Tíminn - 22.03.1963, Qupperneq 1

Tíminn - 22.03.1963, Qupperneq 1
LUMA - . _ ER UOSGJAFlt FYRIR UPPÞVOTT, NYLON OG ULL Föstudagur 22. marz 1963 arg. Fréttamönnum var í dag boðið með á æfingu á vegum Slysavarna- félags íslands, þar sem reyndir voru þrír mismunandi stórir bátar úr trefjaplasti, sem framleiddir eru norður á Blönduósi, Reyndu piltar úr Stýrimannaskólanum, sem æft hafa björgunarstörf í vet. ur á vegum félagslns, sjóhæfni bátanna, með notagildi þeirra sem björgunarbáta fyrir augum. „Þetfa er sjóborg", sagði Henry Hálfdánarso'n, skrifstofustjóri félagsins, um stóra bátinn að æfing unni lokinni. — Sjá frétt á fimmtándu síðu. Afturfótafæðing hjá íhaldinu vestra Skipt um mótor í Gijáfaxa GS-ísafirði, 21. marz. íhaldslUtinn hér á Vest- fjörðum fæddist í kvöld eftir mikil harmkvæli og söguleg. UrSu miklar og róttækar breytingar á listanum og, hverfa báSir þingmenn íhaldsj ins hér af honum. Eins og kunnugt er, hafa und- j anfarið staðið yfir miklar deilur | um skiDan listans. Þær deilur náðu ; hámarki á kjördæmisþingi íhalds- ins, sem haldið var hér. í nótt sem leið voru haldnir látlausir j klíkufundir og tókst að sjóða sam an lista, þar sem Gísli Jónsson var í efsta sætinu, Sigurður Bjarna son í öðru, Matthías Bjarnason i þriðja og Þorvaldur Garðar í fjórða. Hafði flokksvaldið þó sótt fsst að koma Þorvaldi ofar. Var að ons eftir að bera listann undir væntanlega frambjóðendur. En pegar talað var við Gísla, brást hann illa við og kvaðst ekki vilja vera efstur á lista með Matthíasi Bjarnasyni. Er þessi viðbrögð Gísla urðu kunn, varð mikil ringul reig á þinginu og töldu menn sig nú óbundna af samkomulagi. Upp- hófust þá enn klíkufundir. Um Framh. á bls. 15. KH-Reykjavík, 21. marz Gljáfaxi sem fór í annað skíða- flugið til Grænlands í gær, hefur teppzt í Meistaravík vegna vélar- bilunar. Bilunarinnar varð vart í morgun, þegar setja átti vélina í gang. Skymaster var þegar send ur á vettvang með nýjan mótor og fjóra viðgerðarmenn, og er áætlað; að viðgerðin muni tefja skíðaflug- ið um einn sólarhiing. í Meist- aravík er 37 stiga frost, og er talið, að vélin hafi ekki verið hituð nægilega upp, áður en hún fór af stað. Þess má geta til marks um, hve Grænlandsflug F.í. hefur gengið vel, að þetta er í annað sinn á tólf árum, að smávegis bil- un hefur tafið för. f GULLFOSSBRUNINN VEGNA VANRÆKSLU HJÁ B. OG W. Ao'ils-Kaupm.höfn, 21. marz. Sjóprófum út af brunanum í Gullfossl lauk um klukkan 4 í dag. Niðurstöður réttarlns urðu þær, að orsakir brunans megi reka til þriggja efttrtal- inna atrtða: 1) að Iokumar vantaði í botngeyma skipsins; 2) að vegna óþéttleika í þurr- kvínni lyftl siórinn olíuuni upp að glóðarkerum, sem kvelktu í henni; 3) að Burmeister og Wain höfðu vanrækt ag fjar- lægja glóðarkerin. Réttarhöldin hófust í sjó- og verzlunardómi klukkan 9,30 í morgun og héldu látlaust áfram til klukkan fjögur, að undanskildu hálftíma matar- hléi. Mikill fjöldi manna var viðstaddur réttarhöldin. Dóms forseti var Joliannes Olsen. — Fyrir skiplð var mættur H. Thomsen, héraðsdómslögmað- ur, og fyrir B.&W. og Baltica mætti Bierfreund, hæstaréttar iögmaður. Fyrir Eimskipafélag íslands mætti fulltriii frá skrif stofu Michael Reumerts, hæsta réttarlögmanns. Túlkur var Gunnar Björnsson, kjnsúll. — Einnig voru mættir frá Íslandí lögfræðingarnir Ágúst Fjeld sted og Sigurður Egilsson. Þá voru og viðstaddir Ásberg Sig- ursson, skrlfstoíustjóri Eim- skips í Hö'fn: Petersen fulltrúl og Maack, skipaverkfræðingur. Óttar Möller, forstjóri Eimskips flaug til íslands í dag og gat því ekki verið viðstaddur rétt arhöldin. Af hálfu skipsins mættu sem vitnii Kristján Aðálstelnsson skipstjóri, Erlendur Jónsson, fyrsti stýrlmaðúr, Hannes Haf stehi, annar stýrimaður, báts maður og þrír hásetar. Enn fremur Ásgeir Magnússon. fyrsti vélstjóri; Gísli Hafliðason mnar vélstjóri; Sigurður Sig- urðsson, aðstoðarvélstjóri og Ingvar Björnsson, að'stoðarmað ur. Réttarhöldin hófust á þvi, að lesin var upp skýrsla skipstjór ans og síðan var hann yfir- heyrður. Skipstjórinn upplýsti m.a., að sklplð hefði verið í veniulegri klössun, sem það fer í meg vissu milliblli, og iiefðu botngeymar skipsins ver ið hreinsaðir áður. Fyrst var tekið fyrir atriðið um botnlokurnar, og var sklp- stjórinn spurður: — Hver telj- i'ð þér, að hafi átt að sjá um, að botnlokurnar væru í? — Það átti skipasjníð'astöðin að sjá um, svaraði skipstjórinn. Þá spurði dómforseti Biier- freund lögfræðing B.&W.; — Er það staðfest, að orsök elds- ins sé olían, sem lak úr botn- geymunum? Bierfreund svar- aði: — Það er staðfest, ag það sem olll brunanum, var, að olían skyldi vera þarna. f Ijós kom, að menn höfðu ekki veltt því athygli, að olían hafði lekið út á laugardaginn, en hún hafði þá Iekið niður í botn á þurrkvínni og niffur í geymi þar undir. Það var svo ekki fyrr en á sunnudag, að sjór flæddi inn í kvfna og lyfti olíunni þanniig aftur upp. Skipstjórinn var sjálfur i landi frá því á föstudagskvöld og fram á mánudagsmorgun. Á sunnudagskvöld skýrði stýri- maður honum frá atvikum í síma, og spurði hann strax, f i ,mh 3 hls 15 I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.