Tíminn - 02.03.1963, Qupperneq 13

Tíminn - 02.03.1963, Qupperneq 13
Sigfús Þ. Öfjörð Framhald aí 6 síðu verða að samfellduin akri, sem lyfti lífskjörum íbúanna til betri afkomu og meiri þroska. Við þetta fyrirtæki tók hann slíku ástfóstri, að hann yfirgaf það aldrei síðan, en vann stöðugt að framganjgi þess, eftir því sem hann gat. Ég verð að viðurkenna að ég fylgdi honum ekki á fíuginu þegar hann var að lýsa þessu fyrir mér, enda þekkti ég ekki þetta land í þeirri mynd, sem það var áður. Eitt góð- viðris sumarkvöld tók hann mig með sér upp að hinni miklu stíflu ' við Hvítá. Þar sem hann stóð, og að mér fannst, gældi við hið mikla mannvirki, ljómaði af honum, svo að hann stækkaði allur og gerðist mælskur. Hann sagði mér sögu þess og tilgang og hverju það hefði orkað — og hann rifjaði upp endurminningar frá liðnum árum við framkvæmd þess. Máli sínu lauk hann með þessum orðum: „Ég get ekki að því gert, að mér þykir alltaf vænt um þetta fyrir- tæki, og ég sakna þess þegar það verður lagt niður.“ Þetta sagði hann með svo mikilli einlægni, að mér fannst ég alltaf skilja hann betur eftir þetta kvöld. En hann staðnaði ekki við þetta. Til þess var hann of mikill hug- sjónamaður og athafnaþrá hans of sterk. Þegar hilla tók undir hina nýju vélaöld, og hinar miklu ræktunar framkvæmdir, var hann strax með. Hann sá og fann að hér þurfti meira að gera, meiri kraft — ef nokkuð átti að miða. Strax árið 1930 byrjaði hann að sinna að jarðabótum með trakt- orum og vann þá jöfnum höndum bæði í Árness- og Rangárvalla- sýsluan, eftir því sem verkefni buðust og afköst leyfðu. Var hann oft með marga traktora við virnnu og hafði þá syni sína með sér eftir sem þeir komust upp. En ^lerigra skyldi haldið og meira þurfti að gera, því nóg voru verkefnin í hinu nýja landnámi sveitanna. Og þar sem framsýni og áræði er fyrir, verður aldrei stöðnun, heldur áfram haldið, þótt gatan sé oft tæp og brött. Þv£ lagði hann í það stórvirki árið 1942 — með framsýnina eina að leiðarljósi og - tiltrú góðra manna — að flytja inn á eigin ábyrgð jarðýtu — þá fyrstu í ein- staklingseign á íslandi. Þetta var mikið áræði af eignalitlum manni og mikil trú á mátt moldarinnar. Verkefnin hlóðust að — margir þurftu að þá unnið fyrir sig og gera mikið, og mikið lá á. Önnur ýta var tekin á leigu. Vegum var ýtt upp og jörðinni bylt, en aftur grænkaði hún og töðuvellir teygðu sig um mýrar og móa. Árið 1947 keypti Árnessýsla jarðýtu og þótti þá sjálfsagt að fá Sigfús til að sjá um rekstur hennar. Árið 1955 kom fjórða ýt- an, einníg eign Árnessýslu, og að sjálfsögðu varð hann einnig að taka við henni, og svona hefur haldið áfram fleiri vélar — umfangsmeiri rekstur Þegar Ræktunarsamband Flóa og Skeiða var stofnað, var Sigfús fenginn til að sjá um resstur og viðhald véla þess. En þá seldi hann sínar eigin vélar, þvi að hann vildi ekki reka þær í sam- keppni við þau fyrirtæki, sem hann stjórnaði fyrir aðra. Þannig hefur það atvikazt að allar meiriháttar framkvæmdir, til