Tíminn - 28.06.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.06.1963, Blaðsíða 8
Kunningi tninn, ' stórbóndi á Suðurhndi, sendi mér nýlega lít- inn blaðastranga. Er ég opnaði sendinguna -kom út úr umbúðun- um: Reikningur Mjólkurbús Flóa- manna 1962 ásamt yfirliti úr árs- skýrslu félagsins 1962, — og ein- tak af Timanum 30. apríl 1963. Sendandinn er meiri Tímamað'ur en ég, og þó við hóf, en þó fór það svo, sem hann myndi ekki hafa grunað, að fyrst þrtif ég til Tím- ans en lét Flóabúið sitja á hak- aaum. í þessu Timablaði sá ég nefni- lega afmerkta grein eftir Björn Síefánsson búfræðikandidat er hann nefnir: Rannsóknastofnun landbúnaðarins í verksmiðjuhverfi Reykjavíkur. Eg veit að stórbóndinn sunn- ienzki fyrirgefur mér hvernig á- hugi minn beindist fyrst að Tím- anum, þótt það megi ég segja honum til hróss að lifandi áhugi hans sem bónda mun traustari og meiri er "4 Mjólkurbús Flóa- manna og annarra samtaka bænda heldur en til Framsóknar og Tím- ans. Eg las grein Björns og ég las hana aftur. Mér fannst að nú væru stórir hlutir að gerast. Löng og mikil og dapurleg þögn er rofin. Og Björn er bara annar af iveinrur kandidötum sem rjúfa þögnina. í upphafi greinar vitnar •hann tii greinar með sama heiti i Tímanuin 21. febrúar 1963, eftir Magnús Óskarsson tilraunastjóra á Hvanneyri. Grein Magnúsar hefi ég nú feng ið að' láni frá Ási, og sit nú með þessi tíðindi í höndum og huga. Báðai eru greinarnar ritaðar í tilefni af frumvarpi um rannsókn ir í þágu atvinnuveganna sem þeir pegja komið fram á Alþingi. Magn ús kemur viða við og slær nokkuð ur og í. Ekki leynir sér sá hug- ur hans, að.u.m flest sé sú Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, sem gert.er ráð fyrir, og leysa skal aí hólmi Búnaðardeild Atvinnudeild- ar Háskólans, betur sett í góðri búnaðarsveit heldur en í nágrenni Reykjavíkur. nánar tiltekið í Keldnaholti með einhverjar land- rytjar á Korpúlfsstöðum. Ekki þarf djúpt að kafa við að geta í eyðurnar til þess að skilja «ð Magnús hefir Hvanneyri í huga, þótt sá sé ljóffur á málflutningi Árni G- Eylands; ROFIN að í ráði sé að byggja yfir Búnað- ardeildina í Keldnaholti, jafnvel á sumri koinanda, en þetta hefur slaðig í blöðum, án þess að neitt sé afgert um kaup á Korpúlfs- stöðum handa deildinni og vænt- ai'legum arftaka hennar hinni nýju Rannsóknastofnun landbúnaðar- ms. Það er líka lygilegt að til tieina komi að Reykjavikurborg iari að sel^a Korpúlfsstaði úr þvi sem komið er. Bágt á ég með að írúa slíku. Eignanámsleiðin er auð vitað til, en ekki er víst að hún verði greiðfær. Auðvelt er að bera iram rök fyrir því að Korpúlfs- staðaland sé vaxandi borg mikii nauðsyn, hins vegar engin fram- bærileg rök fyrir því að það sé þjóðarnauð'syn að staðsetja Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins á þessum stað. Gnótt af landi ann- ars staðar sem vel er til fallið. Eg mun ekki ræða þetta frekar, en vík að hinu að rifjá upp nokk- ur atrið'i úr s.