Tíminn - 01.03.1963, Page 14
WILLIAM L. SHIRER
látnir, eða í þann veginn að gefa
upp öndina, margir fleiri særðir,
og afgangurinn, þar á meðal Hitl-
er, lágu í götunni til þess eins að
bjarga lífi sínu.
Þó var ein undanitekning, og
hefðu fleiri fylgt því fordæmi,
hefði endirinn ef til vill orðið
annar en raun varð á. Ludendorff
kastaði sér ekki niður. Teinréttur
og stoltur að sið hinna beztu her-
manna gekk hann rólega, með
Streck majór aðstoðarmann sinn
sér við hlið á milli byssukjafta
lögreglunnar, þar til hann kom
að Odeonplatz. Hann hlýtur að
hafa litið , einmanalega og hjákát-
lega út þarna sem hann gekk.
Ekki einn einasti nazisti fylgdi
honum eftir, ekki einu sinni æðsti
foringinn, Adolf Hitler.
Hi-nn verðandi kamslari Þriðja
ríkisins varð fyrstur til þess að
koma sér undan á öruggan stað.
Hann hafði stungið vinstra hand-
legg undir hægri arm Scheubner-
Riehter (undarlegt atvik, sem þó
gaf ef til vill margt til kynna),
þegar fylkingin nálgaðist lögreglu-
umsátrið, og þegar sá. síðarnefndi
féll, dró hánn Hitler með sér nið
ur á götuna. Ef til vill hélt Hitler,
að hann hefði særzt. Hann fánn til
skerandi sársauka, sem hann
komst síðar að raun um að staf-
aði af því, að hann hafði farið úr
axlarliðnum. En samt sem áður er
staðreyndin sú, að samkvæmt
vitnisburði eins nazistanna, dr.
Walther Schulz, læknis, sem síðan
var studdur af vitnisburði margra
'annarra sjónarvotta, „var Hitler
fyrstur til þess að rísa á fætur og
koma sér f burtu“, og skildi bæði
fallna og særða félaga sína eftir
liggjandi á götunni. Honum var
ýtt inn í bíl, sem beið þama ná-
lægt, og síðan var hann fluttur
til sveitaseturs Hanfstángls við
Uffing, þar sem kona Putzis og
systir hjúkruðu honum, og þar
sem hann var handtekinn, tveim-
ur dögum síðar.
Ludendorff var handtekinn á
staðnum. Hann var fullur fyrir-
litningar í garð uppreisnarmann-
anna, sem ekki höfðu haft kjark
til þess að ganga áfram með hon-
um, og svo bitur út í herinn vegna
þess að hann hafði ekki snúizt á!
sveif með honum, að hann lýsti'
því yfir, að þaðan í frá myndi
hann ekki láta sem hann þekkti,
eiran einasta þýzkan liðsforingja,
eða klæðaist nokkru sinni framar
búningi liðsforingja. Gyðingur
nokkur og bankaeigandi, þarna
rétt hjá hlynnti að hinum særðá
Göring, sem síðan var smyglað
yfir landamærin til Austurríkis af
eiginkonu sinni, og lagður inn í
sjukrahús í Innsbruck. Hess flúði
einnig til Austurríkis. Röhm gafst
upp í Hermálaráðuneytinu tveim-
ur stundum eftir ósigurinn við
Feldherrnhalle. Aðeins nokkrum
dögum síðar, hafði öllum upp-
reisnarmönnunum, að Göring og
Hess undanskildum, verið smalað
saman, og þeir settir í fangelsi.
Nazistauppreisinin. hafði misheppn-
azt algerlega. Flokkurinn var
leystur upp. Að því er virtist,
hafði þjóðernissósíalisminn sung-
ið sitt síðasta vers. Einræðisfor-
inginn, sem hlaupizt hafði á brott
við fyrsta skothvellinn, leit út fyr-
ir að hafa misst allt traust, og
endir var bundinn á hinn skjóta
stjórnmálaferil hans.
Sóttur fyrir landráð
Eins og siðar átti eftir að koma
í ljós, hafði ferillinn aðeins verið
rofinn um stundarsakir. Hitler var
nógu slunginn til þess að gera sér
grein fyrir því, að réttarhöldin
yfir honum, sem alls ekki eyði-
lögðu hann, myndu gefa hon-
um tækifæri til þess að ófrægja
yfirvöldin, sem höfðu látið hand-
taka hann, og — það, sem meira
var — gæfu honum í fyrsta sinn
tækifæri til þess að láta menn
taka eftir sér langt út fyrir tak-
mörk Bayerns og reyndar Þýzka-
lands líka. Hann vissi vel, að frétta
menn heimsblaðanna jafnt sem
fréttamenn helztu blaða Þýzka-
lands streymdu nú til Miinchen
til þess að geta fylgzt með réttar-
höldunum, sem byrjuðu 26. febrú-
ar 1924, og fóru fram fyrir sér-
stökum rétti í gamla fótgönguliðs-
skólanum í Blutenburgstrasse.
