Tíminn - 01.03.1963, Page 13
tðja hefur.... ,
Framhald af 9. siðu.
ur að stafa af því að sú stjórn,
sem nú er við völd í Iðju, er
hnýtt pólitískum böndum flestum
þeim aðilum, sem hún á að semja
við um kaup og kjör og það eru
þeir, sem ráða því raunverulega
hvenær samningar eru undirrit-
aðir og hvenær ekki.
Svo er hamrað á því í blöðum
þeim er styðja stjórn Iðju að' þær
kjarabætur sem iðnverkafólk hef-
ur fengið séu „pólitísk skemmdar-
starfsemi" ekki hef ég séð að
stjóm Iðju hafi mótmælt þessum
ásökunum, en samt er erfitt að
trúa, að þeir álíti þessar kjarabæt-
ur sem iðnverkafólk hefur fengið
ómaklegar því til handa.
Eg held að stjórnir flestra stétt
arfélaga hefðu ekki hikað við
að neita slíku opinberlega, ef á
kjaramál þeirra hefði verið'i ráð-
ist á slíkan hátt.
En sem sagt, kjarabætur iðn-
verkafólks heita „pólitísk skemmd
arstarfsemi“, segir blaðakostur
Iðjustjórnar og undir það virðist
hún taka með þögn. En víkjum nú
að öðru.
Kommúnistar virðast telja það
alveg sjálfsagðan hlut, að þeir séu
einu vinstri mennirnir í þessu
þjóðfélagi. Ekki er mér grunlaust
um að þeir séu farnir að trúa
Morgunblaðinu, en eins og kunn-
ugt er hefur það blað aldrei vit-
að um aðra vinstri menn en komm
únista hér á landi, en Þjóðviljinn
kallar alla sem eru þeim ekki
alveg sammála íhaldsdindla eða
álíka nöfnum. í grein sem birtist
í Þjóðviljanum 27. febr. s.l. segir,
að Framsóknarmenn hafi gert það
að kröfu sinni að Einar Eysteins-
son yrði formaður listans, en Iðju
félagar hafi hafnað því sem frá-
leitu.
Undarlegast við þetta er það, að
Einar Eysteinsson hefur verið í
varaformannssæti á undanförnum
árum á sameiginlegum lista íhalds
andstæðinga í Iðju og þá hafa
kommúnistar virzt vera mjög á-
nægðir með hann i því sæti. Það
eitt mun verða til þess að allar
árásir þeiira á hann falla um
sjálfar sig.
En nú er kannski einhver sem
spyr:
Á slíkur listi að koma fram
eiga ekki allir að vera annaðhvort
til hægri eða vinstri?
Eg vil svara þessu eindregið
neitandi. Það verður tvímælalaust
happadrýgra fyrir verkalýðsfélög
að forðast öfgar' til hægri og
vinstri.
Það er ekki nokkur vafi að það
er fjöldi af fólki sem hefur á und
anförnum árum orðið vitni að því
að togstreitan, sem háð er innan
margra félaga er á góðri leið að
eyðileggja þau og heildarsamtök
þeirra, Alþýðusamband íslands.
Og þetta fólk skilur nauðsyn þess
að reynt sé að koma fram með
nýtt og hlutlausara afl innan verka
lýðssamtakanna til þess að forða
þeim frá glötun. Og það er þetta
fólk, sem mun fylkja sér um lista
okkar f þessum kosningum og það j
mun sjá til þess að sá árangur,
sem við náum nú, verði því fólki
hvatning til að koma fram á svið
verkalýðsmála, sem skilur nauð-
syn þess að kjarabarátta sé háð
án óeðlilegrar íhlutunar stjórn-
málaflokkanna.
Við skulum vinna ötullega að
því að gera sigur C-listans sem
stærstan um helgina.
Hannes Jónsson
Raunhæfar kjarabætur
Framnajö 9 nðu I
■ ir til sanngjarnrar hlutdeildar í
; arði þjóðarbúsins, það er ekki
sanngjarnt, að við vaxandi tekjur
i þjóðarbúsins skuli hlutur okkar
! Iðjufólks versna. Eg vil að við
| Iðjufólk berjumst fyrir raunhæf-
um kjarabótum. Og hverjar eru
þá raunhæfar kjarabætur? Raun-
hæfar kjarabætur eru: Lækkun
húsnæðiskostnaðar, lækkun vaxta,
lækkun skatta, og síðast en ekki
sízt traust verðgildi íslenzku krón
unnar.
