Tíminn - 09.04.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.04.1963, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 9. apríl 1963 84. tbl. 47. árg. Banaslys um borð í brezkum togara MB-Reykjavík,, 8. apríl Banaslys varð um borð í brezka togaranum Stella Aquilla á laug- ardaginn, er skipið var statt miðja vegu milli Færeyja og íslands á litleið. Var beðið um aðstoð Slysa- vamafélags íslands við að reyna að koma hinum siasaða manni í land, en áður en það væri unnt var maðuriun látinn. Togarinn Stella Aquilla var staddur á Cl° 48’ norður og 14° METAFLI í EYJUM SK-Vestmapnaeyjum, 8. apríl. Gærdagurinn var metafladagur á þessari vertíð, og bárust alls 1340 tonn á land. Hæstur var Halkion með um 40 tonn, en margir bátar voru með yfir 30 tonn. Hér skortir alltaf mannskap, og er því erfitt að gera úr aflan- um. Hefur stundum orðið að senda skip til Þorlákshafnar og jafnvel Grindavíkur. Þetta er orð'in óvenju iöng aflahrota hér í Eyjum. Hæst- ur á vertíðinni er Stígandi með lúm 800 tonn, en skipstjóri á honum er Helgi Bergvinsson. Félagsmálaskólinn Framhaldsfundur um vinnuhag- ræðingu verður haldinn miðviku- daginn 10. apríl kl. 20,30. Frum- mælendur á fundinum verða Hall- dór E. Sigurðsson, alþingismaður, og Jónas Guðmundsson, stýrimað- ur. Sýnd verður kvikmynd. Mætið stundvíslega. 54’ vesitur, er slysið varð, en sá staður er mitt á milli Færeyja og íslands, þannig að 220 mílur eru til Vestmannaeyja, Hornafjarðar og Mykiness. Klukkan 17,03 á laugardaginn barst beiðni til SVFÍ frá lögreglustjóranum í Þórs höfn um að ráðstafanir yrðu gerð- ar til þess að ná í hinn slasaða mann ef þess væri nokkur kost- ur, þar eð hann væri mjög illa slasaður. Maðurinn var vélstjóri og hafði slasast á höfði niðri í vélarrúmi. Slysavarnafélagið gerði allt, sem það gat, tl þess að bjarga manninum, hafði samband við Landhelgisgæzluna, Vamarliðið og björgunarstöðvar í Skotlandi. — Hérlendis var engin sjóflugvél til- tæk til að fara til aðstoðar. — Kl. 19,20 svöruðu Varnarliðið og björg- unarstöðvarnar á Skotlandi. Varn- arliðið kvaðst enga sjóflugvél hafa og Skotarnir gátu ekki sent vél fyrr en á sunnudagsmorguninn. | Aðeins fimm mínútum síðar komu i TVEIR AFLAKÓNGAR I SLIPP skilaboð frá togaranum, þess efn- is að hjálpar væri ekki lengur i þörf, þar eð hinn slasaði maður | væri látinn. GB-Reykjavík, 8. apríl Þeir hafa nú unnið til þess að mega snurfusa sig dálítið og slappa obbolítið af, þessir tveir mestu aflabátar Akumes- inga á árinu sem leið, Höfrung ur II. og Haraldur. Við komum að þeim, þar sem þeir stóðu uppi í Slippnum í Reykjavík. Undir eins fórum við að klifra upp í þá margar margar mannhæðir, en hittum ekki húsbændur heima. Þeir voru báðir í landi, hinir afla- sælu skipstjórar, Ingimundur á Haraldi og Garðar á Höfrungi II. Því var ekki um annað að gera en reyna að ná tali af útgerðarmanninum, Sturlaugi Böðvarssyni, og forvitnast um erindi bátanna í slipp. „O, það er nú ekkert alvar- legt“, svaraði Sturlaugur. Þeir fara þangag alltaf á 4ra eða 5 mánaða fresti í hreingerningu og málnmgu, en auk þess er Haraldur að fá tveggja ára skoðun á skrúfuöxli." „En þeir hafa samt veiið á véiðum nýverið?" „Þeir voru á þorski nýlega, fengu á þriðja hundrað tonn á þrem vikum, hafa aldrei veitt svo vel í nót