Tíminn - 09.04.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.04.1963, Blaðsíða 8
Hér hcldur Kári Tryggva- 'í son, kennari áfram að segja okkur frá ferð'alagi íslendinga til Kanaríeyja um páskana í fyrra, og verður nú enn gripið niður í dagbækur hans úr ferð- jnni. 18. apríl Eg tók daginn snemma og fór í borgargöngu. Konur höfðu breítt dúka sína á sölu- torg. Sátu sumar og saumuðu á götunni. Eg keypti dúk af lítilli stúiku, sem verzlað'i fyr- ir móður sína. Hann kostaði 300 peseta. Fyrir þetta var litla stúlkan svo þakklát, að hún gaf mér þrjá útsaumaða klúta í kaupbæti. Hér á eyjunum starfar iðnaðarfólk á götum úti eða í sölubúð'um og selur iðn- að sinn jafnharðan, ef unnt er. Það er sama hvort um er að ræða dúka, kjólasaum, karl mannfatasaum, málmsmíði eða skósmíði. Eg snæddi með N.N. ferða- félaga mínum vondan mat og ræddum við um bókmenntir. Eg minntist á Cronin og sögu hans eina, sem gerist á þessari eyju.. Úi' þeirri sögu er þetta kvæði: Eg hef íeitað í lundinum græna, en höll þín er löngu hrunin og horfm í myrkan skóg. Og azaelurnar rauð'u sem uxu við hallarhliðið sofa — sofa í ró. En söngfugl í sedrustrjánum hvíslaði Iitlu ljóði um litríkt blóm, er dó. Um ást, sem var dæmd til dauða. um draum, sem var engu líkur er rættist — en rættist þó. Og ilmur af fölnuðum fjólum fór um liinn græna skóg. En N N. vildi ekki ræða um Cronin en vék að snillingi okk- ar Halldóri Kiljan Laxness og gerði því umræðuefni svo ágæt skil með andagift og krafti, að nágrannar okkar, erlendir menn. litu upp og hættu að borða. Horfð'u þeir með lotn- ingu á íslenzka risann. N.N. lét þó sem ekkert væri og fór hamförum um bókmennta- heiminn Dáðist ég mjög að þekkingu hans og rökfimi. Eftir síestu sat ég um stund á ströndinni hjá löndum mínum sem voru i sólbaði, enda mjög heitt, en ég átti mér nú ágæt- an hatt. sem ég keypti í Santa Cruz, og skýldi hann mér vel. Götusali króaði tvær þýzkar kerlingar af upp við vegg og dró fram varning sinn. Lét hann svo dólgslega, að okkur kom í hug að' fleygja honum á haf út og bjarga kerlingunum. Létum þó nægja að senda hon um tóninn og dró þá af honum. Hann kom síðan til okkar, en við rákum hann burt. Eg gekk út ströndina og sá mann, sem veiddi krabba í poka, óð út í grunn lónin, en utan skerja var hvítabrim. Mér datt í hug saga Guðmundar Steinssonar, Maríumyndin, sem gerðist við strönd. Er þar krabbaveiðum lýst af mikilli nákvæmni, enda er G. St. list- ,8 ÍSLENDINGAR Á KANARÍEYJUM [slendingar á leið til eldfjallsins Talde, rænn höfundur. Sagan er talih gerast á eyju einhvers staðar- ar í Miðjarðarhafi. Eg var nú orðinn ákaflega pyrstur og stefndi i átt til Francós-torgs en þar er ágætur útiveitingastaður undir stórum döðlupálmum og lárviðartrjám. Sat ég þarna lengi og virti fyr- ir mér fólkið, en fór síðan heim og fékk mér síðdegisblund. Um kvöldið var haldið í ilmvatns- búð og gengið um lýstar götur í blíð'unnx. Mættum við þá mik illi skrúðgöngu, og fóru prest- ar fyrir, en síðan komu vagnar skreyttii; ótal logandi kertum. Kristsmynd mikil var á vagnin- um, en Maríumynd á öðrum vagni. Voru hih helgu