Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 15
Skipasntíðí Framhald af 16. síðu. kauphæMainar. Deilunni hefur enn ekiki verið vísað til eáttasemj- ara. Verkfall hefur aðeins verið boð- að í Reykjavík, að jþví er Stefán Richter vissi til. í Sveinafélagi skipasmiða í Reykjavík munu vera tæplega fjöru-tíu manns. Ai Gopp rrani.idiO aí 9 siði: hef hitt svo margt fallegt kven- fólk þaðan. Þegar ég var í dóm nefndinni s.l. sumar barðist ég fyrir því, að Ungfrú ísland yrði númer eitt, enda fékk hún mitt atkvæði. Eg man ekki, hvað hún heitir í augnablikinu, en ég man, að hún var bráðfalleg, bar alveg af . . . Anna . . . Anna hét hún, nú man ég það — Anna Steffen. St. Paul í apríl 1963. — jhm. Starfsstúlkur óskast Starfsstulkur Vantar í eldhús Landspítalans til sumarafleys- inga. Upplýsingar gefur mat- ráðskonan í snna 24160. DRENGUR sem verður 12 ára í júlí, óskar eftir vist á góðu sveitaheimili. Upplýsingar í síma 51135. VARMA PL AST EINANGFUN LYKKJUR OG MÚRHÚÐUNARNET P Þcrqrimssor & Co Suðurlandsbraut 6 Simi 22235 Samvinnutryggingar Framhald aí 16 síðu. ingum. Vegna taps á bifreiða- tryggingum var ekki hægt að endurgreiða neinn tekjuafgang af þeirri tryggingagrein að þessu sinni, en aftur á móti er nú í fyrsta sinn endurgreidd ur tekjuafgangur vegna trillu- bátatrygginga. Hafa nú Sam- vinnutryggingar endurgreitt tekjuafgang frá árinu 1949 samtals kr. 44.670,736,00 — og yfir 7 millj. króna á ári þrjú síðustu reikningsárin. Tjóna- og iðgjaldasjóðir 'Samvinnu- trygginga námu í árslok 1962 kr. 137 milljónum króna. Líftryggingafélagið Andvaka gaf út 107 ný líftryggingaskír- teini á árinu. Tryggingastofn félagsins nemur nú kr. 100.489- 886,— og skiptist á 8646 skír- teini. Iðgjaldatekjumar námu kr. 2.357,016,06 á árinu, og vaxtabær eign félagsins var í árslok 1962 kr. 21.423,384,—. Allmiklar lagabreytingar voru samþykktar á aðalfundin- um, sú helzt, að fjölgað var í Fulltrúaráði félaganna úr 15 í 21 — og aðalfundur kýs beint stjórn þeirra. Úr stjórn fyrirtækjanna áttu að ganga Erlendur Einarsson formaður og meðstjórnendum- ir Jakob Frímannsson, Akur- eyri og Karvel Ögmundsson, Ytri-Njarðvík. Vom þeir allir endurkjörnir. Erindi á fundinum flutti Bald vin Þ. Kristjánsson útbreiðslu- stjóri — um umboðsaðstöðu Samvinnutrygginga. Urðu um það allmiklar umræður. Að kvöldi s.l. fimmtudags var svo efnt til fjölmenns hófs í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Voru þar gestir Samvinnutrygginga ýrqsir embættismenn og helztu forystumenn félagsmála á ísa- firði og víðs vegar að af Vest- fjörðum. Hófinu stýrði; Erlend- ur Einarsson forstjóri. Fjöl- margar ræður vora fluttar um kvöldið og sungið milli þeirra við undirleik Jónasar Tómas- sonar tónskálds. f lok samkvæmisins sæmdi Erlendur Kristján Jónsson frá Garðsstöðum gullmerki Sam- vinnutrygginga. Kristján hefur verið í Fulltrúaráði þeirra frá upphafi og setið á öllum aðal- fundum fyrirtækisins og haft .brennandi áhuga á málefnum þess öllum. Þakkaði Kristján heiðurinn. Að síðustu sungu samkvæmisgestir „fsland ögr- um skorið“. o,g aðkomumenn stigu beint á skipsfjöl til heim ferðar. er svo greiddur í vetrarlok. Tókst þetta m.a. fyrir það, að Búnaðarbankinn hljóp myndarlega undir bagga í þessum efnum. Á fundi Sláturfélagsins í fyrradag