Tíminn - 09.04.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.04.1963, Blaðsíða 2
SAGA EIDE-MÁLSINS í STÓRUM DRÁTTUM Svo virSisf, sem gamla hneykslismálið danska, Eide málið, sé ekki útkljáð enn. Að undanförnu hafa verið mikil bóka- og blaðaskrif um málið, og nú virðist allt útlit fyrir að það komi að nýju fyrir dómstólana. Eins og Tíminn skýrði frá ný- lega, kom út í Danmörku fyrir síðustu jól bók um Eide-málið, eftir íslenzk-ættaðan mann, Th. Thorsteinssen, hæstaréttarlög- mann, verjanda Eide á sínum tíma. Bókin vakti mikla reiði hlut aðeigandi í málinu, og tveir þeirra hófust þegar handa að svara bókinni með nýjum bóka- skrifum. Annar þeirta var lög- fræðingur í málinu á sínum tíma, Niels Ventegodt, hinh, Haste, var ein af aðalpersónunum í málinu. í 'bók sinni, sem er nýkomin út, ræðst Ventegodt harkalega á Thorsteinsson, sakar hann um að falsa tilvitnanir og snúa út úr sannleikanum. Og nú er það nýj- ast í málinu, að Ventegodt hefur sent skriflega kæru, bæði til lög- fræðingaráðsins og dómsmála- ráðuneytisins. Kæran á upptök sín í því, að þegar Ventegodt var að vinna að bók sinni, fékk hann lánuð málsskjöl úr skjalasafni borgardóms, en áður en hann hafði til fulls notfært sér skjölin, voru þau tekin af honum, og lög regluyfirvöld afturkölluðu leyfi hans til ag glugga í þau. Ventegodt kveðst nú hafa fund ið meðal þessára skjala, áður en þau voru tekin af honum, mjög þýðingarmikið skjal, sem hann hafði el^ki séð áður. Var það lagt fram af Thorsteinssyni, dagsett 4. des. 1935, þ.e.a.s. mörgum dögum eftir að málið hafði verið tekið til dóms. Ventegodt telur það freklegt brot vig sig o.g skjói- stæðing sinn, að þeim skyldi ekki gefast tækifæri til að sjá nefnt skjal. Segist hann ekki hafa full vissu fyrir því, að ekki liggi fleiri skjöl í safninu, scm hann hafi aldrei fengið að sjá. Sem stendur hefur ekkert verig ákveðið um, hvort málið skuli tckið upp að nýjtt, en líkty benda til, að þess verði krafizt. Th. Thorsteinsson, hæstaréttar lögmaður, hefur ekkert látið frá sér heyra, síðan bók Ventegodts kom út. Lesendupj mun nú vafalaust leika forvitni á að vita um hvað þetta Eide-mál snýst um í raun og veru. Það var á árunum 1931 —’32, sem dönsk yfirvöld höfðu fyrst eitthvað af því að segja, og þá gekk það undir nafninu Viola- málin. Erlendur greifi að nafni Viola, sem búsettur var í Kaup- mannahöfn, var ákærður af móð- ur 17 ára stúlku fyrir ósæmilega framkomu við dótturina. Eide borgardómari, sem þekkti Viola greifa persónulega, ætlaði að ger ast sáttasemjari í málinu og heim sótti þær mæðgur. A meðan á þeirri heimsókn stóð og síðar í blaðaviðtali, talaði Eide þannig um móðurina, að hún stefndi hon um fyrir meiðyrði. Eide var dæmdur sekur í því máli, en sýknaður af hæslarétti. En þegar svo var komið kærði dóttirin Eide fyrir ókurteisi, sem hann átti að hafa sýnt henni í sambandi við málflutning áður- ncfnds máls og á nrenti. Því lauk þannig, ag Eide var dæmdur sýkn af því, sem hann átti að hafa skrifað um hana í blöðin, en í 50 kr. sekt fyrir ummælin um hana í málflutningnum. í þe^su s.eínna máli var Ventegodt lögfræðingur dótturinnar, og þannig er hann blandaður í mál- ið. Haste ritstjóri kvæntist síðan stúlkunni, og blandast þannig einnig í málið, þar sem tahð er, að það, sem síðar skeði, hafi átt rót sína ag rekja tii framkomu Eides við dótturina. Ekkert skeð'i svo fyrr en árið 1934. en þá birtir dagblaðig Ber Ungske Tidende ntikla grein um kvörlun, sem borizt hafði, vegna eins þeirra mála, sem embætti Eide hafði haft meg að gera. — Haste var þá blaðamaður við Berlingske Tidcnde. Mál þetta var í sjálfu sér nauðaómerkilegt, maður nokkur hafði keypt verzl- un, og kærði það, að hann hefði verið látinn borga of mikið, að seljandinn hefði svindlað á sér. Eide komst að þeirri niðurstöðu, að ákærandi færnmeð ósatt mál, og lét fangelsa hann. Maðurinn var svo látinn laus þremur dög- um síðar og sýknaður. Seinna fékk hann svo 1000 kr. danskar í skaðabætur, sem hækkaðar voru upp í 1500 kr. í