Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 6
í fyrsta smn, er ég sá Björn Hallsson bónda á Rangá, var vet urinn 1903, þá var hann fyrir skömmu byrjaður að búa. Mér er Björn minnisstæður fyrir sam- skipti okkar þá. Þannig var að fað ir minn var að fylgja mér út í Kirkjubæ til séra Einars Jónsson- ar. Þar átti ég að vera til að læra undir fermingu og fleira. Þetta var á þorra og ís á Lagarfljóti. Ríðum við út fljótið, og stönzuðum á Rangá, sem er næst miðlínis á þeirri leið. Myndarlegt virtist mér það heim ili, var það auðséð, að þar ríkti rausn og stjórnsemi í öllum heim- ilisháttum. Þar var mikill bær á gamla vísu, stór og vel frágeng inn og bar allt vitni um góða efnalega afkiomu. Þá var kona Björns Hólmfríður dóttir Eiríks hreppstjóra í Bót, mjög lagleg kona og framúrskarandi myndar- leg og vel menntuð, sem setti sinn svip á heimilið. Þarna voru glæsi- leg hjón í góðum kríngumstæðum. Þegar vi® fórum reið Björn með okkur, sem þá var siður góðbænda. Hestur hans var kappalinn og fjör ugur. Faðir minn átti ágæta hesta og farið var greitt. Eg var á ung- um hesti, sem var nokkuð kvikur og óslípaður. Þegar við höfðum ríðið nokkurn spöl vildi það óhapp til, að bilaði band á vaðsekk, er spenntur var við hnakk minn, og fór út í hliðina. Hesturínn varð ólmur og fældist þetta, en Björn var rétt hjá og náði í tauminn á hestinum og fór nú allt á harða sprett og gat Björn stýrt báðum hestunum, sem vitlausir voru, til lands. í bökkunum norðan við fljót ið voru snjóskaflar og komu hest- arnir á sprettinum í snjóinn, sem var djúpur, og þar fór allt um og þannig stöðvuðust þeir og állt fór vel. Ekki datt mér þá í hug, að við Björn ættum eftir að vinna sam- an í marga tugi ára, en mér er það minnisstætt, hversu . traust handtak það var, þegar hann náði í beizlið á hesti mínum, sem ekki hafði tíma til að fælast meir, enda hafði þá nóg með að hafa við hesti Björns. Eg var Birni mjög þakklátur fyrír þessa björgun. Eg veit ekki hvernig þetta hefði endað, ef hest urinn hefði náð til að ólmast og slá, því að sekkurínn lafði ofan í nárann öðrum megin. Eflaust hefði hesturínn kastað mér af sér og við misst hann. Þetta var fyrsta aðstoðin, sem Björn veitti mér, en ekki sú eina er upp var sagt, því að samstarf okkar var traust og vinfengi, sem hélzt til hinztu stundar. Eg þarf ekki að hafa langa lýs ingu af Birni Hallssyni. Um hann hefur veríð skrifað vel og ræki lega af núverandi formanni Kaup- félags Héraðsbúa Friðríki Jóns- syni bónda á Þorvaldsstöðum, sem er Birni nákunnugur og þekkti allan hans starfsferíl, og sömuleið is af Þórarni Þórarinssyni skóla stjóra á Eiðum. Þessi orð mín verða því um störf Björns fyrír Kaupfélag Hér- aðsbúa og samvinnumál, og sam starf okkar, þar sem hann var félagsmaður í Kaupfélagi Héraðs búa í 52 ár, þar af í stjórn þess í 44 ár, og formaður þess í 34 ár. Það má segja að Kaupfélag Hér- aðsbúa hafi verið arftaki Pöntun arfélags Fljótsdalshéraðs, sem hafði bækistöð sína á Seyðisfirði 1886—1907, að það reyndist ekki starfhæft og tekið til gjaldþrota- skipta 1907—1908. Það hlýtur öll- um að vera ljóst hver arfur sá hefur verið. í Pöntunarfélaginu gilti sameig- inleg ábyrgð, sem harkalega var eftir fylgt af útibúi íslandsbanka, Seyðisfirði, er átti hjá félaginu 60 þúsund krónur, sem var mikil upp hæð á þeirra tíma mælikvarða. Þetta var þungt áfall, og reyndist erfitt fyrír hið nýstofnaða félag, MINNING ijörn Hallsson fyrrverandi alþingismaður, Rangá sem engin efni hafði og auðvitað mjög takmarkaða tiltrú. En hitt var þó enn þá erfiðara, að berj- ast við alla þá ótrú og fyrirlitningu sem hægt var að blása upp í sam bandi við óhöpp og ófarir hins fyrra félags. Þar sem