Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 14
 WILLIAM L. SHIRER (Gesetz zur Behebung der Not von VOlk usod Reiefh)", eins og þaú voru kölluð opinberlega. Hinaf fkom stuttorðu greiraar tóku frá þinginu völdini til lagasetninga, þar með talið eftirlit með fjárlög- um ríkiöjns, samþykki samninga, sean gerðir voru við erlend ríki og vald tSl' breytmga á stjömar- skránni, og fólu í hendur ríkis- stjóminni næstu fjögur árin. Auk þess kváðu lögin svo á, að kanslar- inn gerði uppkastið að þeim lög- um, sem stjómin setti, og þau „mættu víkja frá stjórnarskrónni“. Engin lög át'tu að „fá breytt að- stöðu þingsins" — sannarlega grimmasta báðið í þessu öllu — og vald forsetans skyldi „verða hið sama héðan í frá sem hingað til“. Hitler ítrekaði tvö síðustu atrið- in í ræðu, sem hann flut'ti þing- mönnunum, er samankomnir voru í hinu skreytta óperuh'úsi, sem um langt skeið hafði nær ein- göngu helgað 'Sig flutningi léttra óperuverka, en nú vom gangar þess fullir af Brúnstökkum, og örótt rustaandlit þeirra gáfu til kynna, að ekki myndu þeir um- bera neina vitleysu af hálfu full- trúa þjóðarinnar. — Stjómin (lofaði Hitler) mun aðeins notfæra sér þetta vald reyn ist það nauðsynlegt til þess að framkvæma líf’Shauðsynlegar að- gerðir. Hvorki er stefnt í hættu tilveru Reichstags né Reichsrats. Staða forsetans og völd verða á- fram óbreytt .... Sambandsríkin fá óíram að vera frjáls. Réttur himna einstöku kirkna verður ekki skertur, og saanibandi þeirra og rík isins verður ekki breytt'. Það er í rauninni í mjög fáum tilfellum, sem nauðsynlegt er að hafa slíkt vald sem þetta. Hinn ákafi nazista-foringi virt- ist mjög svo gætinn og allt að því lítill'átur í þessari ræðu sinni. Þriðja ríkið hafði enn ekki lifað nógu lengi til þess að jafnvel istjórnarandstæðingarnir* gætu gert sér fullkomlega grein fyrir gildi loforða Hitlers. Samt sem áður reis einn þeirra á fætur. Það var Otto Wells, foringi Sosíal- demókrata, en tylft þingfulltrúa hans „höfðu verið settir inn“ af lögreglunni, og í hávaðanum af öskrum stormsveitarmannanna fyr ir utan, sem hrópuðu „Alræði, eða ella!“ bauð hann byrginn hin um verðandi einræðisherra. Wells l'ýsti því yfir, þarna sem hann tal aði rólega og virðulega, að stjórn i.n gæti svipt sósíalistana öllum völdum þeiira, en hún gæti aldrei rænt þá heiðrinum. — Við þýzkir Sósíal-domókrat- ar skuldbindum okkur til þess að fylgja meginreglum mannúðar og réttlætis, frels'is og sósíalisma. Engin lög geta gefið yður mátt til' þess að eyða hugmyndum, sem eru eilífar og ekki er hægt að eyðileggja. Hitler stökk á fætur, ofsareið- ur, og nú fébk samkundan að kynnast manninum eins og hann var. — Þið komið seint, en samt kom ið þið, hrópaði hann..........,Það er engin þörf fyrir ykkur lengur .... Stjama Þýzkalands mun rísa og stjarna ykkar hrapa. Klukkur dauðans hafa hljómað yfir ykkur . . . Eg óska ekki eftir atfcvæðum ykkar. Þýzkaland verður frjálst, en ekki fyrir ybkar gerðir! (glymj andi lófatak). Sósíal-demókratarnir, sem báru hina þungu byrði ábyrgðarinnar á því, að lýðveldið hafði orðið svo máttvana, ætluðu að minnsta kosti að hal'da fast við lífsstefnu sína og falla ekki — í þetta eina skipQ — án þess að veita mótþróa. En ekki Miðflokkurinn, sem einu sinni hafði með góðum árangri staðið uppi í hárinu á járnkanslar- anum í hinum svokallaða Kultur- kampf. Fori.ngi flokksins, Monsign or Kaas, hafði krafizt skriflegs loforðs frá Hitler um, að hann myndi virða neitunarvald forset- ans, en þrátt fyrir það, að Hitler hefði lofað að gefa þetta loforð