landnáms og vega, sem geið- ar hafa verið á þessu svæði, hafa verið unnar af honum, eða undir hans stjórn. Þetta er aðalþátturinn í langri og farsælli starfssögu Sigfúsar Öfjörð. Þetta er göfugt hlutverk og gott, sem lengi mun halda nafni hans uppi. Á hann má því heimfæra, mörgum fremur, orð j Oavíðs, þar sem hann segir: Þeir, sem akra yrkja, auka landsins gróður, eru í eðli tryggir ættjörð sinni og móður, ryðja grýttar götur, gjafir lífsins blessa. Bóndans starf er betra en bæn og sálumessa. Sigfús Öfjörð fór aldrei troðn- ar slóðir — hann tróð sína götu sjálfur. Mörgu fleira lagði hann hönd að um dagana, en hér hefur tal ið verið, því hann var hagur vel, uppfinninga- og útsjónasamur. Búskap stundaði hann alla tið frá því hann setti saman bú að Glóru f Gnúpverjahreppi 1920. En 1927 keypti hann jörðina Lækjar mót í Sandvíkurhreppi og bjó þar síðan — enda var hann ailtaf við þá jörð kenndur. Þá jörð sína húsaði hann að öllu og margfald aði ræktun. Fyrir nokkxum árum lét hann jörð og bú í hendur Guð mundi syni sínum, en átti þó á- vallt nokkuð af skepnum sjálfur og fylgdist alltaf af áhuga með í starfinu. Sigfús Öfjörð var að yfirbragði léttur og brosmildur, en á bak við var hann alvörumaður, nokk- uð þungur og viðkvæmur, sem hann þó duldi vel. Hann var hlé- drægur og hafði sig lítt í frammi á mannfundum: „Mér leiðist allt málskraf, ég vil bara fram- kvæma, sagði hann. f þessum orð um hans fólst einmitt hinn mikli starfsáhugi hans, svo að mann undraði oft hversu mikið hann gat á sig lagt og hversu mikið hann þoldi. Einn var sá eðlisþáttur í fari hans öðrum meiri, en það var hin mikla hjálpsemi hans og löng un til að gera öðrum greiða. Þessa urðum við og aðrir aðnjótandi oft í svo ríkum mæli að furðulegt var hvað lrann gat miðlað af slíkit. Vissi ég til að oft var leitað til hans úr öðrum landsfjórðungum með ýmsa fyrirgreiðslu, og honf um leið ekki vel ef hann gafi ekki liðsinnt, og lagði oft mikið á sig til þess. Ég spurði hann eift sinn hvernig hann gæti staðið i þessu án nokkurrar greiðslu — því henni tók hann aldrei við fyrir slíkt. Hann sagði: Mér þyk- ir svo vænt um ef ég get gert öðrum greiða, að það er næg greiðsla fyrir mig. — Þessi eru þau orð, sem rnér finnst í stuttu máli lýsa honum bezt. Þó að Sigfús væri hlédrægur til opinberra starfa, komst hann þó ekki hjá þeim með öllu. T d. sat hann í hreppsnefnd um mörg ár og fl. Sem þakklætisvott fyrir margháttuð störf og mikla greiða semi létu sveitungar hans gera af honum mynd, og steypa í var- anlegt efni, sem þeir færðu hon- um á sjötugsafmælinu s.l. vetur. Og nú er hann hættur að starfa hér, þessi umsvifamikli athafna- maður. Hann andaðist á sjúkra- húsinu á Selfossi 23. febr. s.l. rúm lega 71 árs að aldri. Kom það eng urn á óvart, þvf s.l. tvö ár þjáð- ist hann af sjúkdóm, sem stöð- ugt ágerðist þar til yfir lauk. Þó var hann á ferli og stundaði sitt starf til hins síðasta. Hann æðr- aðist ekki þó hann vissi hvert stefndi, en harmaði hvað