Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 3
GEIMFAR COOPERS HRING- SÓLAR NÚ KRINGUM JÖRDU NTB-Capo Canaveral, 15. maí. GORDON COOPER majór ferðast nú í kringum jörðina í geimfari sínu, sem skotið var á loft í dag. Upphaf ferðar hans tókst með ágætum og var geimfarið fljótlega komið á rétta braut. Eftir fyrstu þrjá hringina hafði allt gengið sam- kvæmt áætlun, nema hvað hit- inn inni í geimferðabúningi Coopers var nokkru meiri en ætlað var, en því tókst að kippa í lag. Geimfarinu var skotið á loft frá Canaveralhöfða klukkan 13,04 eft ir íslenzíkum tíma. Örfáum selkúnd urn eftir að Atlas-eldflaugin, s'em bar geimfarið á braut sína, hafði lyfzt frá jörðu, tilkynnti Cooper í senditæki sínu, að öll tæiki væru í lagi. Eftir fimm mínútur var Myndlrrtar hér að ofan voru teknar nokkru áður en C ooper lagði af stað í gelmferð sína. Á myndinni til vinstri sést Cooper inni í geimfarinu, en á hinni myndinni sést Atlas eldflaugin, sem flutti geimfarið á braut sína, og má sjá, að hún er æði stór, enda 28 metrar á lengd. — (UPI) BÓLAN í SVIÞJÓD FRÁ iNDÓNESÍU NTB-Stokkhólmi, 15. maí Um 40 manns hafa nú verið sett ir í sóttkví í Stokkhólmi vegna bólusóttar þeirrar, sem komin er upp í borglnni, en nú hefur verið gengið að fullu úr skugga um það, að' sá sjúkdómur er bóla. Tvær konur voru lagðar inn á sjúkra- hús í dag með greinileg sjúkdóms einkennl og liggja þá núna fjórir sjúklingar í bólunni, en ein kona hefur látizt úr sömu veikt, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Yfirmaður sýklarannsóknastofn- unar sænska ríkisins í Stokkhólmi Holger Lundback prófessor, skýrði frá því í dag, að allt benti td þess, að uppspretta veikinnar væri fundin og væri hægt að leiða Kosningaskrifstofur B-listans KEFLAVÍK — Hringbraut 69, uppi, sími 1869 HAFNARFJÖRÐUR — Strandgötu 38, uppl — 50584 KÓPAVOGI — Álfhólsvegi 4a, — 16590 VESTMANNAEYJAR — Strandvegi 42 — 880 SELFOSSI — Húsi KÁ, efstu hæð, — 247 AKUREYRI — Hafnarstræti 95, — 1443 og — 2962 SAUÐÁRKRÓKUR — Aðalgötu 18 — 191 ÍSAFJÖRÐUR — Hafnarstrætl 7 — 535 Stuðntngsfólk B-listans er hvatt til að hafa samband við skrifstofurnar og gefa þar upplýsingar sem að gagni mega koma í sambandi við undirbúning kosnbiganna. öll sjúkdómstilfellin til einnar og sömu rótar. Sýkin mun hafa borizt til Svíþjóðar með sjómanni, sem kom flugleiðis ttt Stokkhólms frá Indónesíu í síðasta mánuði. Sjó- maðurinn heimsótti áttræða frænku sina í Stokkhólmi, og í ljós kom, að konan, sem lézt hafðf unnið við hreingerningar á íbúð gömlu konunnar. Sú gamla veikt- ist einnig, en hresstist fljótt aft- Lundbáck kvað sjúkdóminn hafa þróazt hægt til þcssa, og ekki myndi verða fyrirskipuð allsherj- arbólusetning á Stokkhólmsbúum nema snögg breyting yrði til hins verra. Fréttirnar um bólusóttina hafa valdið talsverðum óróa og áhyggjum meðal íbúa Stokkhólms, en þó hafa yfirlýsingar heilbrigð- isyfirvaldanna um, að engin hætta sé á yfirvofandi faraldri, dregið nokkuð úr ótta manna Læknar segja þó. að þeim fari fjölgandi sem óska eftir bólusetningu eða telja sig hafa fengið grunsamleg útbrot. Cooper kominn í 60 kílómetra hæð, og þá tilkynnti hann, að geimfarið væri laust við eldflaug ina. Fimm mínútum eftir að Cooper var skotið á loft, var hraði geimfarsins orðinn um 25 þúsund kílómetrar á klukkustund, þrýst- ingurinn inni í því var eðlilegur, og Cooper kvað sólina skína inn um gluggann. Eftir að geimfarið var laust við eldfiaugina, sneri Cooper geimfarinu í fLugstöðu og fór inn á braut sína yfir Bermuda. 18 mínútum eftir brottförina fór Cooper yfir norðurströnd Afríku. ! Klukkan 13,37 var hann kominn yfir Indlandshaf i stefnu að Ástra líu, og þá lofaði Cooper útsýnið. Skömmu síðar fór hann yfir Ástra l'íu, og þegar hann kom afíur yfir Biandaríkin eftir að hafa farið einn hring um jörðu, var hon- um tilkynnt, að hann ætti að halda áfram í sjö umferðir. Að þeim loknum yrði honum svo tilkynnt, hvort hann ætti að halda áfram, þar til komnir væru sautján hring ir, og þá yrði ákveðið, hvort hann skyldi fara alla þá 22 hringi, sem ráðgert hefur verið að hann fari. Komi hins vegar eitthvað fyrir eða eitthvað tæki hætti að starfa eins og því ber, mun Cooper koma til jarðar þegar í stað. Fáeinum mínútum