víttu fulltrúarnir þessa tregðu ríkisstjórnar- innar á afurðalánum mjög, og Pétur Ottesen flutti harð orða áskorunartillögu til rík isstjórnarinnar um að bæta úr þessu, og var tillágan samþykkt einróma. í tillög unni er krafizt, að afurða- lánin séu svo rúm, að unnt sé að greiða bændum 90% verðsins þegar við innlegg. Sjötíu og níu Ranglæti Framhaid af 16. síðu. bænda í þessurn efnum, og hafði það í för með sér, að bændur fengu aðeins lítinn hluta verðs fyrir búvörar sínar greiddan út við inn- legg og hitt ekki fyrr en löngu síðar, nema þar sem sölufélög þeirra höfðu með einhverjum ráðum bolmagn til þess að bæta með ein- hverjum ráðum úr þessu með öðru fjármagni. Hefur þetta valdið sölufélögum bænda miklum erfiðleikum eins og bændum sjálfum. Á s.l. hausti tókst Slátur- félagi Suðurlands að greiða bændum út 66% afurða- ivexðsins, þótt afurðaliánin væru þá ekki nema 43%, og meirihluti þess, sem eftir er, Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför, TÓMASAR HALLGRÍMSSONAR, hreppstjóra Systkin og fóstursystkin Leifar til manneldis Framhalú af 16. síðu. eldis. Ef nægir markaðir fengj- u®t í hitabeltislöndunum t. d., væri hér um stórfellt hagsmunamál að , ræða fyrir bæði íslendinga og þá, í sem framleiðsluna keyptu. í stuttu máli er hugmynd Magn- úsar í því fólgin, að hráefnið er skorið í hælilega stór stykki, sem síðan era þuri'kuð með sérstakri aðferð, en siðan möluð. Mjölið er síðan pressað í föst styíkki. Til þess að verja stykkin gegn raka og skor dýrum, eru þau pökkuð í sérstaka himnu (pliofilm), og loks pakkað í kassa til flutnings. Einnig má blanda fiskimjölið undanrennu- dufti. Þessi vara er svo til dæm- is matreidd á þann hátt, að stykkin era lögð í vatn og soðin í rnauk eða súpu með grænmeti. Magnús kvaðst vera farinn að athuga um möguleika á markaði erlendis, en mikil umsvif væru að hrinda þessu öllu í framkvæmd og ómögulegt um að spá, hvenær það gæti orðið Sótt hefur verið um einkaleyfi á vinnsluaðferðinni, og nánari upplýsingar veita Jón Bryn- jólfsson, verkfræðingur, og Magn ús Andrésson. Minning Framhald af 6 síðu. var sagt um konu hans, frábær rausnar- og rnyndarkona enda voru þau hjón í fremstu röð bænda á Héraði, þykist ég því vita að Björn hafi fengið góðan og drjúgan arf frá foreldrum sínum í mannhylli og vinsældum, er hann hefur á vaxtað vel, og alltaf var sem skær sólskinsblettur í ævi hans. Síðasta stórmál, sem hann und- irbjó í stjóm félagsins var stofn- un rjómabús og undirbúin breyt ing á því í fullkomið mjólkurbú, sem reynz: hefur bændum hér mjög mikil tekjulind og eykst allt- af mjólk til búsins árlega. Björn sat höfuðbólið Rangá vel, var búhöldur mikill, var á undan fjöldanum með byggingar og rækt un og allt útlit jarðarinnar og um- hverfið bar vitni um atorkusaman mann, sem helgaði jörðinni starfið án þess að ganga eftir launum að kvöldi. Þegar Bjöm var 70 ára heim- sótti hann fjöldi manns bæði af fjörðum og Héraði, var honum margvíslegur sómi sýndur, bæði með ræðuhöldum og gjöfum, kom þar greiniiega fram hvað hann var mikils metinn af fjöldanum. Þá er Björn hætti formanns- staifi var hann gerður fyrsti heið- ursfélagi Kaupfélags Héraðsbúa. Björn var jarðsettur þann 30. nóvember s.l. í heimagrafreit hjá sínum nánustu, sem á undan voru gengnir. Við