Tíminn - 23.04.1963, Síða 3
Kjörinn til kanslara
LUDWIG ERHARD
næsti kanzlari VesturÞýzkalands
NTB—Bonn, 22. apríl.
Stjóm kristilega demókrata-
flo'kksins í Vestur-Þýzkalandi
kom í dag saman til fundar til
að velja eftirmann Adenauers
kanzlara, en hann hefur lofað
að láta af embætti í haust. —
Áreiðanlegar heimildir í Bonn
sögðu í kvöld, að þegar væri
ráðið, að Ludwig Erhard, efna-
hagsmálaráðherra yrði fyrir val
inu. Á morgun mun verða hald-
inn fundur í þingflokknum og
þá verður hann opinberlega út
efndur sem næsti kanzlari
flokksins, og er talið víst, að
hann muni hljóta mikinn meiri
hluta atkvæða.
Adenauer kanzlara tókst ekki
ag þessu sinni, að fá frestað
cinu sinni enn að ákvörðun yrði
tekin um málið, en hann hefur
barizt hatrammlega á móti því,
að Erhard yrði valinn. Aden-
auer hefur stutt Gerhard Schrö
der utanríkisráðherra til kanzl-
araembættis og hvað eftir ann
ag látið fresta kjörinu í þeirri
von, að flokkurinn beygði sig
fyrir þeirri ósk.
DE GAULLE HEIM-
SÆKIR ÞJÓDINA
Glæsilegt þing
Framhald af 1. siðu.
um og rakti í stuttu máli aðdrag-
anda þeirra. Var tillögum laga-
nefndar síðan vísað til skipulags-
nefndar.
Þá flutti Guðbrandur Magnús-
son, fyrverandi forstjóri, sem
lengst hefur verið fundarritari á
miðstjórnarfundum Framsóknar-
flokksins ávarp til þjngsins í til-
cíni af þvl. ag hann var að skila
af sér úr sinum vörzlum gerða-
bókum Framsóknarflokksins og
miðstiórnar hans, tuttugu og þrem
ur binrliim alls. Formaður flokks-
ins þakkaði Giiðhrandi langt og
«cit stsrf þáau Framsóknar-
ílokks'ns ■ hingheimur reis úr
sæturn og 'VlHi Guðbrand.
Þá voru finim menn kjötnir í
uppstillingarnefnd, Kristján Béne
diktsson, Reykjavík, Kristjén
Thorlacius, Reykjavík, Sigurgeir
KristjánsBon, Vestmannaeyjum,
Egill Jónsson, Reyðarfirði, Pétur
Þorsteinsson, Bíldudal, Valtýr
Kristjánsson, Nesi og Kristinn
Finnbogason, Reykjavík. í kjör-
stjórn voru kjörnir Rjörn Fr.
Björnsson, Hvolsvelli, Jóhannes
Sölvason, Reltjarnaniesi, Áskell
Einarsson, Húsavík og Bjarni Guð'
hjörnsson, ísafirði og Valborg
Bcntsdóttir, Reykjavík.
Að þessu loknu las erindreki
flokksins, Þráinn Valdimarsson
upp tillögur um skipun þingfull-
Uúa i starfsnefndir, og voru kjörn-
ar menntavnálanefnd, félagsmála-
nefnd, samgöngumálanefnd, efna-
hagsmálanefnd, iðnaðar- og raf-
orkumálanefn'd, landbúnaðarnefnd,
skipulagsnefnd, fjárhags- og blaða
nefnd og ntjórnmálanefnd.
Var svo gert ijundarhlé um
klukkan sjó, en um klukkan 9 á
sunnudagskvöldið hófst fundur að
nýju og hótust þá almennar um-
ræð'ur, sem einkum snerust um
stjórnmálaviðhorfið og starf
flokksins. Tóku margir til máls
og voru umræður hinar fjörugustu.
Stóðu þær fram yfir miðnætti.