áður en Coop er hafði lokið fyrsta hringnum, bagði Powers ofursti, yfirmaður geimferðatilraunanna, að allt virt ist ætla að ganga að óskum. Um þetta leyti tilkynntu mæl'itæki á Canaveralhöfða hins vegar, að hit inn í geimfarinu væri of hár, en Cooper sjálfur kvaðst þó ekki verða var óþæginda. Fyrri geim- farar Bandaríkjamanna hafa orðið fyrir þessu sama, að hitinn reynd ist um of í byrjun, en alltaf hefur tekizt að kippa því í lag, og eins var hér. í þriðju umferð sinni kvað Cooper hitann vera orðinn stöðugan, 10 stig inni í geimferða búningnum og 33 stig í geimfar- inu. Með sér í ferðinni hefur Cooper meðal annars þrjár 35 mm kvik- I myndavélar, eina 16 mm kvik- myndavél og sjónvarpsmyndavél, | sem ekki er stærri en vasaljós. ! Þessar vélar eiga að fylgjast með j öllum athöfnum Coopers í geim- farinu og senda myndir tl jarð- ar. Cooper mun verja mest öllum tíma 'SÍnum til mælinga og annarra starfa, en þó mun honum gefnn tími til svefns. Áður en hann sofn ar, mun hann stilla vekjaraklukku, sem hringir, þegar merki verður gefið frá radarstöð í Ástralíu. — Vakni hann ekki svipstundis á hann að taka inn örvandi töflu Hjartsláttur Coopers er mældur stöðugt meðan á ferðinnj stend ur og upplýsingar um hann send ar til jarðar. Geimfarinn á einnig að mynda sjálfan sig í geimfar- inu, geimfarið að innan og það sem sést úti. Hann á að draga loft Tottenham vann NTB-Rotterdam, 15. maí Tottenham vann evrópsku bikar- keppnina, með því að vinna sig- ur á Atletico Madrid í úrslitaleikn um í Rotterdam í dag með 5 mörk um gegn 1. í hálfleik var staðan 2:0. f dag fór einnig fram landsleik- ur i knattspyrnu milli Noregs og Póllands og unnu Pólverjar með 5 mörkum gegn 2. belg á eftir geimfarinu og reyna að koma auga á ljósmerki, sem honum verða gefin frá jörðu, og fl'eiri flókin verkefni er honum ætlað að vinna. Þegar Cooper var staddur yfir vesturströnd Afríku í þriðju um- ferð, sleppti hann út'byrðis tveim ur stálgeymum, sem höfðu steTka ljóskastara í báðum endum. Ljós- kastararnir hafa 600 þúsund watta ljósstyrk og á þeim lifir í tíu klst- Þeir eiga að sjást í 24 kílómetra fjarlægð, og er talið, að slíkir ljós kastarar geti komið að gagni í geimferðum framtíðarinnar, þeg- ar reynt verður að láta tvo geim- fara mætast úti í geimnum. Cooper er 36 ára gamall, kvænt- ur og tveggja bama faðir. Hann er ættaður frá smábæ einum í Okla- liomafylki, og þar var mikið um dýrðir í dag, eftir að geimfarinu hafði verið skotið á loft. Fánar blöktu þar á hverri stöng, og fólk var í hátíðaskapi og fylgdist ná- kvæmlega með sjónvarps- og út- varpssendingum frá geimferðinni. íbúarnir höfðu í hyggju, að láta öll Ijós loga í bænum í nótt í þeirri von, aö Cooper gæti séð þau utan úr geimnum. Skólabörn voru látin mæta í skólann í dag, en þeim var gefið frí öðru hverju til að fylgjast með geimferðinni í sjónvarpi. Ríkisstjóri Oklahoma, Henry Bellmon, sendi Cooper skeyti og hvatti hann til að koma til heimaríkis síns eins fljótt og hann gæti eftir geimferðina, og yrði honum þá vel fagnað- Cooper er 88 mínútur og 7 sek úndur að fara hvern hring um- hverfis jörðu. Verði hann látinn halda áfram, þar til 22 hringir eru komnir, mun hann hafa verið á lofti í samtals 34 klukkustundir og 19 mínútur, hafa farið 960 þús und kílómetra vegalengd, og hafa séð sólarupprás og sólarlag 43 sinnum. Mesta fjarlægð hans frá jörðu verður 267 kílómetrar, en sú minnsta 160 kílómetrar. Er með • %*• veioi- stöng Meðal þess, sem Cooper geim fari hafði í farangri sínum, þeg ar homim var skotið á loft í dag, var veiðistöng, en hann taidi ckki útilokað að hún gæti komið að gagni, þegar hann verður lentur á Kyrrahafl eftir ferðalagiff, ef einhver bið yrði á því, að hann yrði sóttur. En sú cr venjan í gchnferðum Bandarikjamanna, að geimfar- arnlr hafa með sér litla tösku meS persónulegum hlutum. Auk þess hefur Cooper með sér tösku, sem í er ýmls útbúnað1 ur, sem getur komið honum að gagni, ef hann finnst ekki strax eftir lendinguna. Þar á meSal er gúmbátur, talstöð, rad ar, merkjalampi, sólgleraugu. hnífur. ftmm lítrar af diykkj- arvatni. sjúkrakassl og flelra gagnlegt.___ T f M I N N, fimmtudagurhm 16. maí 1963 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.