Tíminn - 03.03.1963, Side 3
í SPEGLITÍMANS
Nú er verið að leika Frænku
Oharleys í nokkuð breyttri
mynd í Austurríki. í þessari
kvikmynd eru hvorki meira né
minna en fimm frænkur, sem
allar eru karlmenn og fimm
ungir menn, sem allir eru stúlk
ur. Þetta er söngvamynd, sem
auðvitað endar með því, að allir
verða ástfangnir af hverjum
öðrum. Aðalhlutverkið leikur
hin danska kvikmyndaleikkona,
Vivi Bak, sem þar af leiðandi
er einn af hinum dulbúnu ungu
mönnum. Hér er hún á mynd-
inni með stuttklippt hár og
reykjandi pípu.
☆
Nú er hinn kunni rússneski
geimfari Pavcl Popovich á
góðri leið með að verða dægur
lagasöngvari. Fyrsta plata hans
hefur nú bæði komið út í Dan-
mörku og Englandi og er þetta
tilfinninganæmt rússneskt ljóð
með þunglyndislegu lagi, sem
vel hæfir djúpri rödd geimfar-
ans. Það stóð ekki á vinsæld-
um plötunnar í áðurnefndum
löndum, og er sagt að frægð
Popovich sé ekki aðalástæðan.
☆
íranbúar bíða allir í ofvæni
eftir því, að drottning þeirra,
Farah Diba, eignist bam það
er hún gengur meg um þessar
mundir. Mikið á að vera um
dýrðir við fæðinguna, og hef
ur keisarinn, eftir beiðni konu
sinnar, ákveðið að 14.750 fang
ar í fangelsum írans hljóti
mildari refsingu, en áður hafi
verið kveðið á um. Dauðadóm
um verði breytt í lífstíðarfang
elsi og lífsííðarfangelsi verð
ur breytt í tíu ára fangelsi, og
þúsundi minni háttar glæpa-
manna munu verða látnir laus
ir.
☆
Heiminum er í rauninni
stjómað af gömlum og sjúkum
mönnum ásamt hinum 45 ára
gamla bandaríkjaforseta John
F. Kennedy. Nikita Krustjoff
er 68 ára gamall og oft og tíð-
um mjög veikur. Mao Tse tung
Hin 25 ára gamla danska dæg
urlagasöngkona, Birthe Wilke,
ákvað að fæða barn sitt eftir
sem áður, þegar hún heyrði, að
líkindi mundu vera á því, að
það yrði vanskapað. En hún
hafði tekið inn einar átta loft-
veikistöflur, sem reyndust
valda vansköpun. Hún fæddi
son á gamlárskvöld í Kaup-
mannahöfn, sem var eðlilega
skapaður að öðra leyti en því,
að þumalfingurna vantaði á
hendur hans og handleggirnir
voru örlítið snúnir. En Birthe
iðrast þess ekki, að hafa fætt
son sinn, þó svo sé. Handleggir
hans eru í gipsi, og talið er að
þeir munu vaxa rétt með tím-
anum, og með uppskurði verð-
ur líklega hægt að laga þumal-
fingurna eitthvað'. Birtha lætur
nú söngferil sinn sitja á hak-
anum, og hugsar eingöngu um
soninn. Hún hefur áður átt í
miklum erfiðleikum. Árið 1957
slasaðist hún í bílslysi, siðan
lenti hún á taugahæli í Banda-
ríkjunum eftir misheppnað
hjónaband. Og annað hjóna-
bandið fór út um þúfur hjá
henni rétt á eftir. Nú er hún
gift 32 ára gömlum hljómlistar
manni Enrico Veraga að nafni.
Hinn kunni rock-söngvari,
Ricky Nelson, sem stúlkur um
allan heim hefur dreymt um
að eignast, hefur nú trúlofað
sig, þeim til mikillar hrelling-
ar. Sú hamingjusama heitir
Lisa Brown,
☆
er 69 ára og þjáist af mjög
slæmum lifrarsjúkdómi. Charl-
es de Gaulle er orðinn 72 ára
og er næstum því blindur, og
Konrad Adenauer er hvorki
meira né minna en 87 ára, en
hann hefur aftur á móti hesta-
heilsu.