Þegar réttarhöldunum lauk 24
dögum síðar, hafði Hitler breytt
ósigri í sigur, gert Kahr, Lossow
og Seisser sér meðseka í hugum al
mennings, þeim til ómetanlegs
skaða, hrifið þýzku þjóðina með
mælsku sinni og eldheitri þjóð-
erniskennd, og ritað nafn sitt með
eldi á forsíður heimsblaðanna.
Þrátt fyrir það, að Ludendorff
væri visSulega langfrægastur
þeirra tíu fanga, sem sátu í sak-
bormingastúkunni, tókst/ Hitler
þegar í stað að beina sviðsljósun-
um að sjálfum sér. Frá upphafi
til enda var hann alls ráðandi í
réttarsalnum. Franz Gurtner,
dómsmálaráðherra Bayern og
gamall vinur og verndari nazista-
foringjans, hafði séð fyrir því,
að dómararnir voru sjálfsánægðir
og mildir. Hitler var veitt leyfi
til þess að taka fram í eins oft og
hann sjálfur vildi, gagnspyrja
vitni að vild og tala máli sjálfs
sín, hvenær sem var, og eins lengi
og hann óskaði — imngangsorð
hans tóku fjórar klukkustundir,
en það var aðeins sú fyrsta af
mörgum löngum orðræðum hans.
Hann ætlaði ekki að láta sömu
mistökin henda sig og þeir höfðu
gert, sem sakaðir voru um hlut-
deild í Kapp-samsærinu. Þeir
höfðu haldið því fram, eins og
hann sagði síðar, að „þeir vissu
ekkert, hefðu ekkert ætlað sér,
óskuðu einskis. Þetta var það, sem
eyðilagði heim borgaranna — að
þeir höfðu ekki kjark til þess að
standa við gerðir sínar . . . að
ganga fram fyrir dómara og segja:
„Já, þetta var það, sem við vild-
um gera. Við vildum kollvarpa
ríkinu.“ “
Nú lýsti Hitler því yfir fullur
stolts, fyrir framan dómarana og
fulltrúa heimsblaðanna. ,,Ég einn
ber ábyrgðina, en ég er ekki glæpa
maður vegna þess. Ef ég stend
hér í dag sem byltingarmaður, þá
er ég byltingarmaður gegn bylt-
33
ingunni. Ekkert slíkt er til, sem
hægt er að kalla' landráð gegn
landráðamönnunum frá því 1918.“
Ef svo væri, þá væru mennirnir
þrír, sem stóðu fyrir stjórninni,
hernum og lögreglunni í Bayern,
og þeir, sem höfðu gert samsærið
með honum gegn þjóðstjórninni,
jafnsekir, og ættu einnig að sitja
á ákærendabekknum við hlið hans
í stað þecs að vera í vitnastúk-
unni sem aðalvitnin gegn honum.
Með klókindum hafði honum tek-
izt að bæta aðstöðu sína á kostn-
að hinna órólegu og sakbitnu þrí-
menninga.
Eitt var víst, en það var, að þeir
Lo'ssow, Kahr og Seisser, höfðu
sama imarkmiðið og við — að losa
sig við stjórn ríkisins . . . Ef það,
sem við gerðum, var f raun og
veru landráð, þá hljóta þeir Los-
sow, Kahr og Seisser að hafa verið
að fremja landráð allan tímann
með okkur, því í allar þessar vikur
ræddum við ekki um neitt annað
en það takmark okkar, sem við nú
höfum verið ákærðir fyrir.
Mennirnir þrír gátu varla neitað
þessu, því þetta var sannleikur.
Kahr og Seisser stóðust ekki Hitler
snúning. Von Lossow hershöfð-
ingi einn varði sjálfan sig fullur
þrjózku. „Ég var ekki atvinnulaus
KOMITADJI," sagði hann við rétt-
inn. „Ég var í hárri stöðu' innan
rikisins.” Og hershöfðinginn héilti
allri þeirri fyrirlitningu, sem gam
all liðsforingi í hernum hefur yfir
að ráða, yfir liðþjálfann, sem eitt
sinn hafði- verið í liði hans, þenn-
an atvinnulausa uppreisnarsegg,
sem hafði látið metnaðinn hafa
betur og leiða sig til þess að reyna
að verða einráður í ríkinu og yfir
hernum. „Hversu langt hafði þessi
æsingamaður ekki náð!“, hrópaði
hann, „frá þeim dögum, sem
reyndar voru ekki svo langt að
baki, þegar hann lét sér gott þykja
44
vöknuð, og hafði lögreglan þegar
tekið af henni skýrslu. —
— Etty var nafn ungfrú Abby-
ar, sagði Frances mér.