miklu hann ætti ólokið, að honum fannst. Hvað er sælla, að löngum vinnu degi loknum — eftir að hafa skil að miklu og göfugu lífsstarfi framtíðinni til heilla og blessun- ar — en að fá að sofna og hvíl- ast? Fá að sofa þar til maður hvíldur og endurnærður vaknar upp til nýrrar tilveru — nýrra starfa. Á framhaldslíf trúði Sig- fús ákveðið — að þar mundum við öll aftur mætast til nýrra hugðarefna og meiri starfa, Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans, meira að starfa guðs um geim. Þér fylgja kveðjur og blessunar- óskir með þ'ökk fyrir allt, sem þú hefur gert. Eftirlifandi aðstandendum send um við samúðarkveðjur. Pétur M. Sigubðsson. Víðivangur leg þróun og menu ættu ekM að vera að kippa sér upp við þetta því að fyrir fóm sjálf- stæðisiins fengjust betrilífskjör. Það sem tapaðist í sjálfstæði ynnist upp á mörkuðum stór- ríkja og bandalaga. — Þegar ráðherra íslands getur leyft sér að halda slíkar ræður á merkum hát'íð’isdegi þióðlcgrar menningar og sjálfstæðisbar- áttu íslenzku þjóðaránnar tæp- um tvelmur áratugum eftir að fslendingar hafa eftir harða baráttu við erlent vald fengið sjálfstæði sitt, sjá menn að voo’i er á ferðum. Minning íFramhaid af 9 síðu.) semi þeirra hvert við annað jafnan talin sjálfsögð, þegar með þurfti. Sigríður var táp- mikil til allra athafna, ekki síð- ur en til orða, og lét sér aldrei bregða við erfiða hluti, hvað þá að hún léti erfiðan fjárhag nokkurn tíma smækka sig eða beygja. Að Sigríði á Sílalæk sópaði jafnan, hvar sem hún fór, meira að segja fram á níræðisaldur. Hin síðustu ár dvaldi hún á veg- um barna sinna í Reykjavík, einna mest í húsi tengdadóttur sinnar, Sigríðar Jóhannesdóttur, og Jónasar S. Jónssonar, lög- regluþjóns. En hugur hennar var þó mjög bundinn við Aðal- dal og nágrenni hans, frændur og samferðamenn. Síðasta ára- tuginn varð henni jafnan tíð- rætt um liðna tíð og atburði, bem hún gat kastað á mikilli birtu,jer uiii var talað, því að minnir var trútt og hugsunin skörp fram á níræðisaldur. í síðastliðnum janúarmánuði var svo komið heilsu hennar, að hún gat ekki fylgt fötum og þurfti hjúkrunar við, sem ekki varð við komið í heimahúsum. Var hún þá flutt að Sólvangi í Hafnarfirði. Þar sá ég hana í síðasta sinn snemma í febrúar. Henni var ekki mjög brugðið, en afar máttlitil, gat þó setið uppi, er hún var reist, ekki þjáð. Þá hafði ég ekki séð hana í tvo mánuði og var auk þess búinn að dvelja mánuð í átthögum okk ar í Aðaldal. En nú spurði hún mig einskis þaðan og var óvana- legt, nema um eina samferða- konu af næsta bæ við Sílalæk. Síðan leitaði hún lengi að orð- um til að segja eitthvað, hleypir síðan í brúnir og horfir hvasst á mig, eins og á árum áður, er hún tók allra. skörulegast til orða í Sílalækjarbaðstofu í rök- ræðu við Baldvin á Ófeigsstöð- um eða Jón í Felli t-.d, segir síðan: — Þetta er ekki til neins. Það er eins og allt sé farið að renna saman fyrir mér í tóma vitleysu. — Ekki eitt orð til um- kvörtunar. Oft hafði ég dáðst að þessari