Tíminn - 28.06.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.06.1963, Blaðsíða 7
wmmm Útgefé>ndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. .pe?*teinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: JtMv-iS Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- iands. í lausasölu kr. 4.0O eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Bændur og afurðalánín Það háir nú landbúnaðinum í vaxandi mælí, að ekki fást sömu rekstrarlán út á afurðir hans og sjáv- arafurðir, þótt hér sé um hliðstæðar aðstæður að ræða. Fyrir nokkrum árum hafði verið komið á jafnrétti i þess- um efnum, en síðan hefur orðið á breyting, sem er land- búnaðinum mjög í óhag. Sést á því, eins og mörgu öðru, að hann er í vaxandi mæli olnbogabarn stjórnarvaldanna. Þetta mál var ýtarlega rætt á aðaifundi Sambands ísl. samvihnufélaga, sem haldinn var í Bifröst í síðastliðinni viku. Fundurinn gerði eftirfarandi álvktun um þetta mál: „Nútíma búskaparhættir eru mjög fjárfrekir. Aukin notkun véia, áburðar og fóðurbætis bindur í landbún- aðinum f járhæðir, sem fara vaxandi ár frá ári. Einkum í sauðf járbúskapnum binzt þetta fé til mjög langs tíma, meira en tvö ár líða frá því að borið er á til heyöflunar og þar til sauðfiárafurðir eru að fullu seldar. Þetta langa bil hefur m. a. verið brúað .-neð fyrirframrekstr- arlánum og lánum út á birgðir frá Seðlabankanum. Árið 1960 voru gerðar breytingar á lánareglum, sem leitt hafa til mjög verulegrar hlutfallslegrar lækkun- ar á lánum þessum. Samvinnufélögin hafa eigi að síður haldið óbreyttum reglum sínum um útborganir til bænda fyrir afurðirnar ög um reikningslán til þeirra vegna kaupa á rekstrarvörum, én til pess hafa orðið að koma til sívaxandi fjárhæðir umfram afurðalánin. Nú er svo komið, að fjáröflun f-í þess er orðin óvið ráðanlegt vandamál og verður annað hvort að ske, að uppígreiðslur og rekstrarvörulán samvinnufélaganna til bænda lækki stórlega, eða veruleg lagfæring fáist á lánafyrirkomulaginu. Þess vegna skorar 61. aðalfundur SÍS, haldinn i' Bifröst, á ríkisstjórnina og Seðlabankann að beita sér fyrir því, að bankakerfið í landinu leysi þetta vanda mál með því: 1. Að nægileg afurðalán verði tryggð til þess að sam- vinnufélögin geti borgað oændum 90% verðsins strax við móttöku afurðanna, og 2. Að fyrirframlánin verði hækkuð á ný upp í 67% af áætluðu útborgunarverði ti: bænda. Jafnframt lýsa SÍS og Sambandsfélögin sig reiðu búin til að taka sanngjarnan þátt í heildarlausn þessa vandamáls." Eins og færð eru rök að hér í álykiunmni. er bændum það mikil nauðsyn, engu síður en útgerðarmönnum, að þeir geti fengið sem mest borgað af afui'ðaverðinu strax. Landbúnaðurinn hefur við næga eriiðleika að etja, þótt hlutur hans sé ekki þrengdur á perinán hátt til viðbótar óðru. Þess vegna verður að treysta þvi, að stjórnarvöldm taki þetta mál til endurskoðunar og 'áysi það á þann veg að bændur megi vel við una. Fréttamennska Það gerðist á íramboðsfundinum i< Hólmavík i vor, að einn af frambjóðendum Sjálfstæðisf'okksins, sem jafn íramt er ritstjóri Mbl. lézt ekk* vita neitt um það, að Bretar hefðu