Tíminn - 03.05.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.05.1963, Blaðsíða 13
Þessi foátur er til sölu Stærð 5 toiín, með 24 h.K. Marna-dieselvél, línu- spili og fleiru, óniðursettu. Báturinn er sem nýr. Verð kr. 150.000,00. Selst með góðum kjörum. Óskar Gíslason, Sólhlíð 3, Vestmannaeyjum Iðnverkamenn oskast viljum ráða iðnverkamenn til skamms tíma til að vinna við rafmótoraframleiðslu Nánari upplýsingar gefur Hákon Torfason, Raf- mótoraverksmiðju Jötuns, Hringbraut 119, Sími 19600. Starfsmannahald SÍS Stúlkur óskast Duglegar og ábyggilegar stúlkur óskast til afgreiðslustarfa í veitingasal og sælgætisbúð. Enn fremur stúlkur til eldhússtarfa. ý Upplýsingar í Hóte! Tryggvaskála, Selfossi Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík og samkvæmt fogetaúrskurði, upp- kveðnum 3. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum fyrirframgreiðs?um opinberra gjalda, samkvæmt gjaldheimtuseðli 1962, sem féllu í gjald- daga 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl og 1. maí s.l. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 43. gr. alm. tryggingalaga, lífeyristryggingagjald atvinnurekenda skv. 29. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald, alm. tryggingasjóðsgjald þ. m. t. endurkræf trygginga- gjöld, sem borgarsjóður Reykjavíkur hefur greitt fyrir einstaka gjaldendur skv. 2. mgr. 76. gr. 1. nr. 24/1956 sbr. 23. gr. 1. nr. 13/1960, tekjuútsvar, eignarútsvar, aðstöðugjald og sjúkrasamlagsgjald. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum fram- angreindra gjalda, ásamt dráttarvöxtum og kostn- aði, verða hafin að 8 dögum hðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði tiiskyldar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tima. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík 3. maí 1963 Kr. Kristjánsson Dundee en féll Dundee sigraði Milan í síð- ari leik liðanna í Evrópubik- arkeppninni á miðvikudaginn með 1:0. en það nægði ekki, því Milan vann fyrri leikinn með 5:1 og er því komið í úr- slit í keppninni og mætir þar sennilega bikarhöfunum Ben- fica. Leikurinn var mjög harður á köflum og undir lokin vísaði dóm arinn Gilzean, Dundee, af leikvelli. Gilzean hafði skorað mark Dundee í fyrri hálfleik. Milan lék nær algerlega varnarleik til að halda markaforskoti sínu, en hinir þrír framherjar liðsins voru þó oft hættulegir í snöggum upphlaup- um. Tvisvar tókst þeim að koma knettinum í mark, en rangstaða var dæmd í bæði skiptin. Ian Ure, miðvörður Dundee, og talinn sá bezti í þeirri stöðu á Bretlandseyjum, hefur ekki viljað endurnýja samning sinn við Dundee, og hefur félagið þó viljað hækka laun hans í 30 pund á viku. Ure vill komast til Englands, og hafa Arsenal og Manch. Utd. á- huga fyrin honum. Sundþjálfari Framhald af 5. síðu. Frailei lízt vel á reykvíska sund fólkið og hefur m.a. látið þá skoð- un í Ijós, að Hrafnhildur Guð- mundsdóttir geti náð árangri á heimsmælikvarða í fjórsundi. — Á þeim æfingum sem hann hefur verig hefur hann lagt mikla á- herzlu á kraftinn hjá sundmönn- unum m. a. með flugsundinu — einnig beitir hann nýrri tækni. — Æfingar hafa verið tvisvar sinn- um á degi í Sundhöllinni og hafa þær verið