mæðgin í eðlilegri stærð og skrautbú- in mjög. Á eftir kom dökk klædd íylking ungra stúlkna með kertaljós á háum stjökum. Svo komu ungir menn með sams konar ljósastjaka. Fólkið var mjög þögult og alvörugef- ið. Síðan rak lestina mikill fjöldi bæjarbúa, barna og full orðinna Okkur fannst 'til um þann heigiblæ, sem yfir öllu hvíldi. Þetta var líka einvörð- ungu heimafólk og var það til- breyting, því að erlenda ferða- fólkið spillir mjög heildarsvipn um. 19. apríl — skírdagur — sumar- dagurinn fyrsti Klukkan 9 að morgni lögðum við fsiendingarnir af stað í hringferð um eyna, og var Guðni Þórðarson fararstjóri en honum »11 aðstoðar tveir menn kanaríski’ Var farið í tveim stórum oílum og stefnt upp Orotavadalinn en þar eru víð- attumestu bananaekrur á eynni og virðtsl daiurinn einn sam- felldur akur, enda er þarna eilíft sumar og upnskera fer fram allt árið ti) sVptis á ak- ursvæðum Banann''’? ind þessi heitir Musa Kavendi 'kii og eru ávextir stuttir og bognir og hýðið þv.inra en á öðmm. Klasi hverrar plöntu vegur 25—40 kg. Bananaútflutningur eyjar skeggja er mjög mikill og auk þess búa þeir til liúffeng vin úr þessum frægu ávöxtum. Borgin Orotava er í dalnum — ein elzta borg eyjarinnar og fögur mjög með glæsilegum byggmgufn Þar búa auðmenn- ;rnir. sem eiga dobnn og upp- skeruna, en a!b'-ða býr við þröng kiör í ii!’”e”fum og á hvorki abra né ”’»”>skeru. Dag- laun fólxs ern a*eins 30—50 pesetar. '21—35 kr ). í borg- inni sáur vi« vUa nálmagrein- ar utan á syöi'>m búsa. en slíkt er trúárathöfn á nálmasunnu- dag og sks) vpí'a 5pil) og ham- ingju, en ekkí má snerta þær. heldur vprða þær að visna og hrynja niður. en það tekur ekki langan 'íma. . Nú var stefnt í átt til eld- fjallsins Teide. Þar býr fólk við afar mikia fátækt i hlíðunum Við stönzum og horfum yfir da) inn og reginfagurt umhverfið sem þarna blasti við Þá þyrpt- ist að okkur hópur af klæð- litlum Dórnum og rétti fram óhreinar hendur eftir peselum. Það var eins og þau spryttu upp úr jörð'inni. Þessi börn h'ðu sjáanlega mikinn skort, og sló óhug á okkur íslendingana. Þarna var alls ekki hlýtt, enda færðist þoka ýfir. Hinum kanarísk^ leiðsögumanni okkar þótti sýnilega miður. Við átt- um að kynnast tign og fegurð landsins og greiða peninga fyr- ir en ekki sjá eymd þess. Við héidum hærra og hærra og vorum brátt komin í 2000 metra hæð og sáust snjóblettir á stöku stað og gróður sem enginn Við munum hafa ver- ið í 2400 metra hæð, er þok- unni létt' skyndilega og só) ljómaði um efsta tind Teide Voru þetta mikil viðbrigði. Teide ei voldugt eldfjall og hefur spýtt upp miklu hrauni Síðast gaus fjallið 1907, en það gos var lítið. Við sáum nokkr ar byggir.gar í 2300 metra hæð. Við stefndum þangað og feng um okkur vin að drekka. Marg ir ferðamenn frá ýmsum þjóð- um voru þarna í hótelinu, og munu sumir hafa ætlað að ganga á tindinn í nánd við hótelið vru líka afar einkenni- legir kleUadrangar. sem hljóta að vekjs athygli. Brátt var haldið(áfram áleið ;s ti) suðurstrandarinnar. Við fórum gognum þorpið Vilaflor 1400 metra hæð. Þar er fallegt umhverfi og sérkennilegt, akr- ar á