ögu þessa máls — um .'taðsetningu Búnaðardeildar. Eftir að fyrirheitna landið Keld ur var tekið af Búnaðardeildinni virtist stefna deildarmanna vera sii að auka húsakost Búnaðardeildar- jnnar á Melunum í Reykjavík — i Háskólahverfinu, en koma sér jafn íiamt upp „beitarhúsaað'stöðu" ekki fjani Reykjavík og hafa þar tilraunastarfsemi á sviði jarðrækt- ar o. fl. Þannig hefur verið starf- að undanfarið með landbjett óhent- ugan 4:jVaj'má.,rí Mosfellssveit sem áthafnásvið — Þetta er 'malar- og asfalt-stefnan. j Eg er einn þeiiTa, sem bent hafa á, að ef landbúnað'inum mætti ekki falla sú gæfa í skaut að Bún- aðardeildin kæmist raunverulega á gras — á Hvanneyri, þá væri þó sómasamlegra að byggja yfir starf semi deildarinnar á tilraunalandi því sem hún veldi sér í nágrenni Reykjavikur, heldur en að hafa landið sem „beitarhúsaland" og ÁRNI G. EYLANDS vantar illa slíkan mann til forystu í búnaðarmálum. Hugmyndin um byggingar Bún- aðardeildar í Keldnaholti er vott- ur um að' ögn hafi mjakazt en ekki .m sinnaskipti og stefnubreytingu svo að um muni. En svo er það Hvanneyri aftur i f> enn. í lögum um bændaskóla frá 1948 er Framhaldsdeildarinnar á Hvann eyri fyrst iöglega getið. Gunnar Bjarnason bændakennari hreyfði íyrstur manna þeirri hugmynd að Fytja Búnaðardeildina að Hvann- eyri og var sú hugmynd auðvitað spróttin af tílkomu Framhalds- deildarinnar — sem stundum hef- ir verið nefnd Háskóladeild, eftir ag búnaðarháskólahugmyndin fór a'5 láta á sár bæra. Hún náði há- marki sínu með hinum ótrúlegu samþykktum Búnaðarþings um slíkan háskóla á Hvanneyri, og há- skólafræðsru eins og „bezt gerist á Norðurlöndum og í Bretlandi'', svo og með' lagafrumvarpi um Bún aðarháskóla á Hvanneyri, frum- Búnaðarrannsóknir á Hvann eyri eða í Keldnaholti? hans, að hann fer úr hófi varlega og kveður ekki upp úr með hve sjálfsagt það er að Rannsókna- itofnunin sé staðsett á Hvanneyri. Einstök atriði í grein Magnúsar læði ég ekki, en vil þó benda á að' er hann telur upp aðila er nú hafa með höndum stjórn búnaðar- rannsókna gleymir hann Tilrauna- ráði jarðræktar. (Vera má að það sé prentvilra, hafi 'fallið niður í upptalningu). Svo kemur grein Björns Stefáns sonar, sköruleg og ákveð'in. Björn er ekkert að fara í kringum það með Hvanneyri, að þar séu bún- aðarrannsóknirnar bezt settar, með Hvanneyrartorfuna og sauðfjár- jörðina Hest til umráð'a. Báðir benda þeii Magnús og Björn á mikla landþörf hinnar væntanlegu rannsóknastofnunar. Þeir benda á að rætt sé um þann möguleika að scofnunin fai Korpúlfsstaði til um- ráða, þótt enn hafi ekki miðað lengra í þá átt en að Búnaðardeild- in hefir fengið dálítinn skika af (iíremur 'élegu) landi til um- ráða á Korpúlfsstöðum allfjarri Keldnaholti, — hins vegar allt ó- ráðið um hvað frekar verður? Lygilegt er það' ef satt reynist, skrifstofur og rannsóknastofur inn í miðri Reykjavík. Nú virðist rofa vii lítið' eitt, en ekki nema lítið eitt. Fyrirætlunin um byggingar r Keldnaholti og „vonaf'land á Korpúlfsstöðum er greinileg ttefnubreyting, tilraunalandið í nokkurri fjarlægð heima á Korp- úlfsstöðum er greinileg stefnu- bieyting, en seint og seigt gengur aö átta sig. Byggingar í Keldna- holti, tilraunalandið/ í nokkurri fjarlægð heima á Korpúlfsstöðum. Því svo? Hvernig í ósköpunum vík- ur því við að ekki er gert ráð fyr- rr að byggja á Korpúlfsstöðum á tilraunalandinu miðju þar sem bæjarstæði er bezt og byggð hefur verið í 1000 ár eða meir. Hvað er hér á seyði. Óvissan um að Korpúlfsstaðir fáist til nota sem i.ilraunabú? Og hvaða vit er í því að kosta trl byggingar í Keldna- holti, ef ekkert verður úr Korpúlfs staðahugmvndinni? — Eða er það roalar- og rnalbiksstefnan sem er svona lífseig, og kemur fram sem hræðsla við „fjósalykt"? Þá er hér annað : efni hjá embættismönnum iandbúnaðarins en það sem uppi var hjá Þórhalli biskupi er hann var að búa um sig í Laufási. Nú varpi sem raunar sofnaði. Mér fannst frá