áður en kosningarnar færu fram, varð al'drei af því. Miðflokksfor- inginn stóð samt upp til þess að tilkynna, að flokkur hans myndi greiða atkvæði með titlögunni. — Brtining sagði ekkert. Brát't var gengið til atkvæða: 441 voru með og 84 (allir Sósíal-demókratarnir) á móti. Naz.ista-þingmennirnir stukku upp og hrópuðu og köll- uðu utan við sig af ánægju, og síðan hófu þeir að syngja Horst Wessel-sönginn, og stórmsveitar- mennirnir tóku undir með þeim, en þessum söng átti brótt eftir að ■skipa við hlið „Deutschland iiber Alles“, sem öðrum tveggja þjóð- söngva þjóðarinnar: Die Fáhne holh, die Reihen fest gesohlossen SS marchiert mit ruhig fest'- em Schritt. Þannig var þinigræðislegt lýð- ræði að lokum jarðsett í Þýzka- landi. Það var gert á algjörlega löglegan hátt að undanteknum handtökum nokkurra kommúnista og þingfulltrúa Sósíal-demókrata, enda þótt því fylgdi nokkur skelf i.ng. Þingið hafði gefið HiQer vald það, sem því bar, samkv. stjórnar skránni, og með þessu framið sjálfsimorð, enda þótt skrokkur þess lægi þarna áfram eins og hálfgerður smyrlingur allt til endaloka Þriðja ríkisins, og Hitler notaði það einstöku sinnum til þess að geta komið fram með sín- ar þrumandi yfirlýsingar. Þing- mennirnir voru upp frá þessu bundnir í báða skó af Nazista- flokknum, því það áttu ekki eftir að fara fram neinar raunveruleg ar kosningar. Það var þessi laga- setning ein, sem lagði undirstöð- una að alræði HiQers. Allt frá 23. marz 1933 var Hitler einræðis herra ríkisins, laus við allt að- hald af hálfu þingsins eða forset ans, gamla og þreytta. Vissulega var mangt eftir að gera, áður en allri þjóðinni og ölluan hennar stofnunum hafði verið algjörlega komið undir hæl nazista, enda þótt, eins og við eigum eftir að sjá, þetta yrði gert með feikna hraða og með ruddaskaþ, brögðum 91 og grimmd. „Óaldarflokkarnir af götunum“, ■svo notuð séu orð Al'ans Bullocks, „höfðu náð yfirráðum yfir stóru nútímaríki, rennusteinarnir voru komnir til valda. — En — og Hitler hætti aldrei að 'hæla sér af því — „á löglegan hátt“, með yfir gnæfandi meirihluta þingsi.ns. Þjóðverjar gátu ekki við neinn sakast nema sjálfa sig. Allar valdamestu stofnanir Þýzkalands byrjuðu nú ein af ann arri að beygja sig fyrir Hitler, og þegjandi og án nokkurra mót- mæla hættu þær að vera tii. Þýzku ríkin, sem alla tíð höfðu þrjózkulega haldið fa'St við það að fara með sín eigin mál, urðu fyrst til þess að láta undan. Að kvöldi hins 9. marz, tveimur vik- um áður en lögin, sem færðu Hitl- er einræðisvaldið, voru sett, rak von Epp hershöfðingi stjórnina í Bayern frá, samkvæmt' skipun frá Hitler og Frick, og með að- stoð fáeinna stormsveitarmanna. Að þessu loknu kom hann þar á Nazistastjórn. Áður en vika var l'iðin höfðu fulltrúar Ríkisins ver ið skipaðir til þes's að taka við stjórninni í hinum smáríkjunum, sem Göring var þegar orðinn fast- ur í sessi. Hinn 31. marz tilkynntu Hitler og Frick, að ný lög hefðu verið sett, sem l'eystu upp þing allra smáríkjanna nema Prúss- lands, og ákváðu um leið, að þau skyldu aftur verða skipuð sarhkv. úrslitum í síðustu Reichstag-kosn ingum, en þetta var í fyrsta sinn, sem Hitler notfærði sér valdið, sem nýju lögin höfðu fært honum. Ekki skyldu sæti kommúnista fylla. En þetta stóð ekki lengi. Kanslarinn, sem vann nú með hita sóttarákafa, setti ný lög 7. apríl, og skipaði ríkisstjóra (Reichsstath alter) í öllum ríkjunum og veit'ti þeim vald til þess að skipa og 1 Eftir seytjándu holuna stóð 'keppnin jöfn. Englendingurinn brosti breitt og sagði: — Þar var ég ‘heldur