Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 9
Barðist ungfrú Island yrði í fyrsta sætinu Hér í Bandaríkjunum er lít- 01 hópur manna, sem er vel þekktur jafnt hér og annars staðar í heiminum, það má segja, að frægð þeirra eigi sér engin takmörk. Flestir eru þeir vel rfkir, þótt vinna þeirra sé lftH og í sumum tilfellum ein- föld. Menn þessir teikna mynda sögur dagblaðanna, og birtast þær daglega í milljónum ein- taka um allan heim. Einna fræg astur af þessum mönnum er A1 Capp, sem teiknar Li’l Abner sem verið hefur ein vinsæl- asta myndasagan í bandarísk- um dagblöðum s.l. 33 árin. Fréttaritari Tímans kynntist A1 Capp fyrir nokkrum dögum í kaffiboði fyrir erlenda náms- menn og spjallaði við hann um heima og geima. Þegar boði5 var búið, bað A1 Capp mig að aka sér niður í bæ og útvega sér bíl frá bílaleigu; tók ég vel í það án þess að vita, út í hvað ég var að fara. Fyrst fór ég með hann á bilaleigu, þar sem aðeins voru trukkar á boð- stðlum; síðan á aðra, sem hafði enga bfla; eftir að hafa krossað mig bak og fyrir fór ég með hann á þá þriðju og þar fékk hann loksins bíl, og ég bjargaði heiðri mínum. Er við skildum fvrir utan bíla leiguna, spurði ég hann að því, hvort honum væri ekki sama þótt ég hefði hitt og annað eft- ir honum í íslenzkt dagblað. Það var aldrei um það rætt, að ég tæki viðtal við hann, en mér datt i hug, að þetta væri ekki svo slæm hugmynd. Capp gaf mér leyfi, svo lengi sem ég segði ekkert ljótt um hann eða Li’l Abner. A1 Capp er maður á bezta aldri; bráðskemmtflegur og sí- hlæjandi; jafnframt hefur hann mjög ákveðnar skoðanir og hik ar ekki við að segja álit sitt á mönnum og málefnum. Eg spurði A1 Capp um mynda söguna hans Li’l Abner og hvemig hann skapi sögupersón- urnar. — Eg er oft spurður að því, hvort ég lifi lífi söguhetjanna í Li’l Abner; ég geri það ekki, en aftur á móti þekki ég þær allar vel eftir langa samveru, ég veit, hvað þær hugsa og hvernig þær bregðast við í ýms um málum. Á ári hvfrju skapa ég um 20 nýjar persónur, sum ar kann ég vel við, aðrar ekki og hverfa þær þá úr sögunni þegjandi og hljóðalaust, tvær til þrjár persónur lifa árið af. Allar sögupersónurnar eru út í loftið; stundum nota ég þó þekkt fólk, t. d. getur maður séð Teddy Kennedy sem lyftu- vörð, eða Goldwater sem götu sópara, aftur á móti er efnið úr daglega lífinu og því sem er að gerast í stjórnmálum og þá tek ég kannski vissa menn fyr ir, samt iæt ég þá ekki þekkj- ast. Það er t. d. allir að spyrja mig þessa dagana, hvort sagan fjalli nú um Kennedy-fjölskyld una; ég segi, að hún sé um ósköp venjulega Washington- fjölskyldu. Við, sem teiknum - Jén H. Magnússon ræðir við Al Capp, einn frægasta myndasöguteiknara Bandaríkjanna myndasögumar í blöðin, höfum eitt takmark og það er að vera með skemmtflegar sögur, og ekki má gleyma, að við viljum líka græða peninga. Ekki alls fyrir löngu fékk ég stórt og mikið bréf frá stórríkum Texas búa, sem var að kvarta undan því, að Li’l Abner væri á móti ríku fólki, svo að ég skrifaði umboðsmönnunum mínum í New York og bað þá að senda toalli yfirlit yfir launin mín fyrir árið; ég heyrði aldrei frá honum aftur. — Hér áður fyrr mátti aldrei segja frá, hvort við hefðum aðstoð við að teikna þessar seríur; ég hef lengi haft tvo aðstoðarmenn, enda er það varla hægt að teikna einn átján seríur á viku, annars teikna ég mest af þessu sjálfur. Þegar ég byrjaði að teikna Li’l Abner, keyptu aðeins níu blöð seríuna, nú er hún prentuð í meir en 1200 dagblöðum hér í Ameríku og um heim allan. Eg man ekki, hvort hún er prentuð á íslandi, en nokkur blöð á hmum Norður löndunuin nota Li’lAbner. Eins hef ég skrifað dálk í nokkur ár og kemur hann í nokkur hundr uð blöðum svona tvisvar, þrisv ar í viku. Eg spurði A1 Capp, hvort serían væri fyrir einhvern viss- an hóp af fólki, eða hvort hann teiknaði fyrir