Tíminn - 01.03.1963, Síða 8

Tíminn - 01.03.1963, Síða 8
FIMMTUGUR I DAG: ÓLAFUR JÓHANNESSON Ólafur er fæddur að Stóra- Holti í Fljótum 1. marz 1913. — Foreldrar úöns voru Jóhannes bóndi Friðbjarnarson bónda frá Finnastöðum í Sölvadal í Eyja- firði. — og k.h. Kristrún Jónsdótt- ir, bónda og oddvita á Illugastöð- um í Fljótum Sigurð'ssonar. Nutu foreldrar hans mikillar virðingar og trausts meðal samtíðarmanna sinna í Fljótum. Jafnframt bú- skapnum var Jóhannes barnakenn ari og oddviti í Holtshreppi, eftir tengdaföður sinn, árin 1913—’22 — auk þess sem honum voru falin ýmis trúnaðarstörf bæði fyrir sveit sína og ýmis félög og stofn anir. Þau Jóhannes og Kristrún eru nú á Brúnastöðum hjá Sig- ríði dóttur sinni, bæði komin á níræðisaldur. í æsku bar strax á góðum gáf- um Ólafs. Hann stundaði nám í Menntaskóla Akureyrar og varð stúdent þaðan 1935 með 1. eink- unn. Frá Háskóla íslands útskrif aðist hann sem lögfræðingur 26. maí 1939, með 1. eink. 155 stigum. Að loknu námi varð Ólafur lög fræðingur og endurskoðandi hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og um tíma yfirmaður endurskoðun ardeddar og framkvæmdastjóri félagsmáladeildar SÍS, jafnframt því að vera lögfræðilegur ráðu- nautur þess. Á árunum 1940—’43 rak hann einnig málafærsluskrif- stofu í Reykjavík í félagi við Ragnar Ólafsson hrl. Árið 1947 varð hann prófessor í lögum við Háskóla íslands og hefur gegnt því embætti síðan. Jafnframt því embætti hafa hon- um verið falin fjölda mörg og margvísleg trúnaðarstörf, bæði í þágu ríkisins og ýmissa stofnana og félaga, sem mér eru ekki öll kunn. — En meðal starfa, sem honum hafa verið falin má nefna, að hann var um skeið formað- ur útvarpsráðs, sat á fundum Sameinuðu þjóðanna, var kosinn í stjórnarskrárnefnd o.m.fl. — En víst er það, að þrátt fyrir hið mikla annríki, sem þetta og margt fleira veldur honum, er allra manna mál, er til þekkja, að hvað eina, sem Ólafi er falið, sé í góðs manns höndum og þannig af hendi leyst að á betra verður ekki kos- ið. Féilagismál margvísleg hefur Ólafur mjög látið til sín taka. Hann hefur ávallt verið ákveð- inn og traustur fylgismaður Fram sóknarflokksins, enda falin ýmis trúnaðarstörf fyrir hann. Var m.a. formaður í félagi ungra Fram- sóknarmanna og síðan formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og loks í miðstjórn Framsóknarflokks ins og er nú varaformaður flokks ins. Ungur var hann valinn til framboðs fyrir flokkinn. Þegar vitað var, að Steingrímur Steinþórsson gæfi ekki lengur kost á sér tö xramboðs fyrir Fram sóknarflokkinn í Skagafjarðar- sýslu, eftir að hafa setið á Al- þingi hátt á þriðja tug ára, með sérstökum skörungsskap og glæsi brag, var Framsóknarmönnum í Skagafirðí mikill vandi á höndum, að í sæti lians á Alþingi veldist maður, sem fær væri um að skipa það með sæmd. Varð þá að ráði ,*S leita til Ólafs Jóhannessonar og óska þess að hann gæfi kost á sér sem þingmaður flokksins í Skagafjarðarsýslu. Ólafur varð við þessari ósk. Fyrst var hann í Cramiboði í sýslunni árið 1956 í öðru sæti á lista flokksins, með Steingrimi Steinþórssyni. Við