allflestir bændur á Hér- aði höfðu skipt við Pöntunarfélag ið og urðu á eftir að leita á náð- ir kaupmanna, þá lögðu þeir ríka áherzlu á og sýndu með ljósum dæmum, hvað leitt gæti af slík- um samábyrgðarfyrirtækjum og tel ég það hafa gert hinu nýja félagi okkar meirí erfiðleika, en 1 skuldakrafan. Um uppgjör Pöntunarfél. voru margir fundir haldnir og miklar ráðagerðir, sem enduðu þannig, að bændur losnuðu við allar frekari ; kröfur á hendur þrotabúinu nema þessa kröfu frá bankanum, sem áður er um getið og reyndist ærið | nóg. Björn Hallsson hafði mikið með þessi mál að gera, fyrst og fremst fyrir hönd þrotabúsins, og ; gekk vel fram í því að samningar ' næðust á þeim grundvelli, að sjálfs i eignarbændur á Héraði settu jarð- j ir sínar, sem ekki voru þá veðsett- ar fyrir, til tryggingar fyrír banka- skuldinni, og var það mikil fórn af hendi þeirra. og virtist fúslega fram lögð. Svo mikinn þegnskap sýndu bændur, að ég efast um aS mörg dæmi finnist slík eða imeiri .s.jálfsfórn en þar var-.af hendi leyst. . ágnin Eftir það var samið við nýja félagið, að standa fyrir og annast eftir þess mætti að staðið værí í skilum með umsamdar greiðslur. Þetta tókst sem betur fór, og leyst ist allt án nokkurra árekstra enda allir samtaka um, að allt gengi sem bezt. En áróður andstæðing anna hélt áfram af fullum krafti. Eg efast um, að nokkur maður hafi unnið með þáverandi fram- kvæmdastjóra, sem var faðir minn, meira og betra verk en Björn Hallsson, sem kom ætíð fram sem sáttasemjari milli beggja aðila. Kom þar berlega í ljós hans mikla traust og samningalipurð, sem allt af lýsti upp starf hans, þar sem hann vann að samvinnumálum, enda þekkti hann af reynslu báðar hliðar viðskiptamála þeirrar tíðar. Lof sé honum fyrir það. Þess má geta, að það komu margir góðir menn fram í dags Ijósið, þegar þurfti að lyfta því stóra Grettistaki að stofna Kaupfé- lag Héraðsbúa, við þær aðstæður, sem ég hef lýst, og sýnir það bezt hversu sterk trú var þá á mátt samtakanna. Þar sem samvinnustarfið lá niðrí í tvö ár, þá gaf sú reynsla strax bendingu um hvert stefndi þar sem verð á útlendri vöru hækk aði og afurðaverð lækkaði, þrátt fyrír mjög stöðugt verðlag, sem þá var yfirleitt á útlendum mark- aði. Það voru því víðsýnustu og þroskuðustu mennirnir, sem að fé- lagsstofnuninni stóðu sem óx hægt og öruggt, þegar tekið er til lit til þess fyrírkomulags, sem þá gilti almennt. sem var pöntunar- félagsformið En um 1920 var breytt um fyrirkomulag á rekstri félagsins, opnuð sölubúð og inn- flutt allt sem hægt var að fá, og fólkið þarfnaðist. Uxu þá brátt við skipti félagsins. þó að erfitt væri eftir 1920, því að þá voru oft harð , ir vetur og verðlag mjög óhag- ! stætt. Árið 1921 tekur Björn Hallsson við formennsku félagsins, og hafði það starf á hendi meðan hann treysti sér til„ sat í, formannssæti í 34 ár með sæmd og jirýði og í fullu, trausti allra félagsmánna, er, | bazt kom í ljós, þegar, koaningar. j fóru fram, þá klöppuðu fundar- j menn og sýndu þar með formanni j enn meira traust. Allan hans for- mennskutíma var hann kosinn fyrsti fulltrúi á Sambandsfund og í hvívetna var honum sýnt traust og velvild, sem hann var líka verð ugur. Við Björn fórum margar ferðir saman ríðandi til Akureyrar á Sam bandsfundi. Björn átti góða hesta og var oft glatt á þeim ferðum, og stundum var hópurinn stór, þá aðr ; ir fulltrúar af Austurlandi slóg- ust í förina. Stundum var slarkað á bílum á lítt notfærum vegum, blautum og sums staðar snjór, því að fundir þessir voru svo snemma, að fjöll voru ekki runnin til fulls. t öllum slíkum ferðum var Björn allra manna hraustastur og ötul- astur. Björn var maður vel á sig kom ínn, vel meðalmaður á