Tíminn - 28.06.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.06.1963, Blaðsíða 14
\ IWWWWWWIiwp ÞRIDJA RIKIÐ WiLLÍAM L. SHIRER Það er ekki nema sanngjamt að segja, að þyzki vexkamaðurinn virtjst ekki taka sérlega illa upp sín löku kjör í Þriðja ríkinu, enda þot't svindlað cæri á honum í t»essu til'felli, eins og svo mörgum öðrum, og honum hefði verið kom ið í nokkurs konar iðnaðarþrælk- un með aðeins rétt nægilegum launum, til þess að fleyta fram líffnu og honum væri þar að auki síður hætt á að aðhyllast kenn- ingar nazista, en nokkrum öðrum í hinu þýzka þjóðfélagi, eða láta hinn endalausa áróður hafa nokk ur áhrif á sig. Hina miklu þýzku stríðsvél, sem þeyttist yfir pólsku landamær in í dagrenningu 1. september 1039, hefði aldrei verið hægt að gera, nema með hinum miklu framlögum þýzka verkamannsins til hennar. Hann var agaður og stundum hræddur tíl hl'ýðni, en það voru reyndar allir aðrir — og margra alda herögun hafði gert hann sen og aðra Þjóðverja van- an við að láta segja sér, hvað hon um bar að gera. Enda þótt ef til' vill sé óviturlegt að gera tilraun til þess að draga almennar álykt- anir af hlutum sem þessum, ( þá var það skoðun höfundar á verka- manninum í Berlín og í Ruhr, að þótt hann væri stundum dálítið napuryrtur um loforð stjórnarinn ar, hafði hann engu meiri l'öngun til þess að gera uppreísn en nokk ur annar í Þriðja ríkinu. Hvað gat hann gert, þarna sem hann var, án foringja og algerlega stjórnlaus? Verkamenn spurðu mig oít þessarar spurningar. En stærsta orsökin til þess, að hann sætti sig við blutskipti sit't í Nazista-Þýzkalandi var án efa, sú, að hann hafði aftur íengið at-- vinnu og tryggingu fyrir því, að hann myndi fá að halda henni. Hver sá, sem eitthvað vissj um hin bágbornu kjör, sem hann hafði búið við á lýðveldisárunum, gat skilið, hvers vegna verkamað- urinn virtist ekkí vera svo miður sín yfir að hafa glatað stjórnmála legu frelsi sínu og jafnvel verka- lýðsfél'ögunum, á meSan hann hafði næga atvinnu, Þessi xéttindi frjálsra manna höfðu áður fallið í skuggann hjá svo mörgum, hvorki meira né minna en sex milljónum manna í Þýzkalandi og fjölskyldum þeirra, af, eins og vexkamennirnir sögðu, réttinum til þess að svelta. Með því að svipta þá þessum síðasta rétti, tryggði Hitler sér stuðning hinna vinnandi stétta, sem ef til vill voru þær hæfustu og iðnustu Og um leið öguðustu í hinum vest- ræna heimi. Þetta var stuðningur, sem ekki var veittur hinum hálf- bökuðu kenningum hans og illu fyrirætlunum sem slíkum, heldur hinu, sem mestu máli skipti: fram- leiðslu á vörum til stríCsins. ,¦ Béttariar Þriðja ríkisins. Állt frá fyrstu vikunum 1933, H—ggWBTOBB—— þegar hinar miklu og gerræðis- legu handtökur, barsmíðar og morð framin af þeim, sem við völd in voru, hófust, hætti Þýzkaland undir stjórn Þjóðernissósíalist- anna að vera þjóðfélag, byggt á lögum. „Hitler er l'ögin!" lýstu íögfræðiljós Nazista-Þýzkalands yfir með stolti, og Göring lagði áherzlu á það, þegar hann sagði prússnesku saksóknurunum 12. júlí 1834, að „lögin og vilji for- ingjans væru eitt og hið sama". Það var satt. Lögin voru það, sem einræðisherrann sagði a'ö þau | væru, og á alvarlegum augnablik- ! um, eins og í blóðbaðinu lýsti ; hann því yfir, eins og við höfum heyrt úr þingræðunni, sem hann hélt á eftir, að hann væri „æðsti dómari" þýzku þjóðarinnar, með val'd til þess að dByí'a.hvern þann sem hann vi;«j( Á dögum lýoveidisins höfðu flest ir dómarar, sem og meiri hluti mótmælendaklekanna og háskóla prófessoranna