í gær, mánudag störfuðu nefndir
bæði fyrir og eftir hádegi, en
klukkan 20,30 í gærkvöldi hófst
fundur á flokksþinginu og hófust
þá umræður og afgreið'sla mála.
Fundarstjóri var kjörinn Þórður
Hjaltason.
í dag vorða nefndarstörf fyrir
l’.ádegi, en fundur hefst kl. 1,30
og verður þá haldið áfram um-
ræðum og afgreiðslu mála. Ráðgert
er, að þinginu ljúki um hádegi á
fimmtudag, en síðdegis þann dag
verður aðalfundur nýkjörinnar
miðstjórnar og um kvöldið loka-
hóf flokksbingslns.
Hermann hylltur
Framhalo at l siðu
þjóð'arheildinni vlð að leysa
þetta mál.
Þar sem ég ávarpa ykkur í
fyrsta sinn sem formað'ur",
sagðl Eystelnn, „vll ég mlnnast
fyrlrrcnnnra míns í þessum
sporum, Hermanns Jónassonar,
sem eftir cigln ósk hefur lát'ið
af formannsslarfil, síðan flokks
þing kom síðast saman. Vi8 eig
um honum mlkla þakkarskuld
að gjalda fyrlr farsæla og sköru
lega forystu langa hríð. Það
gleð’ur mig ag geta mlnnzt þess
um leRS, að þótt Hertnann Jónas
son hafi óskað þess, að annar
værl fenginn til að gegna for-
mannsstarfii, þá hcldur hann
cnn áfram baráttunni í fvlking
arbrjósti með oklrur. Ég vil
stlnga upp á því, að þag vcrð'i
fyrsta verk þessa flokksþlngs
að hylla Hermann Jónasson
með einhuga þakklæti fyrir
það, sem hann hefur frain lagt
þessum flokki tH efliingar, og
þá um leið farsæia forystu nm
máiefni þjóðarinnar allrar
langa hríð. Jafnframt því sem
við mlnnumst meg gleði, að
hann heldur áfram þjóðmáia-
starfl með okkur. Við hyllum
Hermann Jónasson og þökkuni
honum mcð ferföldu húrrahrópi
— Hermann Jónasson lengi
Mfl.“
Hlnn fiölmcnni þlngheimur
rels úr sætl og tók öfluglega
undir þessi orð með fcrföldu
húrrahrópi.
Næst minntl Eystelnn Jóns-
son á það. ag flokksþiing hafn
æðsta vald í málefnum Eram
sóknarflokkslns og marka
stefnu flokksins. Þnu koma
saman eigi sjaldnar en 4. hvert
ár og hið síðasta var haldið
árið 1959.
NTB-Chaílcville, 22. apríl
Mikill fjöldi fólks var úti við og
liyllti de Gaulle, Frakklandsfor-
„Þetta flokksþlng ákveður nú
baráttumál flokkslns í þeim
kosmingum, sem framundan
eru og setur flokknum starfs-
skrá fyrlr næstu ár, ag svo
mi'klu leytl, sem slíkt er mögu
legt fyrirfram“, sagði Eysteinn.
„Um það cfnl vll ég aðelns
segja það nú um lcið og ég sct
þingið, að flestir munu um það
samdóma, að oft hafi verið
þörf, en nú sé nauðsyn að
marka stórhuga og þjóðholla
stefnu og fylgia henni rösklega
fram. Þá hefur þetta flokks-
þing það verkefnl ag sctja
flokknuin ný lög, snið'in eftir
því nýja viðliorfi, scm orð'ið er
vlff nýja kjördæmaskiipan. Það
mál hefur hlotið mrkinn undir
búning og verður frumvarp að
nýjum flokkslögum lagt fyrir
af formanni undirbúnlngsnefnd
ar, sem unni'ð hefur mikiið
verk. Þakka ég aUrl nefndlnni,
en nefni þó sérstaklega til for
mann hennar Jóhannes Elías-
son, bankastjóra, en á honum
liefur starfið' mest mætt.
