Tíminn - 19.09.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.09.1963, Blaðsíða 8
I ÞESSIR pistlar um Edinborgar hátíðina byrja ekki á byrjuninni, heldur verða hausavíxl, sem von- andi kemur ekki að sök og verð- ur virt mér til vorkunnar. Hér segir sem sagt fyrst frá því, sem beðið hafði verið eftir með hvað mestri eftirvæntingu, þ. e. a.s. leiiklistarþinginu, því þangað hafði verið boðið leikskáld- um og l'eikhúsfólki úr öllum heimsálfum. En nú, þegar þingið og hátíðin eru á enda, eru marg- ar raddir uppi um það í höfuð- borg Skotlands, (sem margir nefna í seinni tíð „Aþenu norð- urhvelsins” vegna hinnar miklu hátíðar), að 17. hátíðin hafi raun- verulega' endað með ósköpum. Slíkt og þvflíkt, sem bar við í lokin að þessu sinni, hafi verið sú vanvirða fyrir hina sögustoltu borg, að sanntrúaðir fylgismenn John sáluga Knox muni ekki þola svoddan skömm framar. Nú sé mælirinn fullur. Hvað var það svo, sem olli hin- um mikla hugaræsingi hinna síð- vöndu borgara. Jú, hvorki meira né minna en það, að þegar síð- asti fundur leiklistarþingsins stóð sem hæst i hinum mikla sal háskólans, McEwan Hall, (þar sem háskólahátíðin er annars haldin ár hvert) birtist allt í einu kvik- nakinn kvenmaður á svölunum undir orgelinu fyrir augunum á tvö-þrjú þúsund manns, sem fæstir réðu sér fyrir kæti, en einhverjir gátu ekki umborið slíka sýn og yfirgáfu þingsalinn í fússi og fullir heilagrar vand- lætingar. Þettá var sem sé síðasti dagur leiklistarþingsins, aðalumræðu- efnið var „leikhúsið og framtíð þess”. Hinn víðfrægi leikritahöf- undur Ionesco var nú fyrst ný- kominn til þingsins og var þegar kvaddur upp að háborðinu, á með al þeirra, sem fyrst og fremst áttu að gera grein fyrir skoðun sinni, en á þeim bekk var skipt um daglega og stundum tvisvar á sama fundi. Þennan síðasta dag, eins og fyrsta daginn, flutti framsöguræð una Joan Littlewood, sem mest orð hefur farið af sem leikstjóra í London eftir stríð. Hún dró sig í hlé fyrir tveim árum, en er nú aftur tekin til starfa við leikhús- ið Theatre Workshop, sem hún gerði frægt á skömmum tfma og þar sem hún „uppgötvaði” og kynnti nokkur leikskáld, er sam- stundis öðluðust frægð, svo sem Brendan Behan, Shelagh Delan- ey o. fl. Hún var nú á meðal fremstu boðsgesta á þessu þingi og allir hlustuðu með athygli á allt, sem Joan Littlewood lagði til málanna. Þótt mikið orð hafi farið af henni sem byltingarkonu á leiksviðinu, þar sem hún gerir sér far um að láta „auka”-pers- ónur njóta sín ekki síður en að- alpersónur, kemur hún fyrir sem dálitið rómantfzk öðrum þræði, svo mikil raunsæismanneskj? sem hún vill vera. Fyrr á þing inu var hún búin að afneita allr' ' hetjudýrkun og bað alla „snili- inga” að fara til fjandans, ekki væri skaðinn skeður sama væri sér: „I am not interested in indi- vididual genius. To hell with genius in the theatre!” Þannig tók kella til orða á fyrsta degi þingsins. Nú hafði hún, sem sagt, enn framsögu á hinum sögulega lokafundi þess, þar sem annars koma þrjár konur við sögu. Sá sem stendur á bak við þetta þing og einnig sagnaskáldaþing- ið á Edinborgarhátíðinni í fyrra er bókaútgefandinn John Calder frá London, sem áður var kunnur af að gefa út i Englandi um- deild skáld, er flest hafa nú get- ið sér heimsfrægð, svo