Tíminn - 25.07.1963, Side 15

Tíminn - 25.07.1963, Side 15
ísienzk kona frá Florida sýnir í Mokka GB-Reykjavík, 24. júlí. Ný málverkasýnng er byrjuð i Mokka-kaffi við Skólavörðustíg, og að bessu sinni myndir frá Florida efUr ísl-enzka konu, sem þar er bú- sett, Ásu M. Gunnlaugsson (frá Vestmannaeyjum). Ása fór til Bandaríkjanna fyrir sautján árum til að' læra teikningu, einkum fyrir auglýsingar. En það varð henni töf á heimleiðinni, að hún hitti þar ungan landa sinn, Björn Gunnlaugsson, son Gunn- laugs Illugasonar, sem var einn í hópi hinna íslenzku togarasjó- manna í Boston. Er ekki að orð- lengja það, a-ð þau giftust, Ása og Björn. Hann lagði líka fyrir sig sjómennsku, hefur mörg ár verið stýricnaður á olíuskipi Esso- félagsins, settist að í bænum Fort Lauderdale í Florida, og siglir KVÖLDSALAN Framhair aí 16 síðu þrjár verzlanir, sem gerzt hefðu brotlegar á þennan hátt, en sann' anir skorti. Telur félagið sunnu- dagsverzlun brot á lándslögum og samningum við V.R. Sagðist Guð- •mundur ekki hafa frétt af málinu, síðan mótmælin voru send Kaup- mannasamtökunum. —- Það er ekki rétt, sem haft er eftir mér í Vísi í dag, sagði Guðmundur, að við höfum mót- mælt kvöldsölu.. Við erum ekkert á móti kvöldsölu, enda eru sér- stakir samningar á milli V.R. og söluturnaeigenda um vinnutíma og við teljum kvöldsöluna heyra undir pá samninga. Það er sunnu- dagsverzlunin, sem við mótmælum harðl'ega. SVALLVEIZLUR Franihaiu af bls. 3, ið að, sagði, að við fyrstu heim sóknir sínar í íbúð Wards hefði hún háft samfarir við hina og. þessa menn, en brugðið út af gamninu öðru hverju og tekið að húðstrýkja mennina nakta, m.a. með hestasvipu og hefði hún verið klædd undirfötum og háhæluðum skóm við þessi tæki færi. Skýrði hún saksók-nara frá, að hún tæki veniulega 1000 kr. fyrir að leyfa mönnum að sænga með sér, en um 200 kr. fyrir hvert svipuhögg. GÆFTÍR Á VESTFJ. Framhald af 1. síðu. sagt frá í blaðinu var afli, einkum handfærabáta, mjög tregur vestra fram eftir sumri, en hann var nokkuð farinn að batna, áður en ógæftirnar skullu á, einkum var aflinn orðinn betri á Patreksfirði, bæði meiri og betri f-iskur. þar meðfrám ströndinni. En kor,- an, Ása, kveðst hafa tekið upp á því fyrir áeggjan vinkonu sinn- ar, að byrja að mála, og þar með voru þær báðar búnar að fá sömu bakteríuna. Allar myndirnar í Mokka, hafa verið gerðar á þess- um tíma — í Florida. FÉLAGSSTOFNUN ’Frariiha.'- ai 16 'síöu kaupmannasamtakanna, og héíu þessir aðdar að reyna að rétta hlut kvöldsölumanna, ef þeir vildu fresta félagsstofnun sinni um hálfan mánuð. Féllust fundarboð- endur á það. Affalástæðan td félags ■stofnunarinnar var sú, að kvöld- sölumenn voru nýlega sviptír kvöld söluleyfi frá 1. okt. n.k. háskólans FYR8TA gjöfin til lýðháskólans, sem kirkjan ætlar að reisa í Skál- holti, er frá vestur-íslenzkum hjón um, búsettum í Winnipeg, Guð- rúnu Grimsdóttur og Ágúst Eyj- ólfssyni. Guðrún er fædd og upp alin i bkálholti, dóttir Gríms Ei- ríkssonar og Guðrúnar Eyjólfsdótt ur, er har bjuggu og eignuðust þar 11 börn, en alls voru börn þeirra fiártán. Gjöfin, sem er 20 þúsund krón- ur, er gefin til minningar um þessi hjón. „Ég