Tíminn - 01.03.1963, Side 15

Tíminn - 01.03.1963, Side 15
Framsóknarmenn áttu frumkvætSií Framhald af 6. síðu. sköpuS þau skilyrði til aðbúnað- ar hvað húsnæði snertir, s«m öldr uðu fólki hentar. Þegar um hús- næðisvandræði er að tefla á ann að borð, þá er auðsætt, að slíkt fólk getur orðið í nokkrum vand ræðum. í þessu sambandi er rétt að benda á, að þetta frv. eða samning þess á rætur að rekja til þingsá- lykt.unartill., sem samþykkt var hér á Alþingi 1958, en sú tillaga var einmitt flutt af Framsóknar- mönnum, 1. flm. hennar var þáv. þm. Mýramanna, Halldór E. Sig- urðsson. Sú till. var að visu ekki aðeins um það á hvern hátt öldruðu fólki yrði séð fyrir húsnæði eða búin skilyrði til þess að nota s'arfs- var hún víðtækari og { henni fólst að athuga skyldi á hvern hátt væri hægt að búa öldruðu fólki skilyrði til þess að nota starfs- orku sína. Sú nefnd, sem kosin var •samkv. þessari þáltill. mun hafa athugað það mál nokkuð al- mennt, en í þessu frv. felst í raun og veru ekki nema einn þáttur þeirrar athugunar. Eftir er að fylgja málinu fram betur og gera þær ráðstafanir, sem nefndin tel ur, að gera þurfi til þess að bæta að öðru leyti skilyrði aldraðs fólks til þess að það geti nýtt starfs- orku sína. Það er ekki nægilegt að veita öldruðu fólki aðstóð til þess að eignast eða fá til afnota íbúðir við sitt hæfi, heldur er hitt ekki síð- ur nauðsynlegt, að veitt sé af þjóð félagsins hálfu aðstoð til þess að hið aldraða fólk geti sem lengst verið sjálfbjarga og staðið á eigin fótum. Það geti sem lengst verið í nánum tengslum við hið starf- andi líf og búið og starfað við sem svipaðastar aðstæður og það hefur áður starfað. Rétt er að geta þess í þessu sambandi, að ekki er síður þýðing armikið, að hinu unga fólki í land inu Séu búin þau skilyrði, að það geti eignazt þak yfir höfuðið. Ef búið er þannig að unga fólkinu, að það geti eignazt sínar íbúðir, þá er náttúrlega nokkrar líkur til þess að hið aldraða fólk geti fremur komizt af án aðstoðar þess opinbera. Á elleftu stundu Framhald af 16 síðu. standa og hefði ekki hafzt ef ekki hefðu allir gert það sem þeir gátu. Það hjálpaði mikið, að togarinn var dreginn á spilum skipanna og því var hægt að slaka örlítið á, ef nauðsyn krafði. Þetta er all- stórt skip, en nokkuð gamalt. Tog arinn mun vera á sjöunda hundr- að brúttólestir. Sennilegt má telja, að togarinn hafi tekið niðri norðaustan í Faxaskeri. Við vor- um komnir út á Lóðsinum og sá- um ljósin á togaranum, og er við vorum á leið til hans, skaut hann tveimur neyðarrakettum upp. — Er við vorum komnir rétt að hon um, sendi hann út neyðarskeyti. Þama munaði litlu að illa færi, því aðeins einn lítill gúm- björgunarbátur var um borð og ekki viðlit að sjósetja trébátana í þessu veðri. Við ásiglinguna hef ur stýrið algerlega klippzt af og skrúfan laskazt mikið og einnig hefur komið gat á bakborðssíð- una, sagði Jón Sigurðsson. Þess1 má gela, að á meðan verið var að draga togarann inn jókst' enn lekinn að honum og mun sjór kominn í tanka skipsins. Skip- verjar segja, að þegar skipið tók niðri hafi holskeflan gnæft yfir að skipið skyldi skrönglast yfir fl.