Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 7
Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason — Ritstjórar: Þórarinn
Þörarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. F’ulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7: Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingar, sími 19523. - Aðrar skrif-
stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f —
Sigurför frjálslyndrar
vinstri stefnu
AMERÍSKA vikublaðiS „U S. News and World
Report“ hefur nýlega látið fréttaritara sína í Evrópu
gera yfirlit um stjórnmálaþróunina i nokkrum helztu
löndum þar. Niðurstaða þeirra allra er nokkurn veginn
hin sama: Evrópa er á leið frá íhaldsstefnu til frjálslyndr-
ar vinstri stefnu.
í Bretlandi vinnur Verkamannaíiokkurinn nú mjög
á, en íhaldsflokkurinn tapar að sama skapi. Allar horfur
eru á að Verkamannaflokkurinn komi til valda eftir
næstu þingkosningar, sem fram fara í seinasta lagi
haustið 1964.
í Vestur-Þýzkalandi hefur kristilegi íhaldsflokkur-
ínn tapað í öllum kosningum að undanförnu, en jafnað-
armenn unnið á. Haldist þetta áfram. eni jafnaðarmenn
liklegir til að fá meirihluta í þingkosningunum 1965.
Á ítalíu hefur kristilegi miðflokkurinn tekið upp
vinstri sinnaðri stefnu, þótt það hafi kostað hann nokk-
urt fylgistap til hægri, og mun það gera samstarf hans
mögulegt við róttæka jafnaðarmannafiokkinn þar. Ástæð-
an fyrir breyttri stefnu kristilega íiokksins er sú, að
ekki var lengur grundvöllur fyrir samstarf flokksins til
hægri.
í Sviss, á Norðurlöndum og i Beneluxlöndunum
styrkja frjálslyndir vinstri flokkar nú aðstöðu sína.
Hinir frjálslyndu vinstri flokkar, sem eru að eflast
í Vestur-Evrópu, eru yfirleitt fráhverfir þjóðnýtingu, en
vilja vinna gegn mikilli auðsöfnun fárra einstaklinga.
Þeir vilja dreifa þjóðarauðnum og þjóðartekjunum á
sem flestar hendur og skapa þannig þjóðfélag hinna
mörgu efnalega s.jálfstæðu einstaklinpa.
Meginmunurinn á stefnu þeirra '.g íhaldsflokkanna
er sá, að íhaldsflokkarnir vilja lágt kaupgjald og skapa
á þann og annan hátt möguleika fyir því, að auðurinn
safnist sem mest á fárra hendur Þeir trúa á leiðsögu
hinna fáu útvöldu auðjöfra og eru að því leyti ekki
langt frá kommúnistum, er trúa á ieiðsögn hinna fáu
einvöldu handhafa þess ríkisvalds, er Kommúnistar vilja
láta vera allt. í öllu.
Til hægri eða vinstri
í KOSNINGUNUM, sem fara fram 9. júní, eiga kjós-
endur m. a. að svara þeirri spurningu, hvort þeir vilji
láta íhaldsstefnuna drottna hér áfrarn á sama tíma og
fylgi hennar þver í vestrænum löndum.
Hér er nú fylgt meiri íhaldsstefm? en annars staðar
í Evrópu. Með gengisfellingum, sívaxandi dýrtíð, vaxta-
okri og öðrum ráðstöfunum er þrengt ag hinum efna-
minni og möguleikar þeirra tii sjáifbjargar og efna-
legs sjálfstæðis stórskertir. Af sörmi ástæðum, og þá
alveg sérstaklega af völdum gengisfeliinganna — safnast
meiri auður á fáar hendur en nokkru sinni fyrr. Hér
er óðum ag myndast þjóðfélag hinna fáu ríku og mörgu
fátæku.
Á ísland að vera eina landið bar sem þessi úrelta
stefna á fylgi að fagna? Eða á að lylgjast með þróun-
inni og byggja hér upp þjóðfélag binna mörgu efna
lega sjálfstæðu einstaklinga? Þessu verða kjósendur að
svara 9. júní.
IÍ MINN, fimmtudagnrinn 16. maí 1963
ALÞÝDUBANDALAGIO ER
SKRlPALEIKUR
Sennilegia er ekki til fur'ðu-
legra fyrirbæri í stjómmálum
nokkurs lands en Alþýðu-
bandalaigið. Alþýðubamdaíagið
er ekki flokkur og ekki nein
skápulögð samtök. Það er í raun
og veru ekkert annað en skrípa
leikur, sem settur er á svið til
að fela kommúnista í kosning-
um.
