Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 16
VCIiíSEfiS
Fimmf-udagur 16. mai 1963
108. tbl.
47. árg.
Dönsk blöð lofa
„79” eftir frum-
sýningu í Khöfn
Rang-
lætií
afurða-
lánum
AK-Reyikjavík, 15. maí.
Á fulltrúafundi Sláturfél.
Suðurlands, sem staðið hef
ur síðustu daga, kom það
fram að afurðalán til félags
ins hafa á s.l. vetri aldrei
náð hærra hlutfalli en 55%
en oftast verið miklu lægri,
og s.l. haust aðeins 43%. —
Pétur Ottes-en flutti á fund
inum harðorða áskorunar-
tillögu tiiL ríkisstjórnarinnair
um að bæta úr þessu.
Þetta eru efndirnar á því
loforði Ingólfs Jónssonar,
landbúnaðarráðh. á fundi
Stéttarsambands bænda s.l.
sumar, að bæta úr því rang-
l'æti, sem bændur hafa orð-
ið að búa við af hendi nú-
verandi ríkisstjórnar í þess
um málum undanfarin ár.
Eins og kunnugt er hafði
sú regla myndazt fyrir
löngu, að atvinnuvegirnir
fengju 67% afurðalán hjá
bönkunum að tilhlutan ríkis
stjórnarinnar. Ríkti áður
jafnræði um þetta milli land
búnaðar og sjávarútvegs.
Núverandi ríkisstjórn skar
hins vegar þegar niður hlut
Framh. á bls. 15.
Aðils-Kaupmannahöfn, 15. maí
f gær var frumsýnd f Alexandra
leikhúsinu íslenzka kvikmyndhi
„79 af stö3inni“, sem hér geng-
ur undlr nafninu „Gogo“. Kaup-
mannahafnarblöðin birtu lofsam-
lega dóma um kvikmyndina með
myndum úr henni.
í Politiken skrifar hinn kunni
gagnrýnandi og rithöfundur Klaus
Rifbjerg og kemst m. a. svo að
orði: „Erik Balling sannar enn
með þessari íslenzku kvikmynd
sinni, að hann er enn vaxandi
leikstjóri. Eftir að hafa árum sam
an fengizt við að framleiða alþýð-
legar danskar gamanmyndir er
hann skyndilega kominn til fs-
lands, þar sem hann hefur fengið
í hendur sæmilegt handrit, sem
hann hefur gert kvikmynd eftir
og eykur þar enn við hæð sína
sem kvikmyndagerðarmanns. Hand
ritið gerði Guðlaugur Rósinkranz
eftir skáldsögunni „79 af stöðinni"
eftir Indriða G. Þorsteinsson, en
kostir hennar eru ekki sízt í því
fólgnir, að hún ber hvorki vott
af viðkvæmni né æsileik til að
magna áhrif með. Manngerðirnar
eru sannar og mörg atriði undur-
falleg og beitt af nærfærni, sem
ljær kvikmyndinni reisn og held-
ur henni ætíð ofar allri flatneskju
og verður hvergi leiðinleg. Krist-
björg Kjeld tjáir vel með svip-
brigðum sínum hina einmana
konu. Og Gunnar Eyjólfsson sýnir
sérlega geðfelldan og hlýlegan leik
er bæði hreinn og beinn og barns-
lega einlægur í samleiknum við
konuna. Myndatakan hefur tekizt
ágætlega, þar sem landið og at-
burðimir fellast saman í góða
heildarmynd. Það er því ástæða til
að óska Erik Balling til hamingju
með þetta verk.
Berlingske Tidende kemst m.a.
svo að orði, að sagan sé ekki alveg
laus við hversdagslega þætti og
barnaleg atriði. En Balling haldi
þannig á henni, að myndin beri
óm af þögn úr samlífi persónanna
leggi áherzlu á sálræn vandkvæði
persónanna fremur en atburðarás
ina sjálfa. Aðalhlutverkin séu leik
in af íslenzku listafólki, sem laust
Framhald á 15. sfðu.
Endurgreiða trygg-
ingatökum 7 millj. kr.
Ásgelr Magnússon, framkvæmdastjóri, flytur skýrslu sina. T. v. er fundarstjórinn Kristján Jónsson frá
GarSsstöBum, en t.h. formaður félagsstjórnar, Erlendur Einarsson, forstjórl SfS.
Aðalfundir Samvinnutrygg-
higa og Líftryggingafélagsins
Andvökn voru settir í fundar-
sal Kaupfélags Ísfírðinga á fsa-
ffrði, fimmtudaginn 9. maí s.l.
kl. 2 e.h. af formanni félags-
stjómar, Erlendl Einarssyni
forstjóra SÍS.
Áður en gengið var til dag-
skrár minntist formaður Kjart-
ans heitins Sæmundssonar,
kaupfélagsstjóra Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis, en
hann var í Fulltrúaráði Sam-
vinnutrygginga. Fundarmenn
risu úr sætum og vottuðu þann
ig hinum látna virðingu sína
og aðstandendum samúð.
Sterfsmenn fundarins vom
þessir menn kosnir einu hljóði:
Fimdarstjóri: Kristján Jónsson
frá Garðsstöðum. Fundarritarar
Óskar Jónsson, Selfossi, Stein-
þór Guðmundsson, Reykjavík,
og Jón S. Baldurs, Blönduósi.
