Tíminn - 09.04.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.04.1963, Blaðsíða 9
nSBMð Laguna í kvöld og mikill hluti eyjabúa taki þátt í henni. Mér var sagt, áður en ég fór þessa ferð, að ég skyldi forð ast að vera einn á ferli á afvikn um stöðum. Það' gæti verið við sjálft. Reynsla mín er allt önn- ur. Mér þykir gott að reika einn' um á annarlegum stöðum. Fólk ið brosir og heilsar. og mér finnst ég eiga hér heima, end' hefur mig dreymt um þennan stað síðan ég var strákur. Eg hit'.i Gísla Johnson og frú hane við borð hérna, þegar ég ætlaði að ganga heim. Þau buðu sæti, og spjölluðum við margt. Þau sögðu mér frá ferð- um sínum víða um heim. Gísli er einn hinna eldri brautryðj- enda atvinnufífsins á íslandi og hafði ég heyrt margt af honum sagt og allt gott. Þótti mér fengur að kynnast þessum heiðurshjónum. í dag er langheitasti dagur- inn hérna. Sumir segja, ag hit- inn sé 40 stig eða meira. Flug- menn okkar og flugfreyjur telja þetta heitasta dag, er þau hafa lifað og hafa þó víða far- ið og margt reynt. Eg bjóst dökkum fötum áður en ég gekk til kvöldverðar, því ag föstu- dagurinn langi er helgasti dag- ur ársins í þessu landi. Margir íslendinganna voru miður sín vegna hitans og komu ekki að borði. 21. april Eg reis úr rekkju klukkan 6 og gekk út. Veður heldur svalt en verður þó líklega heitt f dag. Fjallið Teide blasir við hvíldi yfir eynni. Slíkar stund- ir gleymast ekki. Eftir morgunte gekk ég út í borg með Þorvaldi Sigurðs- syni bókaútgefanda og spjölluð- um við ma'gf og áttum góða stund saman í forsælu trjáa. H:tinn cx fljótt og íslending- ar taka að gerast brúnir í sól- -t-inir" '• natp vorla setið e$a " 'VVi þýði’' aff kvarta. Klukkar fimm leigðum við okkur bil fjórir saman og fóv um í skemmtilegt fer'ðalag. Þor steinn Bergmann var bilstjóri og hlaut fyrstu einkunn fyrir. Vig ókurn vestur norðurströnd eyjarinar, en það' er einn fegursti hluti eyj- ainnar að landslagi og gróðri. Við ókum alla leið til borgarinnar Icod de los Vinos. en þangað var ferðinni heitið til þess ag sjá drekatréð fræga. eitt af eiztu trjám jarðar. Þetta tré var rúmlega 25 metra hátt og 15 metrar í ummál stofninn og ógnar mönnum meira gild- leikinn en hæðin. Stofninn er eins og steindrangur og krónan afar dökk að neðan og þvi lík sem rætur hangi niður úr henni. Úr jöðrum krónunnar héngu rauðleitir klasar, og hélt ég ag það væri „drekablóð“ en fékk síðar að' vita, að það er rauðleitui safi, sem dreyrir úr stofni, sé hann særður. Tréð gnæfir yfir bænum á gilbarmi einum. Sa þaðan upp afar fagr- an og frjósaman dal upp til fjallsins Teide. Aldrei hef ég ség dýrðlegri náttúrufegurð en á þessum stað'. f Icod de la Vinos er fræg stórfaguri. Eg gekk upp að hlíðinni og kom að hárri og glæsilegri turnbyggingu með fallegum garði með tjörn eða laug. Virðulegur Þjóðverji veifaði tn mín og bauð að sýna mér gaiðinn og turninn. Við fórum í lyftu upp á átjándu hæð og var dýrlegt útsýni yfir borgina og hafið. Eg þakkaði þessum góða manni fyrir greið'a hans og hélt áfram upp brekkuna Eg kleif mjóan stíg þakinn asnaskít og geitaspörð um. Um 15 kaktustegundir urðu á leið minni og grannvax in pálmatré voru á syllum. Eg settist á fallegan klettastall og dáðist að fegurð morgunsins. Spörfuglar sungu og friður rauðvínsgerð og einnig brugg- að gott bananavín. Vínbúðin var girmieg og hafði margt að geyma, og ekki þætti vöru- verðið' hátt heima á íslandi. 