en ekki heppinn. Hann hafði náð hol'unni með fallegu höggi og á leiðinni yfir að næstu klappaði hann Mike Beecher vin- gjamlega á öxlina. — Ég bjóst ekki við, að ég gæti orðið yður svona skeinuhættur. Satt að segja hélt ég, að það væri úti um mig. — Ég hitti ekki kúluna nógu vel, sagði Mike Beeoher. — Það getur hent hvern sem er. — Þér tókuð yður ekki nógu langan tíma. í slíkum leik sem þessum er um að gera að vera kaldur og rólegur. — Þeir stönz- uðu og t'óku við kylfunum af kylfudrengjunum. Drengirnir voru spánskir, um það bil Sextán ára, sólbrenndir og alvarlegir. Þeir voru fremur smávaxnir, svo að kylfurnar námu við höfuð þeirra, þar sem þær stungust upp úr pok unum. Nú, hvernig tökum við svo þá næstu? spurði Englendingurinn. — Hvar er fjárans holan? Golfbrautin við sjávarbæinn Malaga beygði s'karpt til hægri niður að átjándu holunni og stóð flaggið í hvarfi við nokkur furu- tré. Um leið og Mike greindi Eng- lengingnum frá legu holunnar bjó hann sig undir næsta högg. Eng- lendingurinn hikaði og starði á trj'áþyrpinguna, sem fald'i flaggið sjónum. — Með einu l'öngu, föstu höggi, huh? sagði hann. Það glitr- aði í sterklegar tennur hans, um leið og hann brosti breiðu, drengja legu brosi. — Það væri freistandi, ekki satt? Beecher skildi, hvað hann átti við. Ef honum tækist' að slá kúl- una þvert yfir trjáþyrpinguna, mundi hún ekki lenda fjarri hol- • • unni. En slíkt högg var ekki laust við áhættu og enginn reyndur golf leikari mundi reyna slíkt, nema þeim mun tvísýnna væri um úrslit- in. — Já, það væri freistandi, sagði Beecher. — Þér skuluð miða þvert yfir hæsta trjátoppinn. Englendingurinn hugsaði sig um andartak, en andvarpaði síðan og sagði: — Ég held ég tefli ekki á tvær hættur. Eg vel því öruggari kostinn. Með kröftugu, öruggu höggi sló hann kúluna niður eftir brautinni, og Mi'ke Beecher vissi, að leikn- um var í rauninni lokið. Leikurinn var honum tapaður. Þegar hann bjó sig undir högg ið, velti hann því fyrir sér gram- ur í bragði, hvers vegna hann væri svo viss um, að leiknum lyki 'Sér í óhag. Að sjálfsögðu gerði hann sér grein fyrir takmarkaðri eigin get'u. Það var ein ástæðan. Hann gat sagt fyrir um eigin ó- sigur, eins og aðrir gátu sagt fyrir um veður eða veðrað hættur á svo óljósan hátt, að ekki reynist unnt að skilgreina slíkar gátur. Þegar hann óskaði einhvers mjög heitt, var venjan sú að honum hlotnaðist ekkert. En hann vissi ekki hvers vegna. Af hverju í fjár anum er mér svo í mun að sigra í þessum leik? hugsaði hann með sér. Hér var aðeins um örfáa sjússa að tefla. Fyrir nokkrum dög um hafði hann hitt Englendinginn í þorpinu Mi.rimar og meðal ann- ars hafði gol'f borizt í tal þeirra. Beecher hafði búið á Spáni í tvö ár; Englendingurinn æQaði að eyða þar mánaðarleyfi sínu. Þeim hafði komið saman um að leika golf einhvern daginn, o-g þar sem Englendingurinn átti ekki bíl, hafði Beecher sótt hann á gisti- staðinn Lorita, sem var annars FORUNAUTAR OTTANS W. P. Mc Givern flofcks staður og ódýr, jafnvel á 'spánskan mælikvarða. Englend- ingurinn hét James Lynch. — Ég býst við að það sé írskt nafn, hafði hann sagt, og brosað þessu fal- lega drengjalega brosi sínu. — Sjálfsagt einhver vill'uráfandi sauður, sem hefur ílenzt í Eng- landi. En kallið mig bara Jimmy. En Mike Beecher kallaði hann Lynch. Þeir virtust vera á sama aldri, báðir hát't á fertugsaldri, og Mike hefði fundizt kjánalegt að láta eftir Englendingnum, aneð því að ávarpa hann gælunafni. Hann dáðist að ýmsu í fari Lynch, en honum var ekkert um hann að öðru leyti og