Tíminn - 09.04.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.04.1963, Blaðsíða 1
"Trenzfn éffá áieséf LÁtm^ ^ROVER HEKLA 84. tbl. — ÞriSjudagur 9. apríl 1963 — 47. árg. LENTIR í SVISS Þessi mynd var tekin fyrir Tímann á flugvellinum í Kot- en í Svisslandi, þegar íslenzku hestamir, fjörutíu og fimm, voru teymdir út úr vélinni. — Hestamir viríBast hafa unað sér vel i flugvélinni, og verS- ur ekki á þeim séð að þeir hafi tekíð ferðina nærri sér. Begir í myndatexta, að hestara- ir séu seldir fyrir spottprís, eða tvö hundmð pund sterl- ing fyrir gripinií. Flugvélin var Framhald á 15. síðu. FRAMLENGING UNDANÞÁGU VIÐ FÆREYJAR ILLS VITI FYRIR ÍSLENDINGA Bretar innan 12 til 12. marz í fréttaskeyti frá Geir Að- ils í gær segir, að Per Hækk- erup utanríkisráðherra Dana, hafi kallað blaðamenn á sinn fund í gær til að t'nlkynna þeim, að Danir hefðu ákveðið að lýsa ekki yfir tólf mílna Inadhelgi við Færeyjar fyrr en frá 12. marz 1964, en þann sama dag rennur út samning- ur íslands og Bretlands um undanþágur innan fiskveiði- landhelginnar. Samningurinn, sem nú er í gildi milli Dana, fyrir hönd Færeyinga, annars vegar og Breta hins veg- ar, átti að falla úr gildi 28. apríl n.k. Samkvæmt honum höfðu Bretar undanþágu til þess tíma til veiða innan tólf mílna við Dan mörku. Færeyska lögþingið og lands- stjórnin hafa sótt það fast að und anþágan yrði ekki framlengd, og þar með kæmist á undanþágu- laus fiskveiðilandhelgi við Fær- eyjar. Nú hefur danska stjórnin hafnað þessari kröfu Færeyinga og framlengt undanþáguna við Færeyjar ul 12. marz 1964, eða þangað til- undanþágur við ísland falla úr gildi samkvæmt samningn um frá 1961. Bendir aiit til þess, að Bretar hafi lagt á það áherzlu við dönsku stjórnina, að undanþágan yrði framlengd, þar sem Danir hafa ekki viljað fallast á óskir Færey- inga um að tólf mílna fiskveiði landhelgi tæki gildi þann 28. þ.m. Verð'ur ekki annað séð en brezka stjórnin hafi ekki viljað að undanþágur féllu niður við Færeyjar, fyrr en hún hefði tæki færi til að fá undanþágurnar fram lengdar við ísland. Að öð'rum kosti hefði brezka stjórnin ekki íagt á það slíkt kapp að fá undan- þágumar færðar saman eins og nú hefur verið gert. Kaupmannahöfn, 8. apríl. — Per Hækkerup utanríkisráðherra efndi til blaöamannafundar síðdeg j is í dag, og skýrði þar frá því, j Framh. á bls. 1S. STÖD VAR 2 AFLASKIP JK-Reykjavík, 8. aprO Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu fór í dag suð- ur í Sandgerði og lét stöðva þar vélskipið Jón Garðar GK 510, vegna þess að áhöfnin var ekki rétt skráð á skipið. Eins mun vera ástatt um annað skip Guðmundar Jónssonar á Rafn- kelsstöðum, aflaskipið Víði II GK 275 og gerði sýslumaður þau boð um hafnir í sýslunni og til Reykjavíkur, að Víðir II. yrði einnig tafarlaust kyrrsett- ur, þegar hann kæmi að landi. Von var á Víði II. til Reykja- víkur um kl. 5 í dag, en hann kom ekki, enda lítill síldarafli í nótt sem leið, og margir bát- ar lágu úti í