Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 5
ÍÞRDTTiR Nýliöar í 2. deild Á ÞRIÐJUDAGS-kvöldið sigr- aði Swindon Shrewsbury með 1:0 og tryggði sá sigur Swind- on sæti í 2. deild næsta keppn- istímabil og er það í fyrsta s' ipti í sögu félagsins, sem f ~S leikur í þeirri deild. Sig- urvegari í 3. deild varð North- ampton, sem einnig leikur í fyrsta skipti í 2. deild næsta keppnistímabil. Saga Swindon hefur verið tals- vert merkileg undanfarin ár. Fyrir sex árum var félagið í neðsta þrepi enskrar knattspyrnu — varð að sækja um áframhaldandi setu í 4. deild — og þá tók við liðinu Bert Head sem framkvæmdastjóri. Undir stjórn hans hefur all't gjör breytzt. Liðið komst' fljótt úr 4. deild og fram.kvæmdastjórinn j lagði allt sitt traust á unga leik- menn, sem hann uppgötvaði í Swindon og nálægum héruðum. Og þeir hafa ekki brugðizt traust- inu. Swindon vann stöðugt á og eftir því, sem árangur liðsins varð betri, komu stóru fél'ögin til sög- unnar og vildu kaupa efnilega leik menn. En Head vildi ekki selja þá, þótt hann tæki við félaginu einnig í rúst fjárhagslega. Með betra liði stórjókst aðsófcnin og fjárhagsvandræðin eru að mestu úr sögunni. Head var boðið 30 þúsund pund í Hunt, 25 þúsund í Woodruff, 17.500 pund í Summer- by, 10 þúsund í Jackson — sem er efcíd svo lítið fyrir févana félag. En framkvæmdastjórinn sagði nei með þeim árangri, að félag hans er nú fcomið í 2. derld. Allt eru þett'a fcornungir leikmenn, sem Framhald é 15. síðu. XITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON fslendingar eiga að varðveita sitt Norðurlandasundmet í GÆR hófst um öll Norð- urlönd sjötta norræna sund- keppnin. Keppt er um bikar, sem konungur Sv.íþjóSar, Gust- af VI. 4dolf, hefur gefið. Forsen íslands, herra Ásgeiir Ásgeirsson hefur, vegna þessar- ar keppni í ár, samið eftirfar- andi ávarp: „Eins og áður livet ég alla íslendinga, sem geta fleytt sér, eindregið til að taka þátt i hinni norrænu sundkeppnli, sem hefst í dag og stendur fram til 15. september, og alla þá, sem liafa til þess aldur og lieilsu, að æfa sig tímanlega og duglega til þátttöku. Þag er ekki mikið á sig lagt, að synda tvö Iiundruð metra. Vér íslendingar erum eitt af fámennustu ríkjum lieiims, og Ávarp forseta íslands í tilefni Norrænu sundkeppninnar þó við njótum góðs nágrennis og velvildar, þá er stundum um það spurt, hvernig svo fámennt r.íki fái staðizt. Til þess eru fleiri ástæður en hægt er að rekja í stuttu máli. Við höfum varðveitt eigið mál og sjálfstæða menningu. — Það er cumdeilanlegt, að fs- lendingar eru afmörkuð þjóð. En ekki hefur öllum dugað það til fullveldis. Saga, bókmenntir og þingræði eru sterkar stoðir. En manndómur kynslóðar líð- andi stundar og framtíðarinn- ar er meginstyrkur þjóðarinn- ar. Það styrkir álit hverrar þjóð ar, að þegnar hennar skari fram úr, kunni nokkra fþrótt um- frarn aðra mcnn, afli sér álits og frama. Hér skulu ekki raktir aðrir þættir en sundmenniing þjóðar- innar. Það vekur athygli, að hér á norðurhjara, sem svo er nefndur, búi þjóð í landi, sem ber hi'ð kalda nafn: ísland, sem ber af öðrum um almenna sundkunnáttu og sundiðkanir. Slíkt sltapar virðingu og vin- sæhlir. Og þegar um keppni er að ræða þá er það næstum þegnskylda að láta það koma í ljós, ag Íslendíingar séu í þann veginn að verða alsynd þjóð. Skilyrðin eru hér og betri en ókunnugum er Ijóst: hinar heitu laugar, sem náttúra Iandsins lætur oss í té. Víða getur sund ið verið árlöng