verið heilhuga á móti Weimarstjórninni og höfðu eins og margir héldu með dómum sínum ritað dökkustu síður í sögu þýzka lýðveldisins, og þannig stuðlað að falli þess. En sam- kyæmt Weimar-stjórnarskránni voru dómarar að minnsta kosti sjálfstæðir og ekki öðrum háðir en lögunum, varðir gegn fl'jótfærn islegum brottrekstri og bundnir, að minhsta kosti i orði kveðnu, af grein 109 til þess að standa vörð um jafnrétti allra fyrir lög- unum. Flestir þeirra höfðu verið heldur fylgjandi Þjóðe<:n:ssósíal isma, en þeir voru varla viðbúnir, þeirri meðferð, sem þeir áttu brátt eftir að verða fyrir undir raun- i/erulegri stjórn hans. Lögin um opinbera starfsmenn frá 7. apríl 1933 voru látin ná til allra dóm- ara og l'osaði brátt dómarastétt- ina við ekki aðeins Gyðinga held- ur og þá, sem efazt var um. að væru hliðhollir nazismanum, eða eins og lögin sögðu, „sem létu í ljós, að þeir væru ekki lengur reiðubúnir hvenær ssm var að flytja mál fyrir Þjóðernissósíalista ríkið". Vissulega voru ekVi margir dómarar, reknlr burtu vegna þessara laga, en þeir voru varaðir við, hver skylda þeirra var. Að- eins til þess að vera visslr um, að þeir skildu, hvað um var að vera, sagði dr. Hans Frank, Commiss- ioner of Justice og lagalegur leið togi ríkisins, lögfræðingunum ár- ið 1936, að „kenningar þjóðernis- sósialismans eru undirstaða allra frumlaga, sérstaklega eins og skýrt er í flokkss:.efnuskránni og í ráðum foringjans". Dr. Frank skýrði nánar við hvað hann átti: Þaö" er ekki um neitt sjálfstæði ilaganna að ræða gegn þjóðernis- j sósíalismanum. Segið við sjálfa I ykkur í hvert sinn, sem þið kveð- ið upp dóm: „Hvernig myndi for- j inginn dæma í mínum sporum?" Við hvern úrskurð spyrjið sjálfa ykkur: „Er þessi úrskurður í sám ! ræmi við þjóðernissósíalista-sam- vizku þýzku þjóðarinnar?" Þá munið þið hafa styrka járnundir- stöðu, sem ásamt einingu þjóðrík- is Þjóðernissósíalistanna og með viðurkenningu ykkar á hinu eilífa eðli vilja Adolfs Hitlers mun gefa dómum ykkar vaid Þriðja rí'kisins pg það um alla tíð. Þetta vírtist nógu Binfalt, sem og lögin um opinbera starfsmenn, sem fylgdu í kjölfarið næsta ár (26 pnúar 1937), þar sem kveðið var á um, að öllum opinberum starfsmönnum, þar á meðal dómur um .skyld: v;k'ð frá vegna „stjórn máiale'is ráre'ðanleika" Auk þess var öllum l'ögfræðingum gert skylt að ganga í Samtök þýzkra Þjóðernissósíalista, en þar voru oft haldnir yfir þe<m fyrirlestrar wjpa^i'- ræðu Franks Sumir dómarar yoru það þó, hversu andlýðveldissinnaðir, sem þeir kannski vpru, sem tóku ekki allt of græðgislega við flokkslín- unni. Og reyndin var sú, að fáein- ir þeirra að minnsta kosti gerðu tilraun til þess að byggja dóma sína á lögunum. Eitt versta dæm- ið um þetta, séð frá sjónarhóli nazistanna, var ákvörðun Reichs- gericht, Hæstaréttar Þýzkal'ands, af sýkna þrjá af fjórum kommún- istasakborningunum í þinghús- brunaréttarhöldunum í marz 1934 og þetta vegna vitnisburðar, sem fram hafði komið. (Sá eini, sem dæmdur var sekur, var hollenzki hálfvitinn Van der Lubbe, sem játaði) Þetta æsti Hitler og Gör- ing svo upp, að áður en mánuður var liðinn, eða 24. april 1934, var valdið til þess að fjalla um land- ráðamál, sem hingað til hafði ver- i einungis i höndum hæstaréttar, i tekinn af þessari göfugu sam- ikundu og falið nýjum dómstól, ; Volksgeritchtshof, þjóðardómstóln , um, sem brátt varð að þeim dóm- j stól, sem menn hræddust mest' í landinu. í honum voru tveir at- vinnudómarar og fimm aðrir, sem I kosnir höfðu verið úr hópi flokks ; starfsmannanna, S.S. og úr hern- ,um, þannig að hinir síðastnefndu j höfðu meiri hluta ; atkvæða. Það |var ekki hægt að áfrýja dómum hans eða ákvörðunum og venju- 34 Snarkið í eldinum heyrðist ekki lengur, en vélin var full af þykk- um reyk, sem hvirfl'aðíst í flókum um farþegarúmið. Það var eitt- hvað, sem hreyfðist utan við sjón mál hans. Reykhafið greiddist hægt og þyrlaðist burt, — vatns- droparnir í loftinu gl'itruðu í sólskininu. Beeeher kom auga á granna ökla, sem nálguðust hann. Það glamraði í háum hælum. Hann sá glampa á nælonsokka og fann að hné þrýsti létt að öxl honum og mjúk, lítil hönd var lögð á enni hans. Hann sneri höfðinu lítið eitt og starði í andlit Ilse. Hún var óhrein á enni og vöngum og þykkt, svart hárið var í óreiðu. Það lá laust niður yfir axlirnar og þegar hún hallaði sér áfram, straukst einn lokkurinn yfir varir hans. „Mike?" sagði hún. „Já". „Eg hef slökkt eldinn. Eg not- aði þetta tæki þarna — rauða brúsann með slöngunni". „Slökkvitækið?" „J'á"- Beecher lá hreyfingarlaus og fann hné hennar þrýsta að öxl sér og hár hennar við andlit sér. Hann beið eins og maður með höf uðið á höggstokknum. „Er allt í l'agi með þig, Mike? Geturðu staðið upp?" spurði hún. Beecher reis upp með erfiðis- munum, — hún studdi við hand- legg hans. Hann vék frá henni og studdi sig við dyrastafinn. Hann sá ekkert annað en svarta helluna og handan við hana tók við eyði- oiörkin. Hann sá kaktusaþyrping- ar á víð og dreif svo langt sem augað eygði og állt var heitt og kyrrt undir hvítum himninum. Það brast og hrakaði í flugvélinni, þegar málmurinn dróst saman, um leið og hann kólnaði. Hárin á hand arbökum hans voru sviðin og hann þreifaði á klístugri kúlu yf- ir hægra eyra. Loks sneri hann sér við og starði á Ilse. Það var að birta til í vél'inni og reykurinn þyrl aðist í þéttum flókum út um opn- ar dyrnar. Hún slétti úr aðskornu, svörtu pilsinu. Beecher þreif um úlnlið henn- ar og sneri upp á handlegginn, þangað til hún hljóðaði snöggt af sársauka og reiði. „Hættu". „Hvers vegna létu þau þig verða hér eftir?" „Þau vissu ekki, að ég væri með vélinni. Slepptu, Mike. í guðsbænum, slepptu mér". Beecher treysti henni ekki eitt andartak. Þetta virtist vera sama gamla aðferðin, nýtt bragð — ný svik. „Eg vil heyra sannleikann", sagði hann. Hún sneri sér að honum í ör- væntingu, en hann herti aðeins á takinu, þangað til augu hennar fyl'ltust tárum. „Þau skildu þig eftir hér", sagði hann. „Koma þau til baka?" „Eg veit það ekki. Eg reyndi að halda þér utan við". „Og þú vissir allan tímann, hvað Don Willie hafði í huga". „Já, já, en ég gat ekki farið til lögreglunnar, — ég gat ekki gert honum illt, en ég reyndi að bjarga þér. Reyndi að halda þér utan við". Beecher lét hana lausa. Hún settist á sætisbrík og fór að gráta. Tárin runnu niður óhreina vang- ana og varirnar skulfú. Hún leit út eins og sært en þverúðarfullt barn. „Þú skalt ekki halda, að mér þyki þetta skemmtilegt", sagði hún veiklulega. „Þið eruð allir eins. Viljið sjá okkur koma kné- krjúpandi til ykkar biðjandi um vægð". FÖRUNAUTAR OnANS W. P. McGivern Beecher tók upp sígarettur og kveikti sér í einni. „Segðu mér sögu þína", sagði hann. Hún vætti varirnar. „Má ég fá sígarettu?" „Nei, byrjaðu á frásögninni". „Eg vissi, að Don Willie myndi ræna flugvélinni." Hún þrýsti fingrunum að gagnaugunum. „Eg heyrði, þegar hann og Lynch voru að tala um það. Svo fékk ég vit- neskju um, að þeir myndu ekki geta notað Frakkann. Hann var of borracho. Þeir töluðu um þig". Hún