sem Beck- ett, Ionesco, Adamov, Arrabal, Þetta er John Calder, útgefandi og tllstofnandi þtngsins, er hann ávarpaði gesti áSur en fundur hófst. Ljósm., Tíminn, GB Marguerite Duras, Robbe-Grillet o. fl. Áður en nefndur fundur var settur, sté Calder upp á pall- inn, sagði þinggestum frá heyrn- artólum þeim, sem hann hefði til leigu handa hverjum, sem vildi fyrir tvo shillinga og sex, það var tæki með heyrnartóli og hægt að hlusta á umræður hvort sem maður vildi á ensku, frönsku eða þýzku, því að allt var þýtt jafnharðan af ótrúlegri fimi, svo sem tíðkast á slíkum alþjóða- þingum. Sjálfur talaði Calder öll þessi mál reiprennandi. Að svo mæltu tilkynnti hann, hvemig þessi lokafundur þingsins færi fram í stórum dráttum, minntist m. a. á það, að hinum formlégu umræðum lyki klukkan fimm síð- degis, þá myndu þingfulltrúar frá Bandarfkjunum halda ein- hvers konar þátt úti á stéttinni (fór ekki nánar út í þá sálma), en síðan gætu þeir, sem vildu komið aftur inn og spjallað sam- an óformlega. Hófst svo fundur- inn. Þingforseti var Kenneth Tynan, sem undanfarin ár hefur verið leikdómari fyrir blaðiff Ob- server og getið sér mikið orð, en verður fyrsti bókmenntaráffunaut ur hins nýstofnaða brezka þjóð- leikhúss, þar sem Sir Laurence Olíver verður leikhússtjóri. — Tynan hefur valið sér fundar- stjórn dag hvern á þinginu, og síðasta daginn kvaddi hann sem fundarstjóra eftirmann sinn hjá Observer, hinn snjalla leikhús- fræðing, Bamber Gascoigne, sem er ungur maður. Hann bað Joan Littlewood að taka fyrst til máls um leikhús framtíðarinnar. Hún kom upp að hljóðnemanum og tók m. a. svo til orða: „Ég læt mig dreyma um leik- hús i framtíðinni, þar sem jafn- vel böm geta komið saman og átt þess kost að búa til sjónleiki og kvikmyndir. Það, sem ég hef í huga, á að vera öllum til ánægja og yndis. Þetta á að verða allt öðru vísi en nú er . Leikhús okk ar í dag er bæffi frá þjóðfélags- legu og byggingarfræðilegu sjón- armiði orðið úrelt. Við ríghöld- um í það, sem löngu er úrelt. — Við eigum eftir að nýta betur gáfur fólksins, allrar alþýðu. Sá timi er í nánd, þegar sannast, að hver einasti maður og kona hafa sniltigáfu tíl að bera”. Þegar Jóhanna var hér komin i ræðu sinni, heyrðist hljóð úr horni, svo að flestir hrukku við í salnum. Uppi á fulltrúapallin- um spratt á fætur lágvaxinn mað ur höfuðstór. Hann hafði látið nokkuð að sér kveða á fundi fyrr í vikunni, Jack Fitzgerald leik- stjóri frá Dýflinni. Nú kom hann eins og skrattinn úr sauðarleggn- um, er Jóhanna Littlewood var að útlista framtíðardraum sinn fyrir þingheimi, og greip fram í, hvellri röddu: „Littlewood, þetta er endemis djöfuls fjar- stæða” („Littlewood, this is abso lute bloody nonsense”). Frúnni varff orðfátt nokkur augnablik og Anna Kesselaar er laglegasta stúlka og vist af skandínavísku bergi brotin. Hér sést Anna Kesselaar uppl i tvölunum, er hún sté upp úr vagnl slnum og spásséraðl út. Fundar- stjórl sést snúa sér frá pontunni, svo að hann mlssl ekkl af nelnu, en fremst og yzt til hægri sést Carroll Baker („Baby Doll"), áður en hún kastaðl skikkjunni og fór að klofa yfir bekktna. GUNNAR BERGMANN SKRIFAR EDINBORGARPISTIL T í M I N N , flmmtudaginn 19. september 1963 fe

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.