Svo er látið heita, að nú
standi þrír aðilar að Alþýðu-
bandalaginu, þ.e. Sósíalista-
flokkurinn, Málfundafélag
jafnaðarmanna og Þjóðvarnar
flokkurinn. Áður voru það að-
eins tveir aðilar, sem stóðu að
bandalaginu, Sósíal'istaflokkur-
inn og Málfundafélag jafnaðar
manna.
MÁLFUNDAFÉLAGIÐ
Það er vit'að um tvo af þess-
um aðilum, að þeir eru ekki
til nema að nafninu.
Málfundafélag jafnaðarmanna
var á sínum tíma stofnað af
þeim Alfreð Gíslasyni og
Hannibal Valdimarssyni og ör-
fáum mönnum öðrum. Það
starfaði örlítið fyrst eftir að
það var stofnað, en seinustu
árin hefur það verið steindauð
ur félagsskapur. í dag er það
raunar ekkert annað en þeir
Hanniba-1 og Alfreð.
Það er náttúrlega hreint
grín, að telja þá tvímerininga
eitfhvert félag, sem geti verið
aðili að pólitísku bandaiagi!
ÞJÓÐVAKNARFLOKK
URINN
Um Þjóðvarnarflokkinn er
nokkuð sama að segja. Hann er
sem flokkur fuilkomlega liðinn
undir lok. Sá „Þjóðvarnarflokk
ur“ sem talinn er standa að
framboðum Alþýðubandal., er
raunar ekki annað en þeir Gils
og Bergur og örfáir menn aðr-
ir, eins og sést á þvi, að á þeim
fundi Þjóðvarnarflokksins, þar
sem ákvörðun var tekin um að-
ild að Alþýðubandalaginu.
greiddu aðeins sex menn at-
kvæði með henni, ásamt þeim
Gils og Bergi.
Það er vitanlega hlægilegt
að kalla þetta flokk eða full-
gildan aðila að kosningabanda-
lagi.
SÓSÍ ALIST AFLOKKU RXN N
Eftir er þá þriðji í-.MFnn,
Sósíalistaflokkurinn. Har.n hef
HANNIBAL VALDIMARSSON
— hann er hreinn gerviformað-
ur í Alþýðubandalaginu, því að
Einar Olgeirsson, Brynjólfur
Bjarnason og Lúðvík Jósefsson
ráða þar öllu.
ur skipulögð samtök um allt
landið, gefur út dagblað og
fleiri blöð. Hann er eini aðilinn
í þessum samtökum, sem er ein
hvers megnugur.
Það er hins vegar svo aug-
íjóst, að hann er kommúnista-
fló'kkur, þótt hann kalli sig ann
að, að ekki hefur þótt ráðlegt
að láta bjóða hann fram í kosn
ingum. Það hefur þótt nauðsyn
legt að hafa hann í felum. Þess
vegna hefur Alþýðubandalagið
verið fundið upp sem gríma til
að dylja Sósíalistaflokkinn í
kosningum.
Að svo miklu leyti, sem Al-
þýðubandalagið heldur uppi
einhverri starfsemi, er það vit-
anlega Sósíalistaflokkurinn
sem öliu ræður um hana. Menn
eins og Alfreð, Hannibal, Gils
og Bergur, sem ekkert hafa á
bak við sig, verða að fylgja því,
sem fyrir þá er lagt. Helzt
reyndi F'innbogi Rútur að
halda uppi sérstöðu, en gafst
upp við það, og hefur því hætt
þingmennsku. Eftir það eru
yfirráð kommúnista í Alþýðu-
bandalaginu algjörari en
nokkru sinni fyrr.
GÆRAN AÐ VERÐA
GAGNSLAUS
Nú fyrir kosningarnar var
svo komið, að forkólfum komm
únista var orðið Ijóst, að Alfreð
og Hannibal myndu ekki leng-
ur reynast nein gæra til að
breiða yfir úlfshár kommún-
ista. Til þess var búið að nota
þá of lengi. Meirihluti flokks-
stjómar Sósíalistaflokksins
taldi þá nauðsynlegt að fá nýja
gæru, og því var samið við þá
Gils og Berg. Það hefur hins
vegar komið í ljós, að þessi
gæra er algerlega ónóg og fáir
láta því blekkjast.