hann velti fyrir sér, hvort það væri þess vegna, sem hann legði kapp á að sigra golflei‘kin.n. Lynch var gott dæmi um vissa tegund af Englend ingum, sem Beecher hafði kynnzt: Maðurinn var hávaxinn, rauðleitur með kröftuga útlimi og vel þjáif- aðan líkama. Hann var klæddur stuttum buxum úr khaki, her- mannaklossa hafði hann á fótum og á höfði bar hann liQa, furðu- lega, bláröndótta prjónahúfu, sem Beecher vissi, að var marókönsk. Klæðnaður þessi , þar sem prjóna- húfan kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum, virtist Mike kjána legur en jafnframt að vissu leyti viðkunnanlegur og sama var að segja um drengjalegt fjör Lynch, þetta breiða bros hans og gáska- fullar athugasemdir: — Flott hjá þér — og bravó, þetta var fínt, — sem glumdu við eftir hvert högg Beechers. Framkoma hang var skemmtileg og sjálfur var hann laglegur maður með þykkt, ljóst hár á höfði og augu, sem voru blá og skær eins og í ungbarni og stungu þoikkalega í stúf við sól- brennt hörundið. Hann hafði auð heyranlega verið virkur þátttak- andi í síðari heimsstyrjöldinni. Allt hans tal bar keitn af mál'fari vígstöðvahermanna. Beecher hafði áður rekizt á þessa manntegund á Spáni. Englendingar, sem voru að ná miðjum aldri, en lifðu í Ijúf- um endurminningum frá liðinni æsku á vigvöllunum, alveg eins og börn, sem sjúga brjóstsykursmola af ýtrustu gætni í síðustu lög til þess að fá notið hans sem lengst. Og þess vegna dáðist Beecher að honum. Þessi kjánalega, maró- kanska húfa, hermannaklossarnir, drengjaleg hrifning hans, kröftug blótsyrði og upphrópanir — allt þetta átti sér augsýnilega djúpar rætur í genginni fortíð. Á hinn bóginn gat hann ekki gert sér fyllilega grein fyrir, hvað það var í fari hans, sem hann gat ekki fellt sig við. Sjálfumgleði hans átti vissulega sinn þátt í því. Lynch gerði ráð fyrir, að fatavörð urinn stæði reiðubúinn, er hann færi úr jakkanum. Ef maðurinn hefði ekki staðið reiðubúinn að baki hans, hefði jakkinn fallið á gólfið En Antonio var alltaf til þénustu reiðubúinn, brosti og á- varpaði þá kurteislega, en Lynch hafði setzt niður til að skipta um skó, án þess að láta svo litið að leiða hann augum. Hann hældi Spánverjunum. — Þeir kunna sitt fag vel, sagði hann við Beecher. — Meira að segja mjög vel, bætti hann við. En að öðru leyti virti hann þá lítils. Hann leit aðeins á þá sem gott dæmi um góða ögun. — Sá, sem hefur agað Spánverj- ana, á fyllstu virðingu skil'ið, sagði hann. Hispursleysi Lynch hefði getað verkað móðgandi, ef hann hefði ekki jafnframt beitt breiðu bros- inu og vingjarnlegri framkomu. — Ég býst ekki við, að þér séuð á- kafur golfiðkandi heima í Banda ríkjunum, hafði hann Sagt, er nokk uð var liðið á leikinn. — Er ekki ferlega dýrt að iðka golf þar? Eruð þér í nokkrum klúbb? Beecher þurfQ að játa, að svo væri ekki. Og á sama hátt hafði Lynch brosandi gert sínar athuga semdir við drykkjusiði Beechers. — Eg sá yður sitja yfir konjaki í morgun, og ég hugsaði með sjálf um mér, að þarna Sæti einhver lukkunar pamfíll. Situr þama á- hyggjulaus, sötrar konjak og sleik ir sólskinið, á meðan við hinir strit um í sveita okkar andlits. Hvað sögðust þér hafa búið hér lengi? — Tvö ár, svaraði Beecher, hálf gremjulega. Hann var fjarri því að vera auðugur og drakk mik- ið, af leti og leiðindum. Orð Lynch hittu því í mark, en vöktu samt með honum gremju. Beecher hratt þessum hugsun- um frá sér og bjó sig undir högg- ið. Hann ákvað að bægja frá sér 14 T í M I N N, fimmtudagurinn 16. mai 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.