fólk úr öllum stéttum. — Ef ég teiknaði fjrrir ein- hvern sérstakan hóp af fólki, myndi Li’l Abner aðeins vera í blöðum eins og Saturday Review eða Atlantic Monthly. Eg teikna fyrir alla, og af bréf- unum sem ég fæ, má ráða að myndasagan sé fyrir alla, jafnt háa sem lága. T. d. get ég sagt þér frá einu atviki, sem gerðist fyrir þremur árum, þegar Castro var enn frægur hér í Bandaríkjunum sem hetja og góður strákur. Eg þurfti að halda ræðu í Harvard-háskólan- um og hittist svo á, að Castro kom þangað i sömu erindum. Þegar við vorum kynntir, rauk hann á mig og greip utan um mig, kyssti mig á kinnina og sagðist hafa gaman af að hitta mig, því að hann læsi Lil Abn- er á hverjum degi; kossinn var ekki svo slæmur, en skeggið og vindfllinn ætluðu að drepa mig. Það má segja að frægu fólki sé yfirleitt alveg sama þótt ég noti sögupersónur, sem eru líkar þeim, og sumir hafa jafn- vel gaman af. Eg hef sjaldan lent í málaferlum eða lögfræð- ingum; eitt sinn fékk ég þó skeyti frá lögfræðingi í Kali- forníu, sem sagði, að ein sögu- persónan mín væri mjög lík sín um skjólstæðingi. Kom upp úr kafinu. að ég var nýbyrjaður að teikna píanóleikara, sem var ógnar Ijótur, bólugrafinn og skuggalegur, kallaði ég hann Loverboy. Eg spurði lögfræð- inginn, hvað skjólstæðingur hans héti og var svarið Li- berace, ég sagðist aldrei hafa heyrt hans getið og sagði, að það væri hrein tilviljun, ef þeir væru líkir, en þó væri eflt víst, að Loverboy spflaði betur á píanó heldur en Liberace. Vflcu- rflið Time komst í söguna og prentaði hana, eftir það heyrði ég aldrei frá lögfræðingnum eða Liberace. Hann sagði mér frá fleiru frægu fólki, sem hefði gaman af Li’l Abner og öðru, sem hefði á móti sögunni. Suma bið ur hann um leyfi, ef hann ætl- ar að taka þá fyrir, aðra biður hann ekki; ef hann fær ekki leyfi notar hann fólkið samt. Eg spurði hann, hvað gerðist þegar teiknimyndahöfundar dæju. — Eg var alveg búinn að gleyma því, að við deyjum líka. Það er engin ástæða fyrir myndasögurnar að deyja með höfundinum, ef eflthvað er í Ll’L ABNER AH WAS MIGHTV SHREWD TO Gir A FINE VJATCHD06,TO GUARD THE RI.SE9 HAM SANGWID6ES- | LATER | (ah EARNEDTH') fet,S4Qfch IÍ_JT þær varið. Það eru margar myndasögur enn í umferð, þótt höfundurinn sé dáinn, eins og t.d. Stjáni sterki og Gissur gull- rass. Þegar ég hverf, tekur ein- hver við Li’l Abner og heldur sögunni áfram, svo lengi sem einhver hefur gaman af. Að- stoðarmenn mínir vita alveg upp á hár, hvað þeir eiga að gera við söguna og peningana. Eflt af því, sem við töluðum um, var, af hverju myndasög- Ur væru svona vinsælar á með- al Bandarikjamanna, og hvert dagblað væri með 15—20 sög- ur í hverju blaði. — Við Ameríkumenn höfum alltaf haft gaman af að gera grín að okkur sjálfum og lif- inu í kringum okkur; engum er hlíft, ekki einu sinni forset- anum. Nú, svo er það vani hjá fólkinu að lesa þetta i blöð- unum. Sumar myndasögurnar eru pólflískar, sumar eru ævin týrasögur, enn aðrar eru gam- ansögur og sumar eru úr dag- lega lífinu. Allir finna eitthvað við sflt hæfi. Annars er það ekki rétt, að okkur þyki meira gaman að myndasögum heldur en öðru fólki. Þar sem ég hef komið á ferðalögum mínum um heiminn hef ég alls staðar orð- ið var við, að fólkið hefur jafn gaman af þeim og við. Skoðana kannanir hafa sýnt að fleira fólk les myndasögurnar en rfl- stjórnargreinar. Capp sagði mér, að hann hefði verið í dómnefndinni í fegurðarsamkeppninni á Flór- ída s.l. sumar. — Á mínum yngri árum hélt ég alltaf, að á fslandi væru bara Eskimóakerlingar, en á seinni árum hef ég orðið að skipta um skoðun, þar sem ég Framhald á 15. sfðu, By A1 Capp Ll’L ABNER By A1 Capp AH'LL MARRV YO' TH' MINUTEY0’ COMES UP WIF R1840 HAM SAEG- WIDGES —AN' NOT ONE SANGWIDGE T í M I N N, fimmtudagurhin 16. maí 1963 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.