áður. Svo voru þeir nýbyrjaðir á síld. En af því að hún stóð svo grunnt, og erfitt var að koma nótinni við, var ákveðið að hætta rétt í bili, nota tækifærið og senda bát- ana í hreinsun í slipp. En þegar þeir koma þaðan, halda þeir aftur á síld. En það er sömu söguna að segja af erfið- leikunum með fólkið í landi hjá okkur og annars staðar. Vig höfum ekki helming af því fólki, sem þyrfti til að taka á móti þeim afla, sem á land berst. Seinast í gær urðu skip frá að nverfa með afla sinn. Fólkið okkar leggur sig allt fram til að vinna aflann, legg- ur nótt vig dag," en það er alveg að lotum komið af þreytu.“ „Hver var hásetahluturinn á Haraldi og Höfrungi II. árið sem^ leið?“ „Á þrem hæstu skipunum okkar var hann innan við, um og yfir 300 þúsund krónur. Höfrungur II. varð hæstur (og hefði maske náð landsmeti, ef hann hefði ekki orðið að hætta vegna bilunar 6. des.) fékk rúmlega 9 þúsund tonn, Har- aldur fékk tæp 8 þúsund og Skírnir um 7 þúsund.“ Á þríðja þús.eínstaklínga með skotvopn í borginni BÓ-Reykjavík, 8. apríl Lög um innflutning skotvopna og sprengiefna voru sett árið 1936 en frá þeim tíma, eða 9. des. þess árs til 16. marz 1963, hafa verið gefin út 3506 s'kotvopnaleyfl Reykjavík. Erlingur ■ Pálsson, yfirlögreglu- þjónn, veitti blaðinu þessar upp- lýsingar nýlega, er fréttamaður í ræddi vig hann um þessi mál með tilliti til þeirra slysa, sem orsak- ast af meðferð skotvopna og mis- höndlun á þeim, sem öðru hvoru á sér stað hérlendis. Erlingur sagði, að mál þessi hefðu verið tekin fastaii tökum en fyrir árig 1936, enda full þörf, því spellvirki með skotvopnum hefðu þráfaldlega verið unnin, sér staklega af unglingum. Engin ald- urstakmörk höfðu verið sett, þeg- ar byrjað var að veita skrifleg byssuleyfi, en tveim árum síðar var ákveðið, að enginn innan 18 ára mætti bera skotvopn. Nokkru síðar voru aldurstakmörkin færð upp í 21 ár, og taldi Erlingur það hafa reynzt furðuvel hér í lög- sagnarumdæminu. Erlingur sagði, að mörgum þætti lögreglan hér full ströng í þess- •jm efnum, enda mikil ásókn að fá leyfin. Skilyrði til leyfisveitingar eru uppáskrift tveggja sæmilegra rnanna, hreinlegt sakavottorð, og svo það, að lögreglan finni ekkert tortryggilegt í fari umsækjanda. Ef leyfishafi endurnýjar vopn sitt, þarf aftur að leggja fram saka- vottorð. Sagði Erlingur, að menn fengju ekki leyfi sitt endurnýjað, ef óregla eða tilraun til misnotk- unar kæmi í Ijós. Ef um áberandi brot eða misnotkun skotvopna er að ræða, fara slík mál til saka- domaraembættisins og eru af- greidd þar samkvæmt landslögum, Framhald á 15. síðu. f KVÖLD er 60. sýning Leikfélags Reykjavíkur á leikritinu HART í BAK, eftir JÖKUL JAKOBSSON. Hafa nokkrum sinnum veriS tvær sýningar á dag, og tvlsvar verið miSnætursýning. Leikurinn hefur alltaf veriS sýndur fyrlr fullu húsl. Ekkert leikrit hefur veriS sýnt svo oft samfellt hjá L.R. nema Gullna hliSið. — Þessi mynd var itekin aS lokinni 50. sýn- ingu leiksins, og á henni eru, tali frá vinstri: GuSmundur Pálsson, Karl Sigurðsson, Gissur Pálsson Ijósameistari, Gisli Halldórsson (við borðs- endann), Brynjólfur Jóhannesson, Jóhanna Kristjónsdóttir (kona Jökuls), Steindór Hjörleifsson, Theódór Halldórsson leiksviðsmaður, Helga Val- týsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.