mjög vel sóttar og hef- ur sundfólkið látið í ljós mikla ánægju með þær, enda nýjungar margar. Einnig eru æfingar í Hafn arfirði tvisvar sinnum í viku. Á næstunni mun Frailei að öll- um líkindum kenna eitthvað úti á landi og verður sennilega á Sel fossi um miðjan mánuðinn. Eins og að líkum lætur er hinn banda ríski sundþjálfari íslenzku sund fólki kærkominn gestur — sérstak lega með Norðurlandameistaramót ið í huga, sem fram fer innan tíð ar og er ekki að efa, að árangur af kennslunni komi þar í góðar þarfir. Niðjatal Framhald af 8 síðu mín og ein af afkomendum Hákon ar bróður Vigfúsar. Mannanöfn og tölur eiu mjög næm fyrir ritvillum og prentvill- um. Eg hefi ekki rekizt á í bók þessari mikið af slíku, þó þar séu skráðir um 1800 manns eftir því sem nafnaskráin segir til. Niðja- töl hafa margan fróðleik að geyma og vekja mann til umhugsunar um það hversu mörgum og ólíkum þáttum þetta mannanna líf er slungið. Þessi bók er góður fengur í það safn þjóðlegra fræða. Guðmundur Illugason Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar í eldnús Kleppsspítalans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38164 og 32162. Reykjavík, 2. maí 1963. Skrifstofa ríkisspítalanna Nýja sauðargæran Framhald al 7. siðu. inn. HernámsandstæSingar í Norðurlandskjördæmi eystra og allir þig óánægðu Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn, sem ekki aðhyllizt stefnu flokks ykk- ar varðandi Efnahagsbandalag Evrópu og vdjið því ekki hleypa erlendum auðjöfrum að náttúru- auðlindum íslands! Ég skora á ykkur ag fylkja ykkur sem þétt- ast um lista Framsóknarflokks- ins og gera sigur hans í kosn- ingunum 9. júní sem glæsilegast- an, en ósigur allra hinna flokk- anna sem hraklegastan. Komið Hirti á Tjörn á þing. Ritað 21. apríl 1963. Alexander Jóhannsson. Guðmundur góði Framhajd 9 síðu ) þér eins og er, að í hvert sinn sem ég kem inn í pósthúsig hér í Reykjavík og sé þá yinna, renn ur mér heldur í skap að hafa ekki fengið starf þar, eftir að hafa þrælazt með póstinn á bak inu eftir enddöngum Ströndum í 25 ár. — Svo tókstu að þér inn- heimtustarf hér í Reykjavík? , — Þegar ég hafði fengið synj un hjá póststjórninni, fór ég til Olíufélagsins, fékk þar inn- heimtustarf, sem ég hef haft síðan. Mér varð reyndar á að hugsa, þegar ég tók það starf, sem ég vissi, að var ekki sér- lega vinsælt: Á ég nú að eyða síðustu árunum með því að vera öllum hvimleiður? En reynslan hefur orðið önnur. f þessu lítt þokkaða starfi hafa margar blessgðar konurnar boðið mér inn til sætis og jafnvel kaffi ,á meðan ég hef bókfært reikning- ana og kvittað greiðslu. Þessum ágætis manneskjum vil ég þakka vel fyrir mig. Við hjónin ,höfum þúið hjá dótturdóttur jokkar, Huldu, og hinum ágæta manni hennar Dúa Sigurjóns- syni smið á Gnoðarvog 84, og notið sérstakrar umönnunar þeirra. Víðivangur (Framhald af 2. síðu). ' verkamanna á íslandi, og má miki'ð vera, ef gamlir Alþýðu- flokksmenn hafa ekki minnzt þess munar, sem á er orðinn, því að fyrir 40 árum kastaði íhaldið grjóti iað Alþýðuflokks mönnum á göngu þefrra, og mættu þeir hugleiða, af hverju þessi breyting stafi. TRULOFUNAR HRINGIR AMTMANN SSTIG 2 HALLDÖR KRISTINSSQN gullsmiSur