Allir þeir Iðjufélagar, sem eru
fylgjandi því að velja þá stjórn,
sem setur hagsmuni stéttarfélags
síns ofar hagsmunum pólitískra
flokka, gera það með því að fylkja
sér um lista lýðræðissinnaðra
vinstri manna C-listann.
Kjósum öll C-listann.
Einar Eysteinsson.
Ffmrra daga vinnuvika
Framhalö íi 9 siðu i
steinsson og það alveg sérstaklega
af kommúnistum. Þetta finnst mér
næsta furðulegt úr þeirri átt, því
að á undanförnum árum hafa
kommúnistar stutt lista, sem Ein-
ar hefur verið á, og talið þá fram-
boð hans ágætt í alla staði.
í þessum kosningum eigum við
að láta það ríða mestu hvernig
líklegast sé að auka starf og bar-
áttu Iðju fyrir bættum kjörum,
hvernig hægt sé að knýja stjórn
Iðju til aukinnar starfa, þar sem
vonlítið er að fella hana. Eg er
ekki í "heihuni''váfa' um, að það
verður bezt gert með að efía fylgi
lista lýðræðissinnaðra vinstri
manna, C-listarin. Eg skora því á
ykkur að fylkja ykkur um C-list-
ann.
Alda Þórðardóttiir.
Sveitapláss
Óska eftir að koma 12 ára
dreng í sveit. Hefur verið
í sveit áður.
Upplýsingar i síma 35983
Hey til sölu
200 hestar af töðu til sölu
Upplýsingar gefur Guð-
nundur Kristjánsson,
Svðri-Hól sími um Selja-
land.
Briggs&Stratton
BENZÍNVÉLAR
2V4—9 hö.
Gunnar Ásgeirsson h.f.
Suðurlandsbraut 16
Sími S5200
Sængur
Endurnýjum gömlu sæng-
urnar, eigum.dún- og fiður
held ver.
Dún- og fiðurhreinsun
Kirkjuteig 29 Sími 33301
Þvottapottur
Kolakyntur (emeleraður)
ca. 80 1., óskast keyptur.
Einnig miðstöðvarketill
með súgbrennará, 2Vi—3
ferm.
Uppi. í síma 18361. _
innflytjendur!
Ný fjölbreytt sýnishorn af
BÓMULLARMETRAVÖRUM
hefir oss borizt frá fa. Cetebe, Lódz.
Hagstætt verð, skjót afgreiðsla.
Fulltrúi frá Cetebe (bómullarvörudeild) er nú kom-
inn til landsins og verður til viðtals á skrifstofum
vorum næstu daga.
íslenzk-erlenda Verzlunarfélagið hf.
Tjarnargötu 18. — Símar 20400 og 15333.
Brezkur útflytjandi
að uppgerðum dráttarvélum óskar eftir áhugasöm-
um íslenzkum innflvtjanda
Allar gerðir og árgangar fáanleg á mjög sann-
gjörnu verði. Hafið samband við
BOX No L5944
Milhade Organisation
140 Cromwell Road
.London SW7, England
AUGIÝSÍÐ Í TÍMANUM
auglýsingar
HHÍ Lokastíg 5 Sími 16887 20623
auglýsingar
FISKISKIP
Otvegum allar stærðir af FISKISKIPUM byggðum úr STÁLI eða EIK frá fyrsta flokks skipasmíðastöðvum f
NOREGI og DANMÖRKU
VIÐ SELJUM ÖLL SKIP Á FÖSTU VERÐI, kemur því ekki til hækkana þótt breytingar verði á efnisverði eða
launum á byggingartímabilinu.
TEIKNINGAR OG AÐRAR UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU OKKAR.
Eggert Kristjánsson & Co. hf.
} t M I .V H föstudagur 1. marz 1963. —
13