Tíminn - 05.06.1963, Qupperneq 16
STUÐNINGSMENN B-LISTANS ERU BEÐNIR AÐ LEGGJA EITTHVAÐ AF MÖRKUM í KOSNINGA-
SJÓÐINN. - TEKIÐ Á MÓTI FRAMLÖGUM Á SKRIFSTOFUNNI í TJARNARGÖTU 26
Miðvikudagur 5. |úní 1963
122. tbl.
47. árg.
Hér verður haldið áfram saman-
burðinum á því, hvernSg dýrtið-
arstcfna ríkisstjórnarinnar hefur
haft áhrif eins og hrein árás á
heimilin vegna þeirra stórfelldu
verðhækkana, sem hún hefur haft
KYSST Á VÖNDINN
f orSsendingu (sleniku ríkisstiórnarlnnar til brezku stjórnarlnnar vegna Milwood-málslns, var þess kraflzt aS Smith skipstjóri yrSi fram-
seldur og Hunt skipherra refsaS fyrir „gróft brot" gagnvart islenzka ríkinu. Bjarni Benediktsson krafSist þcss svo sérstaklega í Mbl. aS
Hunt yrði refsaS. Brezka stjórnin hafnaSi hvoru tveggja og lýsti alveg sérstakri velþóknun á gerSum Hunts skipherra. Þá sneri Bjarni
strax viS blaSinu og lét MorgunblaSiS lýsa yfir þvi, aS svar brezku stjórnarinnar væri „hiS jákvæSasta"! — Öllu rækilegar var ekkl
hægt aS kyssa á vöndinn.
Stór munur á tillögum um
laun opinb. starfsmanna
Stuðningsfólk
B-listans í Rvík
Hafið samband við
hverfaskrifstofurnar. —
Gefið upplýsingar um
nýja kjósendur og kjós-
endur listans, sem eru
fjarverandi eða verða
fjarverandi á kjördag.
Einnig vantar marga
sjálfboðaliða til starfa á
kosningadaginn. Látið
skrá ykkur til sjálfboða-
starfa og útvegið sem
allra flestra til að vinna
fyrir B-listann á kjör-
degi. Fram til starfa fyr-
ir B-listann á sunnudag-
inn.
MB-Reykjavfk, 4. júní
í þessum mánuði á Kjaradóm-
ur að fella úrskurð sin um laun
opinberra starfsmanna. Samkomu
lag hefur náðst um flokkaskipun,
eins og áður hefur verið skýrt
frá og nú fyrir nokkru hafa báðir
aðilar lagt fram sínar tillögur um
launastiga. Ber þar miikið á milli
og verða hér á eftir nefnd nokk-
ur dæmi um það.
í Kjaradómi, sem á að úrskurða
launin fyrir 1. júlí n.k. eiga sæti
fimm menn. Þrír þeirra. eru til-
nefndir af Hæstarétti þeir Svein-
björn Jónsson, hrl, sem er for-
maður dómsins, Benedikt Sigur-
jónsson, hrl. og Svavar Pálsson,
endurskoðandi. Auk þeirra eru
svo Eyjólfur Jónsson, tilnefndur
af BSRB og Jóhannes Nordal, til
nefndur af ríkisstjórninni.
Tillögur Kjararáðs voru sam-
þykktar 8 apríl s.l. og voru lagð-
ar fyrir Kjaradóm 1. maí. Tillögur
ríkisstjómarinnar voru lagðar fyr
ír dóminn 16. maí. í nefnd ríkis-
stjórnarinnar eiga sæti Sigtryggur
Klemensson, ráðuneytisstjóri,
Gunnlaugur Briem, ráðuneytis-
stjóri og Jón Þorsteinsson, alþing-
ismaður.
Eins og fyrr segir ber mikið
á milli. Ber þar fyrst að nefna
grundvallarmismun í launahækk-
unum eftir starfsaldri. Samninga-
nefnd ríkisstjórnarinnar leggur til
á kaup hækki aðeins þrisvar, eft
ir eitt ár, eftir þrjú ár og eftir
10 ár, en Kjar'aráð leggur til að
kaupið hækki fimm sinnum, eftir
eitt ár. eftir tvö ár, eftir þrjú ár,
eftir tíu ár og eftir fimmtán ár.