Framsóknarmenn eru ráðnlr
í því að koma félagsstarfl og
flokksstarfi sínu í scm hcppileg
ast horf, miiðað við hln nýju
viðliorf. Verður þar árelðan-,
lcga sem áðúr lögð meginó-j
herzla á lýðræðislcga skipan og
að tryggja áhrif flokksmanna
á stefnu flokkslns og störf. Er i
augljóst, að elgi bíður flokksins I
þýðfngarmlnna lilutverk, þótt i
tiil þess hafi verið ætlazt af
andstæðlngum. Þvert á móti
verður ekki annað' séð cn mörg
um sýnist melri nauðsyn á efl
ingu Fmmsóknarflokksins cn
nokkru sinni fyrr.
Verður það nú hlutvcrk
flokksþlngsins að finna grósku-
! miklu starfi gott form.
Ég vona, að gæfa fylgl störf
um þessa 13. flokksþiings Fram
sóknarflokksins og cndurtek að
flokksþlngig cr sett“.
scta, þegar hann koin til margra
bæja í Norðausturhluta Frakk-
Iands, en liann mun ferðast um
þann laiídshluta næstu vikuna.
Umfangsmiklar öryggisráðstaf
rnir hafa verið geiðar í sambandi
við heimsókn forsetans. Allar
öskutunnur og aðrir hugsanlegir
fclustaðir þeirra rnanna, sem sækj
ast eftir líii forsetans, voru fjar-
iægðir eða undir stöðugu eftirliti.
Kvísl cin úr fljótinu Meuse var
r.annsökuð sérstaklega nákvæm-
lega, en.hún rennur neðanjarðar
og fellur m. a. undir gólfi ráðhúss-
ins í Sedan.
Hvarvetna við veginn milli Sed-
an og Charleville stóðu íbúarnir
cg hylltu íorsetann um leið og
hann ók fram hjá. Lögreglu og
hervörður var með fram öllum
vegum, sem de Gaulle lagði leið
sina um.
Verkalýðsfélög og bændasamtök
höfðu skorað á meðlimi sína að
sitja heima og taka ekki þátt í að
hylla forsetann, en þeim áskorun-
um var greinilega ekki sinnt. —
Mannfjöldinn við vegina var sízt
minni en venja er við ferðir for-
sctans.
Fyrir framan ráðhúsið í Sedan
hélt de Gaulle ræðu til eitthvað
tólf þúsund manna, sem þar höfðu
safnazt saman. í ræðu sinni sagði
de Gaulle m. a. að stjórn Frakk-
lnds stæði nú á þeirri traustu und-
irstöðu, sem gerði það kleift að
koma í veg fyrir þá stöðugu og
hneykslanlegu skripaleiki, sem áð-
ur hefðu verið einkenni Frakk-
lands í augum umheimsins.
PEARSON FORMLEGA
TEKINN VIÐ EMBÆTTI
NTB-Ottawa, 22. apríl
Lester Pearson vann í dag eið
sinn sem forsætisráðherra Kan-
ada, og um lcið tók frjálslyndi
flokkurinn við stjórnartaumun-
um af íhaldsmönnum, sem hafa
sctig að völdum síðustu sex árin
undir forsæti Johns Diefenbak-
ers.
Frjálslyndi flokkurinn vann
mikinn sigur í nýafstöðnum þing-
kosningum í Kanada og vantar
að'eins þrjú þingsæti til að hafa
hreinan meirihluta. í reyríd er
talið að það muni ekki koma að
sök, þar eð stjórnin muni í ein-
stökum málum njóta stuðnings
frá smáflokkunum.
Dómsmálaráðherra nýju stjórn
arinnar er Lionel Chevrier, og
mun hann gegna embætti for-
sætisráðherra f forföllum Pear-
sons. Utanríkisráðherra er Paul
Cartin og vamarmálaráðherra er
Paul Hellyer.