upphafi hugmynd Gunnars stórsnjöll og lífræn. Eg reifaði hana nokkuð í greinargerð 1951, talaði um hana í útvarpi 1952, skrifaði allýtarlega um mál- ið í janúar 1957 og aftur 1958. Ritgérð'irnar er báðar að finna í Ársriti Ræktunarf élags Norður- !ands (Mold eða möl, 1957 og Hugsað heim, 1958). Fyrri ritgerðin — Mold eða möl — 1957 var með þeim hætti að ég og einnig ritstjórinn, sá lærði og búfræð'ikunni maður Ólafur Jóns- son, gerðum eindregið ráð fyrir að umræður vektust um málið. Eg raldi jafnvel að Hvanneyringum bæri nokkur skylda til, annað tveggja að andmæla ummælum mínum sumum, eða að styðja þau með iákvæðum undirtektum Hvanneyri og Framhaldsdeildinm trl framdráttar. Svo varð ekki, Hvanneyringar pögðu og allir búnaðarmálamenn í'ögð'u. Nú gerast lpks þau miklu tíð- indi að þögnin er rofin með grein- um þeirra Magnúsar og Björns. Já ég kalla betta mikil tíðrndi, ep mest eru þau tíðindi að Björn mælir skörulega fyrir því, að hin væntanlega Rannsóknastofnun land búnaðarins sé bezt komin á Hvann eyri jafnvei þótt búnað'arháskóla- hugmyndin sofni svefninum langa, tg þótt hann láti Framhaldsdeild- ma liggja á milli hluta. Þar geng- ui Björn feti framar en ég áræddi að gera. Hann bendir á að Fram- haldsdeild geti þrifizt á Hvann eyri „án mikils kostnaðar, ef rann- sóknastarfsemiin er á Hvanneyri." (Undirstrikun mín, Á. G. E.). Þann ig verður flutningur rannsókna- starfseminnar algerlega númer eitt hjá Bimi, Framhaldsdeildin minna atriði. Hins vegar hélt ég þannig á málinu að Framhalds- deildin á Hvanneyri ætti sér eng- an tilverurétt og enga framtíð á Hvanneyri nema hærra væri reist og starfsemi Búnaðardeildar flutt þangað líka Hvanneyringar tóku undir þetta með þögninni — 10 ára þögn. Nú er þögn þeirra rofin með hinni góðu grein Magnúsar Óskarssonar, þótt ekki gangi hann beint né hart að verki að draga fram hlut Hvanneyrar. þar gerir Björn Stef- ánsson betur, og er mikilsvert er bann sem nýmenntaður og há- menntaður búfræðingur gengur fram fyrir skjöldu. Minnstu skiptir hver fyrstur ber fram góða hugmynd, einnig litlu hver styður hugmyndina án þess að megna pví sem um munar, hitt er mest um vert hver tekur svo á að valdi stefnuhvörfum. Vel mætti nú draga til þess með grein um þessara fróðu manna, því að ekki geta aðrir Hvaníieyringar verið þekktir fyrir annað en að taka undir og betur á. Ekki geri ég ráð fyrir ag fyrri ummæli min um Hvanneyri og Búnaðardeildina hafi valdið neinu um að nú er á þessu tekið með umræddum greinum í Tímanum. Þögnin á umliðnum árum og hinar fyrirhuguðu „eyðimerkur"-bygg- ingar í Keldnaholti, án neinnar framtíðarvissu um nægilegt til- íaunaland á Korpúlfsstöðum bera því gleggstan vottinn hvernig hefir verið um málið hugsað — eða ekki hugsað, hin siðustu ár. Þrátt fyrir þetta set ég hér í greinarlok nokkrar glefsur úr skrifum mínum, ef vera mætti að sumt í ummælum mínum ætti nú örlítið meiri hljómgrunn heldur en var fyrir 5—10 árum. — 1951: — „Allt hjal um það, hvað missist við að Búnaðardeild- in hverfi frá Reykjavík, verður þegar á reynir harla léttvægt, — Fökin fyrir því, að þeir fagmenn, sem vinna ráðunauts'störf í búfjár rækt og sérfræðingar, sem vinna sð búnaðarrannsóknum, þurfi endi lega að búa á mölinni í Reykja- vík, eru yfirleitt ekki annað' en hégómi, sem yfirstjórn búnaðar- mála ætti að vera hafin yfir að taka tillit til. Þar vegur heildar- heill og framtiðarþörf svo langtum meira. —" — 1951: — „Það á að