hristi höfuðið snöggt. „Eg hélt, að ég myndi geta bjargað þér án þess að gera Don Willie til miska. Eg fór heim til þin til að fá lánaðar sígarettur. Eg reyndi á einhvern hátt að gefa þér til kynna að starfið væri einskis virði. En það stoðaði ekki. Morg- uninn eftir fór ég til Don Julio og skáldaði upp söguna um svarta markaðsbraskið. Eg hélt að hann myndi handtaka þig og halda þér föngnum í Mirimar, þangað til flugvélin væri flogin. En mér var of mikil smán að þessu. Eg gat ekki haldið áfram að ljúga. í gær kveldi ók ég af stað til Madrid í bíl Don Willies en ég gat ekki hlaupizt á brott. Eg ók til baka og skildi vagninn eftir við „Svörtu dúfuna". Eg tók leigubíl til flug- vallarins. Eg veit eiginlega ekki, hvað ég ætlaðist fyrir. Þið voruð öll inni á flugafgreiðslunni og vél in stóð í myrkrinu fyrir utan". Beecher mundi, að hann hafði heyrt bifreið ekið upp að afgreiðsl unni á meðan hann og Lynch biðu fyrir innan. Flugmennirnir höfðu einnig setið þar inni og drukkið kaffi við illa upplýstan barinn. „Drottinn minn dýri", sagði hann . „Hvað nú?" Beecher litaðist um i flugvél- inni. Þunn reykský bifuðust hægt um loftið. Dyrnar að farangurs- geymslunni stóðu opnar. Hann gat séð, að í henni var ekkert nema fáeinir póstpokar. Beecher hafði haldið, að ekkert myndi geta haft áhrif á hann framar, nema þá áhyggjur af sjálfum sér. En nú minnfist haryn dökkbrýndu flug- mannanna og samræðna þeirra í flughöfninni. Annar þeirra hafði látið í ljós áhyggjur um tengda- móður sína, en þær áhyggjur voru ekki af sáma toga og skopmynd- irnar í blöðunum. Hann bar raun verulega hamingju gömlu konunn ar fyrir brjósti, en hann virtist ekki hafa getað komið. Pepa, kon- unni sinni, í skilning um það. Og Beecher vissi, að nú myndi honum aldrei takast það, því að hvorugur flugmannanna var leng- ur, í lifenda tölu. Sú vitneskja olli honum sársauka. Það hlaut að hafa gerzt á meðan Laura sat við hlið hans í stjórnklefanum. Hann minntist hins skyndilega hnykks, er flugvélin hafði fengið á sig. Lynch hlaut að hafa ýtt upp dyr- unum gegn loftþrýstingnum og fleygt báðum mönnunum í sjóinn. „Hvað er að?" spurði Ilse aftur. „Haltu áfram með sögu þína", sagði hann hásn röddu. „Eg klifraði upp í vélina án þess að nokkur sæi mig. Farangurs- geymslan var full af kössum og póstsekkjum. Eg faldi mig á bak við þá. Eg hélt, að ég myndi geta talað við Don Willie, þegar vélin væri lent. Eg var hrædd. Eg hélt mig í felum. Eg bjóst við, að þau myndu öll fara á burt saman. Svo kom eldurihn upp, og þau óku burt. Eg greip slökkvitækin" . . . Hún yppti öxlum. „Eg slökkti eld inn. Þetta er allt, sem ég hef að segja" „Og þetta gerðirðu allt mín vegna? Aðeins til að bjarga lífi aumingja gamla Mike Beechers?" „Eg vildi ekki, að þú yrðir drep inn, hvorki þú né nokkur annar saklaus maður" Hán leit með beiskju á förin eftir greipar hans á úlnliðnum. „Það var ekki gert vegna þín persónulega". „Af hreinni manngæzku? — Það er sjaldgæfur hlutur á vorum dögum". ..Mig skiptír engu, hvort þú trú ir mér eða ekki". „Það kemur fullkomlega í sama stað niður, hvort ég tek þig trúan- lega eða ekki, og ég hef engan áhuga á að vita, hvaða ástæður lágu til þess, að þú faldir þig í far angursgeymslunm" Beecher kast aði sígarettunni út um dyrnar. „Þið eruð ekki annað en samsafn lygara öll samaq. Og ef ykkur tekst aftur að gera mig að fífli. þá get ég engum nema sjálfum mér um kennt. Það eina, sem ég 14 T f M I N N, föstudaguriim 28. júní 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.