Forseti ísraels
á banasæng
NTB-Jerusalem, 22. apríl
Forseti fsraels Ben-Zvi liggur nú
fyrir dauðanum. Tilkynning um
líðan hans hefur, engin verið gef-
ir, út síðan í morgun, en þá var
skýrt frá þvr, ag kraftar hans færu
þverrandi og sagt að hann hefði
átt svefnlausa nótt.
Ben Zvi forseti er 78 ára gam-
cll. Hann varð alvarlega veikur
fyrir helgina, en ekkert hefur ver-
ið látið uppi, hvaða sjúkdómur
þjaki hann Blöð í ísrael segja þó,
að hann sé með krabbamein.
SÆNSKUR STUDENT FANGI
í A USTUR-Þ ÝZKALANDI
NTB-Stokkhólmur, 22. apríl
Aðalræðismaður Svíþjóðar í V-1
Berlin fékk í dag að hitta sænskan
stúdent ag nafhi Leif Persson, sem
síðasta mátiuðinn hefur setið í
fangelsi í Austur-ÞýzkaLandi á-
kærður fyrir að hafa aðstoðað
Austur-Þjóðverja við að flýja vest
ur yfir borgarmörkin.
Hann var tekinn höndum á leið-
irni frá Sassnits til Berlínar 20.
marz siðast liðinn, og stað'hæfir
austur-þýzka lögreglam að þá hafi
lienn haft ineðferðis 40 iæns!
vegabréf.
Sænski tæðismaðurinn. Östen
Lundborg, fékk að ræða við Pers-
son í 15 mínútur. Áður hafði
sænska utanríkisráðuneytið þrá-
.tinnis farig þess á leit við aústur-
þýzku stjómina, að opinber fulltrúi
Svía fengi að ræða við hann, en
austur-þýzk yfirvöld tóku stíft
fram, þegar Lunborg loksins fékk
leyfið, að um algera undantekn-
ingu væri að ræða.
í tilkynningu frá sænska utan*
ríkisráðuneytinu segir, að Persson
líði eftir atvikum vel. Ilann fái
nægan mat í fangelsinu og geti
hreyft sig reglulega og hafi leyfi til
að reykja. Hann er yfirheyrður
tnorgna og kvölds dag hvern, en
við þær yfrrheyrslur væri ekki
beitt hótunum eða þvingunum af
r'einu tagi
Fundur ræðismannsins og Pers-
sotis átti sér stað á skrifstofu rík-
-aksóknarans í Austur-Berlín og
i túlkur viðstaddur og fjórir aðr
menn. Ræðismaðurinn afhenti
’ersson að gjöf ávexti, súkkulaði
i i sígarettur. og í lok viðtalsins
spurði hann Austur-Þjóðverjana,
livort hann mætti heimsækja hann
-’Uur. Honum var svarað, ag það
fært eftir þvl, hvernig málinu yndi
f"am.
Leif Persson, sem er 23 ára gam-
aJl, stundaði nám í Vestur-Berlin
í fyrra. Þcgar hann var tekinn
fnstur, var hann á leið til Berlinar
i heimsókn til gamalla skólafé-
laga og hafði komið til Sassnitz
með járnbrautarferjunni frá
Trelleborg i Suður-Svíþjóð.
Jarðhræringar
Framhald af 16. siðu.
stuttur, og hefðu menn orð-
ið ótca slegnir. Fólk á Ólafs-
firði varð várt við tvo aðra
kippi síðar um nóttina, kl.
2,30 og aftur skömmu siðar.
Samkvæmt áliti Ragnars
Stefánssonar, jarðskjálfta-
fræð'ings, má alveg eins bú-
ast við fleiri síikum minni
háttar kippum á næstuhni,
því að það mun vera nokkuð
algild regla hér, að smákipp-
ir sigli i kjölfar mikilla jarg
skjállta, eins og þess, er
varð fyrir mánuði.
T í M I N N, þriðjudagur 23. apríl. 1963. —
3