vor- Iwíriingarnar 1959 var hann í 1. iætt, og hefur setið á Alþingi síð- ar>, og nú síðasta kjörtímabilið 8 sem þingmaður Norðurlandskjör- dæmis vestra. Það má telja mikið happ, að jafn fjölhæfur gáfumaður, sem Ólafur er, hefur fengizt til þessa mikilvæga starfs, þar sem svo mjög er áríðandi að Alþingi fs- lendinga skipi á hverjum tíma hin ir fjölhæfustu menn. í störfum sínum á Alþingi hefur Ólafur sýnt, ag hann er framsýnn hug- sjóna- og umbótamaður, og að hvert það mál, sem hann flytur eða styður, hefur öruggan og traustan stuðningsmann, því samfara skarpskyggni hans á mála tilbúnaði og málsmeðferð, flytur hann mál sitt af sérstakri rökfestu og skörungsskap. Það má því telja hann í röðum fremstu þing- manna, að öðrum ólöstuðum. Starfssvið Ólafs er stærra og umfangsmeira en þag sem felst í vinnu við hin opinberu störf hans og sýslanir. — Það er alþjóð kunn ugt að hann hefur skrifað mörg og merk ritverk, sem vakið hafa athygli, bæði lögfræðileg heimild arrit og um alþjóðamál o.m.fl. Auk þess munu þeir allmargir, sem leita hollráða hans og hjálp- ar um margvísleg vandamál, og’ mun hann leitast við að leysa hvers manns vanda, eftir því, sem efni standa til, á þann hátt að betur verður tæpast gert. Það er því augljóst, að oft er mikið lagt á starfsþrek hans, og sjálfsagt er vinnudagurinn oft langur. En svo vill oft verða um mikilhæfa menn, að þeir mæla ekki starf sitt í klukkustundum. Enda þótt Ólafur standi í eldi stjómmálainna, og sé að sjálf- sögðu oft á öndverðri skoðun um ýmis málefni við stjórnmálaand- stæðinga og deili stundum hart um ýmis málefni, sem á dagskrá eru, hygg ég að enginn beri hon- um annað á brýn, en drengskap og réttsýni í málflutningi sínum. — Slíkúm fulltrúa er gott að fela mál sín. Ólafur er kvæntur Dóru Guð- bjartsdóttur Ólafssonar f.v. hafn- sögumanns og konu hans Am- bjargar Jónsdóttur. — Dóra er góðum gáfum gædd, — ágæt hús móðir og manni sínum samhent. Þau hjón eru mjög gestrisin, glað vær og ræðin við gesti sína, á heimili þeirra er því gott að vera. Þau hafa eignazt fimm börn, af þeim eru þrjú á lífi: Kristrún, Guðbjartur og Dóra. Það eru áreiðanlega margir, sem hugsa hlýtt til Ólafs við þessi tímamót í ævi hans, og þakka hon um og þeim hjónum alla góðvild og greiðvikni á umliðnum árum. Sjálfur vil ég fyrir mig og mína fjölskyldu af alhug þakka Ólafi vinsemd og drengskap frá fyrstu kynnum. Þeim hjónum Ólafi og frú Dóru og börnum þeirra, óska ég svo innilega til hamingju með þetta merkisafmæli Ólafs og big þeim blessunar um alla framtíð. Hermann Jónsson. Yzta-Mói. Mannsævin lengist. Nú eru fimmtugir menn í broddi lífs, mestu þroskaárin framundan, stærstu átökin eftir. Þessar staðreyndir koma mér í hug i dag, á fimmtugsafmæli sýsl- unga míns. Ólafs Jóhannessonar, prófessors og alþingismanns. Hann er enn svo ungur, að mér finnst naumast taka því að skrifa um hann afmælisgrein, enda verður þetta ekki annað en orðfá kveðja með ofurliUu forspjalli. Ólafur Jóhannesson var ekki bor inn til auðs og allsnægta. En í arf frá fátækum foreldrum hiaut hann það, sem er gulli dýrra: gáf- ur og drengskap Og