Slmi 16979 14 ára telpa óskar eftir að komast á gott sveitaheimili. Upplýsingar í síma 34791. vann úr íþróttir Fram'hald af 5. síðu. meira í leiknum fyrstu 20 mínút- urnar þótt ekki tækist þeim að skora. Valsmenn sóttu nokkuð í sig veðrið þegar líða tók á hálfleik- inn og á síðustu mínútunni var uppskeran mark. Hinn ungi leik- maður Vals, Hermann Gunnttrs- son, sendi knöttinn skemmtirega fyrir markið þar sem Steingrím- ur Dagbjartsson — greinilega rangstæður — tók við honum og afgreiddi hann í markið með að- stoð hægri handarinnar. Þetta virtust flestir sjá ncma dómar- inn, sem var staðsettur nálægt miðju vallarins. En þrátt fyrir að Valsmenn fengju þetta mark svo til gefins, væri fjarri lagi að segja að heppn- in hafi leikið við þá í síðari hálf- leiknum, sem Valur átti. — Strax á 1. mínútunni átti Bergsveinn Alfonsson skot rétt yfir slá og af- eins þremur mínútum síðar átti hann annað skot, sem fór sömu leið — þá hafði Geir komið út úr markinu en, Bergsveinn leikið fram hjá honum — sannarlega illa farið með gott færi. Og Valur átti mörg tækifærin eftir þetta, sem voru misnotuð, en heldur lítið fór fyrir sóknartilraunum Fram. Fleiri urðu mörkin ekki í þess- um leik, sem sennilega er sá léleg- asti í mótinu til þessa. Valur var betra liðið þótt engin ástæða sé tii að hrósa knattspyrnunni. Nú hefur Valur fengið nýja krafta í framlínuna — vörnin eins og áð- ur sterk, en tengiliðurinn, fram- verðirnir, sameina illa þessar hlið ar. þótt þeir vinni báðir mikið. Hjá Fram sluppu vel frá leikn um vinstri bakvörðurinn, Sigurð- ur Einarsson og Sigurður Friðriks son í miðvarðarstöðunni — en yfir höfuð var knattspyrnan fyrlr neð- an allar hellur hjá Fram. Dómari í 'eiknum var Jón Bald- vinsson og dpemdi heldur illa. Það verður að álita að dómari sem held ur sig mest allan leikinn við miðju hringinn, eins og Jón gerði í leikn um, hafi slæmar staðsetningar og sjá illa atvik uppi við mörkin. Staðan í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu er nú þessi: Valur 3 2 0 1 4^—2 5 Þróttur 2 10 1 6—2 3 KR 1001 0—1 0 Fram 2 0 0 2 0—5 0 Leikur KR og Þróttar, sem fram fór í gærkvöldi er ekki talinn hér með. Þess má geta, að leikin er tvöföld umferð. Fyrirspurn til Páls Kolka í gærkvöldi, hinn 22. apríl, tal- aði fornkunningi minn, Páll Kolka læknir, í útvarpið. Hann ræddi um Daginn og veginn — og hefur áð- ur betur gert. Erindi hans, sem fjallað'i að mestu um búnað og bændur, var mikils til um of bland ið sleggjudómum og rakalausum staðhæfingum til þess, að mark yrði á tekið. Fleipur er og verður aldrei annað en fleipur, þótt fært sé í snotran búning. Læknirinn minntist á Hóla í Hjaltadal og lét orð falla á þá leið, að búskaparsaga Hóla hefði, jafnvel í áratugi, verið samfelld raunasaga. f þvílíkum ummælum felst áfell- isdómur, og ekki alls kostar drengi iegur, um þa hölda og mætu menn sem staðið nafa fyrir búi á Hólum, menn eins og Steingrím Steinþórs son og Kristján Karlsson. Því spyr ég lækninn — og óska svars: Hverjar eru þær heimildir og forsendur, er hann þykist hafa fyrir slíkum dómi? 23. apríl 1963. Gísli Magnússon TÍMINN. föstudaeiinn 3. maí 1963 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.