Tíminn - 28.06.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.06.1963, Blaðsíða 3
Peningar lágu til grund- vallar n jósnum off urstans NTB-Stokkhólmi, 27. júní Það verður alltaf betur og betur Ijóst, að það var vegna peninga, sem sænski ofurstinn, Stig Wenner- ström tókstá hendur njósn- ir í þágu Sovétríkjanna og stundaði þær í 15 ár að eig- in sögn. Þrátt fyrir tilraunir lögregl- unnar við yfirheyrslur til að fá Wennerström til að gefa upp aðra ástæðu situr hann fast við sinn keip. f dag lýsti saksókn- arinn x málinu, Werner Ryhn- inger, þeirri skoðun sinni, að Wennerström hefði eingöngu leiðzt út á þessa óheillabraut vegna hinna miklu peninga, er voru í boði. >á skýrði saksókn- arinn frá því, að við húsleit hjá ofurstanum hefðu fundizt ýmiss konar plögg, sem væru mjög mikilvæg, en ekki vildi hann gefa neinar frekari upp- lýsingar um húsleitina. í dag var haldið áfram yfir- heyrslum yfir Wennerström, en á morgun verður hann leiddur fyrir borgarréttinn í Stokk- hólmi. Verjandi ofurstans, Carl Erik Lindahl, sagði í dag 1 blaðaviðlali, að sakborningur- inn bæri sig mjög vel, virtisl hafa stáltaugar og léti ekki á sig fá þá staðreynd, að hann á yfir höfði sér lífstíðar hegn- ingarviJinu. Hins vegar er i mn þreyttur, sagði verjandinn, og á bágt með svcfn, en tilfinningar sín- ar lætur hann ekki í ljós. Stöðugir fundir voru í dag meðal ráðamanna í Stokkhólmi og blöðín skrifa mikið um mái- ið. Það sem nú er einna mest rætt um og þá helzt af hálíu stjórnarandstæðinga er, hver ábyrgð' rikisstjórnarinnar er i þessu eíni og hefur stjórnar- andstaðan krafizt skipunar sér stákrar þingnefndar til að rann saka málið í heild, auk nefndar tíinna þriggja lögfræðinga, sem þegar hefur hafið rannsókn. Sænska stjómin hefur þegar gefið ýmsum löndum innan Nato skýrslu um njósnamálið, því að talið er, að njósnirnar séu ekkí bundnar við Svíþjóð eingöngu. Mikil ólga er meðal blaða- manna, bæði innlendra og er- lendra fréttaritara vegna þess, hve litlar upplýsingar blöðin fá um gang malsins. Segja þeir, að hér sé um svo alvarlegt mál að ræða, að ekki sé stætt á því að fela bað fyrir blaðamönnum. Síðdegis í dag var tilkynnt. ag allar líkur væru til, að sovézku sendiráð'smennirnir tveir, sem fengu skipun um að yfirgefa landið þegar í stað, eftir að Wennerström var hand tekinn, væru enn í Svíþjóð, en hvar, er ekki vitað. Öryggisþjónustan hefur þó gott auga með þessu atriði máls ins. msi Kúrdarnsr Bagdad-útvarpið skýrði frá því í diag, að heiftúðugir bardagar gefeuðu nú í norðurhéruðum fr- aks milli Kúrámxia, sem þar haf- ast við í fjallahéruðunum og herja íraksstjórnar. Samkvæmt síðustu fréttum eiga íbúar fimm þorpa Kúrda að hafa yfirgefið heimili sín og flúið, og séu bæirnir á valdi stjórnarherj- anna. Bardagarnr um þorpin voru mjög harðir og segir í fréttum, a8 stjórnarhehirnir hafi orðið fyrir miklu manntjóni, en að þorpun- um sækti bæði riddaralið og fót- göngulið. Fregnir hafa borizt af því, aS stjórnarherirnir hafi fyrirskipun um gjöreyðingarstríð gegn Kúrd- nn eykst fargjaldastríðið! NTB-Osló, 27. jún Nýtt fjargjaldastríð er nú yfir- vofandi á flugleiðum yfir Atlants- hafið, eftir að bandaríska flugfé- lagið Pan American, tilkynntii i dag, að það hyggðist lækka far- fcjöld stórlega á þessarl leið, frá og með 1. aprfl næsta ár. — Eins og kunnugt er hefur svo SAS i hyggju fargjaldalækkun á þess- ari sömu leið í haust. í áætlunum Pan Am sem fyrst verður að hljóta einróma sam- þykki IATA, er gert ráð fyrir, að nokkrar hinna stóru þota félagsins verði innréttaðar þannig að þær íjeti tekið' 170 manns í sæti. Kemedy íagnaB Á myndinni hér að neSan sjásf konur.og karlar í Frankfurt f Þýzkalandi fagna innilega Kenne dy Bandarfkjaforseta vlð kom- una þangað. Eftir vel heppnaða för til Þýzkal. dvelur Kenncdy nú f írlandi og var honum þar sérstaklega vel fagnaö, erida á hann uppruna sinn að rekja til þess lands. — •}• dag helmsótti