minnist foreldra minna“ skrifar frú Guðrún Gríms- dóttir, „sem guðrækinna og góðra foreldra“ Þau bjuggu góðu búi í Skálholti og komust vel af þrátt fyrir mikla ómegð, „reyndu eftir megm að iáta okkur ekki vanta það nauðsynlegasta". Hið eina, sem frú Guðrúnu finnst, að hana hafi skort i uppvextinum, voru bækur. „Það hefðu verið góðar fréttir á þeim árum að heyra um skólabygg ínguna sem nú á að fara að reisa ‘, skrifar Guorún Þessi höfðinglega gjöf aldraðra hjóna, sem dvalizt hafa langan ald ur vestan hafs, er ánægjuleg og uppörvandi byrjun á stuðningi, sem þessi áformaða stofnun á vafa njóta frá góðum ís- lendingum Sigurbjörn Einarsson. DILKAKJÖT Framhald af 1. síðu. kýrkjöti, og hefur það allt farið til Bandaríkjanna, en mikið er eft- ir enn, og verða væntanlega seld ar 100 iestir í viðbót við þessar 50, sem þegar eiu farnar. Nokkur markaður hefur unnizt fyrir ærkjöt í heilum skrokkum í Finnlandi, og hafa 170 lestir ver- ið seldar þangað, og vonir standa til, að þangað veiði selt meira í sumar og haust. Þá er verið að ganga £rá sýnishornum af kýr kjöti á sama markað, og er hann talinn mjög mikilvægur, því nokkr um erfiðleikum er bundið að út beina ær og kýrkjöt. Allar garnir frá síðasta ári hafa verið seldar og meira að segja lok ið við fyrirframsölu á 150 þús. görnum af haustframleislunni, og fara þær til Finnlands. Einnig er verið að ganga frá fyrirframsölu á 400—500 þús görnum í viðbót. Aðal garnamarkaðirnir eru í Finn landi, Bretlandi og Ungverjalandi. og vænzt er til, að garnir veiði líka seldar til Vestur Þýzkalands. nýs skófahúss FB-Reykjavík, 23. júlí. FYRIR nokkru var tilkynnt að efnt yrði til hugmyndasamkeppni um nýjar byggingar fyrir bænda- skólann á Hvanneyri. Veitt verða þrenn verðlaun, og skulu teikning- arnar haía borizt Byggingaþjcnust unni i Reykjavík eigi síðar en 9. desember n. k. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hagkvæmar lausnir á fyr- irkomulagi og staðsetningu skólans að Hvanneyri, þar sem um leið er tekið tillit til landslags og ann- arra staðhátta, og allir íslenzkir arkitekiar. og námsmenn í bygg- ingarlist nafa heimild til þátttöku í keppmnm Æskilegt er, að ekki sé gert ráð fyrir fleiri en um 20 nem- endum i hverri svefndeild, og eiga einhleypir kennarar að geta haft umsjón með' deildunum. Einnig skal tekið tillit til þess, að hægt verði að nota herbergin fyrir sum argesti. Ekki eru þátttakendurnir bundnir vií þá heimreið, sem nú er að lrianneyri og er staðsetning skólans i'rjáls og ^ömuleiðis arki- tektoniss uppbygging hans. Verðlaunin sem veitt verða eru: 1. verðiaun 100 þús. kr., II. verð- laun 50 þús. kr. og þriðju verð- laun 25 þus. kr.. en auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa úr- lausnir 'yrn 30 þúsund krónur ef astæða pykir til. Tungumálastríð í Belgíu Deilur Flæmingja og Vall'óna í Belgíu, hafa harðnað að undan- förn-u. Allmargir Belgar ihafa ný- lega kært til mannréttindanefnd- ar Evrópuráðsins vegna reglna þeirra, sem gilda um það, hvort franska eð'a hollenzka skuli notuð við kennslu í skólum, en reglur þessar eru allflóknar og byggjast á því, hvernig íbúar skiptast eftir tungumálum á viðkomandi