hæð, þrek- inn, beinvaxinn og limaður vel og hraustmenni hið mesta, og söng maður góður og féll því vel í glaðra drengja hóp, en hófsmaður og háttprúður í hvívetna, var hann því sjálfkjörínn fyrirliði hvort er var á gieði og alvörustund. Við sem þekktum Björn Halls- son af samstarfi og daglegri kynn ingu, þekktum hans miklu mann- kosti og drengskap, sem aldrei bilaði. Við þekktum hann sem ráð nollan og tillögugóðan mann, sem allir báru traust til. Við þekktum hann sem hjálpsaman og góðan mann, sem mönnum og málleysingj um vildi allt gott gera. Við þekkt- um hann ^em stórbrotinn höfð- ingja, sem kom fram fyrír fjöld ann, flytjandi mál sitt með ein- urð og djörfung, er aldrei hvik- aði frá góð”n málstað. Allir þess- ir góðu eiginleikar Björns hafa kallað hann fram til að vera merk isbera bænda á Fljótsdalshéraði í 40 ár og merkið bar hann vel, enda munu fáir eða engir hafa verig valdir í jafnmargar trúnðaar- stöður og hann. Hann var í tvö .skipti kosinn þingmaður, sat í milliþinganefndum lengi. Búnað- arþingsfulltrúi, í stjórn Búnaðar- sambands Austurlands, í stjórn Búnaðarskólans á Eiðum, prófdóm ari við Eiðaskóla, formaður yfir- kjörstjórnar, formaður fasteigna- matsnefndar, í héraðsnefnd kreppu mála, hreppstjóri sinnar sveitar alla tíð, sýslunefndarmaður, for- maður búnaðarféíagsins og skóla- nefndar og fleira. En mesta og tímafrekasta starfig var formanns starfið í Kaupfélagi Héraðsbúa. Þar sparaði hann aldrei tíma. — Áhugi hans og velvild til félagsins var ótakmörkuð og löngun hans til að gera það máttarstoð og afl gjafa allra er að því stóðu var hans metnaðarmál. Komu þar vin- sældir hans og traust að góðu haldi. Á aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga ávann Björn sér vinsældir og traust, því að fram koma hans í öllum málum, bar þar sem annars staðar vott um glöggskyggni og drengskap enda oft kallaður til ráða, þar sem um nefndarskipan var að ræða í vanda sömum málum. Traust það sem Björn vann sér á Sambandsfund- um yfirfærðist jafnframt á Kaup- félag Héraðsbúa, og þar sem hann hafði með sér í stjórn félagsins lán'dskúnna metln 'svo sem Pál Her mannsson og Benedikt Blöndal kennara, þá mátti það sín mikils að skapa Kaupfélagi Héraðsbúa það mikla og góða traust, er það hafði hjá SÍS og lánstofnunum og öðr- um sem við það hafa skipt. Að geta aflað sér trausts og haldið því er mikið og dýrmætt verð- mæti, sem hver félagsskapur og hver einstaklingur þarf að setja sér öllum metnaði ofar að varð- veita. Kaupfélag Héraðsbúa, sem er bæði framleiðenda og neytenda- félag, auk þess víðlent, nær yfir 2 sýslur, vegalengdir miklar og verzl unarsvæðið allt skilið frá hafnar- stað með erfiðum fjallvegi eins og vegasamband var um langan tíma, pá getum við skilið, að ýmis sjón- armið koma fram, sem reka sig á hagsmuni ýmissa, að minna eða meira leyti, til dæmis um það hvort aðalstöðvar félagsins ættu ag vera upp. á Egilsstöðum þarsem allir aðalvegir um Héraðið sker ast eða mðn á Reyðarfirði, þar sem höfn er góð og allar vörur koma í land og öllum framleiðslu vörum er útskipað. Það var skoð- un fjöldans, að uppbygging félags ins yrði að vera á Reyðarfirði, fyrst og fremst meðan ekki voru betri vegir og flutningatæki en þá var. Þegar félagið hafði starfað í 15 ár var farið að gera ráð fyrír út- fiutningi á frosnu kjöti og byggja kjötfrystihús, þá kom aftur til álita hvar ætti að setja það, sami á- greiningur vaknaði aftur um Egils staði og Reyðarfjörð. Samkvæmt reglum, sem útgefn- ar voru viðvíkjandi útflutningi á f'-osnu kjöti. þá var algjört bann við því að flytja kjötið nokkuð til. það yrði að skipa því um borð í góðu og rakalausu veðri, það tók því aiveg skarið af, Egilsstaðir alveg