íþrótt, ein sú hollasta og öruggasta við vor náttúruskilyrði. — Vér fslend- ingar eigum að varðveita vort Norðurlandasundmet og bæta það, bæði með aukinni sókn og vaxandi kunnáttu. Keppnisreglurnar cru nú hag stæðari. Sá, sem situr hcima, getur átt sína sök á ósigri. — íslcndingar hafa unnið norskan bikar, og nú er kostur á að Viinna sænskan bikar, og að því skulum vér stefna að vinna jafnmarga sigra og nemur tölu Norðurlandaþjóðanna. Þó afrek einstakliaga séu ágæt, þá eru friðsamlegir sigrar, sem unnir eru af þjéðinni allri, beztir“. J Markhæstir á Englandi Markhæstu leikmennirnir á Eng landi eru nú þessir, og er þá mið að við leikina s.l. laugardag. 1. deild: Greaves (Tottenham) 37 Leyne (Sheff. Wed.) 28 Baker (Arsenal) 27 Vernon (Everton) 27 Hunt (Liverpool) 26 Law (Manch. Utd.) 26 Crawford (Ipswich) 25 Harley (Man. City) 25 Keywort'h (Leicester) 24 Leek (Birmingham) 22 Charnley (Blackpool) 22 Young (Everton) 22 Strong (Arsenal) 20 St. John (Liverpool) . 20 Jones (Tottenham) 20 2. deild: Tambling (Ohelsea) Allcock (Norwieh) Peacock (Middlesbro) Davies (Luton) O’Brien (Southampton) Storrie (Leeds) Clough (Sunderland) Viollet (Stoke) Hooper (Cardiff Hutchinson (Derby) Mikið um að vera á sund- stöðum Reyk javíkur I gær ÞAÐ var mikið um að vera á öllum sundstöðunum í; Reykjavík í gærdag — og kannski engin furða, þar sem samnorræna sundkeppnin er gengin í garð í sjötta skipti. Það var vs og þys á öllum stöðum og allir kepptust við að synda 200 metrana, þó voru unglingar í miklum meiri hluta. Um miðjan daginn í gær höfðu flestir synt í Laugunum, eða rúm lega 300 manns, en í Sundhöllinni og Sundlaug Vesturbæjar höfðu um 150 manns synt. Sá elzti, sem kunnugt er um, að synti í gær var Ólafur Blöndal. 74 ára gamall, og synti hann snemma um morgun- inn í Laugunum. Eins og kunnugt er, er keppt um bikar, sem Svíakonungur hef- ur gefið tii keppninnar og ættu möguleikarnir að vera miklir fyr- ir íslendinga að sigra að þessu sinni, en útreikningurinn til sig- urs er miðaður við tvær síð'ustu keppnir og er þá reiknað út með- altal og aukningin lögð við það. í siðustu keppni syntu um 38,000 íslendingar cg ætti að vera hægt að auka þá tölu. Ekki hafa borizt neinar fréttir af þátttöku úti á landi, en fólk er hvatt til að mæta á sundstaðina sem fyrst og ljúka við 200 metr- ana - bíða sem sé ekfci til morguns með það, sem hægt er að gera í dag. Hér er Jens Hjaltested að synda 200 metrana í sundlaug Vesturbæjar. — Ljósmynd TÍMINN, GE Saunders (Portsmouth) 22 Bennett (Rotherham) 22 3. deild: Hudson (Coventry) 30 Ward (Watford) 28 King (Colchester) 27 Bly (Coventry) 27 Clark (Bristol C.) 26 Bedford (Q.P.R.) 26 Rowley (Shrewsbury) 26 Hunt (Swindon) 26 McSeveney (Hull C.) 25 Ashworth (Northampton) 25 Large (Northampton) 25 í kvöld kl. 8,30 fer fram á Mela vellinum í Reykjavífc bæjarkeppni milli Reykjavíkur og Akraness. Frá vali Reykjavíkurúrvalsins var sagt í blaðinu í gær og munu eag- in forföll vera í því, nema að Orm ar Skeggjason getur ekki verið með og kemur Ragnar Jóhannsson úr Fram í hans stöðu, en Hans Guðmundsson, Val, bætist í vara- mannaliðið. Efcki er vitað hvernig lið Sfcagamanna er skipað. —■ Búast má við spennandi leik, en Akranesliðið kemur sterkara til leiks en oft áður svo snemma á vori — þrátt fyrir óvænt tap gegn Keflavík. Allir að synda 200 metrana. — Ljósmynd TÍMINN, GE T I M I N N, fimmtudagurinn 16. maí 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.