flytja bún- aðardeildiina og alla hennar starf- semi að Hvanneyri. Þar á að koma upp búnaðarrannsókna-, búnaðar- fræðslu- og búnaðarleiðbeininga- miðstöð, með sauðfjárræktartil- raunabú á Hesti, sem ekki er nema húsaveg fra Hvanneyri, —" — 1957- — „Hér þarf allt að fara saman: Að framhaldsnám í búfræði >erði áfram á Hvanneyri. Að Búnaðardeildin flytjist þang- að. Að tvinnað verð'i saman miklu meira en nú er rannsókna-, leið- beininga- og fræðslustarfsemi á sviði landbúnað'arins." — Og enn fremur 1957: „Og við þetta vil ég bæta, og segja við bú- vísindamennina og aðra, sem finnst það vera of mikill útlegð- ardómur að ætla vísindamönnum að vinna „upp í sveit" — á Hvann eyri: Vér erum ekki að' ræða um augnablikslausn á smámáli, vér trum að ræða um framtíð stórra hiuta. Vér erum að ræða um hlutina og "iðhorfin eins og þau blasa við þegar ungur búvísindamaður, sem nú er að' taka til starfa, er búinn að vinna vel og lengi. Og hvað blasir þá við? — Þjóðin er orðin ylir 300 þúsund manns. Höfuðborg in Reykjavík er orðin 125—150 þúsund manna borg, Akranes, í 40 mín. fjarlægð frá Hvanneyri, 15 þús. manna bær, Borgarnes í 20. mín. fjarlægð frá Hvanneyri 5—10 þús. manna þorp, og Hvann- eyri með umhverfi 1000 manna þéttbýli. Fra flugvellinum á Hvann pyri verður þá 15 mínútna flug á Iieimaflugvöllinn í miðri Reykja- vík o. s. frv. Til þess að átta sig á þessu máli, þarf svo sem ekki að hugsa stórt né horfa hátt, það þarf ofur ein- faldlega aðeins að hugsa rétt og horfa beint fram." — 1958: — „Það má ekki líta á Reykjavíkurvaldið í búnaðarmál- um sem einhvej-ja óvinnanlega borg,-----------Borgin er sterk og það eru biynjaðir menn á múrun- um, en hún er ekki óvinnandi, því þrð mega forráðamenn Hvanneyr- srskólans vita og aðrir framá- menn, sem af heilum hug vilja velja hinni meiri búnaðarfræðslu og sem mestu af búvísindum sama- stað á írjórri mold á Hvanneyri, að þeir eiga liðsmenn ekki fáa í hinum dreifða flokki bændanna um land allt. Þann liðskost ber að virða og meta og nota til fylgis góð'u máli." Og hvað er svo framundan? — tafna nú Hvanneyringar og fram- synir búvísindamenn um sig þeim liðskosti sem til þess þarf a3 binda enda á „beitarhúsa-tilrauna oúskap" Búnaðardeildar og flytja starfsemi hennar alla leið upp í Andakíl án þess að láta aðstöðuna — réttara aðstöðuleysið — í Keldnaholti og vonleysis-vonina íim Korpúlfsstaði villa sér sýn? Við skulum vona að svo verði. Málflutningur þeirra Magnúsar og Björns gefur nokkra von og fyrir- heit. Slemdal, 1. júní 1963. Árni G. Eylands E.S. Eftir að þetta var ritað er fullvíst orðið að teningunum sé kastað, byggt verður yfir Búnað- ardeildina í Keldnaholti, bygginga vinnan hefur veríð boð'in út. Eigi að síður tel ég rétt að grein þessi komi fyrir almenningssjónir. Hún geymist þá sem smá atriði í hrakn- mgasögu sem einhvern tíma verð ur skráð, óbornum bændum til fróðleiks um sögu íslenzka búvís- inda. Staddui í Reykjavík 24. júní 1963. Á.G.E. DRÆTTIFRESTAÐ Drætti hefur verið frestað í bila happdrætti félagisheimilissjóðs Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Dráttur átti að fara fram 18. júní s.l. — en vegna þess hve seint hefur gengið að fá skila- grein frá aðilum víðs vegar, verð- ur drætti frestað til 15. júlí n.k. — Miðar í happdrættinu verða seldir i sýningarbílnucn í Banka- stræti. 8 TÍMINN, föstudagurinti 28. juni 1963. — í ,' .' •¦•,.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.