fengið undanþágui til togveiða innan fisk veiðimarkanna á Húnaflóa. Sjómenn minntu hann þá eftirnv.ini iega a þetta þái sem undanþágurnar hefðu valdic v •ruJegu aílaleysi. Mbl lætur sér samt ekk; segias: heldur kallar þaö nylega fréttafölsun hjá Tímanum n-gat nann segir f'r aflabrestinum í Húnaflóa af völdum undanþáganna. Svo hælir Mbl. sér af því að vera heiðarlegt fréttablað! ErBíng Bjol: Hvernig reynist Páll Vl.sem páfi? Hann er stjórnvitur, en ef til vill varfærinn um of. KJÖR Giovanni Battista Montini kardínála sem páfa virðist eindregið benda til, að stefnu Jóhannesar XXIII. verði fram haldið. Hinn nýi páfi játti sig opinberlega fylgj- andi þeirri stefnu í ræðu, sem hann flutti skömmu eftir lát fyrirrennara síns, og vakti mikla athygli í Rómaborg. „Gætum við nokkurn tíma vikið af þeirri framtíðarbraut, sem hann hefur svo skörulega markað? Slíkt væri óhugsandi", sagði Montini. En maðurinn er allt annar, þó að stefnan kunni að verða hin sama. Jóhannes páfi var hvatur, ötull og mannlega hlýr, en viðtakandinn er kaldur, grundandi og svo varfærinn að hann foefur verið nefndur Ham let meðal kardínálanna. Jó- hannes páfi er sagður upp- hafsmaður þessarar nafngiftar. Hann stóð í nánu sambandi við Montini um mörg ár, en skömmu fyrir dauða sinn á hann að hafa spurt gest sinn frá Milanó: „Hvað hefst svo hinn ham- letiski kardínáli ykkar að?" Þess er því beðið með nokk- urri eftirvæntingu ,hvort hinn óráðni Montini reynist eins konar Hamlet á páfastóli. HIÐ háa embætti breytir hverjum þeim, sem þvi gegnir. Verður Páll VI sá endurbóta-. páfi, sem vinstrisinnar meðal kaþólskra vænta, og heldur hann áfram því starfi, sem Jó- hannes XXIII hóf? Eða r'eynist hann, þegar til kastanna kem- ur, sami málamiðlarinn og hann reyndist á kirkjuþinginu? Þá virtist það vera hans eina hugsjón, aS sætta hin stríðandi öfl innan kaþólsku kirkjunnar Montini hefir tekið margar og ólíkar afstöður um dagana. Hvaða afstöður hafa verið á- kvarðaðar af kænsku og hver er hans eigin, innri afstaða? Ef til vill er þó enn veiga- meira, hvort hvarfl hans og hik hefir eingöngu verið af kænsku sprottið, eða stafar frá rótgróinni óákveðni hins hviklynda. Telja má fullvíst, að Páll VI haldi áfram starfi Jóhannesar XXIII, en hann gerir það ekki með þeim hætti, að innri ein- mgu kaþólsku kirkjunnar verði stefnt í voða. Jóhannes XXIII var kominn á fremsta hlunn með það. Páll VI var alinn upp meðal jesúítanna í Brescia og er Norður-ítali eins og Jóhannes XXIII: Og hann var páfaefni jesúíta, þegar gengið var til páfakjörs, að undantekinni hinni uppreisnargjörnu frönsku grein þeirrar voldugu reglu. Hinn nýi páfi ber öll ein- kenni jesúítanna.Hann er skarp ur vítmaður og svo frábærlega kænn, að stundum virðist hann vera tækifærissinni. Hann er meinlætamaður og strangar sið Eerðiskröfur hans komu oftar en einu sinni óþægilega við háa preláta, sem höfðu saman við hann að sælda þegar hann var nkisritari Píusar XII. MONTINI hefir sjálfur nefni sig „erkibiskup verkamanna og sýnt nvkmn áhuga á félag.'