Hinni fyrrverándi írönsku
keisaraynju, Sorayu voru veitt
Oscarverðlaunin nýlega fyrir
vinsældir. Soraya varð að von-
um mjög glöð við þessi tíðindi,
og hér heldur hún hreykin á
bikarnum. Það er líklega engri
konu í heiminum vorkennt það
eins mikið að vera ógift og
Sorayu.
☆
Jafnvel meðlimir Kennedy-
fjölskyldunnar eiga í erfiðleik-
um með að fylla upp þær kröf
ur, sem fólk gerir til þeirra.
Án þess að nokkur fjölskyidu-
meðlimur gæti komið í veg fyr
ir það, sagði Joan Kennedy,
etginkona Teds Kennedy, blaða
mönnum frá því, ag hið veila
bak forsetans væri mikið vanda
mál, hann gæti varla orðið tek
ið upp son sinn. Við þessu kom
undir eins það svar frá Hvíta
húsinu, að baki forsetans færi
batnandi, en sonur hans þyngd
ist aftur jafnt og þétt. Kenne-
dy yngri er nú rúmlega 17 kíló
á þyngd.
☆
Juliet Prowse, stúlkan, sem
varð heimsfræg á því að trúlof
ast Frank Sinatra, en sneri svo
jafnskjótt við honum bakinu,
tilbiðjendum Sinatra til mikill-
ar undrunar, hefur nú sinn eig-
in leikþátt á Broadway. Þetta
er nokkurs konar grínþáttur.
þar sem hún tekur fyrir þekkt-
ar kvenpersónur sögunnar. —
Gagnrýnendur eru ekki mjög
hrifnir af leik Júlíu, en áhorf-
endur eru himinlifandi. Juliet
tekur leik sinn mjög alvariega.
og þó að þetta sé ekki drama-
tískur leikur er hann skemmti-
legur. Hér á myndinni er Juli-
et í hlutverki Cleopötru, sem
hún túlkar á grimmilegan og
óseðjandi hátt, og áhorfendur
beimta meira.
Þeir Andrew prins i Bret-
landi og Reza krónprins í íran
hafa nýlega átt afmæli, og nú
bætist einn lítill í hópinn, það
er japanski prinsinn, Naruhito
Hironomiya (kallaður Hiro),
sem hérna á myndinni leikur
sér að flugdreka í Tokyo, en
Andrew hélt upp á afmæli sitt
með vistugu teboði í Bucking-
ham Palace upp á enskan máta.
*
Söngvarinn Eugen Tajmer,
sem hér var staddur fyrir
skömmu, var nýkvæntur, þegar
hann kom hingað, og fundum
við brúðkaupsmynd af þeim
hjónunum í dönsku blaði. Með
henni stóð, að brúðurin héti
Annelise Larsson og þau
hcfðu hitzt á öðrum vík-
ingabátanna í Tivolí, þar sem
hún seldi súkkulaði. Endirinn
var svo sá, að Tamjer réði sig
á sama bát, með þeim afleið-
ingum, ag hann þyngdist um
fjögur kíló, vegna súkkulaði-
áts, áður en hann bar upp bón-
orðið.
í blaði nokkru í Seattle í
Kaliforníu var nýlega haldin
keppni um það, hver gæti skrif
að stytztu ævisöguna. Frú
Gwendolin Weels hlaut fyrstu
verðlaun, en ævisaga hennar
var á þessa leið:
í gamla daga átti ég slétt
andlit og plíseraðan kjól, nú
er það þveröfugt.
☆
Charles krónprins í Englandi
brá sér nýlega á skíði í fyrsta
skipti á ævinni. Kennslan fór
fram í Tarasp í Sviss, sem
kannski þykir heldur bratt
skíðalendi fyrir byrjendur, og
það konunglega, en Philip
drottningarmaður, faðir Oharl-
es, hefur nú einu sinni ákveðið
að sonur sinn skuli verða karl
menni, en ekki dekurbarn
brezku krúnunnar, hvað sem
ömmur, mæður og systur í
fjölskyldunni segja.
☆
T í M I N N, sunnudagurinn 3. marz 1963. —
3