Tíminn - 12.07.1963, Page 6
1
Á MYNDINNI hér að neðan er
gleðikonan margumtalaða, Mandy
Rice-Davis, en hún hefur komid'
mjög við sögu í Profumo-málinu
svonefnda, enda vinkona Keeler
og svallsystir. — Sú yfirlýsing
licnnar fyrir réttarhöldum á dög-
unum, að hún hefði sængað með
Astor lávarði og fleiri tignum
mönnum, vakti mikið umtal, en
Linnig hefur hennar mikið verið
getið í samhandi við mál „Pólska
Péturs", sem nú er talinn á lífi
þrátt fyrir að sknifað standi í
kirkjubókum, að lík hans hafi ver
i'ð brennt i bálstofu, eftir að hann
lézt á sjúkrahúsd af hjartaslagi.
MYNDIN hér að neðan er tekin
við komu belgíska utanrikisráð-
herrans og fyrrverandi framkvstj.
SÞ, Paul-Henry Spaak, til Moskvu
7. þ. m. Á myndinni með honum
eru aðalfulltrúi Sovétríkjarma hjá
SÞ, Zorin og varaforseti æðsta. ráða
Sovétríkjanna, Lesechko. Spaak
hafði áður átt viðræður við Krúst-
jov í Kiiev og ræddu þeir undir-
búning þreveldaráðstefnunnar, —
sem haldin vcrður í Moskvu 15.
júli n. k.
-x-.s .v.
MYNDIN hér til hliðar er af
sænska skipinu Lommaren, sem
mikil styr hefur staðið út af. Mála
vextir eru þeir, að það kom fyrir
nokkru til Kaupmannahafnar með
vörur til uppskipunar frá Suður-
Afríku. Þá brá svo vnð, að danskir
nafnarverkamenn neituðu að losa
skipið í mótmælaskyni við stefnu
Suður-Afríku-stjómar gagnvart
Svertingjum. Hópur manna safnað
ist saman með kröfuspjöíd og sjást
nokkrir þessara manna á mynd-
inn.i. — Frá Kaupmannahöfn fór
skipið til Árósa, en allt fór þar á
sömu leið. í Oslo neituðu hafnar-
verkamenn einnig að losa sluipið.
*•>? ’s "u
w.- '
llllí
iTNDIN hér að ofan er tekin
immu fyrir ríkisráðsfund í höll
íakonungs, sem boðað var til
ikyndi vegna uppljóstrunar um
isnir Svans Stig Wennerström,
n nú situr í fangelsij sakaður
i að hafa stundað njósnir fyrir
vétríkin i 15 ár, og er mál hans
lið alvarlegasta njósnamál í sögu
Sviþjóðar. Á myndinni sjást þeir
Gústaf Adolf, konungur og Tage
Erlander, forsætisráðherra í þung
um þönkum, fyrir utan fundarher-
brrgið. Erlander, sem var erlendis,
er málið kom upp, flaug í skyndi
ul Svíþjóðar til þess að vera á
fundi þessum.
EKKI VITUM wið orsakir tll þessa
hroðalega bílslyss, sem varð fyrir
skömmu nálægt Stuttgart í Þýzka
landi og kostaði 2 menn lífið. —
Á myndinni sést lögreglumaður at-
huga flakið og skal engan undra,
að dauðaslys hafi
sem farartækið er
orðið, svo
útleikið.
6
T í M I N N, föstudagurinn 12. júlí 1963,