forsetinn þorpið Dunganstown, en þar ólst langafi hans, Patrick Kennedy upp. Folk hafði safnazt saman á götunum og hrópaði; Velkominn heim, Kennedy. STUTTAR IFRÍTTIR NTB-Lundúnum, 27. iúní. Brezka stjórnin skýrði frá því f dag, að Joseph Godber hefði verið skip. aður hermálaráðhrra í stað Pro fumo, sem sagði af sér fyrir skömmu, eins og frægt er orðið. NTB-Álasundi, 27. iúní. — Norsks fiskibátar, Nesbakk, með 9 mönn um er saknað á siglingaleiðinni milli Shetlands og Noregs. Bát- urinn hélt áleiðis til Noregs. Bát- sunnudag og hefði átt að vera kominn þangað aðfaranótt mið- vikudags, en ekkert hefur til hans spurrt. NTB-Kirkenes, 27. júní. — Rúss neskur landamæravörður, sem hefur flækst yfir landamærin tii Noregs, fannst í dag iátinn, nokkra kílómetra innan landa- mæranna. Talið er, að maður inn hafi orðið örmagna á flóttan um, gefizt upp og frosið í hel. — Maðurinn fannst við leit, sem rússneska landamæ'agæztan hafðl farið fram á við Norðmenn að framkvæma. W Með því að géra þjónustuna í fiugvélunum að miklum mun ein- íaldari og á annan hátt draga úr öllum íburði telur félagið, að hægt verði að bjóö'a upp á mjög lá far- gjöld fyrir þá, sem bara kaupa miða aðra leiðina og er talið, að lækkunin geti numið um 39% niið'- að við núverandi fargjald. Forráöamenn SAS hafa aðspurð ir ekki viljað segia neitt um þetta mMMMMmBMff mál, en þar sem miklar breytingar séu í vændum á þessari flugleið, sé ekki útséð um, hverja afstöðu IATA taki til ákvörðunar Pan Am. Minntu forráðamennirnir á, að frá og með 1. október 1 haust muni far gjöld með flugvélum SAS lækka um 20%, á flugleiðinni milli New York og Noregs, þegar miði er keyptur aðra leið'ina, en allt að d0% á tvímiðum. • • BORN FENGU MRAGASHTRUN NTB—Georgstown, 27. júní. Sextán börn á aldrinum finun mánaða til 8 ára voru í dag flutt á sjúkrahús I Georgetown í Brezku Gulana, eftir a» hafa veikst af völdum táragass, sem lögreglan bertti gegn manu- fjölda, sem farið hafðl í mótmælagöngur kvöldið' áður. Atburður þessi átti sér stað í íbúðarhverfi, sem ríkið hefur látlð reisa skammt fyrir utan Georgetown. Lgeglan hafðt árang- urslaust reynt a8 {& mannf jöldann t« að hætta aSgerðum sín- um með góðu, en er það dugðl ekki reyndi hún nýja aðferít til að dreifa mannfjöldanum. Sprautaði lögreglan vatnf á fólkið, en í vatnlð var blandað efnl, sem orsakaðl ógleði. —¦ Er þetta dugði ekki heldur gripu lögreglumennlmir til táragassprengja. Nokkur vindur var og bast gasið inn um glugga húsanna og um heebrgi íbúða. Mörg böm í húsunum veiktust hastarlega a;f þessum sökum og varð að færa 16 þeirra undir læknishendur, elns og fyrr seglr. Sturtudu kartöflum í tonnavís á göturnar! NTB-París, 17. júní. Franskir, fátækir kartöflubænd ur á Bretagne á Frakklandi, gripu til alleinkennilegra ráða í dag til þess að vekja athygli stjórnar- ininar á sér og högum sínum. Óku þeir kartöflum í tonnatali inn í tvo bæi á Bretagne og sturtuðu þeim á göturaar. Ástæða aðgerðanna er óánægja bændanna með kjör sín, en þeir halda því fram, að, verð á kart- öflum sé lægra en á nokkrum öðrum afurðum. Það varð uppi fótur og fit í bæj- unum tveim, Saint Pol de Leon og Roscoff, er bændurnir birtust, og húsmæðurnar voru ekki seinar á sér að nota þetta einstæða tæki- færi. Þustu þær út á göturnar með alls kyns ílát og drógu svo mikið í bú sín, sem þær framast máttu. Nóttina áður hafði verið mikið um skemmdarverk á þessum slóð- um, og hafði meðal annars verið felldur fjöldi símastaura í ná- grenni bæjanna tveggja. Á Bretagne-svæðinu munu vera ræktaðar kartöflur í ár, sem svarar 30.000 tonnum, en það er ¦miklu meira en héraðið sjálft hef ur þörf fyrir til neyzlu. Fyrir nokkrum dögum síðan sendu hinir sömu bændur heilt bílhlass af kartöflum til stjórn- arinnar í Parfs til þess að undir- strika mótmæli sín gegn kart- öflu verðinu. T í M l N N, föstudagurinn 28. júní 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.