jarðarför hans var samankomið hið mesta fjölmenni enda veður stillt og gott og fór jarðarförin vel fram. Tveir prest- ar, þeir séra Einar Þorsteinsson og Marínó Kristinsson, héldu þar á- gætar ræður, söknuður og alvara ríkti hjá fólkinu, sem kvaddi sinn góða vin og foringja í hinzta sinni. Blessuð sé minning þess mæta manns. Þorsteinn Jónsson Framhald aí 16. síðu. J sé við sýndarglæsileik, en hafi til ' að bera manneskjulega hlýju og vinni því samúð áhorfenda. Ein- kennandi um kvikmyndina eru handalögmálin milli hinna tveggja vina — engum amerískum ýkjum beitt, aðeins nokkur hnefahögg þannig út látin, að minnir á hin kunnu orð íslendingasagna: Síðan | vora ekki fleiri orð töluð þann vetur. Kristelige Dagblad hleður miklu lofi á myndina með fyrirsögninni „Moderne skægendrama pá den gamle sagaö Island". Blaðið telur þessa fyrstu tilraun hjá Edda Film vera ávinning fyrir kvik- myndaframleiðslu á Norðurlönd- um. Balling hafi þegar eftir lest- ur skáldsögunnar orðið hrifinn af efni hennar. Einnig er það ljóst af frammistöðu hinna íslenzku leik- ara, að ekki er leitazt við að setja Íslendinga-sagnastíl fram á leik- rænan hátt, heldur er kvikmynda- tækninni beitt af hófi og þó með nýtízkulegum hætti. Síðan koma mörg hrósyrði í viðbót og síðan segir svo: Kvikmyndinni lýkur á snilldarlegan hátt, þegar þau heyra í útvarpinu fréttina af slys- inu, bíllinn nemur staðar úti í óbyggðinni, heldur kyrru fyrir stutta stund og snýr svo loks við. Brátt eru þau á ný umkringd af Reykjavík, Gógó er á ný hluti af henni. Þetta er ósvikinn harm- leikur, sem þar nær hámarki, gert af framúrskarandi listrænu hófi. Meðal gesta á frumsýningunni voru margir íslendingar búsettir hér, Stefán Jóhann Stefánsson sendiherra íslands, Þórður Eyjólfs son hæstaréttardómari, Stefanó ís landi óperasöngvari o. fl. Aðalfundur Framhald af 2. síðu. aðarsamtökin í héraðinu. Stjórn Búnaðarsambands Borg- arfjarðar er nú þannig skipuð: Formaður: Halldór E. Sigurðsson, Borgarnesi. — Meðstjórnendur: Björn Jónsson, Deildartungu; Guð mundur Jónsson, Innra-Hólmi; Guðmundur Sverrisson, Hvammi, og Leifur Finnbogason, Hítardal. IJjróttir miklu er búizt við af í framtíð- inni. Þá má geta þess, að í fyrsta deildaleik Swindon fyrir tveimur eða þremur áram léku fjórir 16 ára drengir í liðinu og tveir aðrir voru aðeins 18 ára. Þetta er hik- laust met í deildaleik á Eng- landi. Af öðrum úrslitum í fyrrakvöld má geta þess, að Bury vann Stoke með 2—1 í 2. deild og þýðir það, að Stoke — lið Stanley Matthews — er ekki alveg öruggt með setu í 1. deild í haust. Að vísu á liðið tvo leiki eftir — annan gegn næst neðsta liðinu Luton — og nægja tvö stig úr þessum leikjum fyrir Stoke. Þá vann Walsall Norwich með 3—-1 í sömu deild og er lík- legt að Walsall hafi bjargað sér frá falli niður i 3. deild með þess um sigri. í 1. deild sigraði Arsenal Ful- hann með 3—0 og skoraði miðherj inn Joe Baker öll mörkin fyrir Arsenal. Baker hefur leikið í enska landsliðinu sem miðherji, en hann á þó skozka foreldra og er alinn upp á Skotlandi. En for- el'drar hans voru á ferðalagi á Eng landi, þegar Joe fæddist, og því leikur hann með ensika landslið- inu en ekki því skozka!! Þá vann Burnley Birmingham með 3—1. Burnley er nú í þriðja sæti í deildinni, en Birmingham leikur