hjöllum aðskildir forkunn- arfögru grjótgörðum og vatni veitt um í ótal ^kurðum og stokk um. Ræktað er hveiti, sykur- reyr, tómatar, vínviður og kartöflur, en af þeim fást fjór- ar uppskerur á ári. Stráð er hvítum sandi yfir moldina til varnar ungplöntunum því þarna er afar heitt og þurrt. Þarna eru allmörg hús, en tölu- verður hluti þorpsbúa býr þó í hellum og skútum, sem höggn ir eru í bergið. Það var síesta er við ókum hjá, og fólkið lá inni í hellum sínum. Við sáum því varla nokkra sál á þessum kynlega stað. Sagt er, að fólki líði þarna vel þrátt fyrir lítil efni. Það lifir fyrir líðandi stund og þekkir lítið til þeirra gæða, sem tæknin veitir. Menn ing þess er gömul og sérkenni- leg, og þeir vilja ekki breyta ti.1. Seinna sáum við hellafólk frjálst og fallegt og skildum, að þessi hörundsdökku og grönnu náttúmbörn eiga að ýmsu leyti gott þrátt fyrir fá tæktina. Á ströndinni við borg ina Medano snæddum við nesti okkar við baðstað og unga fólkið fékk sér sjóbað. Svo var haldið austur um stórbrotið landslag. Þarna er harðbýlt og gróðurlítið. skorið giljum og gljúfrum. Unga fólkið þarna er þó fallegt og ber sig vel, en gamla folkið þreytulegt og slit- ið. Við hittum gamlan mann með úlfalda undir heybögguTn. Karlinn tók ofan baggana skammt frá heimili sínu, breiddi klæði á úlfaldann og bapð okkur að stíga á bak fyrir lítinn pening. Var það þegið með þökkum og var þrímennt og athöfnin kvikmynduð. Meðan á þessu ævintýri stóð gekk einn félagi okkar afsíðis, hitti þar lítinn dreng, sem leiddi hann í helli sinn. Var hellinum skipt í tvær vistar- verur, aðra fyrir fólk en hina fyrir húsdýr, geitur, úlfalda og asna. Þrifalegt var þarna og fólkið vingjamlegt. En lítið var víst um samræður. Síðan var ekið í lítinn bæ sem Guiimar heitir og farið í veitingahús á bergstalli og,sér þaðan yfir dal inn og hafið. Er þetta ævintýra legur staður, og trúi ég varla, að margir finnist slíkir. Eftir það var ekið gegnum borgina La Laguna og heim til Puerto de la Cruí í niðamyrkri. Voru þá margir orðnir soltnir og tóku vel til matar. Eg lét mér nægja gias af ananassafa. 20. aprfl Eg drakk morgunteið með tveim ungum stúlkum, systr- um frá Leirhöfn á Sléttu. Þær sátu hja mér í bílnum daginn áður og voru kátir og skemmti legir félagar. Þessar ungu og fögru stúlkur njóta mikilla vinsælda hér á hótelinu og kynnast t'ólki af ýmsu þjóðerni. í dag fara þær til Santa Cruz með finnsku ferðafólki og það an í skemmtisiglingu hvað sem næst hendir þær. Eg gekk út og fékk mér sæti á Francós-torgi undir pálma- krónum Umhverfis mig var mikill sófnuður fólks af ýmsu þjóðerm Bezt kann ég við heimafóíkið. Það er grannvax- ið og sviphreint og glæsilegt í fasi Eg sé enga unga stúlku öðruvísi en fallega, og ungu mennirnii standa þeim sízt á sporði. Eg vildi, að ég kynni hið hljómfagra mál þeirra. í dag er föstudagurinn langi o'g engir gö’usalar að angra mann. Sagt er að mikil kirkjuleg skrúðganga fari fram í La // T í M I N N, þriSjudagur 9. apríl 1963. —< ' T"°‘ •' - ' . . , - • f 4 * , r / y. / > ■ » ' ’• ' * »1 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.