hann hefur haldið vel á þeim arfi. Ungur brauzt hann tii mennta. lauk stú- dentsprófi, háskólaprófi í lög- fræði, stundaði framhaidsnám. varð háskóiakennari og er án efa einn lærðastur maður í lögvísi á landi hér. Hefur ferill hans allur verið með miklum glæsibrag, beinn og brotalaus. Ólafur Jóhannesson er vísinda- maður í sinni grein og hefur sam- ið gagnmerkar fræðibækur, enda afkastamaður til allra athafna. En vísindin eru honum ekki allt. Hann grefur ekki sjálfan sig lif- andi í vísindalegri fræð'imennsku, lokar sig ekki úti frá líðandi stund frá lífinu, sem við erum að lifa. Hann sökkvir sér líka niður í sam iélagsmál. Hann er samvinnumað- ur, félagshyggjumaður, horfir opn um sjónum á það, sem er að ger- ast hverju sinni, einlægur um- bótamaður, hleypur jafnan þar í skarð, sem þörf er brýnust — þeirra, sem minni eru máttarins. Því var. það eigi kyn, þótt hug- ur Ólafs hneigðist snemma til af skipta af þjóðmálum. Og sam- kvæmt skapferli hans og eðlisfari öllu hlaut hann að skipa sér þar í sveit, sem barizt er undir merkj- um fornra landvætta, þeirra sem í nýjum stíl mundu verja íslenzka byggð öllum áföllum, svo sem auðna hrykxi til. Á Alþingi sat Ólafur fyrst fyrir okkur Skagfirðinga sem varamað- ur Steingríms Steinþórssonar um stundarsakir. Er Steingrímur lét af þingmennsku, kom það eins og af sjálfu sér, að Ólafur tæki sæti hans. Og enda þótt hann sé þing- maður þriggja sýslna og tveggja kaupstaða og mundi aldrei halla á einn t.il að hygla öðrum í hinu nýja og stóra Norðurlandskjör- dæmi vestra, þá er það að vísu svo, að við Skagfirð'ingar ei.gnum okkur hann sérstaklega. Og ekkert er eðlilegra Á Alþingi hefur Ól- afur tekið sæti höfðingjans Stein- gríms Steinþórssonar, sem verið hafði þingmaður okkar Skagfirð- inga langa hríð, virtur og vinsæll af okkur Skagfirðingum öllum, dáður af okkur flokksbræðrum um flesta fram. Ekki mundi öllum hent að setj- ast í sæti Steingríms á Alþingi. En ég ætla, að Ólafi sé þar búinn mikill frami Hann er traustur maður og farsæll,. vel gefinn, sann gjarn og góðviljaður. Þegar svo til viðbótar þessum eðliskostum kemur víðtæk þekking stjórnmála mannsins á högum lands og þjóðar samfara gerhygli vísindamannsins, ætti að mega nokkurs af honum vænta — ?kki nema fimmtugum. Ólafur .Tóhannesson er kvænt- ur ágætri konu. frú Dóru Guð- bjartsdóttur Eiga þau þrjú mynd- arleg og eiskuleg börn. Er frú Dóra manni sínum mjög samhent um alla hluti og heimili þeirra á Aragötu 13 hvort tveggja í senn, vistlegt og hlýlegt, svo sem bezt má verða. Megi þeim hjónum allt til auðnu horfa. Gísli Magnússon Eg heyrði Ólafs Jóhannessonar I fyrst getið þegar hann var við nám í Háskóla íslands i Reykjavík á árunum 1935—1939. Hann varð þa kunnur fyrir störf að félags- málum, en þó einkum fyrir frá- . oært námsafrek. Hann lauk lög- fræðiprófi frá háskólanum vorið , 1939 með hærri einkunn en nokk- j ur annar lögfræðingur hlaut á : fyrstu 30 árum háskólans, 1911— 1941. En árið 1942 var sett ný reglugerð fyrir háskólann, og var þar m. a. breytt reglum um próf í lögfræðideild. svo að einkunnir, sern sið'an hafa verið