skóla- svæði. Kærur þær, sem borizt hafa eru frá f-ólki, sem býr í nágrenni Briissel, svo og á svæðunum við Antwerpen og Ghent. Telja kær- eftcipr, a^ííjpxnyöJdum sé skylt að hálda uppi kennslu á frönsku í héruðum þessum, og krefjast bóta, þar sem það hefur ekki verið gert. Þá krefjast þeir þess, að belgískri löggjöf um tungumálánotkun í skólum verði breytt, þar sem hún fái ekki samrýmzt mannréttinda- sáttmála Evrópu. Mannréttinda- nefnd Evrópuráðsins mun fjalla um kærurnar 25. og 26. júlí. Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins 22/7 1963. 50% HÆKKUN Framhau ai 16. síðu. an eru pau sútuð erlendis. Mest kemur af skinnum úr Breiðafirði og úr SH-aftafelIssýslum. Skinnin verða að þessu sinni seld lil Vestur-Þýzkalands og Danmerk LEIT A ARNARVATNSHEIÐI Framhald af 16. síðu Hefur vistin á heiðinni því verið Sigríði Jónu köld, en menn gera sér vonir um, að hún sé í ein- hverjum kofa á heiðinni, helzt Hliðskjálf við Arnarvatn, en það er gamall kofi og lélegur. Er gert ráð fyrir að Sigríður hafi einmitt gist í honum á mánudagsnóttina, ef allt hefur þá verið með felldu. Flugvél frá Birni Pálssyni, sem flaug norður á Blönduós í dag, reyndi að leita heiðina, en gat ekki vegna þoku. Avon hjólbarðar seldir 09 seftir undir viðqerSir ÞJÓNUSTAN Múla við Suðurlandsbraut Sími 32960. FB-Reykjavík, 24. júlí. Lítil sem engin síldveiði var síð'ast liðinn sólarhring. Vitað var um 15 skip, sem fengið höfðu á fjórða þúsund mál og tunnur. — Fékkst allur sá afli út af Aust- fjörö'urn, og saltað var þar á nokkr- um stöðum. Veður hefur verið rysjótt á síld- armiðunum fyrir austan að undan- förnu, hafa skipin legið inni, þar til þau fóru að tínast út í gær. Fyrir norðán var engin veiði, og þar liggur fjöldi skipa í höfn. Tíu skip komu til Vopnafjarðar í dag með nokkurn a-fla. Aflahæsta skipið var með 800 tunnur, en hin öll með minna. Síldin fór öll til söltunar. Var hún yfirleitt sæmi- leg. í gær lestaði brezkt skip síldar- lýsi á Vopnafirði. Er þetta það fyrsta, s-^rn flutt er út af fram- leiðslu þessa sumars, en skipið tók 400 lestir af lýsi, og er það talið ágætt miðað við það, hversu lítið hefur enn verið brætt á Vopnafirði. Þegar við töluðum við fréttarit- ara blaðsins á Siglufirði í kvöld, sagði hann að uppstytta hefði verið þar tvo síðustu klukkutímana, en annars hefði rignt frá því í gær. Skarðið er orðið fært aftur, en annars er lítið um að vera á Siglu- firði ,og skipin liggja enn inni, og virðast ekki hafa hugsað neitt til hreyfin^s. KULDAKAST Framhald af 1. síðu. í byggð og snjókomu á fjöll- um. Má geta nærri hver á- hrif sl'íkt veðurlag hefur á jarðargróður. Hér sunnanlands hafa þurrkar fylgt norðanáttinni eins og venjulega, en kaldur hefur vindurinn oft verið og hitinn á nóttunni stundum farið niður undir frostmark og niður fyrir það. Hafa hér sunnanlands orðið skemmd- ir á kartöflugrasi. Enn er oft snemmt að segja til um það, hver með- alhiti mánaðarins verður, og við skulum vona, að síð- ustu dagarnir geri þar brag- arbót, en Jónas Jakobsson, veðurfræðingu-r sagði við blaðið í dag, að ef ekki brygði fljótlega til hins betra, væru allar horfur á því, að þessi mánuður yrði