Tíminn - 09.04.1963, Blaðsíða 4
963
KARLMANNAFÖT
TWEEDJAKKAR
TERRYLENEBUXUR
Úrvalið er
glæsilegra en
nokkru sinni fyrr
GEFJUN, Kirkjustræti
Tilboö óskast
í svonefnt Bryggjuhús við Keflavíkurhöfn. —
Húsið á að flytjast burt af núverandi stað
Tilboð þurfa að berast hafnarstjóra fyrir 16. apríl
1963.
Hafnarstjóri gefur nánari uppiýsingar.
Landshafnarstjórn
MINNING
Pálfríður
Blöndal
„Eg hræðist ei, er héðan burt
ég fer,
þú, himna Guð, ert athvarf
mitt og skjól.“
í dag verður gerð frá Bæjar
kirkju í Borgarfiröi útför frú
Pálfríðar Blöndal, húsfreyju í
Stafholtsey, er lézt hinn 1. þ.m.
Ung að árum flúttist Pálfríður
heitin að Stafholtsey og giftist
eizta syninum þar, Páli Blöndal.
Hafa þau hjón búið í Stafholtsey
í 35 ár, nú síðustu árin ásamt dótt-
ur sinni og tengdasyni, er reist
hafa nýbýli á jörðinni.
Lífsstarf frú Pálfríð'ar var því
að vera húsmóðir á íslenzku
sveitaheimili, og eru slík störf
jafnan erfið og áhyggjufull. En
með fórn og élsku vann hún verk
sin öll, vígði sína krafta heimili
og börnum.
Hún leysti störf sín af hendi
með rósemi og fúsleiksanda hinn-
ar vinnusömu og trúu konu, —
konu, sem ekki spyr um laun fyr-
ir verkin, heldur um ávöxt þeirra
og áhrif á heimili og samferða-
menn. Þau áhrif verka hinnar
látnu eru vissulega mikil og góð.
Pálfríður i Stafholtsey var ekki
auðug kona á veraldarvísu, en
hjartað var auðugt, höndin vinnu
söm og iðin. hugurinn bjartur,
parsónuleikinn sterkur og hlýr.
Hennar !if var að lýsa, fegra og
rækta. Um þá eiginleika vitnar
heimili hennar, sem er gróið og
þekkt myndar- og sómaheimili.
En um frú Pálfríð'i lék ekki ævin-
iega ljós og gleði. Sorg, harmur og
dauði sóttu hana heim. Af fimm
börnum sínum misstu þau hjónin
fjögur, þar af tvo mjög efnilega
drengif þrettán og fimmtán ára
sð aldri. Þetta var þeim ag sjálf-
sögðu djúpur harmur og sár. En
þá sýndi Palfríður bezt, hve hún
var sterk kona og trúuð. í sorg-
um sínum sneri hún sér til Guðs,
skapara síns og föður. Þaðan barst
henni líkn og liðstyrkur. Og þess
vegna var hún „glöð i voninni,
þolinmóð í þjáningunni, staðföst
í bæninni." Hún trúð'i á eilífan og
miskunnsaman Guð, sem er öllum
athvarf og skjól, jafnt í gleði sem
í sorg. Hún hefði getað tjáð
fcrú sína með orðum Einars H.
Kvarans, er hann segir:
„Ef gleðibros er gefig mér,
sú gjöf er, Drottinn, öll frá þér,
og verði af sorgum vot mín kinn,
ég veit, að þú ert faðir minn.“
Frú Pálfríður trúði á endur-
fundi ástvina eftir dauðann. Hún
hfði í þeirri trúarvissu, að á bak
við lífið kemur Iff, — líf, sem er
æð'ra, fegurra og betra en hið
iarðneska líf. Henni hefur nú ör-
ugglega orðið að trú sinni. Börnin
hennar hafa beðið eftir henni og
fagna nú endurfundunum.
Eg færi Pálfríði í Stafholtsey
innilegar kveðjur og þakkir fyrir
vináttu og iryggð, ástúð og hlýju
í minn garð. : garð foreldra minna
o-g systkina. Og ég bið eiginmanni
hennar, dóttur hennar, tengda-
syni, dótturbömum og ástvinum
öilum blessunar Guðs, styrks hans
og huggunar í harmi.
Það hefur verið sagt, ag gócjar
húsmæður «éu gæfa landsins. Pál-
fríður í Stafholtsey var ein slík
húsmóðir. Oæmi hennar er ókkur,
ATVINNA
Vantar stúlkur vanar sautnaskap, helzt kápu-
saum. Uppgripatekjur fyrir dugiegar og vand-
virkar stúlkur. Möguleikar á ákvæðisvinnu.
HVERG! HÆRRA KAUP
Hringið í síma:
1 3591
og fáið upplýsingar.
YLUR h.f.
Skúlagötu 26
HATT KAUP
FERMIN
KODAKcresta
MYNDAVÉL Kr. 286—
FLASHLAMPI Kr. 210-
Hans Petersen h.f.
Sími 2-03-13 Bankastræti 4.
TÚNGIRÐINGANET
fyrirliggjandi í 50 m. rúlíum
EGILL ÁRNASON Sbppfélagshúsinu
Símar 14310 og 20275
sem eftir liíum, eggjun' og áminn-
íng um að vaxa, — vaxa í þolin-
mæði, í trausti og trú, — trú
á góðleikann og fegurðina, — trú
á eilifan og sannan Guð, sem yfir
jkkur vakir og með okkur er.
Eg mun ævinlega minnast frú
Pálfríðar sem hinnar góðu og
sönnu drengskaparkonu, — konu,
sem átti óvenjumikinn yl í hjarta
og mildi i mundu.
Blessuð se hennar minning.
Jón E. Einarsson
T í M I N N, hriðjudagur 9. aprfl 1963. —