ösina er það tók niðri á, því ann ars er lítill vafi á að illa hefði farið. Leynivínsala Fra' -i?:d f t i siðu hafi einkum hafzt við á ákveðnum veitingastað hér í bænum. Hefur forstöðumaðúr hans verið yfir- heyrður, en ekki viðurkennt að hafa tekið þátt í þessum verknaði. Máli þessu er enn ekki lokið. VerkfræíSingar Framhald af 6 síðu inga, sem hér kunna að starfa. Hin nýja gjaldskrá um þóknun fyrir verkfræðistörf er verðlagn- ingarreglur verkfræðinganna sjálfra um greiðslur fyrir útselda vinnu af verk- eða rannsóknarstof um þeirra. Frv. miðar að því að hefta frjáls ræði verkfræðinga um eigin verð- lagningu á útseldri þjónustu. Hin» vegar hafa aðrir aðilar. svo sem t. d. arkitektar. löggildir eþdur- skoðendur oi fl. ekki verið af lög- gjöf bundnir um svipaðar g.iald- skrár. 2. minnihl. telur með skírskot- un til þess. er stuttlega hefur ver- ið rakið, að frv. sé eigi þess efni=- a'ð rétt sé að samþvkkia það Á þetta hefur meirihl nefndarinnar ekki getað fallizt. og hefur nefndin því klofnað um málið. 2. minnihl. leggur til. að málið verði afgreitt með svofelldri rök- studdri da.gskrá: Með skirskotun til þess, að aðr- ar stéttir hliðstæðar verkfræðing- um, svo scm arkitekjar, endur- skoðendur o. fl., verðleggj-a sjálf- ar þjónuptu, sem þær selja frá skrifstofum eða verkstofum, þykir deildinni ekki ástæða til staðfest- ingar á bráðabirgðalögum þeim, sem frv. fjallar um, og tekur þvi fyrfr næsta mál á dagskrá. Átvinnudeildin Framhald al 16 síðu. þróun rannsóknarmála hérlendis. Þá hefur starfsfólk Atvinnu- tíeildarinnar komið á sýningar- skipan í hverri sérdeild og innt við það af hendi mikið starf til, fróðleiks og ánægju þeim sem það skoða. Blaðamenn voru gestir At- vinnudeildarinnar í dag, heimsóttu sérdeildirnar allar og hlustuðu á ; skýringar visindamanna. Því mið- j ur gefst ekki færi á að rekja þau mál hér í dag, en Atvinnudeild- j arinnar._verður ipinnzt hér í blað- inu á næstúnni. Alþingismenn, menntaskólanem ar’ og fleiri munu heimsækja At- vinnudeildina næstu daga. í hljómleikasal Framhald af 4 síðu þar sem inni fyrir er hlýja hjart- ans svo og þroski hins reynda, listamanns, sem veit siig bæð'i kunna og valda hlutunum. „Da unten inn Tale“ og „Nicht i mehr zu dir zu gehen“ eftir J. Brahms voru mjög hugstæð í túlk un söngkonunnar og að lokum flutti • hún nokkur sönglaga R. Strauss á eftirminnilegan hátt. Prófessor Erik Werba landi söng- konunnar /ar við hljóðfærið og var píanóaðstoð hans fáguð, hnit- miðuð og örugg, Unnur Arnórsdóttir Víf^ vangur kjósenda er að sjálfsögðu fólk, sem fordæmir slíka þjónkun við er'lcnt vald og hlýtur að skoða hug sinn nánar. Það vr ekki sízt þetta fólk, sem hafði mesta forvitni á því, hvernig ÞjóðviJjinn tæki á þessu máli, o.g þa'ð var próf þess á konnr- únistaforingja.na og Þjóðvilj- ann. Þeir féllu á prófinu, c nú er það þessa fólks að gefa. þeim einkunnirnar. í eina gröf Framhald al 1. síðu. lögum en Þjóðkirkjunni, eða eru utan viðkomandi sóknar. Skal kirkjugarðsstjórnum heimilt að ákveða upphæð þessa gjalds. Þá á að heimila uppgröft á likum og flutning þeirra innan