einn kaldasti júlímánuður um langt skeið, þótt byrj- unin hefði verið góð. ÞREKMÆLINGAR Framhald af 1. síðu. , sem stundi hjólreiðar daglega sé betur undir slíka prófun búinn en aðrir. Að vísu kvaðst Benedikt ekki geta framkvæmt þrekmæling ar í nægilega stórum stíl, þar eð hér væri um áhugamennslu að ræða, en hann sagðist hafa -hu,g á að leita meira til almennings, til dæmis á næ-sta vetri, um að koma til sín í þrekmælingar, svo unnt verði að fá nákvæmari niðurstöð- ur. Til þessa hefur Benedikt ein-kum þrekmælt íþróttamenn. Erlendis munu þrekmælingar vera mikið notaðar í sacnþandi við íþrótta- þjálfun, og er þá íullt tillit tekið til þeirrar niðurstöðu, sem af þehn fást. Eru heil landslið prófuð og valin eftir slíkum mœlingum. Benedikt sagði, að meðal íþrótta manna hér ríkti ekki nægur áhugi eða skilningur á því gildi, sem þrek mælingarnar hefðu við þjálfun. Þó sagði hann, að langhlaupararnir skildu það allir, og nefndi sem dæmi, að Kristleifur, hinn mikli langhlaupari, kæmi reglulega til sín til þrekmælinga og miðaði þjálfun sína talsvert við niðurstöð ur þeirra. í vetur tók Benedikt nokkur stikkpróf í menntaskólanum í Reykjavik og Verzlunarskólanum, og sýndu þær mælingar sömu nið urstöður- og Benedikt hafði áður komizt að, að samanborið við aðrar þjóð'ir, væru íslendingar afar þrek- litlir, og ef ekki yrði fljótlega eitt- hvað gert til úrbóta, yrði það e.t.v. of seint. Sagði Benedikt, að Banda ríkjamenn yrðu nú að horfast í augu við sama vandamálið og við, þeir væru jafnvel verr á vegi stadd ir og teldu margir, að þegar væri orðið of seint að setja undir lek- ann. ÓSAMIÐ ENN Framhal'- ai bís 3. veldanna tveggja á fundinum. Talsmaður bandaríska utanríkis ráðuneytisins, vísaði í dag á bug orðrómi um, að Kennedy, Banda- ríkjaforseti, hygðist sjálfur fara til Moskvu til að undirrita samn- i.nginn, en ekki vildi t.alsmaðurinn segja neitt um, hvort Dean Rusk, utanrikisráðherra myndi fara þang að sömu erinda. Þá minntist talsmaðurinn einn- ig á þá tillögu Krústjoffs, að gera alla Afriku að kjarnorkuvopna- lausu svæði, og sagði talsmaður- i-nn, að Bandaríkjamenn hef'ðu ekkert á móti slíkri ráðstöfun, svo framarlega sern einstök lönd, er mál þetta varða'ði, féllust á ráð- stöfunina. Þá sagði talsmaðurinn einnig, að svipuð ráðstöfun gæti verið heppileg varðandi Suður- Ameríku, svo framarlega, sem séð yrði fyrir viðunandi eftirliti. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður EYSTEINS AUSTMANNS JÓHANNESSONAR, hótelstjóra á Laugarvatni. Ella Jóhannesson Sólveig Jóhannesson Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför RUNÓLFS EIRÍKSSONAR, húsasmíðameis'tara, Hraunteig 19 Fyrir hönd vandamanna Bragi Runólfsson Öllum þeim fjölmörgu, fjaer og nær, sem auðsýndu okkur svo djúpa og ríka samúð og vinarhug við andlát og jarðarfor mannsins míns og föður okkar BOGA TH. STEINGRIMSSONAR, frá Búðardal, færum við innijegasta hjartans þakklæti, og biðjum þeim öilum blessunar guðs. — F.h. foreldra, systkina, tengdaforeld. a og ánnarra vandamanna. Una S. Jóhannsdóttir og börn. T í M I N N, fimmtudagurinn 25. júlí 1963. — 25

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.