útilokaðir, þó að mörgum þætti það súrt i broti. Þegar frystihúsið á Reyðarfirði hafði starfað í 15 ár, þá fóru að koma kröfur frá þeim sem höfðu T I M I N frá 100—150 km. leið að reka fé til slátrunar að fá frysti- og slátur- hús uppi á Fossvöllum. Um þetta voru mikil átök, sem enduðu með því að byggt var á Fossvöllum. Þegar frystihúsið á Fossvöllum hafði tekið til starfa, þá heimtuðu Fljótsdælingar að fá slát ur og frystihús við Hrafnsgerðisá og fór nú að vandast málið, og stóð styr um þetta 1 nokkur ár, sem endaði með því að slátur- og frystihús var byggt á Egils- stöðum og auk þess hraðfrystihús fyrir fiskafurðir. Um þessar fram kvæmdir var mikill skoðanamun- ur og reyndi þar ekki minnst á traust og góðar og lagnar tillögur formanns, að bræða allan þennan skoðanamun saman, sem tókst, þó að ef til vill hafi ekki allir verið sem ánægðastir í svipinn. Jafn- framt þessum umbótum sem mikil fjárfesting fylgdi óx árlega krafa um að hefja byggingarframkvæmd ir á Egilsstöðum, til undirbúnings að hægt væri að flytja sem mest af starfsemi félagsins upp fyrir fjall. Það var öllum Ijóst, að þeg- ar flutningatækin færu að verða stærri og sterkari og vegir að batna yrði að hefjast handa un» framkvæmdir. En allt það sem gera þurfti var svo fjárfrekt að hafa varð hliðsjón af greiðslu- getu félagsins, því að á sama tíma höfðu yfir bændur gengið harðir vetur og fjárpestir, því varð að sigla gætilega og það var áreiðan- legt að Bjöm athugaði báðar þess ar hliðar, því að andvaraleysi fyr- ;r tryggri f]árhagslegri afkomu fé- lagsins var það hættulegasta. Það voru því alltaf af hendi stjómar- innar lagðar fram tillögur fyrir að alfund hvað hægt væri að gera á hverju árí og reynt að fram- kvæma það. Þetta heppnaðist allt og alltaf var traust og gott sam- starf. Þó árlegar framkvæmdir, sem við getum kallað sigra hafi ekki alltaf veríð stórir, þá er það þó samkvæmt lögmáli lífsins, að þeir kalla á nýja baráttu og á- framhaldandi framkvæmdir, og þannig hefur það gengið, að aldrei hefur þurft ag stöðva, alltaf hafa bætzt við á hverju ári nauð- synlegar byggingar og nauðsynleg tæki, jafnframt hafa sjóðir f& lagsins aukizt, og mikið af fé fé- iagsins hetur festst vegna fram- kvæmda félagsmanna, því að félag- ið hefur stutt þá eftir getu sinni. Framtíðarverkefni Kaupfélags- ins tæmast aldrei meðan bjartsýnl og víðsýni ríkir sem alltaf hlýtur að verða í slíkum félagsskap, sera aldrei getur orðið gamall. Hann byggir sig alltaf upp af ungum mönnum með nýjum þrótti og nýj- um hugsjónum. Samtímis því að hinir eldri og þreyttu falla frá, koma nýir kraftar. Þetta er það sem heldur hverju samfélagi ungu, sama lögmál gildir með hverri þjóð. Hvert vel rekið samvinni> félag verður stærra og sterkara ef) ir bví sem árin líða. Eg get sagt fyrir sjálfan migi það var ánægjulegt að vinna og starfa með Birni Hallssyni og ver3 ur aldrei of metið af mér eða f& lagsmönnum, mér er vel kunnugt um, að enginn vildi gera honuni á móti eða vanmeta hans tillögui og ráð í garð félagsins, sem alltai miðuðu að því, að gera félagi? eins traust og gott sem kostur vat á. Björn Hallsson var mikill gæfu maður. því að vinna sér vináttn og traust fjölda manna er senni lega það mesta og bezta verðmæt sem maður getur eignazt í þessn lífi. Biörn bar aldur sinn vel til 75 ára, þá fór hann að þyngjasl og sjón að daprast, en hann vaj hraustur til sálar og líkama oj sannaðist bað á honum, ag eplil íellur sjaldar langt frá eikinni Eftir því sem ég hef heyrt föí ur hans lýst, Halli Einarssyn bónda á Rangá, þá var það dugn aðar- og mvndarmaður, og sams Framhald á 15. síðu. N, fimmtudagurinn 16. maí 1961 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.