Carmichal majór leit alvarlcgur
á okkur, þegar við gengum inn á j
skrifstofuna hans. — Eg tel, að;
þér hefðuð átt að segja mér frá1
áhuga yðar á þessu máli, sagði
hann, og var greiniLega ekki í sem
beztu skapi.
Það síðasta, sem ég kærði mig
um, var, að hann yrði mér óvin-J
veittur, svo að ég flýtti mér aðj
biðja afsökunar og skýra málið.
— Þetta var í rauninni ekkert
mál, sir. Hr. Twindleham réði
mig ekki til að rannsaka dauðaj
Sylvesters, heldur til að komast'
að raun um, hvort líf Elisabethar
væri í hættu. Ungfrú Abby, vin-.
kona móður minnar, hafði hvað
eftir annað beðið mig að ferðast
hingað, en ég hélt allan tímann
að hún hefði ímyndað sér þetta.
__ Og hvað haldið þér núna?
Eg hikaði ekki.
— Eg er á þeirri skoðun, að líf
Elisabethar sé í mikilli hættu.
Eg heyrði, að Frances greip and
an ná lofti.
— En ástæðan? spurði Carmi (
chal vondaufur.
— Nicholas . . • Frances hall-
aði sér áköf í áttina til mín. ,
— Frances, gerðu það fyrir
mig! Eg leit hvasst á hana.
Rödd majórsins var kuldaleg
þegar hann sagði:
— Eg verð að ráðleggja yður
að vera gætnari með ákærur yðar,
frú Blandford. Ég hef frétt, að þér
hafið látið ýmis óviðurkvæmileg
orð falla um frú Alden. Það getur (
orðið hættulegt . . . einkum og|
sér í lagi, þar sem þér eruð meðal;
hinna grunuðu. Hann horfði fast
á hana.
— Er ég? Frances leit ráðvana
á hann.
— Mér finnst skýring yðar á'
ANDLIT KONUNNAR
Clare Breton Smith
engan hátt trúleg. Einhver kom
inn í kofann og þér heyrðuð það
ekki. Elisabeth veinaði. Þér vor-
uð aðeins fáa metra frá henni, en
þér heyrðuð það ekki. Hr. Nichol
— sem var í öðrum kofa — heyrði
hrópín. Óveðrið vakt'i hr. Nichol,
en þér sváfuð. Þér vöknuðuð ekki
fyrr .■ . .
— Það var í raun og veru mjög
erfitt að vekja hana, skaut ég
inn í.
Hann leit kalt á mig. ■— Þökk
fyrir, ég veit þér hafið sagt það.
Eftir því, sem mér sýnist bezt er-
uð þér sú fyrsta, sem álíta verður
tortryggilega.
Eg sá, að hendur Frances
skulfu. — En hví1 skyldi ég vilja
gera Elisabethu mein? Eg hef
reynt að vernda hana . . .
— Það getur verið yfirskin.
Hann hallaði sér að henni.. —
Maðurinn yðar elskar Elisabeth
. . . hún var sem sé mikil hætta
fyrir hjónaband yðar. Ef Elisa-
bethu væri rutt úr vegi, gætuð
þér . . .
— Nei — nei, það er ekki þann-
ig! hrópaði Frances ofsalega.
Hann benti hcnni að þegja. —
Eg hef hér skýrslu, sem frú Ald-
en undirritar. Hún heldur fram,
að það hafi verið yðar hugmynd,
að þér og hr. Nichol komu út á
búgarðinn til dvalar.
— Það var uppástunga hennar.
Eg vildi ekki fara. Frances hafði
risið á fætur, magur likami hennar
titraði. — Frú Alden bauð okkur.
j Er það ekki rétt? Hún leit biðj-
i andi á mig.
— Jú, það sagðir þú mér, en
1. . . Eg hikaði. Majórinn leit áj
(mig. — Frú Alden sagði mér, að,
þú hefðir hringf til sin og grát-
: beðið hana að bjóða okkur. Hún
sagði, að þú værir óhamingjusöm j
j með Guy og að þú virtist . . . í
þann veginn að fá taugaáfall.