kirkjugarða og milli kirkjugarða. Sigurvin taldi nauðsyn á að setja ný lög um kirkjugarða. í frumvarpinu væri margt er horfði til bóta og mikilvægast væri stofn un kirkjugarðssjóðs, sem ætti að veita lán til að girða kirkjugarða. íjjróttir leikmenn FH, sem horfðu á leik- inn, því vissulega spenntir, því með sigri úrvalsliðsins hefði FH orðið { efsta sæti með bezta mark tölu liðanna. Áhorfendur voru mjög sann- gjarnir, og hvöttu leikmenn FH ekki síður en sína menn, en hins vegar voru leikmenn FH óánægð- ir með dómarana, sem dæmdu eft ir nokkuð öðrum reglum en þeir eiga að venjast, þannig að fríköst voru dæmd á afbrot, sem hér heima hefðu verið talin víti og ekkert annað. Að lokum sagði Pál.l, að gest- gjafar þeirra bæru leikmennina á höndum sér og ferðin hafi í alla staði verið hin ánægjulegasta, þrátt fyrir ósigurinn í hraðkeppn- inni. Leikmenn FH halda frá Þýzkalandi á laugardaginn til Kaupmannahafnar og koma síðan heim á sunnudagskvöld. Leik- mennirnir báðu blaðið fyrir kveðj ur heim. — hsrm. Mótmæli Framhald af 16. síðu. sendiráðsstarfsmönnum sínum væru rangar og tilhæfulausar, en engu að síður mundu sendiráðs- starfsmennirnir Lev Kisselev, og Lev Dimitriyev, fara frá ■ íslandi þegar á morgun flugleiðis yfir Dan mörku, ef nauðsynlegar vegabréfs áritanir fengjust fyrir þann tíma, annars mundu þeir fara með næstu ferðum þar á eftir. Utanríkisráðherra fullvissaði ámbassadorinn um, að íslenzka ríkisstjórnin hefði öruggar og full komnar sannanir fyrir öllum á- kæruatriðunum gegn þeim Kesse- lev og Dimitriyev. Samsæri 3T 3 síðu' dauða fyrir þátttöku sína í her- i'oringjauppreisninni í Alsír 1961. Þeim dómi verður þó ekki fram- fylgt, heldur verður Argoud leidd ur fyrir rétt og dæmdur að nýju. Seint í kvöld var tilkynnt, að lögreglan væri farin að rannsaka annan möguleika á flutningi. Ar- gouds til Parísar en þann, að hann hefði verið tekinn þangað i lokuð- um bíl. í þessari útgáfu er sagt að Argoud hafi verið deyfður með nikotíneitri, áður en hann var numinn á brott, fluttur fyrst til Baden-Baden og þaðan með flug- vél til einkaflugvallar í nágrenni Parísar. frekari viðræður EINS og kunnugt er, hafa að undanförnu farið fram viðræður aðila um kjaramál opinberra starfsmanna, samkvæmt lögum nr. 55 1962. Ekkert hefur ennþá miðað i samkomulagsátt og því horfur á, að Kjaradómur fengi málið í heild til meðferðar. Ákvað því Kjararáð á fundi sín- um í dag að reyna að ná sam- komulagi um fjölda launaflokka, ef það mætti leiða til þess, að samningar tækjust. Var þetta til- kynnt samninganefnd ríkisstjórn- arinnar á sáttafudi í dag. Tækist þetta taldi Kjararáð eðli legt, að fjármálaráðherra notaði heimild laganna til að framlengja samningaumleitanir á vegum sátta semjara um mánaðartíma. Á fundi með sáttasemjara í dag var Kjararáði af'hent afrit af til- kynningu fjármálaráðherra um frestun og jafnframt fréttatilkynn ing um málið, sem ríkisstjórnin hafði sent blöðum og útvarpi. VUl Kjararáð að gefnu því til- efni taka fram, að það telur ekki heppilegt á þessu stigi ag efna til opinberra umræðna um málsmeð- ferð vig sáttaumleitanir í kjara- deilunni, en