veittar, eru ?kKi sambærilegar við þær eldri. Eftir að Oiafur lauk sínum glæsi ega námsferli var hann um nokk ir ár í þjónustu Sambar.ds ísl. samvinnuféiaga. Þar vann hann að endurskoðun hjá Sambandinu og kaupfélögunum, og einnig að lög- fræðistöifum, fræðslu og félags- málum. Á þeim áriim kynnti hann sér samvinnumál í öðrum löndum. Siðar var hann aðalfundarkjörinn endurskoðandi Sambandsins í 11 ár, 1948—1959. Síðustu 16 árin hefur Ólafur gegnt prófessorsembætti við laga- deild háskólans. Jafnframt kennsl unni þar hefur hann unnið mikið að ritstörfum. Þessar bækur hans hafa verið prentaðar: Sameinuð'u þjóðirnar 1948, Lög og réttur 1952 og 1959, Skiptarétt- ur 1954, St.jómarfarsréttur 1955, Stjórnskipun íslands 1960. Árið 1948 komu út 2 fjölritaðar bækur eftir hann, Stjóinlagafræði og Kaflar úr skiptarétti. Hér að auki hefur Ólafur skrifað ýmsar greinar um lögfræðileg efni, bæði á íslenzku og erlendum málum. Af þessari upptalningu má nokk- uð sjá, hvað Ólafur er mikill af- kastamaður. Hér við bætist svo vinna hans að flokksmálum og f.vrirgreiðsla í málum fjölda ein- staklinga, sem til hans leita með góðum árangri. Ólafur Jóhannesson hefur átt sæti á Alþingi siðan vorið 1959. Auk lagakunnáttunnar hefur hann yfirgripsmikla þekkingu á at- v'nnumálum og þjóðmálum yfir- leitt, og er því flestum mönnum færari til löggjafarstarfa. Hann er sérstaklega vandvirkur við und- irbúning og flutning mála á þingi, ræðumaður ágætur, rökfastur og drengilegur í umræðum. Öll hans störf einkennast af samvizkusemi og trúmennsku. Slíkir menn eru eftirsóknarverðir til starfa á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar, og þar sem Ólafur er enn á góðum aldri, er þess að vænta að þjóðin geti um mörg ár notið ágætra hæfi ■t’ika hans á því sviði. Það er ánægjulegt að kynnast Ó’afi Jóhannessyni og fjölskyldu hans, og meg honum er gott að v'nna. Þess hef ég fengið að njóta síðan við urðum þingmenn Norð- urlandskjördæmis vestra. Fyrir þetta vil ég þakka. Og ég færi Ólafi, hans ágætu konu, frú Dóru Guðbjartsdóttur. og börnum þeirr?, inniiegai hamingjuóskir í tilefni af fimmtugsafmæli hans. Skúli Guðmundsson Von Hassel ræðir við Kennedy NTB-Washington, 27. feb. Uwe ven Hassel, vamarmála ráðherra Vestur-Þýzkalands hefur verið vestan hafs og rætt við Kennedy Banda- ríkjaforseta. Hann sagði að loknum þeim viðræðum, að ágreiningur væri enginn milli Bandaríkjanna og V.- Þýzkalands varðandi varnar mál Atlantshafsbandalags- ins eða önnur þýðingarmik- il varnarmál. Tengdasonur Krust- foffs til Rómar NTB RÓM, 27. febrúar Alexei Abjubec, ritstjóri Izvestia og tengdasonur Krústjoffs kom í dag í tveggja vikna heimsókn til ftalíu í boði félags þess, sem styður menningarskipti Rússlands og Ítalíu. Rólskur ráðherra * sjúkrahús. NTB-Warsjá, 27. febrúar. Utanrikisráðherra Póllands, Adam Rapuckic hefur lagzt inn á «júkrahús til rannsókn ar vegna hjartabilunar. Það er tekið frám ag hann lisfi þó eKki fengið slag, holdur þuríi aðeins hvíldar v33 í fáeina daga. T I M I N i'< t'5sfudagur 1. 1763, —»J

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.