— Þarna sérðu! Augu Frances
j skutu gneistum. — Hún reynir að
koma sökinni á mig.
! — Og þú reynir að koma sþk-
inni á hana, sagði ég rólega.
I Frances hneig niður í stólinn
og leit örvæntingarfull á okkur.
Majór Carmichal kynnti sér skjöl-
in, sem lágu á borði hans. — Frú
Alden télur, að einhver hafi gefið
sér svefnlyf.
j Hann vildi fá upplýst, hver,
hefði haft tækifæri til að blandaj
einhverju í líkjörinn. Frances
! varð náföl og fórnaði höndum,
Iþegar hún játaði, að það var hún,
jsem hafði sótt flöskuna samkvæmt
j beiðni Gertrudes. Hún virtist ör-
vita og stamaði af geðshræringu.
Majórinn leit efagjarn á mig,
en ég kinkaði kolli. Allt, sem hún
sagði, kom heim og saman. Franc-
es sneri sér að mér og rétti biðj-
andi fram hendurnar.
— Nicholas, geturðu ekki skil-
ið, að ég á enga sök j þessu rnáli?
Mér þykir vænt um Elisabethu.
Sérðu ekki að frú Alden er eina
manneskjan. sem hefur nokkra á-
stæðu? Hún hefur alltaf hatað
Eliisabethu. Nú þegar Sylvester
er dáin, hatar hún hana meira
en nokkru sinni fyrr. Rödd henn-
ar var full örvæntingar.
Majór Carmichal reis snögg-
lega á fætur.
— Eg ætla að gefa yður enn
eina viðvörun, frú Blandford. Þér
megið ekki láta annað eins út úr
yður. Þér megið fara núna, en
þér hafið ekki leyfi til að fara úr
borginni. Eg kem og yfirheyri
yður aftur.
Hún deplaði augunum og leit
ringluð á mig.
— Má ,ég fara?
— Já, ég hef gefið boð um, að
yður verður ekið heim, svaraði
majórinn. — Eg þarf að tala við
hr. Nichol undir fjögur augu.
Hún skjögraði fram að dyrun-
um, stóð kyrr andartak, síðan opn-
aði hún dyrnar og fór. Við majór-
inn horfðum á eftir henni, svo lit-
um við hvor á annan.
3. KAFLI
— Eg sé ekki að aðrir en frú
Blamdford hafi haft nokkra á-
stæðu, sagði majórinn. Svo kvaðst
hann hafa kallað Guy á sinn fund
og gaf skipun um að hann kæmi
inn.
Guy kom inn og leit á mig. —
Halló, Nicholas. Eg var að hringja
á sjúkrahúsið og Elisabeth sefur
róiega. Hvernig er með Frances?
— Það lítur illa út, svaraði ég
stuttur í spuna — Hún varð mjög
hrædd áðan
— Hrædd. Hvers vegna? Guy
ieit á okkur.
— Þegar ég sagði henni, að hún
væri meðal hinna grunuðu.
— Hvað segið þér! En það er
firra. Guy sneri sér æstur að
majórnum.
— Yður er óhætt að trúa að
það er fjarstæða. Frances hefur
nauðað í mér mánuðum saman,
að eitthvað yrði að gera til að
bjarga Elisabethu. Þér getið spurt
dr. Keet. Nicholas líka. Bendir
það til að hún hafi ráðgert að
myrða hana?
— Það gæti verið liður í fyrir-
ætlan hennar.
— Nú hef ég aldrei . . . Guy
tútnaði út. — Frances er ekki
þannig.
Svo sneri hann sér snöggt að
mér. — Ætlar þú að segja, að þú
sért honum sammála? Hvorum
j megin ertu eiginlega? '
Eg leit rólega á hann. — Rétt-
lætis megin. — Elisabethar megin'.
— Nú, já, látið mig heyra,
hvaða ástæðu Frances á að hafa.
Majórinn brosti yfirlætislega. —
Eg held að þér þurfið ekki að
biðja okkur að segja yður það.
( Þér hafið játað að þér elskið Elisa-
j beth Alden. Við vitum, að eigin-
kona yðar ann yður, meira er
ekki um það að segja. Auk þess
j er Frances grunuð, vegna þess,
; að hún hefur aíltaf verið nær-
stödd, þegar eittnvað hefur gerzt.
Hún var úti á búgarðinum þegar
^ungfrú Abby dó Þér raunar líka!
' Það var kona yðar, sem hringcli
(til Sylvesters kvöldið áður en
' hann var myrtur. Frances svaf í
14
T f M I N N, föstudngur 1. mnrz 1963. —