dag. — Það hafði um nokkurt skeið farið fram lijá yfirvöldunum syðra, að ekki væri löglega skráð á þessi skip, vegna þess að lögskrán- ingarmaðurinn í Sandgerði hélt, að áhöfnin væri skráð á skipin í heimahöfninni Garði, og hreppstjórinn í Garði hélt, að áhöfnin væri skráð í Sand- gerði, þar sem skipin leggja venjulega upp. ISLAND VILDI GERAST FULLGILDUR ADILI EBE segir í skýrslu Evrópuráðsins, sem næst æSsti maSur þess stjórnaði TK-Reykjavík, 8. apríl. I umræðum um efnahagsbanda. lagsmáli'ð á A'Iþingi á Iaugardag- daginn svaraði Jón Skaftason þeirri fráleitu viðbáru Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskiptamálaráð- herra, að um væri að kenna óráð- vendni einhvers fréttamanns, að TOLLSKRA TK-REYKJAVÍK, 8. april. — 2. umræða og atkvæðagreiðsla að henni lokinni fór fram um tollskrárfrumvarpið í efri deild í dag. Allar breyt. ingatillögur stjórnarandstöðunnar um leiðréttingar og breytingar á ein- stökum llðum frumvarpsins voru felldar. Á kvöldfundi í dag var frum. varpið svo tekið til 3. umr. með afbrlgðum. — Sjá nánar á þingsíðu blaðsins, bls. 6. ótvírætt kom fram í skýrslu Evr ópuráðsins um markaösmálin, að íslenzka ríkisstjómin hafl á sumr inu 1961 helzt viljað fá fulla' að- ild fyrir ísland að EBE. Jón Skafbason benti á, að skýrsla þessi væri unnin af sérfræðingum Evr- ópuráðsins og undir yfirumsjón og eftirliti næst æðsta manns stofnunarinnar. Bæklingur sá, er hér um ræðir, var gefinn út af Evrópuráðinu í nóvembermánuði 1961 og heitir hann: „Afstaða nokkurra Evi-ópu- ríkja annarra en sexveldanna, ef Bretland gerist aðili að Efnahags- bandalaginu“. Á bls. 42 í þessari skýrslu segir svo eftir að vitnað hafi verið t:l G lfa f' Gíslasonar, viðskiPtaii-ála- aðhírra: „Það virðist sennilegt, að fs- land, þrátt fyrir þá erfiðleika, sem stafa af fábreytni efnahags- lífs landsins, myndi fremur vilja gerast fullgildur aðili Efnahags- bandalagsins en velja aukaaðildar leiðina. Til þess að geta tekið þátt í að móta sameiginlega markaðs- stefnu fyrir sjávarafurðir (sem til þessa hefur gengið lítið að móta innan vébanda Efnáhags- bandalgsins) og til þess að koma skoðunum sínum varðandi fisk- veiðitakmörkin, sérstaklega til þess að vernda þann einkarétt íslenzkra togara til veiða á svæð- inu umhverfis ísland, en um þau forréttindi hefur nýlega vepið samið við Breta“. Þessi ummæli hefur viðskipta- málaráðherra viljað kenna við ein hvern óábyrgan fréttamann og Framhald á 15. síðu. FÆREYJAFLUGS- FUNDI LOKIÐ JK-Reykjavík, 8. april Flugfélagsmennirnir, er sátu á fundum með dönsku flugmála- stjóminni út af Færeyjafluginu, ei-u nú komiiir heim. Á fundunmu sem fulltrúar Flugfélags íslands og Björum Fly sátu, var mikið rætt um tæknilega hlið Færeyja- flugsins, einkum flugvallarins í Vogey. Flugmálastjórnin danska hefur nú i athugun, hvort leyfi verði veitt til farþegaflugs um Færeyjar, þegar völlurinn í Vog- ey hefur verið endurbættur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.