Meðal hreinlyndustu komm-
únista á sú stefna því vaxandi
fylgi, að bezt sé að hætta þes®-
um gæruskinnsleik, því að hann
sé orðinn svo augljós blekking,
að hann gangi ekki lengur.
FUNDURINN í
AUSTURBÆJARBÍÓI
Þessi stefna varð ofan á við
undirbúning fundarins, sem
kommúnistar halda í Austur-
bæjarbíói í kvöld. Þeir Alfreð
og Bergur vildu halda þann
fund á vegum Alþýðubanda-
lagsins og t.ala þar báðir, ásamt
Hannibal Kommúnistar á-
kváðu hins vegar að halda fund
inn einir og láta eingöngu
kommúnista koma þar fram.
Aðalræðumaðurinn Var ákveð
in Brynjólfur Bjarnason! Eng
inn maður úr málfundafélaginu
né Þjóðvarnarflokknum fær að
korna þar fram.
Þegar kommúnistar sýna
þessuim „sam'Starfsmönnum“
sínum sllka óvirðingu fyrir
kosningar, þá er næsta Ijóst,
hvað verður eftir þær. Þá verð
ur búið að hafa það gagn af
þeim. sem hægt er. Þá verður
þeim stjakað til hliðar, og
Brynjólfur og Einar taka við
allri stjórn aftur.
Þess vegna ætti enginn að
láta blekkja-st af Alþýðubanda
lagsgærunni. Þeir, sem kjósa
Alþýðubandalagið, eru að
kjósa kommúnistaflokkinn. A1
þýðubandalagið er ekkert ann
að en skrípaleikur eða gæru-
skinnsleikur, sem er viðhafður
til að fela kommúnista fram
yfir kosningar. Svo oft er nú
búið að leika þann leik, að
hann ætti ekki að blekkja
nei.nn lengur.
Formanni R.K.I. hefur nýlega
borizt bréf frá Henrik Beer, fram
kvæmdastjóra Alþjóða Rauða
krossins í Genf:
„Ég verð að tjá yður, hversu
gagntekinn ég var þegar mér varð
ljós árangur þeirrar hjálpar, sem
íslenzka þjóðin veitti hinum hungr
uðu og þjáðu börnum í Alsír á
vegum Rauða kross íslands. Þetta
er lofsvert afrek, og þess hefur
verið getið í greinum víðs vegar
um heim um starfsemi Rauða
krossins. Ég bið yður að flytja
öllum þeim, sem lagt hafa hönd
á plóginn, vorar innilegustu þalk-
ir“. |
í bréfi írá San . Francisco deild
Rauða krossins segir. að Henrik
Beer hafi skrifaó deildinni m.a
eftirfarand':
„ . . . Viðfangsefm þau, sem,
vér eigum við að glíma í Alsír,
Alþjóða Rauði krossinn
þakkar íslenzku þjéðinni
eru geysileg. Þar eru fimm millj.
manna, sem þarfnast hjálpar For-
dæmi það, sem íslenzka þjóðin hef
ur gefið í þessu efni, mun áreiðan i
lega verða öðrum þjóðum til mik-
illar hvatningar, og getur jafnvel
leitt til þess, að einstakar þjóðir
fari að bindast bræðraböndum til
lausnar mörgum þeim vandamál-
um, sem þyngst hvíla á heiminum
í dag . . . . “
31. marz s.l. lauk hjálparstarfi
því, sem unnið var á vegum Al-i
þjóða Rauða krossins til hjálpar
nauðstöddu fólki í Alsír
Hjálparstarf þetta hófst í ágúst:
1962, en þá voru alsírskir flótta-j
menn nýkomnir heim til sín frá
Marokkó og Túnis, þar sem Rauði
krossinn og Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna höfðu í sam-
einingu séð fyrir þeim í 3Vz ár.
Frá því í ágúst og til marzloka
hafði Rauði krossinn úthlutað mat
vælum til 1.600.000 manns í Alsír.
Fékk hver þurfandi maður mán-
aðarlega 8 kg. af hveiti, 500 g. af
baunum, 500 g. af matarolíu og
400 g. af sykri, auk 100 g af sápu
Enn fremur hafði Rauði krossinn
komið upp 300 mjólkurgjafastöðv
um, þar sem a.m.k 300.000 börn
fengu á hverjum morgni mjólk og
brauð. og þrisvar í viku ýmis bæti
efni í töflum. Eins og kunnugt er,
Framhald á 13. síðu.
7