Skulu nú nefnd dæmi um ein-
staka flokka. í fimmta flokki er
m. a. að finna „Aðstoðarmenn í
vörugeymsium“, þ. e. a. s. verka-
menn. Þeir eiga, samkvæmt tii-
lögum Kjararáðs, að hafa í byrjun
arlaun 5930 krónur á mánuði, eft-
ir eitt ár 6260 krónur, eftir tvö
ár 6600 krónur, eftir þrjú ár 6960
krónur eftir tiu ár 7350 krónur og
eftir fimmtán ár 7750 krónur á
Framh á bls 3
í för með sér.
Annars vegar er tilgreint verð-
lag 1. marz 1959, er núv. vfsátala
tók gildi,, en það var svo að segja
óbreytt í október 1959, er seinast
var kosið til Alþingis. Hins vegar
er tekið verðlag 1. maí s.L eða
eins og það er orðið eftir fjögurra
ára valdatímabil núv. ríkisstjóm-
ar.
Að þessu sinni verður tilgreint
verðlag á nokkrum heimilistækj-
1959
1. marz
3.00
12.70
196$
1. mai
5.08
23.75
Vatnsglös
Bollapar
Rafmagns-
pottur 206.50 378.65
Þvottafata 44.35 73.88
Hraðsuðu-
Ketill 385,66 690,00
Hrærivél 1.928,00 3.239,33
Ljósapera 25 v. 3.92 7.50
Ljósapera 40 v. 4.07 7,90
Til samanburðar skal þess get-
ið, að síðan haustið 1959 hefur
tfmakaup verkamanns í Reykjavík
hækkað úr kr. 20,65 í kr. 26,05.
Fyrir seinustu kosningar lofuðu
stjómarflokkamir að stöðva dýr-
tíðina. Framangreindar tölur sýna
efndimar.
Útvarpsumræður
áfram í kvöld
TK-Reykjavík, 4. júní
Seinna kvöld útvarpsumræðn-
anna verður í kvöld. Hver stjórn-
málaflokkur fær 50 mín.. til um-
ráða. Umræðurnar verða í þrem
umferðum, er skiptast í 20. 20 og
Framh. á bls. 3
Undrun
Á föstudaginn var haldinn fund
ur í trúnaðarráði Dagsbrúnar. Var
þar samþykkt ályktun þar sem seg
ir, að ráðið lýsi undrun sinni á af-
stöðu samtaka atvinnurekenda til
breytinga á kaupsamningum. Tel-
ur fundurinn hana enn furðulegri,
þar sem verðlag skv. framfærslu
vísitölu hefur hækkað um 13% á
einu ári, en kaup aðeins um 5%,
Framhald á 3. síðu.
Leiðrétting
í frásögn af skemmtun FUF í
Súlnasal Hótel Sögu s.l. fimmtu-
dag féll nið'ur úr frásögninni, að
frú Sigríðux Thorlacius flutti að-
alræðuna á þessum velheppnaða
skemmtiíundi. Mætlist frú Sigríði
mjög vel að vanda og var ræðu
hennar afar vel tekið.
Suðumesjamenn
Vormót Framsóknarmanna á
Suðurnesjum verður föstudag-
inn 7. júní í samkomuhúsinu
Njarðvíkum og hefst kl. 21. —
Dagskrá: Ávörp flytja Jón
Skaftason alþingismaður og
Valtýr Guðjónsson fram-
kvæmdastjóri. Til skemmtunar
Ómar Ragnarsson, Savannah-
tríóið, Ármannsstúlkur sýna.
Dansað til kl. 2. — Miðar fást
á eftirtöldum stöðum: —
KEFLAVÍK og NJARÐVÍK:
Kosniingaskrifstofa B-listans,
Faxabraut 2, sími 1950. SAND-
GERÐl- Þórir Maronsson, sími
7553, GRINDAVÍK: Kristinn
Kristinsson, sími 8163. VATNS
LEYSUSTRÖND: Guðlaugur
Aðalsteinsson í Vogum, GARÐ-
UR: Þórður Jörgensson, sími
7054, HAFNIR: Þorsteiinn
Kristinsson. — B-listinn í
Reykjaneskjördæmi.