hæstarétti. Skrif Berlingske Tidende gengu út á það, að umdeildur maður hafi verið lasinn og rúmliggjandi þegar hann átti að mæta fyrir réttinum, en fengið læknisleyfi, til ag vera á fótum“í skamman tíma, þar sem lögfræðingur hans hefði lofað honum að þetta mundi vera svona hálftími. En þegar til kom hafi hann verið yflrheyrður í fleiri klukkutíma og endað með því ag vera sendur í fangelsi, í kaldan klefa, án allrar læknishjálpar. Og eftir að þessi grein birtist var fjandinn laus. Eide hélt þvi fram, að Haste hefði skrifað greinina í hefndarskyni við Viola málin, og kvartaði yfir þessu við Berlingske Tidenda, og Haste. sem hélt því fram, að greinin hefði^ verið skrifuð af mannúð- legum ástæðum, var vikið frá blaðinu um mánaðartíma. Þetta Þetta er Eide borgardómari, aðai- persónan í gömlu hneykslismáli, sem nú er að taka sig upp aftur, vegna þrlggja bóka, sem skrifaðar hafa verið um málið. Olli auðvitað mikilli reiði Haste gagnvart Eide. Máli áðurnefnds ákæranda var þó enn ekki lokið og hafði lög- fræðingur hans áhyggjur af því, að Eide rnundi áfram vera dóm- ari þess, þar sem hann hefði áð- ur fangelsað skjólstæðing hans. Hann krafðist þess því að Eide 'viki úr sæti sínu fyrir öðrum dóm ara. Þessu neitaði Eide. Lögfræðingurinn komst nú að því, að fortíð Eide væri ekki með öll flekklaus, hann átti að hafa framið nauðgun, þegar hann árið 1909 gegndi embætti á Fjóni. Rétt er að taka það strax fram, að síðarkom í ljós, að fyrir þéssu var enginn fótur. Ákærandi vildi losna vig Eide úr dómarasætinu, og var nú reynt að nota þessa sögu í þeim tilgangi. Haste-hjónin fóru til Fjóns, til að afla sönnunargagna, og komu heim aftur með vott- fest skjal, þar sem móðir um- ræddrar stúlku segir að það sé rétt að Eide ásamt öðrum emb- ættismanni hafi hellt stúlkuna blindfulla og síðan tekið hana með valdi. Þetta fannst lögfræðingnum og Ventegodt — en hann bar vitni í máli verzlunarkaupendans — vera of lítil sönnunargögn, ef duga ætti til að steypa Eide. Haste-hjónin lögðu því aftur land undir fót, og höfðu nýja skýrslu upp úr krafsinu, sem bæði móðir og dóttir undirskrif- uðu. Þag plagg var dagsett 1. febrúar árið 1935. Nú bar búðareigandinn fram kvörtun við dómsmálaráðuneytið og lögfræðingur hans kærði fyr- ir borgardómi. Ánangurinn af þessu varð svo sá, ag Eide vék úr dómarasætinu. Ákærandinn hafði þannig náð hefndum og voru — eins og áður er sagt — dæmdar skaðabætur, bæði af borgardómi og hæstarétti. En rannsókn málsins gegn Eide var haldið áfram og kom í ljós, að ekki var um neina nauðgun að ræða. Þetta var m.a. sannað með skriflegri yfirlýsingu frá þeim mæðgum, þar sem þær taka allt aftur, sem þær höfðu áður haldig fram. Ekki verður unnt að rekja mál- ið lengra í blaðinu í dag, vegna þrengsla, en á morgun birtum við niðurlagið af þessu mjög flókna máli, sem nú er að verða enn flóknara með áðurnefndum bókarskrifum, og allt útlit fyrir, að það komi á nýjan leik fyrir dómstólana í Danmörku. BRITISH OXYGEN LOGSUÐUTÆKI og VARAHLUTIR fyrirliggiandi Þ. Þorgrímsson & Co. Suðurlandsbraut 6 Sitnj 22235 — Reykjavft Tilboð óskast í Pobeda-bíl. Upp- lýsingar í síma 13329. Ráðskona Maður sem stundar sauð- fjárbúskap vantar ráðskonu má hafa 1—2 börn. Sími 23539 Trúlotunarhringar Kfiot afgreiðsla GUDM ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 Simj 14007 Sendum gegn Dóstkröfu Póstsendum EINANGRUN Ódýr og mjög góg einangrun. Vönduð framleiðsla. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Skúlagötú 30 - Bankastræti 11 KJÖRSKRÁR- STOFN til alþingiskosninga í Reykjavfk, sem fram eiga að fara 9. júní 1963, liggur frammi almenningi ti! sýnis í skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, alla virka daga frá 9. apríl til 7. maí næstkomandi kl. 9 til 18. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til skrif- stofu borgarstjóra eigi síðar en 18. maí n.k. 6. apríl 1963 BORGARSTJÓRINN I REYKJAVÍK T f M I N N, þriðjudagur 9. apríl 1963. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.