22. aprfl — páskadagur Vaknaði með höfuðverk og hitasnert Hef líklega ofkælzt í opnum bílnum um kvöldið. Treysti mér varla á fætur. Komst þó í fötin og gekk út. Sólskin var lítið og hrollur í mér. Fór heim aftur og lagð- ist fyrir en fékk mér litlu síð- ar mjög heitt bað, klæddi mig og var albata. Þegar út kom hitti ég vin minn og frænda Karl Smith. Gengum við lengi Framhald á 13. síðu. SJÖTUGUR: Vilhjálmsson frá Hánefsstöðum Árni Viihjálmsson frá Hánefs- stöðum á Seyðisfirði, er sjötugur í dag. Hann er fæddur 9. apríl 1893, og voru foreldrar hans Vil- hjálmur Árnason, útvegsbóndi, Hánefsstöðum og kona hans Björg Sigurðardóttir, sem enn er á lífi nær 93 ára gömul. Vilhjálmur andaðist árið 1941. Árni ólst upp við sveitastörf og sjósókn og varð snemma vel að manni. Hann hóf sjómennsku 1909 og frá 1912 var hann formaður á bátum. Árið 1925 hóf hann þátt- töku í útgerð með föður sínum fyrst, en síðar einn og stundaði hana til 1943. Árni var rúm 30 ár á sjó, meðal annars var hann 14 vertíðir með útgerð á vetrarvertíð á Horna- firði. Var Árni í senn dugmikill útgerðarmaður og sjósóknari. Ár- ið 1930 byggði Árni sér íbúðarhús í landi Hánefsstaða og skírði það Háeyri. Bjó hann þar meðan hann stundaði útgerð og hafði jafn- an nokkurn landbúskap með henni. Árið 1942 varð Árni erindreki Fiski,'félags íslands á Austurlandi og skipaeftirlitsmaður frá 1947. Haustið 1944 seldi Árni Háeyri og fluttist inn á Seyðisfjörð og bjó þár til 1957. Árið 1916 kvæntist Árni Guð- rúnu Þorvarðardóttur frá Kefla- vík, mikilli mannkostakonu. Þau hófu búskap a Skálanesi og bjuggu þar fjögur ár cn fluttust síðan í Hánefsstaði og b.'uggu þar; 10 ár. Þeim varð fjögurra barna' auðið, Vflhjálms, Þorvarðar, Tóm- asar og Margrétar, sem öll eru á j lifi og hið mesta myndar- og at-' gervisfóik. Guðrún lézt árið 1957, | og eftir lát hennar fluttist Árni til Reykjavíkur og hefur búið þar síð- an, fyrst hjá börnum sínum, en árið 1961 kvæntist Árni öðru sinni Magneu Magnúsdóttur úr Njarð- víkum, ágætri konu, og búa þau nú að Nýlendugötu 27 í Reykja- vík. Árni neiur tekið mikinn þátt í opinberum störfum. Hann var lengi í skólanefnd Seyðisfjarðar- hrepps og seinni árin formaður hennar. Hann sat einnig íi hrepps- nefnd um skeið. Árið H.942 var hann kosinn á Fiskiþing fyrir Austfirðingafjórðung og sat á 9 þingum eða til 1959. Formaður sóknarnefndar Seyðisfjarðar var hann nokkur ár. Frá því að Slysavarnafélagið var stofnað, hefur Árni jafnan unnið mikið að málefnum þess og setið í stjórn þess síðan 1959. Auk þess hefur hann tekið mikinn þátt í ýmsum öðrum félags- og menn- ingarmálum, enda hefur hann jafnan verið mjög áhugasamur um framfaramál og ótrauður í baráttu fyrir þeim. Árni er greindur vel og gerhug- ull, fastur fyrir og ákveðinn í skoðunum, frjálslyndur og vel- viljaður. Hafa störf hans hvar- vetna verið mikil og góð, og hann nýtur mikils trausts og vinsælda allra, er hann þekkja. Munu marg- ii senda honum hlýjar líveðjur á þessum tímamótum. FIMMTUGUR: framkvæmdastjórs, ísafirði Guðmundur Sveinsson frá Góu- stöðum er fimmtugur í dag. Hann er sonur hjónanna Guðríðar Magnúsdóttur og Sveins Guð- mundssonar, elztur fimm bræðra sem á lífi eru, er allir hafa mann ast ágætlega og bera æskuheimili sínu bezt vitni. Að loknu barna- skólanámi gekk