir vera enn meiri.
Meðal Skota ber talsvert á
þeim ugg, að þessi þróun, sem
gengur svo mjög gegn þeim,
muni enn aukast, er Bretar ger
ist aðilar Efnahagsbandalags
Evrópu. Það muni ýta enn
meira undir staðsetningu
margra fyrirtækja í Suður-Eng
landi, en þaðan eru viðskipti
greiðust við meginlandið.
EINS OG áður er vikið að,
hefur saga Skollands og saga
Norðurlanda verið mjög ólík
seinustu áratugina. í Skotlandi
hefur rikt eins konar stöðnun
og jafnvel undanhald, eins og
sést á því, að fólksfjöldinn
hefur rétt staðið í stað. Hin
mikla efling iðnaðar í Bret-
landi á þessum tíma, hefur far
ið alltof mikið fram hjá Skot-
landi. Á Norðurlöndum hefur
hins vegar átt sér stað hin stór
felldasta framþróun, fólki íjölg
að mikið og mikil upbygging
orðið á flestum sviðum.
Vafalaust á þessi mikli mis-
munur sér fleiri en eina rót
Ótvírætt er þó, að meginástæð-
an er sú, að Norðurlönd hafa
myndað sjálfstæðar heildir og
búið við sjálfstæði. Þau hafa
ekki verið í nánu nábýli við
neinn stórabróður. Þau hafa
ekki verið í neinu nánu ríkja-
bandalagi. Sjálfstæði þeirra
hefur leyst úr læðingi orku og
öfl, sem ekki hefðu notig sín
í sambýlinu. Þau hafa af svip
uðum ástæðum misst minna af
fólki og fjármagni í burtu. Þau
hafa þurft að treysta á sig sjálf
og það hefur gefizt þéim vel
Þau hafa haft stjórnarvöld sín
í Stokkhólmi og Kaupmanna-
höfn, en hafa ekki þurft að
leita náðar í London eða Bonn.
Þetta á tvímælalaust megin-
þátt í því, að þróunin hefur
orðið önnur og giftusamlegri
á Norðurlöndum en í Skotlandi
seinustu áratugina.
FYRIR íslendinga er gild á-
stæða til þess að draga lær-
dóma af þessari reynslu Skota
og Norðurlandaþjóðanna. Og
raunar þurfa íslendingar ekki
annað en að bera saman eigin
reynslu og reynslu Skota síðan
um 1920, er íslendingar hlutu
sjálfsforræði. Segir það ekki
sína sögu, að á þeim tíma, sem
síðan er Uðin, hefur íbúatala
íslands tvöfaldazt, en íbúatala
Skotlands nær staðið í stað?
Vitnar það ekki um ólíka þró-
un og uppbyggingu?Bendirþað
kannske td þess, að betra hefði
'’erið fyrir ísland að vera á-
fram hluti Danaveldis og njóta
þess ag vera þannig í banda-
lagi vig miklu stærri þjóð? fs-
lendingar þurfa vissulega að at
huga vel hvílík lyftistöng sjálf
forræðið hefur verið þeim áð-
ur en þeir fórna því fyrir ein-
hverjar meira og minna ímynd
aðir tollaívilnanir og ganga í
náin stórveldabandalög. Það
eru fullyrðingar, sem ekki
byggjast á reynslu, að slíkt sé
leiðin til bættrar afkomu og
aukins öryggis.
íslendingar eiga að hugsa sig
um oftar en tvisvar áður en
þeir glevpa þá kenningu, að
bezta leiðin til að halda sjálf-
stæðinu sé að fórna því.
Þ. Þ.