sinn síðasta leik að þessu sinni á l'augard. gegn Leicester og jafnvel þótt Birmingham sigri er ekki víst að það nægi til að halda sætinu í 1. deild. — hsím. T f M I N N. finuntudagurinn 16. maí 1963 Stefnuyfirlýsing Framhald af 1. síðu. en skellur í tönnum. hvers kon- ar breytmgar það eru. Þá segir enn fremur svo: „Pólitískir andstöðuflokkar alþýðimnar á þingi eða utan þess munu að sjálfsögðu njóta fullra lýðræðisréttinda, meðan þeir fylgja settum leikreglum og starfsemi þeirra brýtur ekki í bága við stjófnarskrá og lög landsins og Sósíalistaflokkurinn vill viðhalda frelsi þeirra til félagslegrar starfsemi“. Þama er „lýðræði" kommún ista lifandi ’komið! Andstöðu- floikkar þeirra mega sitarfa, meðan þeir lúta þeim reglum, sem kommúnistar setja þeim og meðan kommúnistar vilja leyfa þeim félagslega starfsemi. Hví- líkt lýðræði!! Þá er og ekki farið dult með það, að njóta eigi erlends valds til þess að viðhalda riki kom- múnismans á fslands og það orð að á þá lund, að „vaxandi mátt- ur sósíalisku landanna og sí- aukin álirif“ tiyggi það, að „styrkleikahlutföllin í heimin- um séu þannig, að íslenzk al- þýða fái að búa í friði“, og sé því skilyrði fullnægt í ríkara mæli með hverju árinu sem líð ur. Þá er bví og lýst, hvernig það sé nauðsynlegur liður í því að koma kommúnismanum á hér, að ná samstarfi við aðra flokka og segir um það: „Eins og nú standa sakir hlýtur flokkurinn ið einbeita sér að því að koma á öflugu samstarfi“ er komi sér saman um tíma- bundna stefnuskrá“ er taki til „næstu verkefna". Þannig á að beita fyrir vagn kommúnista í fyrstu atrennu. (Nú er slíkt eyki, Hannibal, Alfreð, Bergur og Gils) í stefnuskránni er lögð á- herzla á nauðsyn þess, að kommúnistar komist til valda og áhrifa í sterkum félögum og fjöldasamtökum, en jafnframt minnt á þetta: „Sú hætta er alltaf nálæg, að fulltrúar flokks ins í fjöldasamtökum og stofn- unum hinis bongaralega þjóðfé- lags einangrist frá honum í dag legum önnum sínum. Getur svo farið, að þeir lendi um of und ir áhrifum sérsjónarmiða þeirra fjöldafélaga, sem þeir bafa forystu fyrir, þeirra kjör- dæma og landshluta, þar sem þeir starfa . “ Þanna hafa menn það. Þa'ð er mikil „hætta“ að þingmenn eða formenn félaga þjóni haigsmun um félaiga sinna, kjördæma eða landishlutia, því að þeir eiga að þjóna FLOKKNUM, og taka hann fram yfir allt. Að síðustu er kjarni málsins að sjálfsögðu dreginn saman, eins og vera ber, og hann er sá, að þetta sé og eigi að vera bylt ing. Um það segir: „Hið byltingarsinnaða hugar- far er sá aflvaki, sem flokkn- um er nauðsynlegur til að geta sífellt sótt á brattann. Það fram kvæmir enginn flokkur sósia- líska byltingu með hugarfari endurbótasinna. Marxisminn hefur þegar staðizt próf reynsl unnar með slíkum ágætum, að ævintýri er líkast". Þarna hafa menn það. Þat eru byltingamenn á ferð en eng ir „endurbótasinnar". Það fólk hefur Alþýðubandalagið ekkert með að gera. Gils og Bergur, Hannibal og Alfreð skulu því átta sig á því, að þeir eru eng- ir „endurbótasi.nnar“ og skulu þurrka það hugarfar út, en, leggjast vel í aktygin fyrir bylt ingarvagninu.m í _ ævintýri kommúnismans á íslandi. —. Þessu ævintýri, sem staðizt hef ur dóm reynslunnar svona dá- samlega í Rússlandi!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.