hann í unglinga skóla á ísafirði. Guðmundur var kornungur er hann tók að stunda veiðiskap með föður sínum. Voru það einkum síldveiðar í landnót, sem Sveinn lagði stund á og var einatt feng- sæll. Oft höfðu þeir feðgar klófest síldardrátt við Skipeyri án þess að nokkur yrði var við smásíld í Skutulsfirði. — Á vetrum vann Guðmundur að viðgerð netja, á- samt föður sínum. Síðar tók hann að stunda viðgerð og uppsetningu snurpunóta á netaverkstagði Pét- urs Njarðvík á Grænagarði og lauk prófi í þeirri iðngrein. — SkÖmmu eftir lát Péturs var stofnað fyrir- tækið Netagerð Vestfjarða h.f. og stendur Guðmundur fyrir því, á- samt félaga sínum, Guðm. í Guð- mundssyni. Hefur netagerg þeirra félaga nú mikil viðskipti og hafa þeir jafnframt með höndum við- gerðir síldveiðinóta um veiðitím- ann á sumrum á Siglufirði og víð- ar. Kynnir Guðmundur sér vel nýj- ungar í atvinnurekstri sínum. — Hann skrapp meira að segja alla leið til Japan, ásamt fleirum. í boði einhverra fyrirtækja, sem ég kann nú ekki skil á, í fyrravetur, og var fljótur í ferðum. Birtist við- tal við hann í Tímanum, að ferð- inni lokinni. Auk þess, sem Guðmundur er dugmikilLog framkvæmdasamur í atvinnurekstri sínum,_ er hann á- gætur félagsmaður. Hann var á unglingsárum sínum og víst enn þá, í málfundafélagi í Skutulsfirð inum, er jafnan hefur haldið þar uppi vinsælli skemmtistarfsemi og ýmsu fleiru. Hann hefur starfað lengi og vel í Skiðafélagi ísfirðinga og í skíða ráði og lagt þar fram mikið þegn- skyldustarf, ásamt fleiri góðum mönnum, með byggingu góðs skála í Seljalandsdal og ýmislegs annars, sem gert hefur verið skíðaíþrótt- | inni hér til eflingar. Enn þá er þó ótalið starf hans í þágu Framsóknarflokksins og Tímans. í foreldrahúsum hans töl- uðu unglingarnir víst meira um stjórnmál og þó einkum um sam- vinnumál en þá var títt og latti hin góða móðir þeirra þess ekki. Kom enginn að tómum kofunum, sem kallað er, þegar karpað var við Guðmund um þau mál. Tveir bræðra hans, Gunnar í Keflavík og Þorsteinn á Djúpavogi, luku prófi úr Samvinnuskólanum og eni nú meðal dugmestu kaupfélagsstjóra landsins. — Guðmundur hefur ekki haft aðstöðu til að beita sér að ráði í þeim efnúm, en er þar þó sama sinnis og bræður hans. — En í flokksstarfsemi Framsóknar- manna á ísafirði hefur hann tekið mikinn og góðan þátt. Var hann fyrsti formaður flokksfélagsins, á- vallt síðan { stjórn þess og jafnan einn af skeleggustu liðsmönnum flokksins hér. Hann hefur lengi staðið fyrir Framsóknarvistum í bænum með ágætum árangri. Þá hefur hann og síðari árin annast fréttaöflun fyrir Tímann og reynzt þar árvakur og fljótur að afla nýj- unga, þótt bundinn sé hann mjög við iðn sína og atvinurekstur. — Hann er meðal hinna óeigingjörn- ustu manna í félagsskap, sem ég hef kynnzt, sækist hvorki eftir fé né frama sjálfum sér til handa, leggur málum lið í áhugaskyni, seg ir skoðun sína umbúðalaust, fljót- ur að taka ákvörðun og hreinn í skapi. Ógetið er þess hér að framan að Guðmundur stundaði vélgæzlu- starf við xafstöðina á Fossum í Skutulsfirði árið 1943. í frístund- um sínum þar, tók hann að steypa steina í íbúðarhús, sem hann hafði þá ákveðið að byggja við Engja- veg á ísafirði og var raunar annar af frumbyggjum þeirrar götu, sem Framhald á bls. 15. \ a. I í M 1 N N, þriðjudagur 9. aprfl 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.