frænku minni, er hún gagn- rýndi kalalaust og vægðarlaust — þó menn eða málefni af hátt- vísi jafnan. Og enn dáðist ég að henni, er hún gagnrýndi á sama hátt sjálfa sig, eða það vald, sem hafði frá henni tekið birtuna x hugarfarinu, svo að hún gat ekki lengur fundið þau réttu orð, sem hún vildi við hafa. Á þennan hátt lét hún heldur þráðinn falla. Enda fór henni það vel. Sigríður var fædd að Sandi 20. des. 1875, dáin 20. febr. 1963 og var því liðlega 87 ára, er hún andaðist, umkringd börnum og barnabörnum, sem reyndust henni vel á ellidögunum. Bjartmar Guðmundsson. 2. síSan ingar, en þó sjaldan yfir kossa. Þag hefur áreiðanlega ekki ver- ið skemmtilegra að vera eigin- kona mannsins, sem hélt ná- kvæman reikning yfir það, hve oft hann og kona hans kysstu hvort annað, en hann var víst til- Á fyrstu hjúskaparárinu voru kossarnir 36.500 eða 100 á dag. Á öðru hjúskaparárinu voru koss arnir orðnir 50 á dag, og á því þriðja ekki nema 10. Eftir fimm ár voru þeir aðeins tveir á dag, hinir vanalegu morgun- og kvöld kossar. Að iokum má geta þess, að komið hefur í ljós vig rannsókn ir, að fæstar stúlkur, sem yngri eru en fimmtán ára, eru ókysst- ar nú orðið, en mæður þeirra og ömmur voru yfirleitt orðnar átján ára, áður en þær voru fyrst kysstar, og aðspurðar sögðu margar af ömmunum, að þær 'hefðu ekki látið kyssa sig fyrr, þar sem þær hefðu heyrt, að það væri óhreinlegt. Og það er víst, að ungar stúlkur nú kyssa oftar og fyrr en kynsystur þeirra gerðu fyrir þrjátíu árum. Ký Evrópa Framhald af 7. síðu. ávísun og vísvitandi — að beita þeim fyrir sigurvagn s’inn. Með því að koma orðum að því, sem „oft var hugsað, en aldrei upp- hátt sagt áður svo vel“ hefur hershöfðinginn gert það að grjóthörðum, pólitískum veru- leika, sem áður var aðeins orð- laus, þung andúð gegn því, að Evrópa væri höfðu að leik- soppi. De Gaulle hefur auðvitað aukið við þetta frá eigin brjósti, og túlkað á sinn hátt. Með því að hindra inngöngu Breta og Norðurlandabúa í Efnahagsbandalag Evrópu, hef ur hann leyst úr læðingi dreifi öfl, sem gætu dregið til muna úr áhrifum hinnar nýju Evr- ópu. En þessi hlið er ekki enn komin upp á teningnum. Það, sem rnáli skiptir er, að de Gaulle gerir sér mat úr víð- tækri og sennilega óstöðvan- legri uppreisn Evrópu gegn bandarískum yfirráðum. Það tjóar því ekki að fara með de Gaulle eins og einhverja hverfula draumsýn eins og sumir virðast halda í Washing- ton. Evrópa er varanleg, með eða án de Gaulle . (Þýtt úr Newsweek). Ryðvarmn — Sparneyfínn — Slcrkue'* Sérstaklcga byggZi/r fyrír mafarveg! Svcinn Biarnsson & Co. Hafnarsfræfi 22 — Sími 24204^ Póstsendum RAMMAGERÐINI GRETTISGÖTU 54 S í M 1-1 9 1 O 81 Tæknifræðingafélag íslands Fundarboð Áríðandi fundur verður haldinn í Kjörgarðskaffi, Laugavegi 59, þriðjudaginn -5 þ.m. kl. 20,30. Stjórn Tæknifræðingafélags íslands Sendisveinn óskast nú þegar Skipaútgerö ríkisins T í M I N N, laugardagur 2. marz 1963. 12

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.