Erlendur Einarsson flutti
skýrslu félagsstjórnanna um ár-
ið 1962, sem var 16. reiknings-
ár Samvinnutrygginga, en 13.
reikningsár Andvöku. Fram-
kvæmdastjóri félaganna, Ás-
geir Magnússon, flutti ýtarlegt
yfirlit um starfsemi þeirra og
skýrði reikninga.
Iðgjaldatekjur Samvinnu-
trygginga fóm nú í fyrsta
skipti í starfsögu félagsins yfir
100 millj. króna og námu kr.
102.400,477,— og höfðu hækk-
að um 13% frá fyrra ári. Tjóna
bætur urðu kr. 74.463,951,—
eða 74,7% af iðgjöldunum, og
höfðu hækkað að meðaltali frá
fyrra ári um 24,8%, en þannig
í einstökum tryggingagreinum:
í Sjódeild 28,8% — í Endur-
tryggingadeild 10,7%, og í Bif-
reiðadeild um 52,2%, en lækkað
nokkuð í Brunadeild.
Af kr. 7,868,076,42 tekjuaf-
gangi endurgreiða nú Sam-
vinnutryggingar til trygginga-
taka kr. 7.368,448,—. Er greidd
ur 10% tekjuafgangur af bruna
tryggingum, 25% af vörum í
flutningi, 10% af skipatrygg-
ingum, 10% af ferðatrygging-
um, 10% af trillubátatrygging-
um og 30% af dráttarvélatrygg
Framhald á 15. siðu.
Skipasmiðir krefj-
ast 20% hækkunar
MB-Reykjavfk, 15. maL
SKIPASMIÐIR í Reykjavík hafa
boðiað verkfall frá og með næst-
F/SKfl 0KUNARLEIFAR
UNNAR TIL MANNELDIS?
KH-Reykjavík, 15. msu.
MAGNÚS Andrésson, útgerðar-
maður, hefur fundið upp aðferð
til að nýta fiskflökunarleifar, upp
finning, sem verð er fyllstu athygli
og Líklegt er, að bætt geti úr nær-
ingarskorti íbúa hitabeltisland-
anna. Sótt hefur verið um einka-
leyfi á þessari vinnsluaðferð.
íbúar hicabeltislanda S.-Afríku,
Mið-Afríku og Suður-Asíu eru tald-
ir vera um 1200 milljónir, eða um
40% af heildaríbúafjölda jarðar-
innar. Vegna hins mikla hita og
raka í loftinu, er mjög erfitt um
geymslu matvæla, og lifa fbúarnir
á grænmeti og ávöxtum, en skort
ir eggjahvítuefni úr dýraríkinu og
steinefni, einkum kalsíumsambönd.
Þessi næringarefni er einmitt að
finna í ríkum mæli í fiskvöðvum
og beinum, en fram til þessa hefur
ekki tekizt að vinna úr fiskinum
þá vöru, sem þolir geymslu í hita-
beltisloftslagi, án þess að kostn-
aðurinn fari úr hófi fram.
Magnús Andrésson sagði í við-
tali við blaðið í dag, að honum
hefði alltaf blöskrað, hve mikið
væri látið fara til spillis af fisk-
inum hér. en fiskiðnaðurinn nýtir
nú aðeins % hluta hins slægða
fisks til manneldis, en % eru
flökunarleifar, sem fara að mestu
til fiskimjölsvinnslu og skepnufóð
urs, og hann hefði verið að gera
smátilraunir nokkur síðustu ár
með að nýta úrga-ng betur til mann
Framhald á 15. siðu.
komandi mánudegi og krefjast
20% kauphækkunar. Byggja þeir
þessa kröfu sína á því, að a. m. k.
tvær skipasm.stöðvar utan Rvíkur
eru þegar farnar að borga skipa-
smiðum 20% hærra kaup, en nú-
gildandi samnángar segja til um.
Þær skipasmíðastöðvar, sem þeg
ar hafa hækkað kaup við starfs-
menn sína eru Skipasmíðastöð
Njaiðvíkur og Skipasmíðastöðin
Dröfn í Hafnarfirði. í Skipasmíða
stöð Njarðvíkur mun ástandið hafa
verið orðið svo slæmt, að forstöðu
uðu að fara í byggingarvinnu. —
Hvorug þessara skipasmiðja eru í
Vinnuveitendasambandi íslands.
Blaðið átti í dag tal við Barða
Friðriksson, skrifstofustjóra Vinnu
veitendasambands íslands og Stef-
án Richter. formann Meistarafél.
skipasmiða í Reykjavík. Samkv.
upplýsingum þeirra hafa skipasmig
ir hér í Reykjavík lýst yfir verk-
talli, frá og rneð mánudegi að
telja. Skipasmiðir munu ekki hafa
borið fram neinar skriflegar kröf-
ur, en þeir hafa á samningafund-
menn hennar sáu fram á algera um með meisturum krafiZt 20%
manneklu, því skipasmiðirnir æt'l- Framhald á 15. síðu.
SKEMMTIKVÖLD F. U. F.
Mjög mikil eftlrspurn hefur verið eftir miðum á skemmtikvöld FUF
í súlnasal Hótel Sögu i kvöld. Miðarnir voru allir búnir um hádegi i
gær, og hafa færri fengið miða en vildu. Hefur þvi verið ákveðið að
halda aðra skemmtun i lok mánaðarins. — Skemmtunin i kvöld hefst
klukkan 21.00. Ávarp flytur Einar Ágústsson, sparisjóðsstjóri, og til
skemmtunar verða Ómar Ragnarsson og Ármannsstúlkurnar.