vegna fullyrðinga í fréttatilkynningu þessari þykir rétt að birta eftirfarandi útdrátt úr fundargerð samninganefndar ríkisstjórnarinnar og Kjararáðs frá 9 febrúar s. 1.: „Kristján Thorlacius lagði til f. h. Kjararáðs, að byrjað yrði á að ræða fjölda launaflokka, bil milli flokka pg aldurshækkanir. Sigtryggur Klemenzson íagði til f h. samninganefndar ríkisins, að launaflokkaskipunin yrði könnuð til að ganga úr skugga um, hvort nauðsyn beri til að fjölga launa- flokkum meira en fram kemur í tillögum rikisstjómarinar. Þessari tillögu hafnaði Kjara- ráð. Síðan var gert hlé á fundinum. Eftir fundarhlé lýsti Sigtrygg- ur Klemenzson þeirri skoðun samn inganefndarinnar, að þar eð á- greiningur hefði komið upp um, hvaða atriði skyldu fyrst tekin til umræðu, þ. e. sjálfa dagskrána, og með því, að umræður færu nú fram á hinum lögskipaða tíma sáttasemjara, þá telji nefndin rétt að sáttasemjari verði kallaður tjl.“ (Frétt frá Kjararáði BSRB). Slasaftist Framhald af 1. síðu. sem héraðslæknlrinn, Hauk- ur Magnússon, gerSi aS meiSslum hans. GuSmar hlaut skurS á höfSi og heilahrist- ing. ASstæSur voru þarna mjög erfiSar og seig GuS- mar niSur I kaSli aS beiSni fréttaritari Tímans tll aS ná myndum af flakl bílsns. GuS- mar var í skyndi drcglnn upp aftur og fluttur tll Eg- ilsstaSa elns og fyrr seglr. RITARI Skattstofa Reykjanesumdæmis Hafnarfirði óskar eftir að ráða ritara nVi þegar Vélritunarkunnátta nauðsynleg Laun skv. launa- lögum. Upplýsingar í síma 18410. Enn skipsskafö í Wesermynni NTB—Bremerhaven, 28. febr. — Olíuskip frá Líber íu kenndi grunns og fékk alvarlega skaða í mynni Weserfljóts í Vestur-Þýzka landi. Talið er að skipið hafi rekizt á sama flakið og hollenzkt skip rakst á fyrir skemmstu. Á þingpalli ★ rér ÓLAFUR .THORS sagðii eðlilegt að bíða eftir niðurstöðum kjara- dóms um kjör opinberra starfsmanna, áður en hafizt væri handa í þessum málum, en hins vegar væru það' þlngmenn sjálfir sem væru dómarar í þessum rnáiunr. ★ ic HANNIBAL taldi að þigmenn yrðu að taka það til alvarlegrar athugunar að sameinast um að bera sjálfir fram frumvarp um iaunahækkun. Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vin- arhug á sjötíu ára afmæli minu hinn 12. febrúar 1963, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Óska ég þeim öllum farsældar. Stefán Jónsson Erlum. Ég þakka auösýnda samúð við andlát og jarðarför mannslns mlns, Magnúsar Jónssonar frá Sjónarhóli. Fyrir mína hönd, barna og annarra vandamanna, Erlendsina Helgadóttir. Eiginmaður minn, Sigfús Þ. Öfjörð Lækjamóti, sem andaðist 23. þ. m. verður jarðsunginn frá Selfossklrkju laug- ardaginn 2. marz kl. 2 e. h. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en í þelr, sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Selfossl. Lára Guðmundsdóttir. Þökkum innilega öllum, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekn. ingu, við andlát og jarðarför, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Steinunnar Gísladótfur Nóatúni 26. Börn, tengdabörn og barnaböm. T f M I N N, föstudagur 1. marz 1963. — 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.