- málum Kirkjan s að hans álit' PÁLL VI. að_ yera kirkja hinna fátæku, 'ekkí síður en'hún var í augum Jóhannesar XXIIIv..... En Montini er þó ekki að neinu leyti alþýðlegur. Samt sem áður hefir hann hvað eftir annað tekið afstöðu með hin- um vinstra armi innan ka- þólsku kirkjunnar. Hann varð fyrstur til þess af hinum háu preiátum við Vatikanið að styðja verkamannáprestahreyf- inguna í Frakklandi. Hann studdi hinn byltingarsinnaða borgarstjóra í Firenze, la Pira, en snéri síðar við honuni bak- inu. í útliti minnir Montini á Píus XII, sem gerði hann ¦ að ríkisritara árið 1953. En vinstri stefna Montini leiddi til þess. að páfinn losaði sig við hann f nóvember 1954 með því að gera hann að erkibiskupi i Milanó, án þess að gera hann a3 kardínála. Það var talið sýna, að páfinn hefði andúð á honum, en opinberlega var lát- ið í veðri vaka, að Montini hef ði ekki óskað eftir að verð3 i kardínáli. Hvað, sem satt kann að vera í því efni, þá stóð nafn hans •efst á skránni yfir þá, sem Jó hannes XXIII útnefndi sem kardínála í desember 1958. Frá þeirir stundu hafa menn þótzt sjá ýmis merki, að páfi liti á hann sem væntanlegan eftir mann sinn. Meðan á kirkju- þinginu stóð í haust sem leið bauð páfi erkibiskupinum í Mílanó að búa á heimili sínu. en þann heiður sýndi hann eng um gesti öðrum. Sumir halda því fram, að Montini hafi farjfl að vilja páfa í því að stands utan við umræðurnar á kirkju b'nginu, til þess að geta komi? fram sem málamiðlari — og irftaki HVAÐ sem um þetta er, þá lefir kjör Montini staðfes' sll.ar reglur. sem ítalskur al menningur trúir að gildi um páfakjör, nema eina. Hana hefir kjör hahs brotið. Það er reglan um, að sá, sem gangi inn til kjörs sem páfi, komi út aftur sem kardínáll Hafi nokkur gengið inn til páfakjörs sem páfi, þá var það Montini. Hann var lang líkleg- astur, ef til vill helzt til lík- legur. Ferill hans um mörg ár virðist hafa stefnt á páfa- stólinn. Við lát Píusar XII ár- ið 1958 var hann þegar til- nefndur sem páfaefni. Stefna Montini í félags og stjórnmálum tryggði hónum fylgi umbótakardínálanna frá Frakklandi, Þýzkalandi, Hol- landi, Póllandi, Austurríki, ítalíu, Kanada og Bandaríkj- unum. En hneigð hans til að halda sig í miðju og falla við og við frá fylgi sínu við vinstaristefnu leikmannahreyf- ingar kaþólsku kirkjunnar, olli því, að hægri kardínál- arnir við Vatíkanið gátu sætt sig við hann. MONTINI verður tæplega fáanlegur til að veita biskup- um eða kirkjum einstakra landa frjálsari hendur um stefnu sína heima fyrir, eins og Jóhannes XXIII hneigðist að. Líkur eru á, að Rómaborg herði aftur tök sín á taumun- um. en stefnan. sem mótuð verður i Róm. verður vafalaust nær stefnu Jóhannesar XXIII <?n stefnu Píu=ar XII í stjórnmálum 3r Montini kunnur að andstöðr við stjórn Francos á Spáni. Rétt er þó pyrir endurbótasinna innan kaþólsku kirkjunnar að athuga. áður en þeir fagna um of. 'iverju Montini kann að hafa "•ðið að lofa fyrir oáfakiö'jð ?ða meðan á því stóð Ráða j|? nokkuð af þyí. hvern hann til- nefnir sem ríkisritara os hver =fstaða hans verður á síðar1 Pramhalo * 13 slSu J T í M I N N, föstudagurinn 28. júni 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.