Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 1
EBWHHMI MERKTU SVÆÐIN á kortlnu tákna afréttlmar, lem eru I smötun eSa eru nýsmöluS, — og gangnamenn hafa lent I hraknlngum 4. — SvœSI nr. 1 eru afréttlr Mýramanna, nr. 2 afrétt Stafholtstungna- manna, Þverhlíðinga og HvltsfSlnga og er Þverárrétt merkt meS punkti; nr. 3—5 er EyvlndarstaSaheiSin og umhverfl og eru Stafns- rétt og Mælifellsrétt merktar meS punktum (nr. 3 er vesturleít, nr. 4 miSlelt og nr. 5 austurlett), nr. 6 er Biskupstungnaafrétt; nr. 7 Hrunamannaafrétt; nr. 8 Flóa- og SkeiSamannaafrétt; nr. 9 Gnúpverja- afrétt; nr. 10 Holtamannaafrétt; nr. 11 Landmannaafrétt; nr. 12 af- réttlr Rangvellinga, Hvolhreppinga, FljótshlíSlnga og Vestur-Eyfell- Inga; nr. 13 afréftlr Álftverlnga; Skaftártungumanna; Vestur-SISu- manna og MeSallendinga. — í frásögnlnnl af göngunum eru gðngur norðanmanna fyrstar, slSan Borgflrðinga og siSast sunnanmanna. IGÞ, KH, BÓ, REYKJAVÍK, 25. september. ÞEGAR BLAÐIÐ frétti síðast í gærkveldi, vantaði enn tutt- ugu og fjóra menn af EyvindarstaðaheiSi. Gangnamenn þar lentu í gífurlegum erfiðleikum vegna snjóa og óveðurs, og er líka sögu að segja af gangnamönnum úr byggðum sunnan lands. Erfiðleikarnir virðast þó hafa orðið mestir á Eyvind- arstaðaheiði, sem er mikið landflæmi upp af Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Þar gengur margt fé, bæði kindur og hross ,og nú fór svo, að af þremur flokkum manna, sem ganga heiðina, komst aðeins einn til byggða með fé, annar slapp með erfiðleikum þótt engu yrði smalaS og sá þriðji virð- ist standa ( ströngu við að komast til byggða. OFVIÐRI 24 ókomnir af Eyvindarstaðaheiði — Engin kind komin að Stafnsrétt — Erfiðustu fjárleitir á þessari öld Gangnamenn á Eyvindarstaða heiði fengu gott veður á mánu- dagsmorgun, en aðfaranótt þriðjudags gekk upp með ofsa- veður á norðan með gifurlegri fannkomu Samt var skipt í göngur að venju í svonefndri Áfangaflá. Hélt austasti flokk- ur niður með það fé, sem til náðist og komst við illan leik með safn sitt á Gilhagadal seint á þriðjudag. Venjan er að þeir komi með féð að Mælifells- rétt um fimmleytið á þriðjudag og réttað sé þar á miðvikudög- um. í þetta sinn urðu þeir að skilja féð eftir á dalnum. Fóru gangnamenn heim til Stefáns bónda í Gilhaga og fengu þar hinar beztu veitingar, en skiptu sér síðan á bæi til gistingar um nóttina. í morgun fóru þeir svo aftur að fást við féð og höfðu komið því niður að Mælifells- rétt um fjögurleytið í dag. Þar verður það réttað á morgun og seinkar sundurdrættinum um einn dag. Öðru vísi fór um hina flokk- ana, sem ganga Eyvindarstaða- heiði. eða miðflokk og vest- flokk. Miðflokkur gengur nið- ur austan Fossár og rekur að Stafnsrétt ' Svartárdal í A.- Húnavatnssvslu. Þeir skildu við vestflokk í Áfangaflá og var þá ekki ljóst, hvort heldur að vest flokksmenn ætluðu að vera næstu nótt í Ströngukvíslar- kofa, eða reyndu að brjótast nið ur að Galtará, þar sem mótreið armenn voru væntanlegir. Miðflokksmenn héldu sem leið lá Ut heiðina og gistu síð- astliðna nótt í Bugakofa. Var ekkert viðlit að reyna að smala fé. enda komið fannfergi, svo það stóð þar sem það var kom- ið. í morgun héldu svo mið- flokksmenn trá Bugakofa og niður að Stafni í Svartárdal. — Þangað komu þeir síðdegis og höfðu fengið umbrotafærð fyr- ir hestana. Þeir sáu nokkurt fé í Bugum og á Háutungum, en færðin var slík að engin leið var að þoka því um fet. Þegar Timinn hafði símasamband við Stafn í gær var ekkert hross og engm kind komin að Stafns- rétt og er það einsdæmi. — Hrossarétt átti að vera þar í dag, og fé átti að réttast á morg un. Fréttaritari Tímans, Björn Egilssor á Sveinsstöðum var í miðflokk, og var nýkominn í Stafn, þegar Tíminn hringdi. — Sagði hann blaðinu að miðfl.- menn, sem eru Lýtingar, ætl- uðu heim enda ekki annað fyr- irsjáaniegt en að fresta yrði göngunum. Fjórtán Seylhreppingar reyndu í gær að smala Reykja- Framhald 4 15. siðu. HAUSTHRETIÐ var óven|u snemma á feröinni að þessu slnni, og hrista marglr höfuS IS meS áhyggjur og vetrar- kvlSa I svip. Tfminn getur hins vegar upplýst — ef þaS mættl verSa elnhverjum tll huggunar — aS gamlir menn kalla svona hret haustkálf og segjá, aS þvf fyrr, sem haust kálfurlnn sé á ferSinni, þeim mun betri verSI veturlnn. er-í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.